Dagur - 29.07.1999, Page 1

Dagur - 29.07.1999, Page 1
FIMMTUDAGUR 29. júlí 1999 2. árgangur - 24. Tölublað Algi ör sprenging í sKógarbúskap Þátttakendur í Suður- landsskógum nálgast 200, en búist var við að þeir yrðu 100 við alda- mdt. Uppsveitir Ámes- sýslu, Fljðtshlíð, Skaft- ártunga og Síða bestu skdgræktarsvæðin og þar er áhuginn mestur. „Áhuginn er mikið meiri en við bjuggumst við. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að til þátttöku í verk- efninu yrðu komnir um 100 bændur um aldamót, en nú þegar eru bænd- ur á um 190 jörðum búnir að skrá sig og eru ýmist hafnir skógræktarstörf eða þá að áætlun íyrir skógrækt á jörðum þeirra er í undirbúningi," segir Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, í samtali við Dag. Full afköst árið 2002 Verkefnið um Suðurlandsskóga, sem er til fjörutíu ára, byggir á lögum sem um það voru sett í hitteðfyrra, hefur farið vel af stað. Fjár- veitingar til þess úr n'kissjóði eru 30 millj. kr. í ár og eru úr þeim lið sem eyrnamerktur er kolefnisbindingum í andrúmsloftinu. Á næsta þátttöku í því. Fleiri umsókna um þátttöku er að vænta og með sama áframhaldi fara þátttakendur yfir 200. „Það liggur fyrir að nú þurfí að fara að forgangsraða umsóknum, enda ekki nema ákveðinn fjöldi sem hægt er að taka við með tilliti til fjár- veitinga. Þá sé ég fyrir mér að bænd- ur sem sitja fyrir á jörðum sínum hefðu forgang fram yfír fólk sem á jarðir og nytjar þær, en býr annars- staðar. Nokkurn tíma tekur að gera áætlun fyrir skógrækt á hverri jörð, gjarnan tvö til þijú ár. Þann tfma verða menn að bíða eftir að geta haf- ist handa, en það er þó ekki löng bið á mælikvarða skógræktarmanna sem hugsa í áratugum og öldum en ekki mánuðum eða árum,“ segir Björn. Fjögur svæði öðrum betri Þátttakendur í verkefninu um Suðurlands- skóga eru bændur víðsvegar í héraðinu og áhuga verður víða vart. „Fjögur svæði á Suður- landi eru öðrum fremur betur fallin til skóg- ræktar og á þau svæði viljum við leggja áherslu. Hér er ég að tala um uppsveitir Ár- nessýslu, Fljótshlíð, Skaftártungur og Síðuna í Vestur-Skaftafellsýslu. Á öllum þessum svæð- um hefur það einnig gerst að áhugi bænda á skógrækt er í samræmi við skilyrði, sem ég tel vera fagnaðarefni,“ segir Bjöm Bjamdal Jóns- son. -SBS. / lundum nýrra skóga. „Áhuginn á Suðurlandsskógum mikið meiri en við bjuggumst við, “ segir Björn Bj. Jónsson framkvæmdastjóri verkefnisins. ári hækka fjárveitingarnar í 40 millj. kr., en árið 2001 verða fjárveitingar komnar inn á fjárlög og er þá miðað við að þær verði 90 millj. kr. - I samræmi við það er einnig fjöldi plantna sem stungið er í mold á ári hveiju. Nú eru þær um 700 til 800 þúsund, en verða um 1,6 milljónir þegar verkefnið hefur náð fullum afköstum árið 2002. „Ég tel að við höfum ekkert vanáætlað þeg- ar drög að verkefninu voru lögð með því að reikna með 100 þátttakendum," segir Björn. í viku hverri berast starfsmönnum Suðurlands- skóga fyrirspumir um verkefnið og mögulega Hver dreifði upplýsingum? „Við viljum fá uppá borðið hver dreifði þessum upplýsingum úr úttekt Heilbrigðiseftirlits Suður- lands um Ásmundarstaðabúið. Skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og stjórnsýslu- lög er óheimilt að dreifa upplýs- ingum af þessu tagi meðan mál af þessu tagi er ekki fullrannsök- uð,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, formaður