Dagur - 31.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 31.03.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Óðinn Valsson, sonurinn og Böðvar Bjarnason, faðirinn, í hlut- vekum sínum. Kexruglaðir leikamr íslenska leikfélagið KEX sýndi fyrir skömmu leikritð Ofælnu stúlkuna, eftir Anton Helga Jónsson. Undir stjórn Gísla Kjernested. Ofælna stúlkan er svo sann- arlega ærslaleikur þar sem aldrei er slakað á, nema í leikhléi. Þá var sýningargestum boðið upp á kaffi og rammíslenskt bakkelsi eins og kleinur. Aðalhlutverkin voru í hönd- um Eddu Kristínar Reynis, Guð- bjargar Grímsdóttur og Oðins Valssonar. Leikritið var sýnt þrisvar sinnum við sæmilega að- sókn. Þeir sem létu sig hafa það að brjótast upp í stúdentafélags- heimilið, Amatören, í snjónum og ófærðinni þá daga sem leik- ritið var sýnt sáu ekki eftir tím- anum sem fór í ferðalagið. Leik- sýningin var nefninlega hin besta skemmtun. Bæði fyrir leikara og sýningargesti. Degi lék forvitni á að vita hvernig vinnandi fólki dytti í hug að vera með leikhóp og setja upp alvöru leiksýningu og það í Ósló. Virðulegra í leikfélagi en í leikhópi Það stóð ekki á svörunum og blaðamanni bent á að hér væri ekki um leikhóp að ræða. Þetta hefði reyndar einu sinni verið leikhópur. Nú væri öldin önnur og þar sem verkefnin hefðu auk- ist að umfangi þá hefði verið til- hlýðilegt að breyta hópnum í fé- lag. Það væri nefnilega virðu- legra að vera þátttakandi í leik- félagi en Ieikhópi. - En af hverju heitir leikfélag- ið KEX? „Það er vegna þess að það dettur engum í hug, nema kexrugluðu fólki, að standa í svona leiksýningum". GÞÖ Kvemialeikrit uiTi fj arveru karls Herbergi 213 eða Pétur Mand- ólín eftir Jökul Jakobsson Ahugaleikfélagið Leyndir draumar Leikstjóri: SigurþórA. Heimis- son Leikendur: Guðjón B. Óskars- son, Júlía Hannam, Guðrún Agústsdóttir, MargrétJ. Guð- bergsdóttir, Sigrún Valgeirsdóttir og Ragnheiður Sigjónsdóttir. Sýnt í: Möguleikhúsinu Ahugaleikfélag- ið Leyndir draumar varð víst æði ánægt þegar því hafði verið bent á leikritið Herbergi 213 enda var hópurinn þá orðinn nær úrkula vonar um að finna stykki sem hentaði kynjaskiptingu hópsins: 5 konur + 1 karl. Leikrit Jökuls smellpassaði en þótt kvenhlut- verkin séu í meirihluta er kona ekki öxull verksins, nei, leikritið hringsnýst um karlmanninn sem vantar í tóman húsbóndastól heimilisins. Skondið Leikrit Jökuls er skondið og vel skrifað stofudrama með mörgum flottum setningum og góðu flæði. Þar segir frá heimili íjögurra kvenna þar sem húsbóndinn er nýlega látinn. Á heimilinu búa ekkjan, dóttir, systir og móðir hins látna og reglu- lega droppar hjákona hins látna inn. Til að votta samúð sína er kominn í heimsókn hinn dugandi arkítekt og skipulagsfræðingur Albert Magnússon sem mun hafa verið menntaskólafélagi eigin- mannsins. Albert hefur komist „áfram“ í lífinu, er sá félaganna sem „gerði“ eitthvað, „varð'1 eitthvað (ólíkt eiginmanninum sem grotnaði niður undir of- dekri kvenfólksins í hægindastólnum heima í stofu). Kvenfólkið tekur Alberti gríðarvel, vélar hann til að gista hjá þeim og fer að dekra