Dagur - 02.10.1999, Qupperneq 2

Dagur - 02.10.1999, Qupperneq 2
T 2-LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Th&pr FRETTIR Gemsinn fólM hjartfólginn Þótt ýmislegt dagi uppi í geymslum undir óskilamuni, þá gera GSM símar það ekki. enda sinna fundust í fyrra 2.000 símar sem aldrei voru sóttir og sú tala er komin í 4.000 á þessu ári. Smæðin bjargar hér Tryggvi segir skiljanlegt að símar kom- ist illa til skila í stórborg, þar sem fólk sé oft verið búið að skipta um lest og vagna á mörgum stöðvum þegar það uppgötvar að síminn er týndur. Fólk byiji t.d. gjarnan á að hringja í símann, ef hann skyldi vera opinn, til að reyna að finna út hvar hann er. En sé slökkt á símanum, eða það slökknar á honum vegna þess að batteríið sé búið, þá nái fólk ekki að hringja í hann og þar með geti oft verið nærri útilokað að vita hver á hvaða síma. Vegna smæðar okk- ar komist hér allir símar til skila enn sem komið er. Tryggvi segir aftur á móti fullt af regnhlífum, myndavélum, tjöldum, svefnpokum og dýnum, skóm, úlpum, peysum, húfum og nærbuxum - „bara nefndu það“. Um töluvert af þessu sé aldrei spurt og komist aldrei til skila. Fingralangir stunduin íyrri til Tapaðir símar safnast heldur ekki upp hjá lögreglunni á Akureyri. Þar var sagt ótrúlega lítið um fundna GSM-síma sem skilað væri til lögreglunnar, t.d. síðast fyrir rúmum mánuði. Aftur á móti væri töluvert um tilkynningar um tapaða síma. „Það kemur fyrir einn og einn," svar- aði Ragnar Jónsson hjá SVR, spurður um gleymda GSM-síma í vögnunum. En yfirleitt væru þeir allir sóttir fljótt og vel - þ.e. svo fremi að ekki hafi ein- hverjir aðrir farþegar tekið þá til hand- argagns áður en vagnstjórinn fengi skilaboð um að sími hafi gleymst í vagninum. En hjá SVR eru Iíka allar hillur fullar af hvers konar öðrum góð- um hlutum sem aldrei er gáð að. „Fólk spekúlerar ekkert í því - kaupir bara nýtt,“ sagði Ragnar. - HEI Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Baldvin Hannibalsson, sendilierra í Was- hington, var í hópi heiðursgesta við hátíðarsam- komu sem haldin var í Vilnius í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því Eystrasaltsþjóðimar hófu á ný baráttu sína fyrir sjálfstæði. Á samkomunni var einnig fjand vinur Jóns Baldvins, Uffe EUcm- ann Jensen, fyrrum utanríkisráð- herra Dana, sem í ævisögu sinni hélt því fram að Danir hefðuyer- ið fyrstir þjóða til að viðdrkqnha sj áJfstæ ði Eystrasaltsríkj anna. Jón Baldvin var sérslaklcga heiðraður á ráðstefnunni fyrir frumkvæði sitt að viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóð- anna meðan Uffe Maut enga slíka viðurkcnn- ingu. Kannski varð einmitt það til að Uffc sá ijósið því þegar hami var á ráöstefnunni spurður hvort íslendingar og Danir deildu enn um livor- ir hefðu veriö fyrri tU að viðurkenna sjálfstæðið svaraði hann að ekki væri lengur deilt um að ís- lendingar heföu verið fyrri tU... í heita potthium heyrðist af efasemdamönnum innan Samfylkingarinnar vegna vals á ræðu- mönnum fyrir flokkinn í útvarpsumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þá eiga Sighvatur Björgvinsson, Margrét Frímannsdóttir og Jó- hanna Sigurðardóttir að tala og munu þær radd- ir heyrast að þetta sé ekki ferskasta ásýndin sem hið „nýja afl SamfyUdngarinnar“ geti sýnt. Fjöl- margir nýir þingmcnn séu í þingflokknum sem hefðu getað gefið flokknum inun ferskari þokka. Það vakti atliygli í pottinum hversu seint fjár- lagafrumvarpið er lagt fram aö þessu sinni, og er fuUyrt að það stafi af því að aUt hafi verið á síð- ustu stundu við undirbúninginn. Venjulega hef- ur verið boðað tU kynningarfunda með frétta- mönnum daginn áður en frumvarpið er lagt fram tU að gefa þeim færi á að kynna sér það og geta spurt erfiðra spuniinga á liinum formlega blaðamannafundi daginn eftir... Skilyrði til eðlilegs lífs ekki fyrir hendi GSM-símar eru einu óskilahluiimir sem allir sækja og eius fljótt og mögulegt er, þótt jafinvel veski með skírteiuum og skilríkjum dagi uppi. „Það er alltaf nokkuð um það að fólk gleymi eða týni GSM-símum í rútun- um. En þeir eru alltaf sóttir. Eg held að enginn farsími hafi dagað uppi hjá okkur, en aftur á móti dagar hér uppi griðarlega mikið af öðru dofi,“ sagði Tryggvi Árnason hjá hópferðaaf- greiðslu Austurleiða, spurður hvort GSM-símar séu aigengir óskilamunir. Svo fólki eru kannski GSM-símarnir kærari en flestir aðrir fylgihlutir? „Það sýnist mér, því héma hrannast m.a.s. upp veski, með ökuskírteinum, banka- kortum og öðrum persónulegum hlut- um. Jafnvel þó maður hringi í fólk og láti það vita, þá er eins og þetta sé sjaldnast sótt. Mér finnst fólk ótrúlega kærulaust með það,“ segir Tryggvi. En GMS-símann sækir fólk oftast sam- dægurs eða að morgni, hafi það verið í næturferð. 