Dagur - 02.10.1999, Side 6

Dagur - 02.10.1999, Side 6
6 - LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Xfc^MT ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 Gunnar Gunnarsson 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Hvar er næsta Hrísey? í íyrsta lagi Hríseyingar eru reiðir og vonsviknir. Kaupfélagið þeirra, sem haldið hefur uppi atvinnulífinu um langt árabil, hefur lokað ný- legri pökkunarstöð sem veitt hefur tugum manna atvinnu. Sér- ffæðingar draga upp dökka mynd af framtíð þessa myndarlega sjávarpláss sem er heimili á þriðja hundrað karla, kvenna og barna. Nánast er spáð hruni samfélagsins þegar fyrirtæki kaupfé- lagsins hættir rekstri, nema önnur sambærileg framleiðsla komi í staðinn - en á þessu stigi er það algjörlega óráðið. Því er eðlilegt að Hríseyingar séu sárir og reiðir og kvíði óvissri framtíð. í öðru lagi Atburðirnir í Hrísey eru engin tilviljun. Þeir eru bein afleiðing óheftrar markaðsstefnu sem nú ræður ríkjum. Kjarni hennar er að hefja fjármagnið í öndvegi, ekki fólkið. Fyrirtækin eiga að hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist ef Qármálaspekingar þeirra komast að þeirri niðurstöðu að það sé hagkvæmt. Krafan er um hagnað af allri starfsemi, og að ríkið komi hvergi nærri. Það sem ekki ber sig samkvæmt reikniformúlum markaðarins skal skorið burt. Forráðamenn kaupfélagsins eru sannfærðir um að pökkunarstöðin í Hrísey geti ekki staðið undir sér, en frekar sé von til þess að hún geri það á Dalvík. Þetta segir reiknistokkur- inn og hann ræður. í þriðja lagi En Hrísey er bara nýjasta dæmið um hvernig fer þegar Qármagn- ið og markaðurinn verða allsráðandi. Þegar hinni félagslegu sýn er hafnað sem „sértækum aðgerðum" svo notað sé eitt þeirra bannorða sem stjórnmálamenn hafa búið til í því skyni að rétt- læta aðgerðaleysi. Hrísey verður heldur ekki síðasta sjávarþorpið sem lenda mun í samskonar hremmingum. Það verður mörg Hríseyin áður en yfir lýkur, enda streymir fólkið utan af lands- byggðinni. Ein fjögurra manna íjölskylda á dag flyst suður eða sem samsvarar myndarlegu sjávarplássi á hverju einasta ári. Og svo mun áfram verða svo lengi sem fjármagnið skiptir meira máli en fólkið og „sértækar aðgerðir" eru bannorð. Eltas Smeland Jónsson. ÁrþúsimdamótmæU Það líður varla sá dagur að ekki megi Iesa greinar í lærð- um ritum á borð við Dag og Mogga um fyrirbærið alda- ellegar árþúsundamót. Hvur- skyns talnaspekingar, reikni- og reikimeistarar, að viðbætt- um nýaldarsinnum, skáldum, stærðfræðingum, vísinda- mönnum, ritfærum bændum og öðrum kverúlöntum af ýmsu tagi, láta ljós sitt skína og sannfæra mann um það með gild- um rökum að ár- þúsundamót séu ómótmælanlega milli áranna 1999 og 2000, nema náttúrlega að þau beri upp á áramót- in 2000 og 2001. Til þess að sanna kenningar sínar vitna spekingarnir gjaman í biblíuna, það máli hvort mannkynssögu- persónan Jesús Kristur var fæddur árið mínus eitt, núll, eða plús eitt eða tvö. Um þetta ber óáreiðanlegum heimildum ekki saman, ekki einu sinni dagatölum og dagbókum frá þessum tíma. Og kemur svo sem ekki á óvart að fæðingarár pilts sé eitthvað á reiki, því hið sama ku víst eiga við um fað- ernið. apókrýfu ritin og önnur trúar- rit, en einnig f spádómsbækur, talnaspekirit, lógarytmatöflur, dagatöl, margföldunartöfluna og gott ef ekki í barnablöðin Vorið ogÆskuna. Garri