Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 26.01.1999, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 - 23 Xfc^ur. LIFIÐ I LANDINU MEINHORNIÐ • Meinhyrning- ur getur ekki skilið hvers vegna prófkjör þurfa endilega að snúast upp í þá óvægnu bar- áttu og blokka- myndun sem þau oft virðast gera. Það er eins og ekki sé hægt að halda prófkjör þar sem hver og einn stendur fyrir sig, kynnir sig og sín bar- áttumál og læt- ur þar við sitja. Að kjósendur fái síðan að velja í friði virð- ist borin von því inn í prófkjörið fléttast per- sónulegar deil- ur, gamlar og nýjar, svæða- pólitík og margt fleira sem gerir það að verkum að þegar upp er staðið eru allir sárir og langan tíma tekur að stilla saman strengina þannig að fólk sem situr á sama lista fyrir kosningar er varla búið að ná sér af prófkjörs- slagnum þegar alvöruslagurinn hefst. • Meinhyrningi leiðist að yfir- leitt skuli vega- lengdir frá Reykjavík út á Iand teljast lengri í hugum Reykvíkinga en vegalengdir utan af landi til Reykjavíkur í hugum lands- byggðarfólks. Er ekki eitthvað bogið við það? xfeS“r' FOLKSINS „Það eru meiri líkur á að fleiri kaupi mjóik og mjólkurvörur, efþeir fá að velja. En það má ekki vera svo dýrt, að barnafólk hafi ekki efni á að kaupa þær. Mjólkurstöðvarnar tapa ekki og heldur ekki bændur, efsvo yrði. í mörgum nágrannalöndum okkar, hafa neytendur val.“ Fyrirspum til mj ó lkiirviiinsliistö ð va KRISTIN R. MAGNÚSDÓTTIR SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Ef kálfum er gefin gerilsneydd mjólk, dragast þeir upp og drepast, ef ekki er skipt nógu fljótt yfir í þeirrn mjólk. 1. Hvers vegna er mjólkin fitusprengd? 2. Hvað vinnst með því? 3. Nýtist kalk og önnur steinefni, líköm- um okkar (manna og dýra, annarra en kálfa), eftir fitusprengingu (þ.e. nýt- um við steinefnin)? 4. Hvers vegna getum við ekki fengið að kaupa lífrænt ræktaða mjólk, ógeril- sneydda? 5. Hvers vegna er verið að gerilsneyða mjólkina úr heilbrigðum kúm? 6. Hvers vegna fáum við ekki val, hvort við kaupum ógerilsneydda og ófitu- sprengda mjólk, annað hvort eða bæði, eins og hver vill? 7. Er rjóminn fitusprengdur? 8. Er undanrennan fitusprengd? ,?Sveitamjólk“ Ég veit sem betur fer, svarið við sumu, en læt það ekki uppi hér. Eg veit líka að margir hugsandi bændur, vilja að við neytendur fáum val. Það eru meiri líkur á að fleiri kaupi mjólk og mjólkurvörur, ef þeir fá að velja. En það má ekki vera svo dýrt, að barnafólk hafi ekki efni á að kaupa þær. Mjólkurstöðvarnar tapa ekki og heldur ekki bændur, ef svo yrði. I mörgum nágrannalöndum okkar, hafa neytendur val. Frændi minn einn, sem býr í Sviss, fer út í næstu búð með brúsa og kaupir „sveitamjólk". Það sparar pappaumbúðir. Það mætti hugsa sér að mjólkurstöðvarnar ættu litla (50, 100 eða ? lítra) mjókurkælitanka, sem tengd- ir yrðu við rafmagn verslunarinnar og mjólkurstövarnar skiptu svo um tank og sæju um þrifin á þeim. Eða að verslunin ætti sjálf tankana, (eða einn), en þegar mjólkurstöðin sendir annan, tekur þá hinn og þrífur hann. Þeir hafa allar græjur til þess. Líka má hafa eitthvað af mjókinni í fern- um. Þessi mjólk ætti ekki að þurfa að vera og má ekki vera dýrari, en hin þessi venju- Iega. Aðeins yrði tekin mjólk frá þeim bændum, sem eru alltaf með 1. flokks mjólk, lyfjaleyfa- lausa. Þegar bannað var á sínum tíma að selja ógerilsneydda mjólk, voru berklarn- ir alls ráðandi. Kýrnar handmjólkaðar