Dagur - 10.02.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
Frábært framtak
Punkturinn hef-
urnú starfaðí
fimm ár. Stöðugt
fleiri nýta sérað-
stöðuna. Ekki
búið að finna
starfseminni nýjan stað.
Valdís
Viðars
skrifar
Punkturinn handverks- og tómstunda-
miðstöð á Akureyri hélt nýverið uppá
fimm ára afmæli starfseminnar í húsnæði
því sem það hefur haft til afnota á Gler-
áreyrum, þar sem áður var skóverksmiðj-
an Strikið. A þessum fimm árum hefur
Punkturinn náð að festa sig í sessi hjá
bæjarbúum og í dag hefur starfsemin náð
að þróast út í það að þjóna öllu því fólki
sem áhuga hefur á hverskonar handverki
og tómstundavinnu og margir nýta sér
aðstöðuna.
Eitthvað fyrir alla
Starfsemin hefur byggst upp á fjórum
grunnþáttum sem eru vefnaður, smíðar,
saumaskapur og leirmótun. Auk þess
hafa verið haldin mörg námskeið í ýms-
um list- og handverksgreinum. Það er
stefna staðarins að sköpunargleðin sitji í
fyrirrúmi. Láta tuskurnar verða að litfögr-
um mottum, viðarkubbinn að fallegri
skál, mótun gljáfægðra vasa úr gráum
Mótum gtjáfægðan vasa, ker eða krukkur úr
gráum leirnum.
leirnum og Idæði sniðin í kjóla, kápur,
jakka eða buxur. Aðstaða er til smíði smá-
hluta og til húsgagnaviðgerða s.s. renni-
bekkur, trésmíðavél, vélsög og bandsög,
þá málmsmíði, þar sem á staðnum eru
tæki til logsuðu, rafsuðu, argonsuðu, auk
þess sem rennibekkur fyrir málm er til
staðar. Þar eru líka saumavélar, vefstólar,
leirbrennsluofn og margt fleira. Raunar
má segja að það sé hægt að koma í
Punktinn og fá aðstoð og aðstöðu til að
búa til eða lagfæra nánast hvað sem er,
t.d. ef maður vill gera við húsgögnin sín
sjálfur, þá er þarna öll aðstaða til þess og
smiður á staðnum sem aðstoðar viðkom-
andi ef óskað er. Þannig getur hver sem
er beðið um aðstoð við nánast hvað sem
er og reynt er að verða við þeim óskum
hverju sinni.
Frá hausti og fram á vor eru haldin
námskeið í ýmsum greinum svo oft sem
tilefni gefst til, s.s. í bútasaumi, leirlist,
Breyttu gömlu húsgögnunum í ný. Aðstaða til
smíða í Punktinum er frábær.
tréskurði og gler- og postulínsmálun svo
eitthvað sé nefnt. I upphafi hverrar annar
er auglýst hvaða námskeið eru í boði í
það skipti. Yfir sumartímann Iiggur nám-
skeiðahald niðri en öll aðstaða er opin.
Góður félagsskapur
Margir leggja leið sína í Punktinn, ungir
sem aldnir og Iíkar vel. Gestum hefur
fjölgað gífurlega frá ári til árs og í dag
koma þangað 65 gestir á dag eða 325
manns á viku. Margir af þeim sem heim-
sækja Punktinn daglega eru atvinnulaus-
ir, öryrkjar og aldraðir og koma jafnvel
þangað einungis fyrir félagsskapinn.
Þarna er rúmgóð sameiginleg kaffistofa
fyrir alla notendur hússins hvort heldur
er til að neyta matar eða bara spjalla,
leikhorn og barnagæsla fyrir börn og eng-
inn þarf að láta sér leiðast.
Piinkturinn fly tur
Nú þegar húsnæðið verður afhent Sjó-
klæðagerðinni til afnota þarf að finna
Punktinum nýjan samastað. Það er eitt-
hvað sem aðstandendur Punktsins hafa
vitað frá upphafi að gæti gerst og aldrei
reiknað með því að þetta húsnæði yrði til
framtíðar fyrir starfsemina og að einn
góðan veðurdag þyrfti að flytja hana um
set, því kom það engum á óvart þegar sú
tilkynningin barst. En nú Ieita bæjaryfir-
völd dyrum og dyngjum að hentugu hús-
næði og vonandi verður þess ekki Iangt
að bíða að tillkynnt verði nýtt heimilis-
fang Punktsins.
Dagur elskenda
SVOJMA
ER LIFIÐ
Pjetun St.
flrason
skrifar
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 3 1
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Dagur heilags Valentínusar er 14. febrúar ár hvert. Blóma-
búðir á Islandi eru með viðbúnað vegna dagsins. I versl-
uninni Arbæjarblómum fengust þær upplýsingar að rauðar
rósir væru ríkjandi á degi elskenda. Einnig væru blómakörfur
algengar skreyttar með hjörtum. Þetta eru ýmiskonar tré-
hjörtu sem hægt er að fá. Þar eru líka til vendir sem eru mót-
aðir í hjörtu.
I blómaversluninni fengust þau svör að þau væru ekki
með nein sérstök Valentínusarkort en á hjörtunum stæði „ég
elska þig.“ Hins vegar má benda á það að alltaf eru til í
blómabúðum kort. Starfstúlkur í blómaverslunum verða var-
ar við meiri rómantík í loftinu vegna Valentínusardagsins.
