Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 15.04.1999, Blaðsíða 2
2- FIMMTUDAGUR 1S. APRÍL 1999 SUÐURLAND rD^tr Nátturan njóti vafans „Náttúra Islands er ómetanleg auðlind og hana ber að varðveita og nýta með skynsamlegum hætti,” segir Björgvin m.a. í grein sinni. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON FRAMBJÓÐANDÍ SAMFYLKINGARINNAR A SUÐURLANDI SKRIFAR Umhverfismálin eru eitt af flagg- skipum Samfylkingarinnar. Það er markmið hennar að auðlindir Iandsmanna verði nýttar á sjálf- bæran hátt þar sem verndun um- hverfisins er undirliggjandi sem rauður þráður. A liðnu kjörtíma- bili hafa Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokkur farið offari £ virkj- ana- og stóriðjumálum. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð á sviði umhverfismála og kappið hefur verið slíkt við að lokka erlenda stóriðjujöfra til Iandsins að öll skynsemi er löngu fokin út í veð- ur og vind. Virkjað til tjóns Það stefnir í að virkjað verði til tjóns og hálendi Islands, sem er ómetanleg auðlind hver á sér enga hliðstæðu í víðri veröld, verður aldrei samt á eftir. Ef stefna stjórnaflokkanna nær fram að ganga verður farið enn lengra í óheillaátt og náttúru- perlur á borð við Þjórsárverin hverfa undir svarfblá uppistöðu- lónin. Slík stórslys ber að koma í veg fyrir. Samfylkingin leggur áherslu á að staðið verði við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði náttúru- verndar. íslendingar eiga að taka forystuhlutverk í umhverfismál- um en með neitun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins við und- irritun Kyoto bókunarinnar dæmdu Islendingar sig í flokk umhverfissóða heimsins. Þetta slyðruorð þarf að reka af Islend- ingum og það verður ekki gert nema Samfylkingin komist til áhrifa. Fiskurúm og fallvötnin Náttúra Islands er ómetanleg auðlind og hana ber að varðveita og nýta með skynsamlegum hætti. Náttúran á í öllum tilfell- um að njóta vafans þegar hugað er að virkjun fallvatna landsins og stóriðjuframkvæmdum.Virkj- anir eru mikilvægur og stór þátt- ur í atvinnumálum og atvinnu- þróun Islendinga og hafa skilað okkur miklu en vanda skal til þeirra og allar slíkar fram- kvæmdir eiga að fara fyrir löggilt umhverfismat þannig að óbæt- anlegt tjón verði ekki unnið á náttúrunni. Einnig þarf að auka gróður- og skógvernd, meðal annars með því að byggt verði á samvinnu við bændur og frjáls félagasamtök. Hið opinbera og sveitarfélög landsins eiga að beita sér fyrir og styrkja með markvissum hætti uppbyggingu safna og alls þess sem flokkast undir menningar- ferðamennsku. Það er menning- arferðamennskan sem dregur stöðugt fleiri gesti til Iandsins, enda menning íslendinga óþrjót- andi brunnur nýrra hugmymda í ferðaþjónustu. Stjórnvöld hafa hunsað þennan merka þátt í ferðaþjónustu landsins og þar þarf tafarlaust að gera bragarbót á. Osnortin náttúran er auðlind á sama hátt og fallvötnin og fiskur- inn. Auðlind sem dregur ferða- menn allstaðar að í æ ríkari mæli og stefnir í að verða einn af hornsteinunum í atvinnulífi Is- Iendinga. Það er skylda okkar að varðveita náttúruna og skila henni til komandi kynslóða. Það er virkjun hugvitsins sem er auð- ur framtíðar á það mun Samfylk- ingin Ieggja áherslu. leið í i • Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur # SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Nýr fj órhj óladrifinn Baleno Wagon verð aðeins: 1.675.000 k BALENO Ádöfiimi Tumi Magnússon. Myndlistarvor í Eyjiun Tveir listamenn munu opna myndlistarsýningu á Myndlistar- vori íslandsbanka í Eyjum 1999 næstkomandi laugardag 17. apríl ld. 14:00 í gamla áhaldahúsinu á horni Græðisbrautar og Vestur- vegar. Það eru Kristján Steingrím- ur Jónsson og Tumi Magnússon, sem nú mæta til leiks með sam- sýningu. Kristján Steingrímur og Tumi eru vel þekktir af verkum sínum bæði hér heima og erlend- is, og hafa öðlast ýmsar viður- kenningar fyrir verk sín. Sýningin stendur til 25. apríl. Um helgar er opið frá 14.00 til 18.00 og fimmtudag og föstudag frá 17.00 til 18.00. Lokað er mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Stj ómmálafundir Vinstri hreyfingin - grænt fram- boð heldur opinn stjórnmálafund á Hótel Eddu á Kirkjubæjar- klaustri í dag kl. 16:30 og í Víkur- skálanum Vík í Mýrdal kl. 20.30. Frummælandi á fundinum er Ragnar Þórsson, efsti maður á Iista samtakanna í Suðurlands- kjördæmi. Búnaðarfélög Biskupstungna halda fund um Iandbúnaðarmál í Aratungu í kvöld og hefst fundur- inn kl. 21:00. Fulltrúar stjóm- málaflokkanna mæta á fundinn og gera grein fýrir stefnu sinna flokka. Styttist í Háiið Uppfærsla nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurlands á söng- leiknum sjvinsæla, Hárinu, verð- ur frumsýnd síðasta vetrardag. Sýnt verður í Selfossbíó - Hótel Selfossi og hefst sýningin kl. 20:00. Forsala aðgöngumiða er í versluninni Maí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.