Dagur - 11.06.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 HUS& GARÐAR Tveir lækir, tjöm og foss Ásthíldur Secil Þórðar- dóttir ergarðyrkjustjóri á ísafirði. Auk þess að sjá um fegrun bæjarins sinnirhún sérkennileg- um garði og húsi heima Jyrir. hirðu. Annar er yfir 70 ára gamall og heitir Jónsgarður, eftir Jóni Jónssyni klæðskera sem átti stærstan þátt í að koma honum upp. Hinn heitir Austurvöllur og var gerður um rriiðja þessa öld.” - Eru einhverjar framkvæmdir fyrirhugaÖar hjú hænum sem heyra Ásthildur Cecil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri á ísafirði, í garðinum heima hjá sér. Ástildur var önnum kafin í eigin garði eitt kvöldið í vikunni og kom í símann móð og másandi. „Eg er að bjástra við að ganga frá risastórum steini í garðinum mínum. Einn bæjarbúinn rakst á hann á kafi í kartöflugarðinum sínum og bað um að hann yrði fjarlægður. Gröfumaður frá bæn- um fór á staðinn og þarna kom þá í Ijós þessi flotti steinn með skál í kollinum eins og stórt fuglabað- ker og garðeigandinn bara gaf mér hann. Eg er að koma honum fyrir í öðrum læknum mínum - þeim sem fossinn er í.“ - Ha, meinarðu að þú sért með tvo læki ogfoss ígarðinum? „Já, ég er með tvo læki, sitt hvoru megin við húsið og bjó til foss í öðrum þeirra með stórum steini. Svo er ég líka með tjörn.“ - Nú, það er aldeilis. Er húsið þitt ekki eitthvað óvenjulegt líka? „Jú, ég bý í hól. Húsið er kúlu- laga og við köllum það garðbýli því það skiptist í íbúð og garð. Ibúðin er 120 fermetrar og garð- urinn 110. Svo er gras á þakinu og ég er líklega eina manneskjan sem hef þurft að hringja í lögregl- una og biðja hana að fjarlægja 10- 20 rollur af húsþakinu mínu.“ - Ertu húin að hi'ui þama lengi? „Við fluttum hér inn í ágúst 1987, hjón með fjögur böm. Nú erum við hjónin tvö eftir því börn- in eru flogin. - en þau flugu ekki öll langt, sem betur fer. Tvö eru búsett hér á Isafirði og eiga sitt barnið hvort svo við fáum oft barnabörn f heimsókn.“ - Þið eruð við Seljalandsveginn. Eruð þið á snjóflóðahættusvæði? ,/Etli við séum ekki á mörkum þess. Við höfum aldrei þurft að fara úr húsinu þótt mikill snjór væri í fjallinu en húsið við hliðina var rýmt í vetur. Eg er hinsvegar á þeirri skoðun að snjóflóð færi yfir okkar hús án þess að eyðileggja það, vegna lögunarinnar. Arkitekt- inn að húsinu, Einar borsteinn Ásgeirsson, ér Sama sinnis og hann veit alveg sínu viti. Högg- bylgjan sem kemur á undan snjó- flóðum eyðileggur mest og hún mundi ekki skella á þessu húsi heldur fara yfir það.“ - Það skulum við vona. En nú er veturinn vikinn fyrir sumrinu. Hvemig hefur vorað á ísafirði í ár? „Hér hefur verið frekar kalt í vor en þetta er allt að koma. Við höfum styttra sumar en þið þama fyrir sunnan en við höfum meiri birtu og meira logn yfir sumarið og gróður kemur yfirleitt vel und- an vetri því snjórinn er honum til hlífðar." - Þannig að ræktunin gengur vel? „Já, hér þrífast aðrar plöntur en fyrir sunnan. Ég get nefnt til dæmis Iewisíur, alger dýrindi, sem þrífast helst ekki fyrir sunnan en gengur mjög vel með hér. Vanda- málið hér er að það rignir ekki all- an júní, júlí og ágúst svo gróður- inn þarf stöðuga vökvun. Mestu Ég er líklega eina manneskjan sem hefþurft að hringja í lögregluna og biðja hana að fjarlœgja 10-20 rollur afhús þakinu mínu. skemmdir á gróðri hér eru þurrk- skemmdir. Þetta er spurning um að