Róman-
tíkin hefur
góð áhrif á
geðheils-
una. Hún
eykur af-
kastaget-
una, en
skortur á
rómantík
er að sama
skapi nið-
urdrep-
andi. Karlmenn heyra sjaldnar ástarjátningar en konur. Þó
\ilja þeir heyra orðin, „ég elska þig“, alveg eins og þær. Allir
ættu því að notfæra sér Valentínusardaginn til þess að tjá til-
finningar sínar.
Það eru til nokkrar dýrlingasögur af heilögum Valentínusi.
Ein er sú að hann hafi verið prestur á þriðju öld eftir Krists-
burð. Hann hafi staðið fyrir giftingum í trássi við lög Kládí-
usar keisara, verið varpað í fangelsi og þar stofnað til vin-
skapar við dóttur eins fangavarðanna. Hún þjáðist af miklu
hugarangri en Valentínus huggaði hana með bænum sínum.
Heilagur Valentínus var tekinn af lífi 14. febrúar árið 269.
Sá dagur varð síðar gerður að degi heilags Valentínusar. Forn
rómversk hátíð ásta sem kennd er við Luperkal hófst daginn
eftir. Arið 496 mun Gelasius páfi hafi gert þessa hátið að há-
tíð kirkjunnar, þar sem kirkjan gerði sér grein fyrir því að
ekkert athugavert er við ástir, aðeins hinar heiðnu hefðir
móðguðu guð. Þar með var búið að gera hina fornu hátíð
ástarinnar að kristinni hefð. Mun sá siður elskenda að
senda sínum heittelskaða kveðju á þessum degi vera rakinn
til hinnar forn-rómversku hátíðar en heilagur Valentínus er
verndari elskenda.
HVAB ER Á SEYÐI?
FJÖLGUM KONUM Á ALÞINGI
Opinn kaffifundur verður haldinn 11. febrúar
kl. 20.30 á Hótel Barbró á Akranesi. Um-
ræðuefni: Mikilvægi þess að auka hlut
kvenna í kjördæminu. Til fundarins hafa ver-
ið boðaðar framboðskonur stjórnmálaafla sem
bjóða fram til Alþingis 8. maí í vor. Allir vel-
komnir.
HÖFUÐBORGARSVÆDIÐ
Sagnfræðisjóður dr. Bjöms Þorsteins-
sonar
Akveðið hefur verið að veita styrk úr
Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar
fyrir árið 1999, krónur 300.000. Tilgang-
ur sjóðsins er að styrkja með íjárframlög-
um stúdenta við nám undir kandídatspróf
í sagnfræði og kandídata í sömu grein til
að rannsaka - og vinna að ritum um - sér-
stök verkefni er varða sögu Islands eða
efni því nátengt. Veita má manni styrk til
sams konar verkefna er eigi hefur verið í
Háskóla Islands og er sérstakar ástæður
mæla með því að mati stjórnar og öll
stjórnin er sammála þar um.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu
heimspekideilar Háskóla Islands í Nýja
Garði eigi síða en 10. mars.
Gengið um Kvosina
I kvöld, miðvikudagskvöld, verður farið
frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl.
20.00 vestur með höfninni og upp á
Landakotshæð. Þaðan um Hljómskála-
garðinn yfir á Skólavörðuholtið og niður
á Sólfarið við Sæbraut. Til baka með
ströndinni að Hafnarhúsinu. Allir eru vel-
komnir í gönguferð með Hafnargöngu-
hópnum.
Proust hjá Alliance Franceaise
í kvöld klukkan 20.30 heldur Pétur
Gunnarsson fyrirlestur um Marcel Proust
í salarkynnum Alliance Francaise de
Reykjavík að Austurstræti 3. Pétur hefur
nýlega þýtt verk Proust I leit að glötuðum
tíma sem er talið eitt af stórvirkjum
heimsbókmenntanna. Fyrirlestur Péturs
er bæði á frönsku og íslensku. Öllum er
heimill aðgangur en gengið er inní húsið
frá Ingólfstorgi.
Félag eldri borgara Asgarði, Glæsibæ
Handavinna ld. 9.00, perlusaumur, kenn-
ari er Kristín Hjaltadóttir. Skákkl. 13.00.
Línudanskennsla Sigvalda kl. 18.30 -
20.00. Kaffistofan er opin frá kl. 10.00-
13.00. Félagar athugið að listi kjörnefnd-
ar til stjórnarkjörs liggur frammi á skrif-
stofu félagsins.
Heimsókn frá Noregi
Norski vakningarpredikarinn Gunnar
Hamno mun tala á samkomum í Kristni-
boðssalnum, Háaleitisbraut 58, 10.-12.
febrúar kl. 20.30. Hann er áhrifamikill og
eftirsóttur prédikari í heimalandi sínu,
hefur ferðast víða og hefur frá mörgu að
segja. Mikill söngur. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Sorg og sorgarviðbrögð
Boðað er til opins fundar um sorg og trú í
Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 10.
febrúar kl. 20.30. Sr. Guðný Hallgríms-
dóttir sóknarprestur Seltjarnarneskirkju
ræðir þar um sorg og sorgarviðbrögð og
um það hvernig unnið er í sorgarhóp. Að
fundi loknum tekur sr. Guðný á móti
þeim sem hyggjast skrá sig í hópinn, sem
verður á mánudagskvöldum næstu tíu
vikur. Kirkjan vill þannig mæta þeim
stóra hópi fólks sem á um sárt að binda.
Með þessu starfi er einstaklingurinn
styrktur til þess að vinna með sjálfan sig
að markvissu uppbyggingarstarfi svo
hann fái lifað við þann missi sem hann
hefur orðið fyrir í lífinu.