og þrifnaður í lágmarki og eftirlit lítið eða ekkert. En núna er allt öðruvísi, manns- höndin kemur ekki nálægt heilbrigðu júgri, nema til að þvo það fyrir mjaltir. Alls staðar eru rörmjaltakerfi og timbur varla sjáanlegt í fjósum. Samviskusamir bændur gæta þess að fyllsta hreinlætis sé gætt, gestir verða t.d. að klæðast hreinum stígvélum og hreinum slopp, áður en gengið er í ljós, fóðurbætisgjöf sjálfvirk o.s.frv. kýr og fjós þrifaleg, farið vel með kýrnar, bæði andlega og líkam- lega. Þessar kýr framleiða sterka og heil- brigða mjólkursýrugerla, sem vinna á ut- anaðkomandi bakteríum. Og þessir bændur eiga að fá að selja ógerilsneydda mjólk. Sonur minn, sem býr í Þýska- landi, getur keypt ógerilsneydda og eða ófitusprengda mjólk. Bemþynning Það er dálítið einkennilegt, að bein- þynning hefur aukist gífurlega á sama tíma og flest af þessu gamla fólki, drekk- ur mikla mjólk. Mig langar til að fá upp- gefið hjá mjólkurvinnslustöðvunum allt vinnsluferli mjólkurinnar og hvers vegna það er gert svona. Eg iæt þessu þá lokið núna og vonast til að svörun verði frá mjólkurvinnslustöðvunum og að svör þeirra verði birt í Degi. PS. A Rás 1 einhverntímann á árun- um 1990-96 var viðtal við hjarta- og æðasérfræðing og var verið að ræða um blóðfitu. Eftir smá umræðu segir lækn- irinn: „Ef bóndinn drekkur mjólkina beint úr kúnum sínum, þarf hann ekki að óttast of hátt kólesteról í blóði, þ\4 fitukúlurnar í mjólkinni hreinsa æða- veggina að innan, en þegar búið er að fitusprengja hana, klessist hún innan í þær (æðarnar) og stíflar þær.“ I öðrum þætti líka á Rás 1, stuttu eftir að farið var að framleiða AB-mjóIk, var viðtal við mjólkurfræðing og sagði hann eitthvað á þá Ieið, að þessir mjólkursýrugerlar, kall- aðir AB-gerlar, væru okkur nauðsynlegir í meltingarveginum, en væru drepnir við gerilsneyðinguna. Svo mörg voru þau orð. Leiðrétting 1 Degi þann 6. janúar sl. var rang- Iega sagt að þau Iris Dögg Inga- dóttir og Einar Georgsson hefðu verið gefin saman í Akureyrar- kirkju þann 22. ágúst sl. Rétt er að það var í Skútustaðakirkju sem þau voru gefin saman þann dag. Þá er heimili þeirra í Kópavogi en ekki á Akureyri einsog ranglega var sagt. Eru brúðhjónin beðin velvirðingar á þessari leiðu mis- sögn. VEÐUR Veðrið í dag... Austlæg átt, víðast kaldi eða stinniugskaldi. É1 einkum með suönr og austurströndinni. Frostlaust með Suðausturströndiuni en annars 0 - 8 stiga frost, kaldast í inusveitum norðanlands. Hiti -5 til 1 stig Blönduós Akureyri ra :R ■, ■ - 8 ■, ■ ,aa_ \ *\j Egilsstaðir Bolungarvík °C) mrr ,0L C) mm -10 ; 5- 1 ’l m i ■ -0 i -5- ■ ■ i ■ i MAn Þri V/' Fim Fös \ N ~ j Reykjavík Þri Mið FHn Fðs Lau 'S-V \/'~m J^ Kirkjubæjarklaustur Cj mr J 1 . -15 ; 10x -10 í 5- C) mm . m m. 1 ■■ II 1 1 1 -5 I 0- -0 j -5- 1 m ,1 IJjrB 1. Fðs Lau Þri Mið F|m Fðs Stykkishólmur 1 1 - ;:rd 1 fl.B.l 1 LjJI ll li.ll.ll Mán v ^ VEDURSTOFA V ÍSLANDS Veðurspárit 25. 1.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. k Dæmi: * táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Skafrenningur er með norðurströndinni, á Siglufjarðarvegi, í Víkurskarði og með ströndinni austan Húsavíkur. Fært er orðið um Möðrudalsöræfi og á Vatnsskarði eystra til Borgarfjarðar eystri. Skafrenningur er á fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi. Víða er hálka á þjóðvegum landsins. 66’N SEXTIU OG SEx NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.