Dagur - 07.04.1999, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
R A P P 1 R
FÓLKSIIMS
Andagift á
einu kvöldi
Ég vil taka fram í upphafi að ég
skrifa þessa grein ekki sem starfs-
maður Dags, heldur sem tónlist-
armaður á Akureyri, sem veitti ]n’f
athygli að tónlistargagnrýnandi
blaðsins gat ekki verið viðstaddur.
Ég vil einfaldlega tryggja, með
þessum skrifum, að mjög athygl-
isverðir tónleikar hljóti verðskuld-
aða umfjöllun.
Það hefur gjarna verið tekið svo
til orða að penninn sé máttugri en sverðið. Ef sú
hugmynd væri tekin alvarlega ætti hún kannske að
hvetja Iistamenn allra landa til að kollsteypa ríkis-
stjórnum og setja skáldin yfir opinberar þ'árhirslur
- fela þeim jafnvel að stjórna heilum herjum!
En skáldið Heinrich Heine og tónlistarhöfund-
urinn Robert Schumann vissu mætavel, eins og
öllum listamönnum er ljóst, að hvatning til dáða
og háleitar hugsjónir eru sú eina mynt sem hefur
varanlegt verðmæti í þróun mannsandans. Þeim
var einnig ljóst að það er mikill misskilningur að
halda að heimurinn sem þeir ljúka upp fyrir okkur
sé á einhvern hátt óraunverulegri en sá heimur
hversdagsins sem við þekkjum svo vel. Ofurmann-
Ieg viðleitni þeirra beindist ekki einungis að því að
skapa hinn fullkomna heim, heldur reyndu þeir
líka að hvetja okkur til þess að hverfa inn í slíkan
heim og gera hann að okkar eigin reynsluheimi;
að kynnast þvi af eigin raun hversu brýna þörf við
höfum fyrir heim listarinnar til að varðveita heil-
indi okkar, hugarfar og menningu.
Það var því mikið lán fyrir Akureyri, föstudags-
kvöldið 26. mars, að baritónsöngvarinn Finnur
Bjarnason og píanóleikarinn Gerrit Schuil gengu í
lið með Schumann, Heine og samtfmaskáldi
þeirra Justinus Kerner og buðu bæjarbúum upp á
ógleymanlegt tónlistarkvöld í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju. Telja má fullvíst að bæði skáldin,
svo og höfundur tónlistarinnar, hefðu verið inni-
lega þakklátir hefðu þeir mátt heyra með hve trú-
verðugum hætti verk þeirra hljómuðu við þetta
tækifæri. Svo hárfín var tækni flytjendanna að
hún náði að flytja verkin af fullkomri innlifun, án
þess þó að beina athygli áheyrenda að sjálfri sér.
Flutningur sem ekki náði slíkri fullkomnun hefði
kannske fengið gagnrýnandann til að hrósa eðli-
legri og misfellulausri öndunartækni söngvarans,
víðu sviði blæbrigða og framsetningar, eða fögrum
tónum og túlkun píanóleikarans. En slfk umljöll-
un gæti einna helst minnt á tilraun til að túlka
undur lífsins með krufningunni einni saman!
Hér var um að ræða andagift í flutningi tónlist-
ar, en gagnvart slíku hljóðnar rödd tæknilegrar
greiningar og gagnrýni og hugleiðingar um tak-
markanir lýsingar og hljómburðar verða einfald-
lega út í hött. Það er ekki oft sem okkur gefst
kostur á að heyra tónlistarflutning af þessu tagi;
það er nánast óþarft að geta þess að bæði söngvari
og píanóleikari voru fullkomlega samstilltir. Finn-
ur hefur nýlega aflað sér frægðar erlendis með því
að vinna fyrstu verðlaun fyrir lieder í Richard
Tauber keppninni og ómetanleg alþjóðleg reynsla
Gerrits í samstarfi við fremstu hljómsveitarstjóra
ogpíanóleikara er flestum kunn.
A dagskránni voru Tólf Söngvar, Op. 35,
Liederkreis, Op. 24 og fimm valdir söngvar við
texta Heines. En förum ekki nánar út í smáatriði.
Látum heldur nægja að benda á að mesta hæð og
dýpt mannlegrar reynslu, sér í lagi í tengslum við
hin ytri náttúruöfl, afhjúpast í rómantískum
bjarma Heines, Kerners og Schumanns. Og með
þessum bjarma vísuðu flytjendurnir okkur veginn
inn í heim listarinnar, heim sem jafnvel í sínum
myrkustu afkimum er ætíð umvafinn ást.
