Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 1
Verð ílausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 124. tölublað Bankamir hafa lítinn sóma af Kristiim H. Guiuiars- son alþingismaður er harðorður í garð ís- landsbanka og Lands- banka vegna BásafeUs hf. sem nú er neytt til að selja hæði kvóta og skip. Básafell hf. á ísafirði hefur boð- að sölu á skipum og kvóta fyrir 1,5 milljarða króna til að grynnka á skuldum fyrirtækisins. Tölur upp á 5,5 milljarða hafa heyrst nefndar hvað skuldastöðuna varðar. Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Vestfirðinga, segir að þessi boðaða sala sé hreint undanhald hjá fyrirtækinu en að hún sé knúin í gegn af bönkun- um sem eigi alla sök á hvernig staða fyrirtækisins er. „Bankarnir hafa nú ekki mik- inn sóma af afskiptum sínum í málum Básafells hf. og sérstak- lega ekki Landsbankinn. Þegar Básafell var stofnað runnu inn í fyrirtækið rækju- verksmiðjur, sem voru algerlega á kúpunni. landsbanki Landsbankinn áttu hagsmuna að gæta varðandi rækjuverksmiðj- urnar og knúðu það í gegn að þær voru teknar þarna inn. Og í stað þess að þau fyrirtæki færu í gjaldþrot, og skuldir þeirra af- skrifaðar og að bankarnir töp- uðu sínu, eins og eðlilegt hefði verið, þá voru dregin inn í sam- eininguna góð fyrirtæki á borð við Togaraútgerð Isfirðinga og Sléttanesið. Bæði stóðu þau nokkuð vel þegar það gerðist. I þeim voru eignir og reksturinn í góðu lagi. Það eru í raun þessar eignir sem nú standa undir skuldum fyrir- tækisins hjá bönkunum. Rækjuverksmiðj- urnar skila hins vegar alls engu og hafa ekki gert. Þarna voru bankarnir bara að verja sína hagsmuni en ekki hagsmuni Vestfirðinga. Og nú eru það þess- ir sömu bankar sem setja fram kröfuna um sölu eigna," segir Kristinn 'H. VeiMeiM Varðandi sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækjanna Gunnvarar hf., Ishúsfélags Isfirðinga og Hraðfrystihúss Hnífsdals, þar sem 100 manns var sagt upp störfum, segir Kristinn H. að það mál líti öðruvísi út. Þetta muni að sjálfsögðu hafa slæm áhrif fyrst til að byrja með. Þegar fram í sæki geti þessi sameining orðið til að styrkja atvinnu á svæðinu og því verði sameiningin til góðs. Hann var þá spurður hvort hann óttist ekki enn frekari fólksflótta á Vestljörðum. Bæði í ljósi þess að þarna misstu 100 manns atvinnuna og svo ástand- inu á Þingeyri og Bíldudal. „Það hefur verið okkar veik- leiki að fólk sem missir vinnuna er óðara flutt í burtu og það hef- ur gerst mjög víða. Það virðist vera eitthvað í búsetuskilyrðun- um sem er lakara þannig að at- vinnulaus maður vill frekar lifa í óvissu á höfuðborgarsvæðinu en hér fyrir vestan," segir Kristinn H. Gunnarsson. — S.DÓR Vigdís heioruð Evrópustjórn heimssamtaka kvenskáta WAGGGS (World Association of Girl Guides and Girl Scouts) hefur ákveðið að Vigdís Finnbogadóttir fái fyrst kvenna í Evrópu sérstaka viður- kenningu samSandsins. Vigdís er m.a. heiðruð fyrir framúrskar- andi stuðning við skátahreyfing- una og árangur hennar við kynn- ingu á réttindum kvenna. Þekk- ing hennar og leiðtogahæfileikar eru tíundaðir og þau áhrif sem hún hefur haft til að hjálpa öðr- um konum til að ná sínum mark- miðum í lífinu. Hlutverk WAGGGS er að veita stúlkum og ungum konum tæki- færi til að þroska hæfileika sína til fullnustu sem ábyrgir borgar- ar þessa heims. Þau skiptast í 5 heimssvæði, þ.e.a.s. Evrópu, Afr- íku, Asíu, Ameríku og Mið-Aust- urlönd. Akveðið var að gefa hverju svæði tækifæri til að stinga upp á konu frá sínu svæði til að heiðra. — bþ Það þarf víða að taka til hendi á þjóðvegum landsins og í blíðunni í Ljósavatnsskarði fyrir norðan hefur þessi glæsilegi fulltrúi Vegagerðar ríkisins verið að mála mannvirki við áningarstað við þjóðveg númer 1. - mynd: brink Vegaframkvæmdir við Grafarholt. Aítur hmitur cTtir mánuð Gatnamálastjórinn í Reykjavík býst við að vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar við Grafarholt geti aftur valdið verulegum um- ferðartöfum á Vesturlandsvegi og inn í höfuðborgina í lok verslun- armannahelgarinnar, líkt og gerðist á sunnudaginn, þegar margir voru meira en tvær klukkustundir að komast frá Hvalfjarðargöngum til Reykja- víkur. „Ég held að þessar tafir hafi fyrst og fremst, eða jafnvel eingöngu, orðið vegna fram- kvæmda Vegagerðarinnar við Grafargil, eða Laxalón. Svona framhjáhlaup dempa auðvitað niður umferðarhraðann. En að mínu mati er alls ekki skynsam- legt eða eðlilegt að hanna svona bráðabirgðamannvirki þannig, að þau þoli álagið sem fylgir næst mestu umferðarhelgi sum- arsins. Svo slíkt gerist væntan- lega ekki aftur fyrr en í lok versl- unarmannahelgar, en þá kemur hugsanlega upp svipað ástand," sagði Sigurður I. Skarphéðins- son, gatnamálastjóri í Reykjavík. „Auðvitað er ergilegt að Ienda í umferðarteppum. En í mínum huga réttlætir það ekki að eyða margfalt meira fé til þess að gera þessa bráðabirgðaframkvæmd miklu vandaðri en þarna er gert,“ sagði gatnamálastjóri. „Mér finnst því ekki ástæða til athuga- semda.“ — HEI Banaslys við Eiðar Banaslys varð við Fljótsbakkaaf- leggjara skammt sunnan við Eið- ar á Austurlandi á sunnudag. Okumaður vörubils fór út af veg- inum og var úrskurðaður látinn við komu læknis á slysstað. Hann ók með sandhlass og var einn í bílnum. Lögreglan átti í gær von á sérstökum rannsókn- armönnum til að grafast fyrir um orsakir slyssins, en ekki er talið óhugsandi að dekk hafi sprungið og ökumaður misst vald á bíln- um í kjölfarið. Maðurinn var frá Eskifirði og var á sjötugsaldri. - BÞ Sigling yfir Breiðafjörð er ógleymanleg ferð inn í stórbrotna náttúru Vestfjarða. I* ‘1.1' Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 \ 71 /x / I/ > ^ x ÆOmoi' WORLDW/DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.