Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR S. JA\ÚAR 1999 D^«r AKUREYRI NORÐURLAND Tvö á góðri leið Þór í annarri deild- inni í handbolta og KA/Þór í kvennahand- holtanum eru lið sem vaxa í hverjum leik. Þjálfarar liðanna virð- ast vera að gera góða hluti. Hvað segja þeir um stöðuna á nýju ári. Þórsliðið í handboltanum sem er að berjast í annarri deildinni hef- ur góða stöðu fyrir leikina á nýju ári. Þeir hafa tapað aðeins einum leik en gert tvö jafntefli. Liðið virðist vaxa í hveijum leik og virðist sem svo að Andrés Magn- ússon þjálfari sé að gera góða hluti. En liðið má ekki sofna á verðinum eins og undanfarin ár í baráttunni um að spila á meðal þeirra bestu. Halda einbeiting- unni og klára alla Ieiki með sóma og ná í tvö stig í einu. En hvað segir Andrés Magnússon þjálfari um stöðu mála og framtíðina? „Eg er ekki alveg alveg sáttur við stöðu okkar. Því miður eru það tvö stig sem ég hefði viljað í viðbót. Það eru jafnteflin á móti Fylki og Breiðablik fyrir sunnan. Það voru dýr tvö stig en við mun- um bæta það upp síðar. En ég er að sjálfsögðu ánægður að vera í Andrés Magnússon. toppsætinu en Víkingar eiga leiki á okkur“. - Eru einhverjir leikmenn sem standa upp úr? „Ég vil ekki taka neina út úr en það eru nokkrir leikmenn sem vita af því að þeir eigi meira inni. Þeir verða að taka á sig rögg og hjálpa Iiðinu meira, það er engin spurning. Ungu strákarnir geta líka meira en það mun koma hjá þeim með réttu hugarfari. Þeir verða að virkja hausinn rétt eins og aðrir þá gengur þetta allt upp. En það er nefnilega jafn auðvelt að ldúðra hlutunum ef menn eru ekki með rétt hugarfar við þetta allt saman." Hlynur Jóhannsson. - Hvað með næstu leiki? „Við eigum tvo hörkuleiki framundan hér á heimavelli. Þann 5. janúar gegn Völsungi og 16. janúar gegn Fylki. Völsungar eru ört vaxandi og eigi skal van- meta þá. Fylkismenn eru með sterkt lið og verður sá leikur mik- ill baráttuleikur, sannkallaður fjögurra stiga leikur. Þessa leiki verðum við að vinna.“ - Hafa bæst við einhverjir nýir leikmenn fyrir komandi átök? „Nei, ekki get ég sagt það. Að vísu ætla ég að dusta allt rykið af skónum og vera með. Kannski það geti eitthvað hjálpað liðinu meira í baráttunni að komast upp í efstu deild. Eins og ég sagði í haust þá ætlum við upp. Ég hefði aldrei tekið að mér þjálfun öðru- vísi en að stefna að fyrstu deildar sæti,“ sagði Andrés Magnússon að lokum. Eru með framtíðar lið Kvennahandboltalið KA/Þórs hefur staðið sig með miklum ágætum það sem af er Islands- móti. Þær eru að vísu aðeins með tvö stig en þess ber að gæta að uppistaðari af leikmönnum liðs- ins er á aldrinum 15-16 ára. Það er ekki mikill aldur og ef þessar stelpur halda áfram að leggja mikið kapp á að æfa vel þá eiga þær eftir að ná langt. En það krefst aga og einbeitingar. Það hlýtur að vera stefna þeirra í vet- ur að hugsa fyrst og fremst um að ná framförum og næla sér í góða leikreynslu. Hlynur Jóhannsson er þjálfari stúlknanna. Hvað finnst honum um stöðuna? „Það er engin spurning að við erum á réttri leið. Ég er sáttur við flesta okkar leiki en hefði kannski viljað svona fjögur stig í viðbót við þessi tvö sem við höfum nælt okkur í. Það er tveir leikir sem sitja í mér. Leikurinn gegn Gróttu/KR hérna heima, þar sem við áttum að gera miklu betur og Ieikurinn gegn FH á útivelli, sem tapaðist með miklum mun. En að sjálfsögðu er leikurinn gegn IR í Seljaskólanum mjög minnis- stæður enda var það sigurleikur, sá eini.“ - Nú hlýtur það að vera þreyt- andi fyrir stelpurnar að tapa svona mörgum leikjum. Eru þær að gefast upp? „Nei Iangt frá því. Þær virðast vera þolinmóðar og ekki vantar metnaðinn hjá þeim. Þær ætla sér að taka framförum og ná lengra. Það er engin spurning. En þær verða þá áfram að æfa vel og styrkja sig með lyftingum. Svo verða þær númer eitt, tvö og þrjú að eldast. Það er vandamálið hversu ungar þær eru. En það er eitthvað sem ekki þarf að hafa áhyggjur af. Þær munu eldast." - Þið eruð búin aðfá nýjan leik- mann í liðið ykkar? „Já, hún heitir Jette Walter og er kona Lars í karlaliðinu. Hún hefur geysimikla reynslu sem á örugglega eftir að nýtast okkur vel. Hún mun spila sinn fyrsta leik á móti IBV í Eyjum nk. föstudag. Ég hef hugsað mér að láta hana spila á miðjunni." - Hvemig er kvennahandbolt- inn í dag? „Hann er mjög slakur. Ég get ekki sagt annað. Stjarnan á ekki að vera í miklum vandræðum að vinna þrefalt. Það er engin spurning. Það er ekkert lið sem getur nartað í þær í augnablik- inu. En við skulum spyija samt að leikslokum," sagði Hlynur, þjálfari ungu stelpnanna í KA/Þór. -GS KA gegn KA í lirslitaleik Hið árlega Bautamót í innan- hússknattspyrnu var háð um helgina. Mótið fór fram í KA- húsinu og þótti takast með mikl- um ágætum. Ekta knattspyrna fyrir áhorfendur leit dagsins ljós. Fullt af mörkum og skemmtileg- um tilþrifum. Innanhússknatt- spyrna hefur hingað til verið van- metin en hún er skemmtileg fyr- ir augað því mikill hraði er í leiknum. „Mjög gaman að tvö lið frá KA skyldu spila til úrslita á svona sterku móti, þar sem öll bestu lið á Norð-austurlandi tóku þátt. Það KA-lið sem vann var að sýna skemmtilega hluti og menn voru að vinna vel fyrir hvern annan. Náðu vel saman og spiluðu góð- an og árungursríkan fótbolta. Þetta er það sem við þurfum næsta sumar í baráttunni að komast upp í efstu deild. Við erum að setja markið hátt og þurfum að vinna vel fyrir hvern annan," sagði kampakátur þjálf- ari KA, Einar Einarsson, að móti Fyrirliði KA 2, Orri Einarsson, tekur á móti verðlaunum á Bautamótinu. Sigurliðið frá KA, KA 2, f sigurvímu. mvndir: brink loknu. og Dalvík eitt. í undanúrslitum Ieiknum sigraði KA 2-Leiftur 1, KA sendi fjögur lið í keppnina, sigraði KA 1-Dalvík 3-2 annars 4-2. I úrslitaleik sigraði síðan KA Þór þrjú lið, Leiftur og KS tvö lið vegar og í hinum undanúrslita- 2 lið KA 1 5-2. -GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.