við hann... Skortir hreyfingu Herbergi 213 virðist við fyrstu sýn ekki sérstaklega heppilegt fyrir áhugaleikara, ekki sfst eins og það er sett upp að þessu sinni. Umgjörðin er Iát- laus og öll athyglin á leikurum. Til að byrja með stóðu leikarar ekki undir því, náðu ekki al- mennilega utan um textann svo hann féll flatur en úr því rættist þó fljótlega. Þá var leikstjórnin ójöfn, jórir karakteramir báru nokkurn ýkjusvip en hjákonan og eiginkonan voru raunsæisleg- ar í sínum leik. Jafnframt var leikrýmið heldur illa nýtt, eink- um til að byrja með, og leikarar stundum vandræðalega hreyf- ingarlausir. Þó var eiginkonan (Júlía Hannam) býsna sannfær- andi taugaveikluð borgarafrú og þær sem léku systurina, dóttur- ina og tengdamömmuna voru allar mjög skemmtilegar og náðu að halda hinum ýkjukennda leikstíl út í gegn. Sumsé: Skemmtileg sýning. Væri til bóta ef leik- stjórinn skapaði meiri hreyfingu á sviðinu. Aldísardóttir skrifar Tóm kvenfólksins verður ekki fyllt með framkvæmdum heldur karllegu viðfangi sem nærir móðurkenndina. Um orkudiykki SVOJUA ER LIFID Pjetur St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Margar tegundir af orkudrykkjum eru á markaðnum hérlendis. Margir af þeim sem eru á markaðnum inni- halda sykur og koffín. Þannig mætti segja að fólk geti allt eins fengið sér kaffi og sykurmola til þess að fá sér viðbótar orku. Það sagði mér næringarfræðingur að fyrir flest venjulegt fólk væri nóg að borða reglulega. Venjuleg, fjöl- breytt fæða eigi að geta uppfylít orku- þörf fólks. Fólk sem vinnur kyrrsetuvinnu og fær sér orkudrykk til þess að fá sér orku í vinnunni gæti alveg eins fengið sér mat. Þessir drykkir eru sérstaklega hugsaðir fyrir fþróttafólk sem getur ekki borðað heila máltíð og farið svo út að hlaupa með þunga máltíð sem ólgar í maganum. Orkudrykkir eru góðir fyrir afreksfólk í íþróttum og fyrir þá sem eru inni á þessu sviði. Keppnisíþróttafólk fær sér orkudrykki af því að það nær ekki að borða áður en það fer á æfingar og getur að sjálfsögðu ekki verið orkulaust á æfing- um. Leppin sport er framleiðandi ýmissa orkudrykkja. I þeim drykkjum er engin hvítur sykur og ekkert koffín. Leppin hef- ur styrkt Völu Flosadóttir með íþróttadrykkjum og fæðubót- arefnum síðastliðið ár. Vala náði þeim frábæra árangir á Heimsmeistarmóti á dögunum að hljóta silfurverðlaun. Fyr- irtækið hefur styrkt fjömarga aðra íþróttamenn og notar landslið Islands í knattspyrnu vörur frá fyrirtækinu. Vill komast í samband við plötusafnara Ain Jonnuks er eistiieskur plötusafnari. Hann vill komast í sambandi við íslenska safnara. Hann safnar plötum hvort sem þær eru á vinyl eða geisladiskum. Einkum er það þungt, framsækið rokk og djass sem hann hefur áhuga á. Ain segist eiga ágætt plötusafn og geti útvegað plötur frá flestum A- Evrópulönum, ásamt Kúbu og Indlandi. Heimilisfangið er: Ain Joonuks Lille 14 46301 Estonia ■ HVAfl ER Á SEYfll? PÁSKADJASS í DEIGLUNNI Jazzklúbbur Akureyrar efnir til páskadjasstón- leika í Deiglunni í kvöld kl. 22. Sex tónlistarmenn koma fram á tónleikun- um, en þeir eru: Margot Kiis, söngkona, Jóel