Heil- brigðisnefndar Suðurlands. Nefndin, sem hefur yfír heil- brigðiseftirlitinu að segja, hefur óskað eftir að lögreglurannsókn verði gerð á því hver dreifði upp- lýsingum úr greinargerð Heil- brigðiseftirlits Suðurlands um stöðu mála í kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum í Holtum til fjölmiðla. Dýralæknar landbúnaðarráðu- neytis fóru fyrr í vikunni að Ás- mundarstöðum og könnuðu stöðu mála þar. Segja þeir að þegar ruslagámar hafi verið tæmdir og sótthreinsaðir og hreinsað hafi verið til í næsta ná- grenni verði mál komin í nokkuð gott lag. Eru þeir því á sama máli og héraðsdýralæknirinn á Hellu, sem hafði sagt að skýrsla heil- brigðiseftirlits gæfi ekki rétta mynd af ástandinu . -SBS. I versluninni Grund á Flúðum slær hjarta byggðarlagsins og þar reka íbúarnir margvísleg erindi sín. Sækja sér þangað, fyrir utan mjólk og brauð, meðal annars lesningu, en á Flúðum er dagblöðum ekki dreift í hús heldur ganga íbúar að þeim vísum í hólfum í versluninni sem merkt eru hverju og einu húsi í þorpinu. Sigríður Bogadóttir sem starfar á Grund var að lesa sundur blaðsendingar dagsins þegar Ijósmyndari var á ferðinni. mynd: teitur Sumarslátrun hafin af fullum krafti hjá Sláturfélagi Suðurlands. Sumarlömbin með 18%álagi Sumarslátrun hófst hjá Sláturfé- Iagi Suðurlands á Selfossi á mánudag, þegar slátrað var um 350 dilkum. Bændur sýna sum- arslátruninni áhuga, en að sögn Hermanns Amasonar, stöðvar- stjóra SS á Selfossi, væri þó hægt að slátra og koma á markað tals- vert fleira fé en bændur geta boðið nú. Þar veldur einkum að fé er almennt ekki komið í slát- urstærð. „Okkar vilji er sá að hefja slátr- un almennt fyrr, enda býður markaðurinn uppá slíkt. Það fé sem við erum að slátra núna er að hluta til flutt út til Danmerk- ur, þar sem það er selt nýtt og ferskt í marvöruverslunum en Iíka sett á innanlandsmarkað," segir Hermann Amason. Algengt kílóverð fyrir dilkakjöt em 240 kr. og í fyrstu viku sumarslátrun- ar fá bændur greidda 18% yfír- borgun á það kjöt, auk 700 kr. bónusgreiðslu frá Markaðsráði lambakjöts. Sú upphæð lækkar svo frá viku til viku, allt þar til haustslátrun hefst síðari hlutann í september. Hermann reiknar með að um 5.000 fjár verði slátrað á Selfossi í sumar, en slátrað er einn dag í viku. I haustslátrun, verði 42.000 fjár slátrað. Að henni lokinni verður áfram slátrað einn dag í viku og fram yfír áramót, 12 til 15.000 fjár. Frá því í nóv- ember og fram á veturinn hækka álagsgreiðslurnar jafnt og þétt og verða rétt fyrir jól 16%. -sbs. Garðaúrgangur illa flokkaður „Við gáfumst upp því að garðaúr- gangurinn frá einkaaðilum var illa flokkaður og ekki var fjárv'eit- ing til að hafa mann á launum til þess að vakta gámana. Hinsvegar hefur úrgangur frá bæjarfélaginu verið flokkaður og er safnað í einn stað til jarðgerðar," segir Kristján Bjarnason, garðyrku- stjóri í Vestmannaeyjum. í vor var lögð fram áætlun um að garðeigendur í bænum flokk- uðu úrgang frá lóðum sínum til notkunar við jarðvegsgerð. Krist- ján segir að þetta hafí verið reynt í nokkrar vikur, en ekki hægt að fylgja verkefninu eftir. Kristján segir að ef takast eigi að fá bæjar- búa til þess að taka þátt í verkefni af þessu tagi verði að kynna það betur. -BEG.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.