Dagur - 13.02.1999, Blaðsíða 4
IV-LAVGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
Guðmundur Pálsson
Hveragerdi
Guðmundur Pálsson, lengst t.v., ásamt bræðrum sínum: Höskuldi, Jónasi og Sigurvin, við leiði foreldra sinna, Páls Guðmunds-
sonar og Helgu Jónasdóttur.
Fallinn er frá síðasti Höskuldsey-
ingurinn. Guðmundur Pálsson,
föðurbróðir minn og kær vinur er
látinn.
En á ströndinni hinumegin
hafa tekið á móti honum Herdís
og börnin þeirra, og systkinin öll,
stelpurnar og strákarnir úr Hösk-
uldsey. Sannfærð er ég um að
þar hefur verið slegið upp veislu.
Bræðurnir hafa verið að bíða eft-
ir Gumma bróðir og hafa efalaust
kreist úr nokkrum vínþrúgum
fyrir hann. Dísa kveikir sér í
einni rettu og systurnar baka
pönnukökur.
Börnin í Höskuldsey ólust upp
við kröpp kjör. Oftast höfðu þau
nóg að borða, enda Páll og síðar
með þeim sonum sínum sjómað-
ur góður og fengsæll.
Gummi frændi sagði mér frá
því fyrir nokkrum vikum að
stundum hefði verið mjólkur-
laust. Eitt sinn var kýrin geld, en
þeir bræður yngstu litlir. Þá
bjargaði miklu að Lena systir var
gift Jóni Rósmann í Þormóðsey
og sendi þeim nytina alla úr sinni
kú hvenær sem hún vissi af ferð
í Höskuldsey.
Það var þannig sem þau systk-
ini töluðu hvort um annað. Alltaf
Gulli bróðir eða Asta systir. Og
um stelpurnar og strákana. Þó
þau væru komin á níræðisaldur-
inn. Og með þessari hlýju í mál-
rómnum.
Gummi frændi sagði mér
margar sögur úr Höskuldsey, frá
leikjum þeirra bræðra í tjörninni,
frá hólmunum þar sem þeir áttu
bú og gerðu út báta. Því það var
þeirra augljós framtíð. Að búa og
fiska. Hann sagði mér margt frá
liðinni tíð sem fæstir muna.
Arvisst var það að þeir Siggi og
Gummi kæmu í heimsókn, þegar
ég var barn og síðar ung kona.
Þeir bræður voru ákaflega sam-
rýndir og þurftu mikið að faðm-
ast og kyssast þegar þeir hittust.
Líka að kyssa mig og alla í Ijöl-
skyldunni. Eg man að mér fannst
þetta frekar asnalegt sem barni,
en lærði seinn að meta þetta ást-
ríki sem þetta fólk sýndi þeim
sem þeim þótti vænt um.
Þeir sögðu sögur bræðurnir, og
þótti sú sagan best sem barnað
hafði verið aðeins við. Hlógu
mikið og gerðu grín að sjálfum
sér.
Eitt sinn komu þeir vestur
Siggi og Gummi. Eg fór þá með
þá í bíltúr um Helgafellsveit.
Auðvitað voru þeir Gulli og Jonni
með í för. Við litum við á Helga-
felli að sjálfsögðu. Þeir kíktu við
hjá leiði ömmu sinnar og afa og
fengu leifi til að fara í kirkjuna.
Ég vona að ég meiði engan þegar
ég segi frá því að Gulli bróðir tók
þá bræður til altaris með tilþrif-
um. Reyndar sagði Siggi bróðir
að hann gerði það ekki rétt, enda
kirkjufróður maður.
En enda hlutu þeir í kirkju-
garðinum við Stykkishólm. Þar
þurfti að heilsa upp á marga og
skála við suma. En alvarlegir
stóðu þeir við gröf foreldra sinna,
Páls og Helgu.
Græskulaust var allt þeirra
gaman og meiddi engan.
Guðmundur lifði öll sín systkin
og fannst það frekar óréttlátt.
Svo fór Herdís og eftir það var
hann tilbúinn að fara.
Glöð er ég yfir því að hafa get-
að heimsótt hann stuttu áður en
hann dó. Við Höskuldur bróðir
minn hittum hann hressan í
sinni. Hann rifjaði upp gamlar
minningar, og hafði engu gleymt.
Sló sér á lær og horfði á mig
þessum tindrandi augum sem
voru hans aðall og sagði: „Dadda
mín ertu virkilega komin að
heimsækja mig.“ - Og svo fékk ég
kossa og faðmlög, að hætti Hösk-
uldseyinga - í hinsta sinn.
Eg gleðst yfir langri ævi hans,
og því að ég fékk að vera hluti af
henni, ekki síst hin síðari ár, þeg-
ar aðrir voru gengnir. Hann kom
og gaf mér og mínum mikið.
Kveðjur góðar til Jóns, Klöru,
Páls, Sillu og þeirra Qölskyldna
frá Döddu frænku í Hólminum,
Eyþóri og strákunum mínum.
Dagbjört Höskuldsdóttir,
Stykkishóltni.
Jón Magnússon
Jón Magnússon var fæddur að
Stekkjarflötum, Austurdal,
Skagafirði, 13. júní 1919. For-
eldrar hans voru Kristín Krist-
jánsdóttir frá Abæ og Magnús
Magnússon fæddur að Merki-
gili í Austurdal, Skagafirði. Jón
átti tvo bræður sem báðir eru
látnir. Þeir voru: Kristján, f. 7.
6. 1912, d. 3.7. 1959 og Frið-
finnur, f. 1.5. 1916, d. 3.9.
1982. Jón var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Erna Fuchs, f.
8.9. 1928 í Þýskalandi. Þau
slitu samvistir. Börn þeirra eru:
Kristín, gift Lárusi Sverrissyni.