13.000 týndir farsímar I London eru farsímar nú að taka við af regnhlífunum, sem ævinlega hefur ver- ið sá hlutur sem oftast gleymist í neð- anjarðarlestum og strætisvögnum borgarinnar, þar sem Lundúnabúar gleyma nú um 45 farsímum á dag, að því Viðskiptablaðið hefur eftir Fin- ancial Times. Áætlað er að tapaðir far- símar í lestum og vögnum muni fara yfir 13.000 á þessu ári - og þar með slá rækilega síðasta metár, þegar 11.000 regnhlífar gleymdust. Þykir þetta m.a. athyglisvert í Ijósi þess að mjög óvíða er hægt að nota farsíma í neðanjarðar- lestunum, sem ekki kemur þó í veg fyr- ir að fólk haldi á símunum í stað þess að geyma þá á öruggum stað. Þótt samgöngudeild Lundúna geri hvað hún getur til að koma símum til eig- FRÉTTA VIÐTALIÐ Gaiúar Sverris- son varafomtaður Oryrkjabanda- lagsins Ríkisendurskoðim segirað fótluðum skuli lögum sam- kvæmt sköpuð skilyrði til eðtilegs lífs. Þau skilyrði seg- ir Gaiðar ekki fyrir hendi meðan stjómvöld viðhaidi að- skilnaðarstefnu. - Hvemigfinnst þér tekið á málutn í út- tekt Ríkisendurskoðunar á lífeyristrygg- ingasviði almannatrygginga? „Almennt talað er ég ánægður með þessa skýrslu, finnst hún unnin af faglegum metnaði og ég vona að ráðamenn taki henni með jákvæðum og opnum huga. Þá getur skýslan reynst okkur gagnlegt innlegg í þá mikilvægu umræðu sem nú fer fram um málefni öryrkja, sem nauðsynlegt er að skili sér í raunhæfum endurbótum af hálfu hins opinbera. Hafa verður í huga, að þó þetta eigi að nafninu til að heita úttekt á einni tilteldnni stofnun er þarna í mikilvægum atriðum um að ræða gagnrýni á sjálft almannatrygginga- kerfið og þar af leiðandi þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því; Alþingi og ráðuneyti." - I skýrslunni kemur tn.a. fram að ör- yrkjum hefur fiölgað? „Það kemur líka fram skýring á þeirri fjölgun, ekki síst bein tengsl við minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli, þar til nú. Öryrkj- ar eru þó hlutfallslega færri á íslandi en í nágrannalöndunum. Bætur eru hins vegar lægri hér og jaðarsköttum líka þannig hátt- að að kerfið spornar mjög gegn því að ör- yrkjar reyni að bæta sér upp hinar lágu bæt- ur með launaðri vinnu og aðlagist þannig atvinnulífinu eins og frekast kostur er. Um fjölskyldulíf öryrkja þarf ekki að fjöl- yrða, því allir vita hvað harkalega öryrkjum er refsað fyrir að taka upp sambúð eða ganga í hjónaband eins og sjálfsagt þykir hjá öðrum. í þessu Ijósi er einkar eftirtektarvert að ríkisendurskoðandi skuli sjá sérstaka ástæðu til að vitna til laga sem kveða á um að fötluðum skuli ekki aðeins tryggt jafn- rétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóð- félagshópa, heldur skuli einnig skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Slík skilyrði eru þva miður ekki fyrir hendi á meðan ís- Iensk stjórnvöld viðhalda óbreyttri aðskiln- aðarstefnu gagnvart fötluðum." - Hefur kaupmáttur bóta samt ekki hækkað síðustu árin? „Þegar talað er um þá raunhækkun bóta eða kaupmáttaraukningu frá 1994-98 sem skýrslan sýnir, verður að hafa í huga að þarna eru bornar saman bætur á einu versta ári efnahagskreppunnar, þegar kaupmáttur hafði hrapað verulega, og á mestu upp- gangsárum síðari tíma. Góðærið hefur skil- að öryrkjum mun minni kaupmáttarauka en öðrum, vegna þess að stjórnvöld tóku þá pólitísku ákvörðun að kjör öryrkja skyldu ekki fylgja almennri Iaunaþróun í Iandinu. Við viljum að örorkubætur fylgi Iaunavísi- tölu í stað vísitölu neysluverðs." - Ríkisendurskoðun gagnrýnir tn.a. að tekjuáætlanir séu oft ónákvæmar sem geti valdið jafnvel hundruð þúsunda króna of- greiðslum til lífeyrisþega? „Þessar ofgreiðslur eru eitt það alversta sem öryrkjar geta orðið fyrir, enda í fæstum tilvikum þeim sjálfum að kenna. Hafa verð- ur í huga, að gangverk tryggingakerfisins, með öllum þeim skerðingaraðferðum sem þar er beitt, er afar flólkið - raunar svo flók- ið að sjálf Tryggingastofnun á fullt í fangi með að skýra það fyrir fólki, eins og glöggt kemur fram í skýrslunni. Og þeir öryrkjar sem verða fyrir ofgreiðslum þurfa oft í fram- haldinu að búa við verulega skertar bætur árum saman, sem vitaskuld er gríðarlegur skellur." - HEl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.