Dagur - 17.08.1999, Blaðsíða 3
ÞRIDJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
Allir stefna á Eyjabakka
Mikill fjöldi ferðamanna hefur að undan-
förnu verið á róli um hálendið norðan
Vatnajökuls, sem vegna virkjunar- og
stjóriðjuáforma stjórnvalda hefur verið
mjög í umræðunni að undanförnu. Eyja-
bakkar, Dimmugljúfur, Hafrahvammar,
Alftadalur og Arnardalur eru meðal þeirra
náttúruvætta sem menn takast á um
hvort fórna eigi fyrir fyrir virkjanir og
uppistöðulón þeirra eða hvort vernda
eigi. Sýnist þar sitt hveijum, en að baki
eru svo ólíkar hugmyndir og lífssýn þeirra
sem kvatt hafa sér hljóðs í þessu máli.
Kirkjufoss. Hann er einn fimmtán fossa í Jök-
ulsá í Fljótsdal sem myndu hverfa verdi
Fljótsdalsvirkjun byggð. mynd: sbs
MUdl eru áformin
Ráðmenn hafa gert sér tíðförult um fyrir-
huguð virkjunarsvæði að undanfömu. Fyr-
ir síðustu helgi fóru ráðherrarnir Sturla
Böðvarsson og Siv Friðleifsdóttir um svæð-
ið og sögðust bæði eftir þá ferð ekki vera
„bergnumin" af Eyjabökkum, en náttúru-
vemdarsinnar hafa sérstakalega haldið
merki þess svæðis á lofti sakir einstaks
fuglalífs sem þar er í votlendinu. I gær og
dag hafa Halldór Asgrímsson utanríkisráð-
herra og 1. þingmaður Austfirðinga og
Finnur Ingólfsson verið á þessum slóðum
og um helgina brugðu liðsmenn Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs undir sig
betri fætinum og fóm um þessar slóðir.
Eftir það ferðalag sendi þingflokkur VG frá
sér ályktun þar sem andstaða við virkjunar-
áform norðan Vatnajökuls er ítrekuð. Er
þar jafnframt lagt til að stofnaður verði
þjóðgarður á þessu svæði, Snæfellsþjóð-
garður.
Hugmyndir virkjunarsinna eru þó tals-
vert aðrar. I stuttu máli miðast þær við að á
allra næstu árum verði Fljótsdalsvirkjun
reist, en miðlunarlón hennar yrði á Eyja-
bökkum. Þeim yrði að talsverðu leyti sökkt,
sem er svo mjög umdeilt. Fljótsdalsvirkjun
yrði 210 MW. Næst á dagskrá yrði virkjun
Jökulsár á Dal við Káraknjúka, þar sem
reist yrði hartnær 200 metra há stífla og
ofan hennar yrði myndað svonefiit Hálsa-
lón. Yrði vatni veitt frá stíflunni og austur í
Fljótsdal um 42 km. löng jarðlöng. Uppsett
afl Kárahnjúkavirkjunar yrði um 500 MW.
Þriðja hugmyndin er um tvær virkjanir í
Jökulsá á Fjöllum, sem yrði þá veitt um
Horft yfir Fviahakka. Verður þeim þyrmt_eðasökkt_
ingarnir koma hinsvegar hingað miklu
frekar til þess að kynnast og upplifa hina
óspilltu náttúru," segir Maríanna, sem
segir það vera eindregið sína skoðun að
meta beri umhverfisáhrif því Eyjabakkar
séu einstakir í sinni röð.
Fréttirnar stjórna fólkinu og því er
ekki að undra að mikill fréttaflutningur
af þeim stórvirkjunum sem eru á teikni-
borðinu valdi þ\'í að íjöldi fólks hafi í
sumar farið á hin umtöluðu virkjunar-
svæði til þess að glöggva sig á staðhátt-
um og aðstæðum þar. Það er í raun
eina leiðin ætli fólk að vera viðræðu-
hæft um virkjunarmálin, sem í raun
má segja að hafi skipt þjóðinni upp í
tvær fylkingar. Því stefna nú allir á Éyja-
bakka.
Dimmugljúfur eru hrikaleg og þegar staðið er á bökkum þeirra finnur maðurinn óvíða betur smæð
sína frammi fyrir náttúruöflunum. mynd: sbs
göng austur í Jökulsá í Fljóts-
dal og yrði samanlagt afl
þeirra um 550 MW. Hug-
myndir um síðastnefndu
virkjanirnar hafa þó verið Iag-
ar til hliðar og verða ekki
skoðaðar aftur í bráð, segir
Þorsteinn Hilmarsson, upp-
Iýsingarfulltrúi Landsvirkjun-
ar.
Margir á ferðinni
Maríanna Jóhannsdóttir er
skálavörður í Snæfellsskála.
