Dagur - 09.09.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 9. september 1999
2. árgangur - 28. Tólublað
Almenningssamgöngiir
til eflingar atvinmmfi
Frá Eyrarbakka. Með almenningssamgöngum um Árborgarsvæðið er
hugsunin sú að gera það að einu atvinnusvæði en nokkuð hefur á það
þótt skorta í raun. Helst hefur þó vantað fólk til vinnu I fyrirtækjum við
ströndina.
Almenningssamgöng-
ur aö hefjast á Ár-
borgarsvæðinu.
Hugsaðar til eflingar
atvinnulífsins. Látið
reyna á hver þörfin
er.
Skipulagðar almenningssam-
göngur um Arborgarsvæðið á
vegum sveitarfélaganna þar
hefjast á allra næstu vikum.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi þessa máls um hríð og hef-
ur Avinnuþróunarsjóður Suður-
lands unnið að úttekt á málinu
sem nú er verið að leggja loka-
hönd á. A síðasta fundi bæjar-
ráðs sveitarfélagsins Arborgar
var samþykkt að ganga frá mál-
inu í samvinnu við hin sveitar-
félögin á svæðinu og við SBS-
Austurleið sem er sérleyfishafi
á þessu svæði og myndi annast
aksturinn
Atviimusvæði í raun
Eins og málið er lagt upp þá
verða ferðir nokkru oftar en nú
er með hinum hefðbundnu
áætlunarferðum , en þær eru
einkum ætlaðar til þess að fólk
geti sótt vinnu milli staða á Ar-
borgarsvæðinu. Er með þessu
verið að stuðla að því enn frek-
ar að Árborgarsvæðið sé í raun
eitt atvinnusvæði eins og um
hefur verið talað en nokkuð
hefur þótt á skorta í raun, seg-
ir Ingunn Guðmundsdóttir, for-
maður bæjarráðs sveitarfélags-
ins Arborgar. Oft hefur fólk til-
finnanlega vantað í vinnu hjá
fyrirtækjunum við ströndina, en
þá hafi fólk á Selfossi ekki get-
að sótt vinnu þangað þar sem
almenningsamgöngur hafi vant-
að. Ur þessu sé verið að bæta
nú.
Að sögn Ingunnar Guð-
mundsdóttur er verkefni þetta
hugsað í upphafi sem níu mán-
aða tilraun og munu sveitarfé-
lögin á Árborgarsvæðinu vænt-
anlega bera kostnaðinn sameig-
inlega. Þá var á síðasta fundi
bæjarráðs Árborgar undirstrik-
að að eðlilegt væri að atvinnu-
þróunarsjóður sveitarfélagsins
tæki einhvern þátt í kostnaði
við verkefnið. Á fundinum lét
Torfi Áskelsson bæjarfulltrúi
Árborgarlistans einnig bóka að
hann fagnaði samþylikt þessari,
um leið og hann ítrekaði þörf-
ina fyrir almennt auknar sam-
göngur innan sveitarfélagsins
Árborgar til að þjóna börnum
og unglingum í tengslum við
nýtingu á félagsaðstöðu, sund-
laugum, íþróttaaðstöðu og
fleira.
Vitum ekki
hver þörfin er
„Eins og staðan er núna, þá vit-
um við ekki hver þörfin er fyrir
þjónustu af þessum toga. Við
höfum fátt til þess að byggja á,“
segir Ingunn Guðmundsdóttir.
Hún segir að því verði látið á
það reyna með verkefni þessu
hver þörf fyrir almenningssam-
göngur á Árborgarsvæðinu sé og
verði þjónustan aðlöguð í sam-
ræmi við eftirspurn eins og hún
birtist í tilrauninni sem stend-
ur til vors.
-SBS.
Ævinlega er mikið sungið I réttum
á Suðurlandi, ekki síst í Tungna-
réttum þaðan sem þessi mynd er.
mynd: sbs.
