Dagur - 02.10.1999, Side 1

Dagur - 02.10.1999, Side 1
MUdl óvissa iiiii íórsendnr Fjármálaráðherra játar að mikil óvissa ríki uni verðhólguforsendiir Qárlagafnunvarpsins, en telur þó að þær muni standast. Stjóm- arandstaðan segir ekki allt sem sýnist. Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fjárlagaffumvarp ársins 2000 ffam í gær. Gert er ráð fyrir því að rekstrarafgangur ríkissjóðs verði 15 milljarðar króna. Lánsfjáraf- gangurinn verður þó enn meiri eða 24 milljarðar króna. Eins og Dagur hefur skýrt ífá hefur verið ákveðið að skera niður verklegar framkvæmdir á vegum ríkisins á næsta ári. Um er að ræða vegaframkvæmdir, hafnarfram- kvæmdir, flugvallaframkvæmdir, viðbyggingu við þinghúsið og hluta viðgerðar á Þjóðminjasafnshúsinu, svo stærstu dæmi séu tekin. Nið- urskurðurinn nemur 2,2 millj- örðum. Þar af verða skornar niður vegafram- kvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu fyrir rúman hálf- an milljarð króna. „í dag er ég rík- ur“ Gengið er út frá því að verðbólgan verði ekki nema 3,5-4% á næsta árí. I Ijósi þess að hún mælist nú 6,5% og framund- an eru kjarasamningar, hækkun á bensíni, bifreiðatryggingum og matvöru í skjóli fákeppninnar sem komin er á þar, var Geir H. Haar- de, fjármálaráðherra, spurður að því á fréttamannafundi hvort verð- bólguspáin væri raunhæf. Hann sagði vissulega marga óvissuþætti varðandi verðbólguna en sagðist samt trúa því að þessi verðbóguspá stæðist. Fjármálaráðherra sagði að tekju- afganginn ætti meðal annars að nota til að greiða niður skuldir. „Þetta sögðum við“ „Að hluta til er þetta ábyrgt tjár- lagafrumvarp og afgangurinn af þeirri stærð- argráðu sem við höfum ekki séð áður, en spurn- ingin er hins vegar hversu traust- um fótum það stendur. Það eru vissulega ýmis teikn á lofti um að þama ríki of mikil bjartsýni. Eg nefni í því sambandi að ekki sé tekið tillit til komandi kjarasamn- inga. Þess vegna eru fyrirvarar á því þegar maður segir frumvarpið ábyrgt. Fjárlagafrumvarpið er út- spil ríkisstjórnarinnar inn í efna- hagsástandið og hún er þar með búin að viðurkenna þensluna og önnur hættumerki sem við bent- um á og vöruðum við í vor en stjórnarflokkarnir hlustuðu ekki á. Þetta frumvarp er alger viðurkenn- ing á málflutningi okkar samfylk- ingarmanna í vor,“ sagði Einar Már Sigurðsson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í íjárlaganefnd. Jón Bjamason er fulltrúi VG í fjárlaganefnd. Hann sagðist meta þann vilja stjómarinnar að slá á þenslu og skila góðum jöfnuði: „Það sem óttumst hins vegar er að forsendumar sem em að baki þessum rekstrarafgangi séu ekki allar raunhæfar. Þess vegna gæti verið um meiri óskhyggju en raun- vemleika að ræða. Þá er áhyggju- efni að í því góðæri sem nú er hafa útflutningstekjur ekki aukist í takt við þensluna í þjóðfélaginu. Það er hættumerki. Hin góða staða ríkis- ins er fyrst og fremst vegna skatta á innflutningi og því óraunveruleg- ar tekjur og ég tel gagnrýnivert að þær skuli ekki hafa verið nýttar til tekjujöfnunar því allir vita að góð- ærið hefur sneytt hjá svo mörg- um,“ sagði Jón. — S.DÓR Sjá jafnframt miðopnu Þing var sett í gær I ræðu sinni við setningu Alþing- is í gær lagði Olafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, mikla áherslu á mikilvægi hinna dreifðu byggða og að Alþingi héldi sjálfstæði sínu gagnvart markaðnum. „Afnám hafta og ofstjórnar rík- is og embættisstofnana hefur vissulega gefið frjálsum markaði, samspili framleiðslu og við- skipta, neytenda og frumkvöðla, almennings og atvinnulífs tæki- færi til að bæta lífskjör okkar og treysta efnahag og verður svo vonandi enn um langa framtíð. En hættumerki eru samt í því fólgin þegar markaði eru falin hlutverk sem samkvæmt hefðum og anda lýðræðisins eiga heima í höndum þingheims alls,“ sagði forsetinn m.a. Forseti, biskup og þingmenn ganga frá Dómkirkjunni yfir í Alþingishúsið við þingsetninguna í gær. - mynd: gva „Ótnílegt tom- læti“ nattúru- vemdarsiima „Ég held því fram að kísilgúr- vinnslan hafi ekki valdið neinu (jóni í Mývatnssveit. Þvert á móti hefur vinnslan að mörgu leyti haft góð áhrif á fuglalíf og vatnið sjálft. Mér finnst margir náttúruverndar- sinnar sýna ótrúlegt tómlæti gagn- vart Iífsafkomu og hamingju þess fólks sem býr í Mývatnssveit. Mér finnst málflutningur þeirra kaldur, oft hrottalegur og þess vegna ekki trúverðugur." Þetta segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, í helgarviðtali við Dag. Þar lætur hann gamminn geisa um stjómmál og skáldskap. Tinna Gunnlaugsdóttir ákvað að taka að sér forsetaembætti Banda- lags íslenskra listamanna þegar hin klassíska martröð miðaldra leikkvenna virtist vera að hellast yfir, hún væri að nálgast það skeið er hún væri hvorki nógu mikil skvísa né skass til að fá bitastæð hlutverk. Raunin varð önnur og Tinna átti tvær fmmsýningar með viku millibili. I viðtali við Dag ræð- ir hún um Iífið og listina. Það er ástríkt og traust vin- áttusambandið sem ríkir milli systkinanna Sævars og Lindu Péturs- barna þó að ýmislegt hafi gengið á þegar Linda gætti Sævars í æsku. Þau fræða lesendur helgarblaðs Dags um það allt saman. Hvers vegna er það svona ótrú- legt að ung kona kjósi að búa ein, sé ekki í sambandi og ekki á barmi örvæntingar vegna barnleysis? Þannig spyr Ragnheiður Eiríks- dóttir, kynlífssérfræðingur Dags, í grein sinni um einlífi. Og svo minnum við á allt hitt, svo sem bíórýnina, matargatið, líf og heilsu, sönn dómsmál, flugur, krossgátuna og margt margt fleira skemmtilegt og fróðlegt lesefni. Góða helgi! Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.