er þeirrar skoðunar að niðurstaða þessa máls, eins og í öllum kjarasamningum og Iaunamisréttisútreikningum, fari alfarið eftir því hvaða reikniregla er notuð. Hlaiulvissir I ljósi þessa er Garri á því að allir spekingarnir sem svo mjög hafa hnakkrifist um tímasetningu ár- þúsundamóta og eru allir jafn hland- vissir í sinni sök, hafi í raun rétt fyrir sér, hver fyrir sinn hatt. Þeir notast mismunandi reikni- Niðurtalningastefnan Þannig þarf að huga að því hvort útgangspunktur niður- talningar til áramótaskipta sé árið núll, eitt eða mínus eitt. Og þá er auðvitað nauðsynlegt að rannsaka gaumgæfilega hvort árið núll sé yfirhöfuð til, því aðkoma þess að málinu eða fjarvera hefur að sjálf- sögðu mikil áhrif á lokaniður- stöðuna. Einnig og ekki síður skiptir bara við reglur og komast því að mis- vísandi niðurstöðum. Það geta sem sé allir ákveð- ið það út frá eigin forsendum og hyggjuviti hvenær Jesús umræddur Kristur var fæddur. Þeir sem álíta að Kristur hafi fæðst árið tvö fyrir Krist, hafa örugglega rétt fyrir sér, þar til annað sannast. Og sömuleiðis þeir sem fullyrða að hann hafi fæðst árið núll milli Krists eða árið eitt eftir Krist. Sjálfur er Garri þeirrar skoð- unar að Jesús Kristur hafi fæðst árið 1967 að staðartíma, þannig að árþúsundamót beri í raun og veru upp á áramótin 2067-2068 eða þar um bil. Og Garri mun hafa það þar til annað sannast. — GARRI W ^BÉj ODDUR ÓLAFSSON skrifar ITjáls iiiisinuinni Tilgangsleysi launþegahreyfinga, sem eru að basla á svokölluðum frjálsum vinnumarkaði, hefur ekki verið betur lýst en í svari framkvæmdastjóra Alþýðusam- bandsins við einfaldri spurningu, sem Dagur lagði fyrir hann. Spurt var hvers vegna launamun- ur kynjanna væri jafnmikill og raun ber vitni. Svar Ara Skúla- sonar: „Það er vegna þess að mjög stór hluti launamyndunar- innar fer fram í beinum sam- skiptum einstaklinga og atvinnu- rekenda, og þar er konum mis- munað.“ Spyrja má: Hvers vegna eru launþegafélögin að gera samn- inga ef kaupið er svo ákveðið með einhverjum allt öðrum hætti, og hvað er fólk yfirleitt að gera í slíkum félögum og hver er tilgangur þeirra? Launþegaforystan þykist einatt vera að berjast yfir hagsmunum umbjóðenda sinna en að framan- sögðu er bágt að sjá hverjir þeir eru. Ef kaupið er orðið einkamál einstaklinga og grófleg mismun- un á sér stað innan starfsstétta eru kjarasamningar marklaus plögg, nema fyrir það að atvinnu- rekendur piata viðsemjendur sína til að fallast á einhver lág- marks lúsarlaun. Hagsmunir hverra? Þeir sem einkum hagnast á þessu fyrir- komulagi eru opin- berir starfsmenn, sem velja sér viðmiðunar- kaup eftir hentugleik- um, svipað og kjara- nefndir og Kjaradóm- ur viðhafa til að hygla sfnum. Launþegaleiðtogar eru fullir upp með að þeir séu að gæta alls konar hagsmuna og réttinda um- bjóðenda sinna. Lengi horfðu þeir máttvana á Iífeyrissjóði brenna upp í verðbólgu og standa þeir miklum mun verr að vígi en galtómir sjóðir kjara- aðals þeirra opinberu, þegar kemur að lífeyr- isgreiðslum. Atvinnuöryggi al- mennu launþeganna er mjög takmarkað og réttindin eru yfirleitt eins og kaupin gerast á eyrinni. Ari Skúlason. Launafólk greiðir fúlgur í félög sín og umbúðamiklir tilburðir eru hafðir til að réttlæta alla þá yfirbyggingu. Nú mun verkafólk í Reykjavík hefja byggingu hallar upp á hálfan milljarð. Gröfurnar eru komnar ofan í