Dagur - 28.04.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 28.04.1999, Blaðsíða 4
20-MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 LÍFIÐ t LANDINU D^ur í kosningabar- UMBÚÐA- áttunnisem LAUST bráðum hlýtur að hefjast Stefán Jón Hafstein skrifar munu aðal- menn framboð- anna Ieggja „höfuðáherslu“ á að „málefnin ráði“ og frétta- skýrendur taka óbeint undir með því að fjalla um „ágreining11 og velta fyrri sér „hugsanlegu stjórnarmynstri". Ef allt fer sem horfir er aðeins eitt stjórnarmynstur: Davíð Oddsson. Það mistókst (eftir því sem Iíkur standa til) að skapa þær kringumstæður í ís- lenskum stjórnmálum að hægt væri að mynda ríkisstjórn án þess að spyrja Davíð Oddsson fyrst hvað hann vildi. Hinn leyndi tilgangur með Samfýlk- ingunni var að reyna að ná svo miklu fylgi að hægt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Þá gætu Margrét Frímannsdóttir og Halldór Asgrímsson hist klukk- an 03 á kosninganótt og tekist í hendur. Davíð Oddsson heyrði það svo í hádegisfréttum að þau væru búin að mynda ríkisstjórn og Ólafur Ragnar ætlaði að skrafa við þau á Bessastöðum síðdegis sama dag. Framboð sem nefnist Vinstri-grænir virð- ist munu koma í veg íyrir að þessi áætlun gangi upp. Ögn hlálegt er að Vinstri-grænir virðast samkvæmt könnunum ætla að koma í veg fyrir að hægt verði að mynda tveggja flokka vinstri stjórn. Fari Steingrímur J. inn á Norðurlandi eystra tekur hann með sér Ögmund og til dæmis Kolbrúnu Hall- dórsdóttur og kannski fleiri sem saman verða nógu mörg til setja Samfylkingu og Fram- sókn stólinn fyrir dyrnar. Davíð hafi þá í hendi sér alla þá möguleika sem bjóðast á tveggja flokka stjórn. Sundrung vinstrimanna mun enn einu sinni setja öll spil á hendur Sjálfstæðisflokksins. Þá er að- eins ein spurning í landinu á kosninganótt: Hvað vill Davíð konungur? Hvað vill Davíð? Davíð vill vera forsætisráðherra á Þingvöllum árið 2000 og standa í sporum Þorgeirs Ljós- vetningagoða. Til þess þarf hann flokk sem vill mynda með honum ríkisstjórn. Einfaldast og sársaukaminnst er að hringja í Halldór. Framsókn mun ekki vinna neinn kosningasigur, en afhroðið verður ekki sögulegt. Framsókn verður því tilkippileg. Ágætt kúpp hjá Davíð yrði að sparka Framsókn eins og Al- þýðuflokknum forðum daga og hringja í Margréti. Hann hefði þá myndað stjórn með öllum helstu stjórnmálaöflum samtím- ans og kæmi út úr þriðja og síð- asta kjörtímabili sínu sem Is- landsmeistari í fjölþraut stjórn- mála. Samfylkingin ætti mjög erfitt með að gera upp hug sinn um slíka stjórn, svo það er ekki víst að Davíð nenni að standa í ves- eni fram í æstu viku eftir kjör- dag. Lang besta leiðin væri sú fyrir formann Sjálfstæðisflokksis að hringja norður í Þistilfjörð á kosninganótt. Það samtal yrði stutt. Steinrímur J. yfirtæki ráðu- neyti Halldórs Blöndals, enda skipti slík breyting engu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ögmundur fengi eitthvert eyðsluráðuneyti með heimild til að breyta reglu- gerðum án mikilla útgjalda fyTÍr Ef úrslit kosninganna verða sem kannanir benda til verður bara ein spurning sem skiptir máii á kosninganótt: „Hvað vill Davíð?" Og næsta spurning sem þar kemur á eftir er: „Hvað viii Davíð svo?" Hvaðviil Davíð? Geir Haarde. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins yrðu átta, þar af jafnvel tvær konur, flokkurinn hefði komist næst því á ferli sín- um að mynda alræðisstjórn í Iandinu. Davíð gæti kvatt vett- vang dægúrstjórnmálanna eftir tvö ár með því að krýna arftaka að eigin vali og láta þakka sér allt það góða sem hann hefur gert fyrir Flokkinn. Sem væri í lykilstöðu með nýjan formann og átta ráðherra í fullri vinnu við að undirbúa kosningarnar 2003. Fölva tæki að slá á ljóma Þorgeirs Ljósvetningagoða í samanburði. Hvað vHl HaUdór? Um hríð hefur sú staða verið uppi að hugsanlega skipti máli hvað Halldór Ásgrímsson vill. Hann er á hættulegum aldri í pólitík. Þrútnum og þreyttum eftir flugferðir utanríkismála- ráðuneytins er að renna upp fyr- ir honum að æðsta hnoss ís- lenskra stjórnmála, forsætis- ráðuneytið, er að ganga honum úr greipum. Um tíma ieit út fyr- ir að Davíð kynni að