velja það sem hentar á hveij- um stað. Blátoppurinn vill til dæmis hafa þurrk og hann er fínn hér og á Akureyri." - Hvaða verkefnum ertu að sinna núna fyrir Isafjarðarbæ? „Ég er að klippa, stinga græðlinga og hreinsa til. Svo er unga fólkið að koma til sumar- starfa hjá okkur og ég að setja það inn í verkefnin. Við erum í kappi við tímann. Það er óhemju mikið að hreinsa eftir veturinn og jarð- vegurinn er nægilega rakur núna til að gott sé að eiga við það. Við slógum fyrsta slátt og settum nið- ur sumarblóm kringum sjó- mannastyttuna á Silfurtorgi fyrir sjómannadaginn og skreyttum Silfurtorgið sem er aðaltorg bæj- arins, eins og þú kannski veist. Það hefur nýlega verið prýtt með fallegri hleðslu úr náttúrulegu grjóti. Við ætlum að taka vel á móti Græna hemúm þegar hann kemur að hjálpa okkúr að flikka upp á bæinn. Svo eru tveir skrúð- garðar hér sem þurfa mikla um- Áburðargjöf er almennt hægt að heíja upp úr miðjum maí og er best að gefa 3-4 sinnum yfir sumarið, þó ekld seinna en 10. ágúst. Gott er að bera á Blákorn en það er sú áburðartegund sem hentar flestum gróðri en einnig er hægt að kaupa sérhæfðari áburð t.d. Trjákorn, Graskorn og Kálkorn. Heppilegt áhurðarmagn á gras- hletti og í trjáheð: 15. maí Blákorn/Graskorn/Trjá- korn 4-5 kg/100 m2 undir þína deild? „Nei, þrátt fyrir góðærið í land- inu eru allar slíkar framkvæmdir skomar niður við trog. En hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekld um það sem ekki fæst. Ég er mjög hrifin af steinum og nota þá mikið til skreytinga. Fólk hló að mér í fyrstu en er farið að sjá hvað steinarnir prýða mikið og hér er nóg af þeim, bæði til fjalls og Qöru. Svo má ekki gleyma orkunni sem í þeim býr. Það er til álfakort af Isafírði sem sýnir að hér eru miklar álfabyggðir." - Þannig að thúar tsafjarðar em fleiri en manntalið gefur til kynna? „Ég er ekki í minnsta vafa um það. Ég er alger álfakerling og þótt ég sjái ekki álfa og huldufólk veit ég af því í kring um mig því ég skynja og heyri, Afi minn var skyggn og átti vinkonu úr álfa- byggð sem hann ræddi við. Það eru stórar og smáar verur í kring um okkur. Svartálfar, blómálfar og dvergálfar gera sig heima- komna i görðum og svo eru til risastórar verur sem heita Fjalla- tívar." - Verður fólk ekki myrkfælið af að trúa á svoriá hluti? „Nei, því þeir eru ekki yfirnátt- úrujegir. Hins vegar eru sumar þessara vera að deyja út vegna þess að enginn hugsar um þær og sýnir þeim umhyggju. Fólk er of mikið hætt að Iesa í náttúruna og Iífið í kring um sig. En við þurf- um að umgangast umhverfi okkar með virðingu og ekki síst stein- ana, því lífið er f allri jörðinni - alls staðar." - GG 10. júní Blákorn/Graskorn/Trjá- korn 3-4 kg/100 m2 10. júlí Blákorn/Graskorn/Trjá- korn 2-3 kg/100 m2 10. ág. Blákorn/Graskorn/Trjá- korn 1-2 kg/100 m2 Til að vinna bug á mosa í gras- blettum er gott að rífa mosann upp með hrífu eða mosatætara. Að því loknu er gott að bera á blettinn áburðarkalk eða nátt- úrukalk, jafnhliða almennum áburði. Ekki skal bera áburð á í rign- ingu en vökva vel á eftir. (Heimitd: BYKO) Ásthildur er með tvo læki sitt hvoru megin við húsið. Hún bjó til foss með stórum steini í öðrum læknum. Hún er einnig með tjörn í garðinum. Á ísafirði þrífast aðrar plöntur en fyrirsunnan. Ásthiidur við blómin sín. Myndir: Halldór. Áburðargjöf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.