grunninn. Barátturaup Vissulega hefur margt og mikið áunnist í þeim kjara- barningi sem launafólk hefur átt í alla þá öld sem nú er að líða. En ekkert framyfir það sem gerist f okkar nágrannalöndum, nema síður sé. Launafólk í viðmiðunar- ríkjunum hefur undantekninga- lítið hærra kaup og hagstæðari kjör, en boðið er upp á í því for- ríka lýðveldi Islandi. Það þarf að leita til fátækustu héraðanna við Miðjarðarhafið til að leita rétts samanburðar. Launþegaforysta hefur því lítið að stæra sig af, þótt þar séu menn að gera sig breiða og raupa af baráttu og sigrum, sem aldrei voru annað en að fylgja tímans straumi, en drolla samt á eftir þeim þjóðum sem fyrir löngu síð- an hafa komið sér upp alvöruvel- megun. Þar sem lítilþæg Jaunþega- hreyfing er búin að missa samn- ingsréttinn úr höndum sér og á sér ekki önnur markmið en að reka ferðaskrifstofu og byggja hallir og sumarbústaði, ætti að setja hana á almennan markað og bjóða starfsemina út. Einstak- ir launþegar verða hvort sem er að semja prívat og persónulega við sinn atvinnurekanda. -ÓTaví.f'im -Ji; ileriip 6e rniK ftc trttaMTv'/ ibÖb Uia jIíb n j/ óari SPUlíl* svairauð Hvemigfinnst þér Giinter Grass hominn að því aðfá bókmennta- veriHaun Nóbels? „Eg er ekki nægi- lega vel lesinn í þýskum bók- menntum til að kveða upp dóma um þessi þrjú þýsku Nóbels- skáld sem komið hafa fram, nú síðast Grass. Þau eru samdauna öld sem ég er ekkert sérstaklega hrifinn af og ég vona að næsta öld norðan Alpafjalla verði til muna betri en sú sem nú er að enda. Það sem ég hef fyrst og fremst lesið eru verk skálda og rithöf- unda úr hinum enskumælandi heimi. En það litla sem ég hef les- ið eftir þessi þrjú þýsku stórskáld hef ég ekki kunnað að meta. En það segir að sjálfsögðu meira um mig en þá. Ekki getur sænska aka- demían haft rangt fyrir sér.“ Guðrún Eva Mínervudóttir „Gtinter Grass er vel að bók- menntaverðlaun- um Nóbels kom- inn og ég hlakka til þess að sjá fleiri íslenskar þýðingar á verkum hans. Á síðasta ári kom út bókin Blikktromman, sem er frábær og svo skilst mér Iíka að gerð hafi vefið mynd eftir henni sem er núna efst á mfnum lista yfir myndir sem ég þarf að sjá hið allra fýrsta.“ Ástráóur Eysteinsson prófessor í bókmeimtajheði. „Mér finnst hann ákaflega vel að verðlaununum kominn og hef í mörg ár verið þeirrar skoðunar að hann eigi þau skilið. Þetta segi ég vegna þess að Grass hefur tekist vel að vinna úr nýsköpunarhræringum á öldinni og sameinað þær frásagnararfin- um. Bókin Blikktromman, en fyrsta bindi hennar á íslensku kom út í fyrra, er stórvirki og bók- in Der Butt, sem á íslensku myndin útleggjast Fliðran, er það sömuleiðis." PéturMár Ólafsson útgáfnstjóriVökti-Helgafells. „Gúnter Grass er mjög vel að verð- laununum kom- inn. Grass er einn af mestu rit- höfundum sam- tfmans, hann hefur markað djúp spor í bók- menntasögu 20. aldar og hefur endurnýjað skáldsöguna með verkum sínum og um leið skrifað verk sem koma fólki við. Blikk- tromman er hans helsta verk, en það erum við hjá Vöku-Helgafelli nú að gefa út í þremur hlutum. Sagan var tímamótaverk og hrein- asta snilld, þar sem hann er að gera upp sársaukafullan tíma í sögu Þýskalands, Nasimatímann, og um leið er hann að höfða til samvisku Þjóðvetja.“ i i ltob i »« sJkt ntvi r 'jn • rithöfimdur. GunnarDal rithöfundur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.