Pálsson, saxófónleikari, Omar Einarsson, gít- arleikari, Stefán Ingólfsson, bassaleikari, Karl Petersen, trommuleikari, og Benedikt Bryn- leifsson á slagverk. Á efnisskránni eru lög af djassvinsældalist- anum fyrr og síðar í bland við nýrri djass. Fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar og skóla- fólk er aðgangur ókeypis, en annars kr. 1000. Margot Kiis, söngkona, er frá Eistlandi og á að baki klassískt söngnám og djasssöng. Hún hefur komið fram í söngleikjum og með djasshljómsveitum í heimalandi sínu og einnig á Norðurlöndunum og í Þýskalndi. Hún er nú tónlist- arkennari á Laugum í Reykjadal. Jóel Pálsson hlaut Islensku tónlistarverðlaunin 1999 sem besti blásari landsins. Stefán Ingólfsson, hinn kunni bassaleikari, bú- settur á Akureyri. Karl Petersen, trommuleikari, einnig búsettur á Akureyri, slag- verkskennari við Tónlistarskólann. Benedikt Brynleifsson, trommu- og síagverks- leikari, er við tónlistarnám á Akureyri og afar virkur í djasslífi yngri kynslóðarinn- ar. Á myndinni eru þrír af jössurunum á æfingu í gær. með fjölhreyttri efnisskrá sem hæfir vel stað og stund. I Skjólbrekku verða kamm- ertónleikar laugardaginn fyrir páska með verkum eftir Mozart, Danzi, Beethoven og Brahms, og hefjast þeir klukkan 16.00. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang- inn á báðum stöðunum. Þeir sem fram koma á tónleikunum eru: Laufey Sigurð- ardóttir (píanó), Herdís Jónsdóttir (víóla), Bryndís Björgvinsdóttir (selló), Brjánn Ingason (fagott), Sólveig Anna Jónsdóttir (píanó) og Sólrún Bragadóttir (söngur). Kyrrðardagar í Skálholti Kyrrðardagar verða í Skálholti um bæna- dagana eins og verið hefur í rúman ára- tug. Þeir hefjast í dag og lýkur á laugar- dag fyrir páska. Eins og nafnið bendir til einkennir kyrrðin dagana, en einnig íhug- un og fræðsla og ríkulegt helgihald. Hver dagur hefur sitt íhugunarefni sem tengist tilefni hans, merkingu og gildi samkvæmt kristinni trú. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, annast íhuganir á kyrrðar- dögum. Aðra umsjón annast sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir og sr. Krisján Valur Ing- ólfsson rektor auk annars starfsfólks skól- ans. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félag eldri borgara Glæsibæ, Alfheim- um 74 Línudans kl. 17.30 í umsjón Sigvalda Þorgilssonar. Stór-dansleikur í kvöld, húsið opnar kl. 21.00, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur. Allra síðasta sýn- ing á Maðkar í mysunni og Abrystir með kanel í Möguleikhúsinu við Hlemm mið- vikudaginn 31. mars kl. 16.00. Kaffistof- an opin frá kl. 10.00 - 13.00. Félag eldri borgara Þorraseli Lokað í dag, opnum aftur þriðjudaginn 6. apríl. Leikfimi ld. 12.20 í umsjón Ólafar Þórarinsdóttur. Handavinna ld. 13.30. kaffi og meðlæti kl. 15.00 til 16.00 LANDIÐ Tónlistarhátíð í Mývatnssveit í annað sinn er nú efnt til tónlistarhátíð- ar á páskum í Mývatnssveit vegna þess hve vel þótti til takast í fyrra. Fyrri tónleikarnir verða í Reykjahlíðar- kirkju á föstudaginn langa klukkan 21.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.