Dagur - 29.07.1999, Síða 4

Dagur - 29.07.1999, Síða 4
4r - FIMMTUDAGUR 29. JÚI.Í 1999 'Dagpvr SUÐURLAND Það er alltaflíf og fjör á Þjóðhátíð. Svo verður einnig í ár burtséð frá því hvernig veðurspáin er. Vegleg þjóðhátíð í Eyjum Vandað er sérstaldega til Þjóðhátíðar í Eyj- um að þessu siuni. Margar af vmsælustu hljömsveitum lauds- ius leiha. Öflugar fíkniefnavamir. Nú rennur í garð ein mesta úti- vistarhátíð landsmanna og státa Vestmannaeyingar af einni stærstu og glæsilegustu útihátíð sem um getur á Islandi. Þeir láta heldur ekki sitt eftir liggja í því að laða ferðamenn og skemmtanaglatt fólk til Eyja um þessa síðustu verslunarmanna- helgi aldarinnar og verður sér- lega til hennar vandað nú í til- efni aldamóta. Stuðmenn og SSSól Birgir Guðjónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að reynt hafi verið að gera Þjóðhá- tíð í Eyjum fjölskyldu- og barn- væna undanfarinn ár og engin undantekning verði á því nú. Mjög verði vandað til flugelda- sýningarinnar að þessu sinni. „Þetta verður flugeldasýning aldarinnar. Þeir sem hugsanlega missa af flugeldasýningunni á laugardagskvöldið hafa mögu- leika á að sjá aðra sýningu á sunnudagskvöldið, en þá verður einnig sýning,“ segir Birgir. Að vanda munu þekktustu hljómsveitir landsins skemmta á þjóðhátíð. Má þar nefna Stuð- menn. SSSól, Land og syni og Ensími. Aðstaða baksviðs og sviðið sjálft hefur verið stækkað og endurbætt fyrir starfsmenn og skemmtikrafta og var það orðið tímabært að bæta þá að- stöðu. Að öðru Ieyti verður dag- skráin hefðbundin eins og fólk- þekkir og má þá ekki gleyma Brekkusöngnum undir öruggri raddstjórn Árna Johnsen. Miða- verð inn á Þjóðhátíðarsvæðið er kr. 7000. Öflugt fíkniefnaeftMit Öflug gæsla mun verða á Þjóð- hátíðinni sem Björgunarfélag Vestmannaeyja annast. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vest- mannaeyjum, segir að lögreglan muni fá liðsauka ofan af landi og strangt fíkniefnaeftirlit verði í gangi. „Við höfum verið með öfl- ugt eftirlit í undirbúningi, sem nú þegar hefur skilað árangri. Það verður ekkert gefið eftir á Þjóðhátíðinni sjálfri og munum við meðal annars hafa fíkniefna- hund okkur til halds og trausts og menn úr fíkniefnalögregl- unni.“ - Tryggvi segir að alltaf hafi komið upp nauðgunarmál á Þjóðhátíð. „Þessi mál hafa verið misalvarleg. Nú í ár eins og í fyrra verður neyðarmóttaka á sjúkrahúsinu fyrir fólk sem hugsanlega verður fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi. Þessi aðstaða var í höndum heimamanna í fyrra og þótti takast vel, enda var unnin vönduð teymisvinna þá sem við búum að nú.“ -BEG. Leikskóladeila fyrir félagsdóm Á fundi bæjarráðs Árborgar sl. fimmtudag var ákveðið að fara með deiluna við leikskólakennara sveitarfé- lagsins fyrir Félagsdóm. Þetta var ákveðið eftir að bæjarstjóri hafði skýrt rétt- arstöðu Árborgar vegna ____ uppsagnanna. Lagt var fram erindi bæjarstjóra til Láru V. Júlíusdóttur lögmanns vegna fyrri samþykktar bæjarráðs frá 8. júlí um réttarstöðu sveitarfélagsins. Fram kom að réttarstaðan yrði best fengin fram og skýrð með því að reka málið fyrir Félagsdómi þar sem BSRB, vegna Félags íslenskra leikskólakennara, yrði væntanlega stefnt. Bæjarráð staðfesti erindið og samþykkti þá málsmeðferð að reka málið fyrir Félagsdómi. -BJB Frá Selfossi. Tölvusérfræðingur fyrir tæknifræðiug Á sama fundi bæjarráðs Árborgar kynnti bæjarstjóri ráðningu Guð- laugar Sigurðardóttur, viðskiptafræðings, í stöðu fjármálastjóra, og ráðningu Bryndísar Sumarliðadóttur í hálft starf aðstoðarlaunafull- trúa og ritara. Einnig kom fram að ekki hefðu borist umsóknir um starf tæknifulltrúa frá tæknimenntuðum mönnum. I stað þess eru hugmyndir að ráða tímabundið í 2 til 3 mánuði tölvusérfræðing á svipuðum kjörum til að vinna að frekari tölvuvæðingu tækni- og um- hverfissviðs og annarra sviða á grundvelli fyrirliggjandi markmiða og nýtingu upplýsingatækninnar í þágu starfsemi sveitarfélagsins. - BJB Vantar prest í Hveragerði Biskupstofa hefur auglýst Iaust til umsóknar embætti sóknarprests í Hveragerði. Séra Jón Ragnarsson hefur gegnt því embætti frá 1995, er hann var kallaður til starfa. Rennur hans köllun út þann 1. októ- ber og er embættið laust til