þurfa að kaupa Framsókn inn með því að lofa Halldóri forsætisráðuneyt- inu eftir árið 2000. Samfylking- in gæti nefnilega freistað hans með því sama - strax.En eins og staðan er í dag skiptir engu hvað Halldór vill. Ekki heldur hvað Margrét vill. Þriggja flokka stjórn með Steingrím J. Sigfús- son í lykilaðstöðu er einfaldlega óhugsandi þegar aðrir óvissu- og óróaþættir eru vegnir inn í það dæmi. Hvað vUl Davíð svo? Fari sem horfir, að kjósendur skili inn sterkari Sjálfstæðis- flokki en nokkru sinni fyrr, og þremur öðrum misstórum flokk- um sem ekki geta veitt full- mynduga mótstöðu, er bara ein spurning sem kemur upp í hug- ann á eftir „hvað vill Davíð?“ Hún er: „Hvað vill Davíð svo?“ Við höfum ekki gleymt því að í vinahópi forsætisráðherra hefur alltaf verið talað um „alslemm": Borgarstjóri, forsætisráðherra, forseti Islands. Davíð tók sér sex mánuði til að komast að raun um að hann gæti því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu þegar þjóðin kaus forseta síðast. Hann ætlar að vera á lausu næst. Enginn veit hve lengi Ólafur Ragnar situr á Bessa- stöðum, en fáir reikna með að það verði meira en tvö kjörtíma- bil. Hvað á Davíó að gera á meðan? Við höfum ekki gleymt því held- ur að náðugur stóll bíður manns með „starfsreynslu forsætisráð- herra“ eins og Davíð komst sjálfur að orði þegar Steingímur Hermannsson var ráðinn Seðla- bankastjóri. Sá stóll er af ein- hveijum ástæðum í bið í Seðla- bankanum. Dæmið gengux upp Dæmið gengur því upp hjá Davíð. Kannski. Fari allt eins og spáð er á kjördag getur hann lagt ótrauður upp í ferðalagið góða. Fetað í fótspor Þorgeirs Ljósvetningagoða, Steingríms Hermannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. IMENNINGAR LÍFIÐ Tvær ljóðabækur Vaka-Helgafell hefur endurút- gefið tvær ljóðabækur sem eru báðar í ritröðinni Ljóðasafn Helgafells. Það er bókin Ydd eftir Þórarin Eldjárn. Bókin kom fyrst út árið 1984 en hef- ur verið ófánaleg um langt skeið. Ydd var fyrsta Ijóðabók Þórarins með órímuðum ljóð- um og vakti milda athygli á sínum tíma. Hér sýndi Þórar- inn á sér nýja hlið sem ljóð- skáld en framan af ferli sínum orti hann einungis rímað und- ir hefðbundnum hátt- um. Yrikisefnin eru af íjölbreyttu tagi, skáld- ið skoðar umhverfi sitt, mannlífið og sög- una, allt í því skop- lega ljósi sem er aðalsmerki Þórarins. Stíllinn er yddaður, ljóðin stutt en skörp. Ljóðabókin Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson er núna endurútgefin í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá frumút- gáfu hennar 1919. Svartar fjaðrir var boðberi nýrra tíma í íslenskri ljóðagerð. I ljóðum hins unga skálds kvað við nýj- an tón, - tón heitra og frjálsra tilfinninga. Bókinni var tekið af fádæma hrifningu og hafa fáar ljóðabækur hlotið viðlfka viðtökur. Ljóð ut í veður og vind Þór Stefánsson hefur sent frá sér ljóðabókina „ljóð út í veður og vind.“ í bókinni eru sonn- ettur ortar í Domont, Keflavík, Kaupmannahöfn og Fredriks- bergi. Þór hefur áður sent frá sér þrjár frumortar Ijóðabækur og eina þýðingu á Ijóðum eftir Guillevic. Bókin er prýdd teikningum eftir Sigurð Þóri. Það er Valdimar Tómasson sem gefur bókina út en útgáf- an er styrkt af Menningar- nefnd Reykjanesbæjar. Ort uin friun- kraftana Á degi bókarinnar, 23. apríl, gaf bókaútgáfan Forlagið ljóðabókina Bláloga- land eftir Sigurbjörgu Þrastardóttir. Þetta er fyrsta bók höfundar, en Sigurbjörg hefur hlotið fjölda viður- kenninga fy^ir ljóð sín og sögur. Hú(V sigraði m.a. í ljóðasamkeppni Stúdenta- blaðsins á vormánuðum 1998 en auk þess hefur hún fengið viðurkenningar frá Ríkissjón- varpinu og Norræna félaginu. Ljóðabókin skiptist í íjóra hluta sem heita: Jörð af jörðu, Vatn frá vatni, Loft úr lofti og Eldur um eld. Kaflaheitin eru sótt í kenninguna um frum- kraftanna Ijóra og kallst á við efni ljóðana. Hér er meðal annrs ort um öngþveiti í æðum, sofandi fjöll, fótkalda engla og ástina í Ijarskanum. I bókinni er eftirfarandi ljóð um biðina. Fyrir utan/ vinalegt .tré/ með útbreiddan faðm/ á kalkvegg/ einmana/ og fótkaldur/ engill/ sem bíður. ut

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.