Dagur - 24.02.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 24.02.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 - 3 VÍKURBLAÐW Kettir og himdar hverfa ÁRNILOGI SIGUR- BJÖRNSSON meindýraeyðir skrifar Undirritaður vill hér á eftir gera lítillega grein fyrir þeim óþægind- um sem hann verður stundum fyrir vegna sögusagna sem oft fara á kreik þegar kettir og hundar hér í bæ og nágrenni hverfa sviplega og fínnast ekki aftur. I slíkum til- vikum er oft haft samband við mig og stundum finnst mér að búið sé að gera mig að einhvers- konar „félagsmálastjóra" og fyrir- tæki mitt „félagsmálastofnun" hunda- og kattaeigenda og einnig hunda- og kattaþolenda. Jafn- framt því að mér er ætlað að veita einhverskonar áfallahjálp við hunda- og kattahvarf, er ég stund- um sterklega grunaður um verkn- aðinn, þ.e. að vera valdur að við- komandi hvörfum. Ekki veit ég hver hefur skipað mig og mitt fyrirtæki í þetta hlut- verk eða hvenær. En þegar ég fletti dagbókum Meindýravarna Islands ehf. sl. tvö ár, þá sé ég að til mín hafa borist yfir 200 kvart- anir eða erindi aðeins vegna katta, fyrir utan allt annað. Óbætanlegt tjón Þessar kvartanir hljóða margar eitthvað á þessa leið: - „Hvað á ég að gera, það koma kettir í barna- vagninn hjá mér og míga í hann? - Köttur fer inn um gluggann hjá mér og étur frá okkur sunnu- dagsmatinn. - Það kemur köttur inn um svefnherbergisgluggann og stekkur ofan á höfuð okkar sofandi í rúminu. - Það er ekki hægt að viðra sængurfatnað, teppi eða mottur utandyra því kettirnir koma og míga í þetta. - Kettirnir eru að drepa alla ung- ana í garðinum hjá mér. - Arni Logi, viltu koma og sjá hvernig kötttur nágranna míns skemmdi bílinn minn, biýndi klærnar á húddinu og toppnum og rispaði og klóraði. - Árni, viltu koma og sjá hvernig kettirnir fóru með rósirnar í garðinum mínum. - Árni, viltu koma og sjá, það er búið að eyðileggja alla uppstopp- uðu fuglana mína.“ Og svo fram- vegis og oft er um óbætanlegt tjón að ræða. Sérsveit kattaeyðenda? Það sem ég hef gert í þessum málum er að benda viðkomandi á að tala við þá kattaeigendur sem hlut eiga að máli, ef vitað er um hvaða ketti er að ræða, og einnig að ræða við bæjaryfirvöld, t.d. heilbrigðisfulltrúa. Oft vill eða þorir tjónþoli ekki að tala \áð við- komandi kattaeigendur vegna vinskapar við þá, en kvartar ítrek- að við heilbrigðisfulltrúa vegna ágangs og skemmda af völdum katta. Hættan er sú að þegar kvart- að hefur verið við yfirvöld sem eiga að hafa eftirlit með katta- og hundahaldi á Húsavík með litlum eða engum árangri, þá taki kattaþolendur til sinna ráða. Þar með skapast hætta á að þolendur katta fari að beita heldur ógeðfelldum aðferðum til refsingar þeim sem valdið hafa tjóni, og verður ekki nánar farið út í það, enda um vafasamar að- ferðir að ræða. Eg veit auðvitað ekki hvort hér er starfandi sér- sveit sem gerir út á kattaeyðingu í því skyni að láta ketti hverfa. En ef sú er raunin, þá er það mér með öllu óviðkomandi og á ekkert skylt við mína starfsemi og aðferðir. Villikeftir eru nteindýr En svo er það hin hliðin á þess- um málum, þegar köttur týnist. Þá er ekki um minni sorg og raunir að ræða en þegar köttur veldur öðrum tjóni og ágangi. Sem betur fer er það stundum svo að kettir skila sér aftur þegar náttúran hefur lokið hlutverki sínu, en það getur tekið 3-4 vik- ur áður en köttur skilar sér heim og þá taka eigendur þeirra gleði sína á ný. Sumir kettir eru hins- vegar með þau gen í blóðinu að þeir vilja ekki