Dagur - 02.10.1999, Síða 7

Dagur - 02.10.1999, Síða 7
X^MT- LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL „Því hvernig er hægt að láta hæfileika allra njóta sín nema í þjóðfélagi sem kemur jafnt fram við okkur öll, þar sem lokaðar dyr uppskafnings og fordóma, vanþekkingar og fátæktar, ótta og ranglætis hindra okkur ekki lengur í að ná fullum þroska? Ekki sömu tekjur. Ekki sama lífs- stíl eða smekk eða menningu. Heldur raunverulegt jafnræði: Jafngildi allra, jöfn tækifæri til að njóta sín, jafn aðgangur að þekkingu og tækifærum. Sami réttur. Sama ábyrgð. Stéttabar- áttunni er Iokið. En baráttan fyrir sönnu jafn- ræði er rétt að byrja. Eg segi við barnið, sem kemur svangt í skólann en þyrstir í þekkingu: Eg veit um hæfileik- ana sem þú ert fætt með, og gremjuna sem þú finnur til vegna þess að þeir eru lokaðir inni. Við munum leysa getu þína úr læðingi. Þeim konum, sem er frjálst að vinna, en vita varla hvernig þær eiga að komast í gegnum daginn vegna þess að þær eru líka mæð- ur, sem sinna og hjálpa, segi ég: Við munum veita ykkur stuðning til að leysa getu ykkar úr læðingi. Við 45 ára gamla manninn, sem kom til mín í viðtalstíma fyr- ir nokkrum mánuðum, hræddur um að hann myndi aldrei fá at- vinnu aftur, segi ég: Þú varðst ekki gagnslaus þegar þú varðst 45 ára. Þú átt skilið að fá tæki- færi til að byija upp á nýtt og við munum leysa getu þína úr læð- ingi.“ Þannig hljóðar lítið brot úr ræðu Tony Blairs, sem flutt var í byrjun vikunnar á þingi breska Verkamannaflokksins, ræðu sem vakið hefur mikla athygli vítt og breitt um heiminn og kaflar voru m.a. birtir úr hér í blaðinu í gær. Stormsveipur Hvað svo sem annars má segja um efnisatriðin í málatilbúnaði Blairs, er því ekki að neita að hann kemur eins og ferskur stormsveipur inn í hina pólitísku umræðu, ekki síst gagnvart okk- ur hér á Islandi sem erum að koðna niður í hinni takmörkuðu umræðu sem á sér stað í land- inu. Islensk stjórnmál eru hin síðari misseri miklu frekar farin að lúta lögmálum hlutabréfa- markaða en hugmyndafræði og verðbréfamiðlarar eiga margfalt auðveldara með að ná eyrum stjórnmálamanna en gamaldags pólitískir eldhugar sem vilja að stjórnmálin snúist um hugsjónir og framtíðarsýn. Verðbréfavakn- ingin í íslenskri þjóðmálaum- ræðu er mikil og ef ekki hefði komið fram almenn umhverfis- vakning í landinu þá væri hún al- ger. Því verða þær hjáróma radd- irnar, sem enn Iáta sér detta í Tony Blair er umdeildur foringi, en hvað sem um hann og stjórnmál hans má annars segja þá leggur hann áherslu á hugsjónir og framtíðarsýn. íslensk stjórnmál mættu gjarnan taka meira mið afslíku. hug að þusa um jafnrétti og fé- lagslegt réttlæti. Framtíð og fortíð Það er því hressandi að heyra að einn helsti leiðtogi nútímalegrar jafnaðarstefnu, maður „þriðju leiðarinnar", flytur slíka vakning- arræðu um réttlæti, jafnrétti og bræðralag sem Tony Blair gerði. En þótt hugsjónir og hugmynda- fræðin séu sögð vísa til framtíð- arinnar þá eru þær engu að síður kunnuglegar og minna í raun á eldheita baráttumenn fyrir fé- lagslegu jafnrétti hér fyrr á öld- inni. Það er ekki frá því að gamli ungmennafélagsandinn svífi yfir vötnunum hjá Blair. Kannsld á hann meira sameiginlegt með þeim Jónasi frá Hriflu og Héðni Valdimarssyni, sem aldrei höfðu heyrt talað um þriðju leiðina, en þeim forustumönnum Fram- sóknar og samfylkingar sem í dag segjast líta þriðju leiðina hýru auga. Hlutverk ríMsvaldsins En hvort heldur sem menn trúa því eða ekki að Tony Blair muni leysa úr læðingi getu barnsins sem þyrstir í þekkingu, kvenn- anna sem hafa áhyggjur af börn- um sínum, eða hálf fimmtuga at- vinnulausa karlmannsins, þá er það í sjálfu sér athyglisvert að hann sem forsætisráðherra telur það vera eitt sitt aðal verkefni að greiða úr vanda þessa fólks. Hann telur það m.