umsóknar frá sama tíma. -SBS. Atvúmulóðiun úthlutað Á síðasta fundi sínum úthlutaði Bæjarráð Árborgar lóðum undir at- vinnuhúsnæði á nýju byggingarsvæði £ Gagnheiði á Selfossi sam- kvæmt þeim umsóknum sem fyrirliggjandi eru. Var Ræktunarsam- bandi Flóa og Skeiða úthlutað lóð nr. 75, Kristjáni Jónsyni húsasmið úthlutað lóð nr. 69., Gylfa Guðmundssyni húsasmið úthlutað lóð nr. 61., Guðjóni Jónssyni vörubílstjóra og Louis Péturssyni kranastjóra lóð nr. 78. og Gunnari Jónssyni úhlutað ótilgreindri lóð. Ennfremur kom bæjarritari með tillögu um að úthluta Fylgd ehf., lóð nr. 67. Læknir á Klaustur Þorsteinn Bergmann hefur verið ráðinn læknir á Kirkjubæjar- klaustri. Hann er nú koma að heim frá námi og tekur við starfínu í byijun næsta mánaðar. Ekki hefur verið fastur læknir á Klaustri frá því í vor, þegar Guðbjörg Sigurgeirsdóttir lét af störfum. Síðan þá hafa afleysingalæknar verið á staðnum. -SBS. SUÐURLANDSVIÐ TALIÐ Áhersla lögð á umferðarhraðaim TómsLS Jónsson, a ðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi. Búistvið mikilli umfei) á Suðurlandi um helgim. Logreglan verðurmeðvið- búnaðvegna þess og legg- ur ekki síst áherslu á að halda ökuhraða niðri. - Þið verðið væntanlega með mikinn viðbúnuð nú um helg- ina, þessa mestu ferðahelgi drs- ins? „Já, við munum nota allan þann mannskap sem við höfum tiltækan. Að jafnaði verða 8 til 9 manns á dagvöktum, en 10 til 11 á næturvöktum; að minnsta kosti aðfaranætur laugardags og sunnudags. Dansleikir verða í Árnesi í Gnúpvetjahreppi og einnig á hestabúgarðinum á Ing- ólfshvoli í Ölfusi. Þetta eru þær upplýsingar um samkomur sem við höfum fýrirliggjandi, en ann- ars er að jafnaði svo gífurlega mikil umferð hér í gegn allar helgar sumarsins þannig að ég veit hreinlega ekki hvort þessi helgi verður eitthvað erfiðari en en þær eru alla jafna. Við erum að minnsta kosti með lítið færri menn á vöktum.“ - Er eitthvað sem þið munuð leggja sérstaka dherslu d í eft- irliti helgarinnar? „Það er umferðarhraðinn, hann er áhersluatriðið núna enda lítum við svo á að aðgerðir til að halda honum niðri séu mjög árangursrík slysavörn. í sumar hefur orðið talsvert mikið af óhöppun hér í umdæminu sem enginn þarf að segja mér að komi ekki til vegna of mikils hraða ökumanna. Við höfum verið að taka í sumar talsvert fleiri ökumenn fyrir of hraðan akstur en gerðist í fyrra, ætli þeir séu ekki um það bil helm- ingi fleiri. Þetta þarf svo sem ekki endilega að koma til vegna þess að hraðinn sé meiri, eftiriit- ið er líka meira. Mjög marga ökumenn höfum við verið að taka á hraðanum á milli 110 og 120 km, en mest hefur þetta verið að fara í 140 km.“ - Lögregluembættin d Suður- landi hafa í sumar sameinast við umferðareftirlit d hdlend- inu. Hvemig hefur það komið út? „Það hefur komið mjög vel út. Og við höfum verið í góðu samstarfi við skála- og landverði á hálendinu. Fyrstu helgina fóru lögreglumenn úr Vík í Mýrdal vítt og breitt um hálendið og tóku þá meðal annars þijá öku- menn grunaða um ölvun við akstur. Helgina á eftir fóru menn héðan frá Selfossi á stjá, en þá var staða mála miklu betri. Enginn var tekinn fyrir neinar sakir, en það sem ánægjulegra var er að allir vissu af þessu eftirliti og virtust meira að segja eiga von á því að hitta lögreglumenn á ferð uppi á há- lendinu. Nú hefur þetta eftirlit verið í gangi í þrjár helgar og verður eitthvað fram í ágúst, við gáfum þessu verkefni sex helgar til að byrja með. Við sinnum líka hálendiseftirlitinu talsvert héðan heiman að, lögreglumenn frá Selfossi sem eru á ferð um uppsveitirnar fara stundum eitthvað inn á hálendið, til dæmis inn á Kjalveg og jafnvel inn að Hvítárvatni." - Hvað ætlar þú að gera sjdlf- ur um verslunarmanna- helgina, ert þú d vakt? „Nei, ég ætla að taka mér frí enda er hér nóg af afbragðsgóð- um mönnum þannig að ég er ekkert ómissandi. Við höfum til dæmis verið nú í ár alveg sérstaklega heppin með það sumarfólk sem hefur komið til okliar í vinnu. En þú spyrð hvað ég ætli sjálfur að gera. Eg ætla vestur í Dali og fer á mót SÁA sem haldið er á Staðarfelli. Ætla að gista á Laugum í Sælingsdal, sem mér skilst að sé ljúfur án- ingarstaður." -SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.