Dagur - 19.01.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
i.
Það er ekki amalegt fyrir Benz að barnabarn Gottliebs gamia skuli vera jafn hugguleg og raun ber vitni.
Daimler var afi
hennar
Gottlieb Daimler,
annar af stofnendum
Daimler-Benz á sínum
tíma, var afi hennar
o g jafnvel þó hún
þekki frumkvöðulinn
aðeins af myiidum og
sögum föður hennar
má samt sem áður
segja að Carola Daimler sé með
hensínið í hlóðinu.
Það þarf ekki að taka það fram að sonardóttir
Gottlieb Daimler var í starfsnámi hjá Daimler-
Benz þar sem hún vann í söludeildinni í sex ár. I
blaðaheiminum er hún kölluð „Sendifrú bílaiðn-
aðarins." Með persónutöfrum og framgöngu er
hún sögð bera með sér sérstöðu Mercedes-Benz
línunnar. Hún brúi bilið milli hefðar og nýunga
og undirstriki þannig stefnu Mercedes-Benz sem
alþjóðlegs stórfyrirtækis.
Carola viðurkennir fúslega að hún beri þekkt
ættarnafn, Daimler. „Fyrir mér stendur þetta
nafn fyrir mjög persónuleg og tilfinningaleg
tengsl við þetta alþjóðlega stórfyrirtæld sem
stofnað var af afa mínum. Eg tók fyrst eftir þess-
um segulmögnuðu áhrifum sem það hefur á
annað fólk þegar ég starfaði í deildum fyrirtækis-
ins í Reutlingen og Stuttgart. Margir viðskipta-
vinanna sóttust eftir að hitta mig persónulega og
spurðu mig um sögu og hefðir Daimler fjölskyld-
unnar, blaðamenn báðu um viðtöl og enn aðrir
báðu um eiginhandaráritanir og myndir.
í fjölmörgum
ferðum erlendis
uppgötvaði ég
einnig mikinn
áhuga á nafninu
og Ijölskyldusög-
unni. Eftir það
hef ég borið enn
meiri virðingu
fyrir nafninu
Daimler sem
áskorun og
skuldbindingu.
Eg lít á það sem
persónulega
skyldu mína að
koma á framfæri Gottlieb Daimler.
grundvallargild-
um fyrirtækisins
heima og erlend-
is. A meðal ann-
arra hluta styð
ég umhverfis-
verkefnin sem
Daimler-Benz
stendur að og
viðhald Goethe
stofnunarinnar.
Ég er mjög
ánægð með titil-
inni „Sendifrú
bíliðnaðarins".
Reynsla mín af
viðskiptavinum
og blaðamönnum í Þýskalandi og annarsstaðar
hefur sýnt að ég get í raun og veru skipt máli -
fyrir hið góða nafn Daimler."
BILAR
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
wt*
m.~____::
'Ambassadfess' of
automobiles in Dubaí
!■*»»«»íMMtife
Hasher Maktoum sheik, framkvæmdastjóri Information í Dubai dáist að líkani afBenz eftir opnun bíiasýningar i
Dubai. Til vinstri er Carola Daimler útnefnd „sendifrú bíliðnaðarins“ [ambassadress of automobilesj.
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is
Veðrið í dag...
Norðaustan stinningskaldi eða allhvasst, en hvassviðri á
Austfjörðum. Éljagangur um norðanvert landið, snjókoma
á Austfjörðum en skýjað og úrkomulítið suðvestanlands.
Hiti kriiigum frostmark suðaustantil, en frost aiinars 2 til
12 stig, kaldast í innsveitum noróanlands.
Hiti -8 til 1 stig
Veðurhorfur næstu daga
Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á
hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma
úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan.
Færð á vegum
Góð vetrarfærð er á flestum aðalvegum landsins, en
skafrenningur er á Fróðárheiði, Bröttuhrekku og á
Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er um Breiðadalsheiði.