Ég ætla að láta eftir mér að setja fram eina at-
hugasemd er lýtur að tækni og greiningu. Hún
varðar þátt sem ég tel afar brýnan en skortir oft í
nútíma sviðsflutingi, sér í lagi þegar um verk
Schumanns er að ræða: Finnur Bjarnason og
Gerrit Schuil hættu sér út á ystu mörk túlkunar,
rétt eins og Schumann sjálfur gerði er hann samdi
megnið af tónlist sinni. Kannske var það einmitt
þessi þáttur flutningsins sem framar öllu öðru
heillaði áheyrandann á þessu eftirminnilega tón-
listarkvöldi. Ekki svo að skilja að ástæða væri til að
hafa áhyggjur af ofdirfskunni. Öðru nær. Ahættan
skilaði árangri. Við fundum glöggt að flytjendur
lögðu sig alla fram um að leyfa næmu og við-
kvæmu hjarta Schumanns að tjá sig beint til okk-
ar. í því djarfa ætlunarverki létu þeir ekkert hindra
sig. Og þeim tókst að flytja list Schumanns inn í
hjörtu áheyrenda. Flytjendur í fullkomnum skiln-
ingi.
(Þýðandi: Rafn Kjartansson)
ogálfá
Er batnar færi og færð og ferskir
vorvindar blása með hlýnandi
lofti, fer mannfólkið að viðra ál-
og stálfáka sína og börnin hefja
leikgleðina á loft sem sumar væri.
Margt ber að skoða er fákar
þessir eru fram dregnir. Athuga
þarf hvort skrúfur og rær séu
hertar vel. Bremsupúðar skulu
stilltir, keðja smurð og tannhjól,
Iiðamót, gírskiptar og bremsu-
armar þurfa smurningar við. Sæti þarf að stilla rétt
og glitmerki á sínum stað. Ástig (pedalar) séu fast-
ir, bjalla og lás tilbúin og nothæf.
Ekki er enn fullbjart og verður því að huga vel
að blikkljósum sem gera hjólreiðafólk sýnilegra
annarri umferð. Litríkur klæðnaður er til mikils
öryggis enda er það svo að sjáist hjólaknapi vel
fækkar banatilræðum ökumanna verulega.
Því miður er tillitsleysi gagnvart hjólreiðamönn-
um mjög almennt, svo að séu menn mikið á ferð á
hjólum má reikna með þremur banatilræðum á
dag að jafnaði.
I hópi hjólreiðamanna eru því miður líka tillits-
lausir einstaklingar sem virða ekki umferðarreglur
né sýna almenna kurteisi á ferðum sínum. Noti
menn stíga eða gangbrautir gilda þar að sjálfsögðu
venjulegar umferðarreglur bæði fyri hjól, vagna og
gangandi fólk. Þetta virðist þó ekki vera í reynd og
kannski enn síður en á götunni.
Hestamenn eru skyldaðir til notkunar hjálma
enda sitja þeir á sjálfstætt hugsandi verum sem
geta verið óútreiknanlegar í vissum tilvikum. Börn
á reiðhjólum eru skyldug til hjálmanotkunar vegna
viðkvæmara höfuðs en hinir eldri og vegna þess að
þau eru meira að leik á hjólum og huga þá síður
að umferð og umhverfi. Fullorðnir hjólaknapar
gera eingöngu sér og sínum greiða með því að vera
góð fyrirmynd og nota svo sjálfsagðan hlut sem
hlífðarhjálm. Höfuðið er alltént eitt það mikilvæg-
asta sem við eigum og ber því að varðveita það sér-
stklega.
Ég áminni foreldra og aðra forráðamenn sér-
staklega á að huga sérstaklega að bremsupúðum,
stillingu hjálma, óla og glitmerkjum.
Ég áminni alla veg- og stígfarendur um tillits-
semi, umburðarlyndi og öryggi í ferðum.
Höfuðprýðis hefég hjálm,
höfuðskel að vemda.
Ólarfastar, ekkert fálm,
fráhvarf hættu girnda.
Veðrið í dag...
Vaxandi suðaustanátt, víða allhvöss pegar kemur fram á
daginn. Fer að rigna í fyrramálið suðvestanlands og eins
um tima norðanlands og austan síðar um daginn.
Hlýnandi veður, einkum norðan- og austanlands þegar
líður á daginn.
ffiti 2 til 8 stig
1
o- 6’ 1 JL——i.—..... ,H i -5 j 0- -0 ! -5- m. ^ i .j-Í/i . 8 ■
Blönduós
Akureyri
•"\/7
Egilsstaðir
í / i . .N%\ / / \ \
YV
Bolungarvík
v/
Mið Rm Fðs
Þri Mið Rm Fös
I I
^ Vf-
Reykjavík
\ \
1 V
óó^
Kirkjubæjarklaustur
4 u v*;
Stykkishólmur
\ \ V
Stórhöfði
Sf
A/A ff/
/ *
v •
s.
v rzT Veðurspárit 06.03.1999
Línurit; Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með
skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s. er
. k
Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegum
Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og þar er
skafrenningur. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði og þar
er einnig skafrenningur. Nokkur þoka er á Holtavörðuheiði
og á vegum Norðausturlandi. Að öðru leyti er greiðfært um
helstu þjóövegi landsins.