vera gæludýr og fara á flæking og verða þá heim- ilislausir eða villikettir og flokk- ast þá sem ónytjadýr eða mein- dýr. Þessi dýr eru aflífuð þegar þurfa þykir og á að gerast í sam- ráði við bæjaryfirvöld og heil- brigðisfulltrúa á mannúðlegan hátt að undangenginni auglýs- ingu þar sem tryggilega kemur fram að fyrirhuguð sé sérstök að- gerð með þetta fyrir augum, eins og fram kemur í samþykkt um kattahald á Húsavík frá árinu 1995. Svo eru það kettirnir sem aflífa þarf vegna þess að viðkomandi eigendur hafa ekki ráð á að gefa þeim að borða og varla heldur ráð á að láta aflífa þá vegna kostnaðar sem því fylgir. Oft hef ég orðið við beiðnum um slíkt vegna vorkunsemi við þá katta- eigendur sem svo er komið fyrir. Og einnig hef ég aflífað ketti sem hafa orðið fyrir því að gleypa öngla á línu, flækt sig í netum eða lent undir bíl og slasast. I öll- um slíkum tilvikum hefur undir- itaður tilkynnt eiganda merkts kattar um atburðinn og hafa eig- endur ekki verið krafðir um greiðslu vegna þessara verka, enda hugsun mín að binda enda á þjáningar dýranna. Skyldux og ábyrgð Vegna óþæginda og erfiðleika við að sanna sakleysi mitt gegn þeim kattaeigendum sem misst hafa ketti sína eða týnt á sviplegan hátt, vil ég varpa fram eftirfar- andi spurningum til þeirra sem eiga að framfylgja samþykktum um hunda- og kattahald í eða á Húsavík og nágrenni, þ.e. bæjar- yfirvalda: 1. Hver er réttur hunda- og kattaeigenda á Húsavík? 2. Hver er réttur þeirra sem verða fyrir tjóni og/eða óþægind- um vegna hunda og katta? 3. Hverjar eru skyldur og ábyrgð þeirra sem ætla að verða hunda- og kattaeigendur? 4. Hvert á fólk að leita vegna tjóns og/eða óþæginda af völdum hunda og katta? 5. Hvert á fólk að fara með hunda eða ketti sem eru í óskil- um? 6. Hvaða aðstöðu hafa bæjar- yfirvöld til að taka við handsöm- uðum hundum og köttum? 7. Hvert geta hunda- og katta- eigendur farið með dýr sem þeir vilja láta aflífa? 8. Hver hefur eftirlit með hunda- og kattahaldi í bænum? Og svo tvær almennar spurn- ingar til bæjarbiía: 1. Eru hunda- og kattaeigend- ur og hunda- og kattaþolendur ánægðir með samþykkt um hunda- og kattahald á svæðinu? 2. Hvernig fínnst þessum aðil- um bæjaryfirvöld sinna skyldum sínum í þessum málaflokki? Að lokum vil ég að það komi fram að undirritaður hefur fulla samúð með ykkur, hunda- og kattaeigendur, og einnig og ekki síður með hunda- og katta- þolendum í þessum bæ og ná- grenni. Og ef einhverjir menn í „sérsveitum" hafa tekið eða hyggjast taka sér þau völd að af- lífa eða láta ketti hverfa hér, þá bið ég viðkomandi að hugsa sinn gang, því það er glæpsamlegt at- hæfi að taka líf dýra óbeðið og án leyfís. Fyrir utan það að eigendur heimilisdýra taka skiljanlega miklu ástfóstri við þau og þurfa að upplifa áhyggjur og sorg við hvarf þeirra. F.h. Meindýravarna íslands ehf. Matur á Binq-Dao og miði á sýninguna aðeins kr. 3.650 Áskrifendur Dags og viðskiptavinir íslandsflugs fá 20% afslátt af miðaverði Borða og miðapantanir í síma 461-3690 FMIM "ifT liH ® ■nUMMAnj•«.Um«i utt BÚNAÐARBANKI ISLANÐS BifreiSaverkstaði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 6 - Slmi 461 2960 - Akurayri Rommí er einnig sýnt í iðnó í Reykjavík ISLANDSFLUG gerir fieirum fært að fljúga á Akureyri Sýningar á Renniverkstæðinu 2. sýning, fim. 25. febrúar, kl. 20:30, laus sæti 3. sýning, fös. 26. febrúar, kl. 20:30, laus sæti 4. sýning, lau. 27. febrúar, kl. 20:30, laus sæti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.