Réttað í
vikulokiii
Fjárflestu og Ijölsóttustu réttir á
Suðurlandi eru nú í vikulokin. Á
morgun, föstudag, er fé dregið í
dilka í Hruna- og Skaftholtsrétt-
um og á laugardag í Tungnarétt-
um og Reykjaréttum á Skeiðum.
Alla jafna hefjast réttastörfin
um ldukkan níu og er lokið um
eða rétt eftir hádegi.
Að sögn Lofts Þorsteinssonar,
oddvita Hrunamannahrepps,
verða í Hrunaréttum nú eitt-
hvað á milli átta og níu þúsund
fjár og er þess vænst að féð sé
þokkalega fram gengið. Löng-
um hafa Hrunaréttir verið orð-
lagðar fyrir mikinn gleðskap og
söng og fastur liður er að 1.
þingmaður Sunnlendinga, Árni
Johnsen, mæti þangað með gít-
arinn. Sömuleiðis er líf og fjör
velþekkt úr Tungnaréttum, þar
sem menn setja sig ekki úr færi
við að syngja ættjarðarlögin.
Sjá réttarlistann í miðopnu.
- SBS.
Frostfiskur
fer austiir
„Við verðum við höfnina og
skammt úti fyrir eru einhver
bestu og fengsælustu fiskimið
Iandsins. Þá erum við einnig að
eignast okkar eigin bát og allt
þetta mun miklu breyta fyrir
starfsemi okkar,“ segir Stein-
grímur Leifsson, framkvæmda-
stjóri Frostfisks hf., en fyrirtæk-
ið hefur keypt hús Vinnslustöðv-
arinnar í Þorlákshöfn og hefur
þar starfsemi á allra næstu mán-
uðum. Um fjörutíu manns
munu fá vinnu hjá fyrirtækinu
eystra.
„Við höfum einbeitt okkur að
vinnslu fisks sem síðan er send-
ur út nýr og ferskur með flugi á
markaði bæði austan hafs og
vestan. Það er vaxtarbroddur í
slíkri fiskvinnslu, en við höfum
verið að vinna úr 4.000 tonnum
af fiski á ári,“ segir Steingrímur
og bætir við að til standi að auka
vinnsluna um að minnsta kosti
þúsund tonn á ári með flutning-
unum austur. -SBS.
Sjfl einnig Suðurlandsviðtalið
bls. IV.
„Flutningarnir austur I Þorlákshöfn munu miklu breyta fyrir starfsemi okkar," segir Steingrímur Leifsson, fram-
kvæmdastjóri Frostfisks hf. Hann er fyrir miðju á þessari mynd, en til hægri er Þorgrímur bróðir hans sem er
meðeigandi í fyrirtækinu. Til vinstri er Sylvía Lára Pranee, einn af starfsmönnum fyrirtækisins.
Píill Irniar
bilið
Gengið hefur frá þvi að Páll
Þórðarson, sem undanfarna
mánuði hefur gengt starfi
framkvæmdastjóra Sjúkrahúss
Suðurlands, muni sinna starf-
inu áfram þar til nýr maður
hefur verið ráðinn. Bjarni B.
Athursson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri undanfarin
ár, hefur verið frá störfum
vegna veikinda allt síðan í vet-
ur og á fundi með deildarstjór-
um sjúkrahússins í síðustu
viku tilkynnti Bjarni að hann
kæmi ekki til starfa á ný. Að
sögn Helga Más Arhurssonar,
blaðafulltrúa heilbrigðisráðu-
neytsins, má búast við því að
gengið hafi verið frá ráðningu
nýs framkvæmdastjóra eftir svo
sem hálfan annan mánuð.
Þá hefur Guðmundur Kr.
Jónsson sem verið hefur stjórn-
arformaður Sjúkrahúss Suður-
lands látið af því embætti. I
hans stað hefur verið skipaður
Sigurður Sigurjónsson, lög-
maður á Selfossi.
-SBS.