Börn þeirra eru Gunnhildur,
Magnús Már og Ágúst. Barna-
börnin eru sex. Rúdolf Ágúst,
sambýliskona hans er Lára
Ólafsdóttir. Börn þeirra eru:
Guðrún Erna, Sverrir Jakob,
Davíð, Kristján Rafn, Tinna
Rós og Arna Rut. Hermann
Jón, kvæntur Agnesi Alfreðs-
dóttur. Böm þeirra eru: Gunn-
ar Öm, Erna og Heiða. Karl
Friðrik kvæntur Kristínu Sig-
tryggsdóttur. Börn þeirra eru:
Sigtryggur Ármann og Karl.
Seinni kona Jóns er Kristín
Sigríður Kristjánsdóttir frá
Heynesi í Innri-Akraneshreppi.
Jón bjó lengst af í Arnames-
hreppi, fyrst á Þrastarhóli. Á
Ósi bjuggu Jón og Kristín frá
árunum 1972 til 1991 en þá
fluttu þau til Akureyrar. Útför
Jóns fór fram frá Möðruvalla-
kirkju í Hörgárdal, laugardag-
inn 19. desember sl.
Vinur minn og frændi, Jón frá
Borgargerði, eins og ég kallaði
hann alltaf þegar hann var lftill,
hefur nú kvatt þetta jarðsvið og
er þar genginn góður drengur og
traustur maður. Hann var fædd-
ur á Stekkjarflötum í Austurdal í
Skagafirði, sama stað og ég fædd-
ist töluvert seinna, en í Borgar-
gerði í Norðurárdal í Skagafirði
ólst hann upp, þar sem foreldrar
hans bjuggu, þau Kristín ömmu-
systir mín, konan sem hélt mér
undir skírn á sínum tíma, og
Magnús maður hennar. I minn-
ingum fyrstu ára ævi minnar
man ég svo glöggt þetta indæla
fólk því að þangað fannst mér
alltaf svo gott að koma og ég sótt-
ist eftir að fá að vera þar. Jón,
frændi minn, sýndi mér frá fyrstu
tíð sérstaka hlýju og á ég honum
mikið að þakka frá æskuárum
mínum og alla tíð. „Þú verður að
fara varlega með þig og gæta þín
vel svo að heilsan versni ekki aft-
ur,“ sagði hann iðulega við mig í
símann síðustu árin. „Eg hringi
svo aftur eftir nokkra daga til að
vita hvernig þú hefur það,“ bætti
hann svo við og alltaf hringdi
hann aftur eftir nokkurn tíma því
að allt stóðst sem hann sagði.
Hann var mér traustari vinur en
flestir aðrir, alltaf veitandinn en
ég þiggjandinn á allan hátt. Það
var alltaf sama hugulsemin, góð-
vildin og nærgætnin. Þannig per-
sónur eins og hann Jón frá Borg-
argerði er gott að hafa þekkt.
Mynd þeirra geymist í huga
manns ævigönguna á enda, - því
að:
I skógi lækur leynist
og lautin geymir blóm.
I niannsins lijarta er minning
meó mildan enduróm.
Og þó að lækur þorni,
og þó að deyi blótn,
þá miðlar hjartans minning
þeim milda enduróm.
(Þórarinn Hjartarson |rýddi)
Á uppvaxtarárum vann Jón við
búskapinn með foreldrum sínum
og bræðrum og vandist því snem-
ma öllum sveitarstörfum. Hann
var mjög duglegur maður, skarp-
ur og vinnandi öllum stundum,
samviskusamur og ósérhlífinn.
Hirðusemi og snyrtimennska var
honum í blóð borin. Öll verk
voru vönduð hjá hagleiksmann-
inum milda.
Jón var Iengst af maður sæmi-
lega heilsuhraustur og hlífði sér
hvergi við vinnu, en nokkur síð-
ustu árin fór heilsu hans hrak-
andi og frá því í júní á liðnu vori
dvaldi hann á Kristnesspítala.
Þangað kom ég til hans einn
morgun í júlí. Þá var töluvert af
honum dregið en Kristín, dóttir
hans, ók honum út í hjólastóln-
um og færði okkur kaffi þar sem
við vorum fornvinirnir tveir aust-
anvert við húsið. Það var blæja-
Iogn þennan morgun og veður
eitt það indælasta sem getur orð-
ið á Islandi, himinn heiðskír og
blessuð sólin sendi okkur geisl-
ana sína hlýju af því að hún vissi
að tveir vinir voru að kveðjast í
síðasta sinn.
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krj'pur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
Ijúfling minn sem ofar öllum
íslendingum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
eins og tónn á fiðlustrengnum,
eilift honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu gengnum.
Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustrengur,
ég hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann gengur.
(Halldór Laxness)
Kona hans, Kristín Kristjáns-
dóttir, dóttirin Kristín, synirnir
og ástvinir veittu honum ómet-
anlegan stuðning í veikindunum
og umvöfðu hann hlýju og kær-
leika. Læknar, hjúkrunarfólk og
starfsfólk á öldrunardeild Krist-
nesspítala var honum frábært og
gerði allt sem það gat fyrir hann
og ber að þakka það hér.
En nú er vegferðinni lokið.
Myrkur færist yfir. Það er komið
kvöld. Hið innra með mér bærast
minningar um góðan mann.
Minningar sem eru hreinar og
fagrar og munu lýsa á ókunnum
leiðum.
Konu hans, Kristínu, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
ástvinum bið ég blessunar. Vini
mínum bið ég fararheilla.
Blessuð sé minning hans.
Hjörtur Guðtnundsson.
Askriftarsíminn er
800 7080