Hún hefur dvalist í Snæfelli
síðan í byijun júlí og segir
mikinn fjölda ferðamanna
hafa verið á ferðinni í sumar,
talsvert fleiri en verið hefur
undanfarin ár. Opið er í Snæ-
fellskála út ágústmánuð og er
margra ferðamanna að vænta
á næstu dögum. „Islendingar
eru að koma hingað til þess
að skoða Eyjabakka og kynna
sér þetta umtalaða svæði. Ut-
lend-
Stöðug umferð
um hálendiAust-
urhnds í sumar,
enda ersvæðið í
fréttum vegna
mikilla virkjun-
aráforma. Því telja náttúru-
verndarsinnar sig hafa verk
að vinna. Ólíkir hagsmunir
togast á.
Sævarsson
skrifar
Ferðalangar segja frá
Fólk íferðalagi VG á hálendinu
norðan Vatnajökuls um
helgina tekið tali
Gunnar Guttormsson,
vélfraeðingur í Reykjavík.
„Eg er margs vísari eftir
þessa ferð og tel að við
eigum ekki að Iáta fóma
þessum fögm náttúruperl-
um. Virkjunarfram-
kvæmdir á hálendinu em
tímaskekkja að ég tali nú
ekki um álver á Reyðar-
firði sem myndi engu bjarga. Framkvæmdir
myndu lyrst og fremst gefa tekjur og at-
vinnu meðan á framkvæmdum stendur, en
mun minni þegar til lengri tíma er litið. Ég
mun beijast gegn þessum áformum.“
Þorvaldur Þorvaldsson,
siniður í Reykjavík.
„Ferðalag um hálendið
norðan Vatnajökuls varð
mér mikil upplifun.
Merkilegast þótti mér að
koma á Eyjabakka, sem
em þrátt fyrir að vera í
mikilli hæð, stórt og
traust gróðursvæði þar
sem gróður er jafnframt mjög Ijölbreyttur.
Þá em Dimmugljúfur afar tilkomumikil. Ég
er hrædd um að menn séu að fara ofari í
virkjunarmálum, en eftir því sem fleiri fara
um Eyjabakka, Dimmugljúfur og önnur
áformuð virkjunarsvæði mun þekking fólks
á þessum svæðum aukast og þar með þrýst-
ingur fólks á stjómvöld um að leggja þessi
áform frá sér.“
Þóraxinn Bjðmsson,
sölumaður í Kópavogi.
„Mér finnast hrein og klár
helgispjöll að ætla að
drekkja Eyjabökkum. Þó
slíkt hafi kannski verið for-
svaranlegt fýrír þijátíu
ámm er það ekki lengur.
Ég vona að menn snúi af
þeirri braut sem þeir eru á í dag, því greini-
lega er að verða hugarfarsbreyting í um-
hverfismálum - og tími er kominn til að
stokka spilin upp. Okkar dýrmætasta eign er
ósnortin náttúra hálendisins.“
Gerður Steinþórsdóttir,
framhaldsskólakennari í Reykjavík.
„Hafrahvammagljúfur er
mikilfenglegt og það er
fráleit hugsun að ætla að
afvegaleiða jökulfljótið,
kæfa rödd þess. Eyja-
bakkar eru annarrar
náttúru, óvenjuvíðfeðm
gróðurvin á hálendinu.
Það er eðlilegt að kanna umhverfisáhrif
Fljótsdalsvirkjunar þegar ný hugsun hefur
rutt sér til rúms í umhverfismálum.
Skoða á öll virkjunaráform upp á nýtt.
Ljóst er að ósnortin og sérstæð náttúra
landsins er verðmæt og fágæt. Faglega
umræðu um virkjunarmál og náttúru-
vernd er nauðsyn.11
Herdís Hjðrleifsdóttir,
félagsmálastjóri á Egilsstððum.
,,Að fara um fyrirhuguð
virkjunarsvæði varð mér
upplifun. Ég fræddist
mikið, bæði um Iífríki og
dýralíf, á Eyjabökkum
sáum við þrjár hreindýra-
hjarðir og fjölda gæsa.
Dimmugljúfur eru stór-
kostleg og væru þau stífluð yrðu þau ekki
svipur hjá sjón. Þegar staðið er á bökkum
þess skynjar maður best vanmátt sinn. Ég
er nýlega flutt hingað austur á land og
geti vel skilið sjónarmið Austfirðinga að
vilja fá virkjun og stóriðju í hérað og þar
með aukna atvinnu. Því var ég fyrir þessa
ferð á báðum áttum hvað gera skyldi í
virkjunarmálum, en eftir þessa ferð ríl ég
frekar fórna lítið eitt meiri tekjum í stað
þess að fórna fögrum náttúruvættum.“