ö.o. vera eitt mikilvægasta verkefni ríkisvalds- ins að grípa með virkum og af- gerandi hætti inn í samféíags- þróunina til að tryggja þegnun- um jöfn tækifæri. Þarna kemur fram trú hans á því að ríkisvald- ið (með lagasetningu) hafi mikil- vægu hlutverki að gegna við stýr- ingu markaðssamfélagsins, hlut- verk sem Anthony Giddens sem hér var fyrr í sumar og er stund- um kallaður hugmyndafræðing- ur Blairs, hefur einnig undir- strikað. Áliersluiiiuiiur Hér á íslandi hafa menn oft sagt svipaða hluti og eflaust eru þeir fáir sem myndu mótmæla því að ríkisvaldið hefði skyldur af þessu tagi, sem það væri sífellt að leit- ast við að uppfylla. Þó er tals- verður áherslumunur milli þess, sem kemur fram hjá Blair og því sem við eigum að venjast í um- ræðunni hér heima. Hér hefur hin bókstafstrúaða verðbréfa- væðing stjórnmálanna leitt til þess að óorð er komið á öll ríkis- afskipti, og þeir eru fáir sem þora orðið að tala fyrir virkum inn- gripum ríkisvaldsins í þjóðfélags- þróunina. Viðkvæðið er jafnan að hlutverk ríkisvaldsins sé að skapa almenn skilyrði fyrir þegn- ana að athafna sig og til að at- vinnurekstur þeirra geti blómstr- að. Ríkið eigi ekki að skipta sér af einstökum málum. Ákveðin hætta Þetta er vissulega rétt og full ástæða til að taka kröftuglega undir það. Hins vegar felst líka í þessu sjónarmiði sú hætta að ríkisvaldið dragi lappirnar al- mennt, og beiti sér ekki af krafti þegar það gæti einmitt verið sniðugt að beita sér, af ótta við að blanda sér í einstök og af- mörkuð mál. Menn ætli að fara svo varlega að þeir lendi í hálf- káki og missi af tækifærum til að verða skapandi í ríkisafskiptum sínum og jafnvel leysa úr læðingi getu fólks og skapa því tækifæri sem það ekki hafði áður. Það eru einmitt tækifæri af þessu tagi sem vakningaræða Blairs gekk út á - þetta er sú pólitík sem hann er að setja á dagskrá þjóðmála- umræðunnar í Bretlandi. Hann er að tala um að beita ríkisvald- inu og löggjafan'aldinu í ríkari mæli en verið hefur í ýmsum málum, án þess að slíkt geti flokkast undir inngrip í einstök tilfelli eða meiriháttar truflun á markaðsbúskapnum. Kannski tekst Blair ekíd að leysa þessi nýju tækifæri úr læðingi - póli- tískir andstæðingar hans hafa svo sannarlega ekld mikla trú á því. En engu að síður er umræð- an áhugaverð. Leyst lír læðingi Umræðan er eflaust áhugaverð fyrir þá sem þátt taka í henni, en ekki síður fyrir okkur hin sem fylgjumst með úr fjarlægð og veltum fyrir okkur hvort þarna sé eitthvað nýtilegt fyrir okkar eigin pólitík. Hlutabréfapólitíkin er sannast sagna full einsleit til að geta gengið mikið lengur. Því væri það kannski ekki slakt dags- verk hjá breska forstæðisráðherr- anum ef bergmálið af hug- myndafræði hans næði að leysa úr Iæðingi einhveija raunveru- lega pólitík á Islandi á ný. Næði að blása í þær hugsjónaglæður sem vissulega eru hér fyrir hendi og senda víxlarana aftur inn í kauphallirnar þar sem þeir gera Iíka mest gagn. Hugsjónir og framtíðarsýn sem einkenna svo mjög málflutning Tony Blairs er eitthvað sem gjarnan mætti vera meira af í íslenskum stjórnmál- um. Þá gætu stjórnmálamenn farið að deila um félagslegt rétt- Iæti, jöfnuð, menntun og menn- ingu samhliða efnahagsumræð- unni. Og hver veit nema menn gripu þá til einhverra ráðstafana til að sporna við hinni gríðar- legu eignasamþjöppun sem er að eiga sér stað annars vegar, og hins vegar við þeirri fátæktar- gildru sem óbærilega stór minni- hluti landsmanna stendur frammi fyrir. BIRGIR GUÐMUNDS- SON Að leysa pól itík úrlæðingiáný

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.