Dagur - 02.10.1999, Síða 8

Dagur - 02.10.1999, Síða 8
8- LAVGARDAGVR 2. OKTÓBER 1999 FRÉTTASKÝRING í fjárlagafrumvarpi ársins 2000 er boðað inikid aðhald í því skyni að draga úr þenslu, enda er tölu- verðra breytinga að vænta með aðeins 2,5% aukningu í hag- vexti og eihkaneyslu og aðeins 1,3% kaup- máttaraukningu. „Ríkisstjóminni er mikil alvara með þessu frumvarpi - það er mikið efnahagslegt útspil," sagði fjármálaráðherra, Geir Haarde, á fundi fréttamanna í gær, þar sem hann kynnti áform um 15 millj- arða rekstrarafgang á ríkissjóði árið 2000, tvöfalt meira en við blasir á þessu ári. Ráðherra sagði þetta meiri rekstrarafgang en þekkst hafi hér á landi, a.m.k. um mjög langt árabil. Fjárlagafrumvarpið árið 2000 sagði Geir boða mikið aðhald, í samræmi við þá stefnu ríkis- stjórnarinnar að draga úr þenslu í efnahagslífinu og tryggja stöðug- leika. Með þessu Ieggi ríkisstjórn- in sitt af mörkum til að minnka heildareftirspurn í þjóðarbú- skapnum og slá þannig á þenslu- einkenni sem gert hafi vart við sig. Eina Ieiðin til meira aðhalds væri að hækka skatta - en það væri ekki lagt til í þessu frum- varpi. Þar koma hins vegar fram áform um lækkun bamaþóta enn eitt árið, en 330 milljónum minna er ætlað til þeirra en í síð- ustu íjárlögum. 20S miUjarða tekjur Gert er ráð fyrir minni hagvexti á næsta ári, eða 2,5%, og svipuðum vexti samneyslu og einkaneyslu. Aætlaðar tekjur rfkissjóðs eru 205 milljarðar, sem er 20 millj- arða hækkun frá síðustu fjárlög- um en 10 milljörðum meira en nýjustu áætlanir gera ráð fyrir á yfirstandandi ári. Af þeim á fjórð- ungurinn að skila sér í 2,5 millj- arða hækkun tekjuskatta einstak- linga, 1 milljarður með hækkun tryggingagjalda og 5 milljarðar í auknum veltusköttum og það sem á vantar með öðrum sköttum á tekjur og hagnað. Sem hlutfall af VLF er áætlað að tekjur ríkis- sjóðs lækki niður í 29,8% úr 30,3% á þessu ári. ... en 190 milljarða gjðld Heildargjöld eru áætluð 190 milljarðar, sem er um 18 millj- arða hækkun frá síðustu fjárlög- um en tæplega 3ja milljarða hækkun frá áætlaðri útkomu þessa árs, en samt 1,5% Iækkun að raungildi, að sögn fjármálaráð- herra. Sem hlutfall af VLF þýðir þetta Iækkun úr 29,2% á þessu ári í 27,7% aldamótaárið. Gjaldfærðar lífeyrisskuldbind- ingar eiga að Iækka í 6,6 milljarða árið 2000, eða í innan við þriðj- ung þess sem þær voru 1998. Frestun framkvæmda er áformuð ríflega 2 milljarðar á næsta ári, einkum í húsbyggingum og vega- gerð. Þannig er miðað við að fjár- festingar ríkissjóðs dragist saman um 14% frá árinu í ár, en um 8% hjá þvf opinbera í heild. Meiri velferd og menntir Hins vegar stendur til að auka framlög til mennta- og velferðar- mála. Efla á rekstur háskóla og framhaldsskóla, fjölga bráðaúr- ræðum fyrir börn og unglinga með geðræn vandamál og hegð- unarvandamál og/eða vímuefna- vanda. Framlög til sambýla fatl- aðra í Reykjavík og á Reykjanesi eru einnig aukin í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda. Enn- fremur á að veija auknu fjár- magni til að styrkja núverandi rekstur sjúkrastofnana og sömu- leiðis til að fjölga hjúkrunarrým- um fyrir aldraða. Utgjöld til heil- brigðismála, almannatrygginga og velferðarmála eru áætluð 86,4 milljarðar króna (um 1.250.000 krónur á hveija 4ra manna fjöl- skyldu). Þetta er 6 milljarða hækkun frá fjárlögum þessa árs en 2,6 milljarða hækkun frá raunverulegri útgjaldaáætlun árs- ins. Fræðslu- og menningarmál- unum er áætlaður rúmlega 1,1 milljarður til viðbótar áætluðum útgjöldum í ár. Þá er áætlað að al- menn opinber þjónusta kosti 10,6 milljarða í ár, sem er ríflega 1 milljarði meira en henni var ætlað í fjárlögum þessa árs. Landbúnaðar- og sjávarútvegs- málum er aftur á móti ætlað að komast af með 270 milljónum minna en á þessu ári. Þriðjungur fjárlaganna í laun Launaútgjöld A-hluta og stofnana ríkisins eru áætluð 56 milljarðar á næsta ári auk 6,6 milljarða í líf- eyrisskuldbindingar - eða rétt tæpur þriðjungurinn af áætluð- um heildarútgjöldum ríkissjóðs. Almennar launaforsendur fjár- laga byggja á 3% launahækkun- um í ársbyrjun 2000 auk 460 milljóna til að mæta ófyrirséðum Iaunakostnaði á árinu. Lánsfjáijöfnuður er áætlaður nær 24 milljarðar sem varið verð- ur til áframhaldandi niður- greiðslu skulda. Munurinn á bók- færðri afkomu á rekstri og láns- fjárjöfnuði er sá, að fyrri mæli- kvarðinn sýnir rekstrarkostnað að meðtöldum áföllnum skuldbind- ingum, sem ekki þarf þó að greiða fyrr en síðar, þannig að pening- arnir eru lausir til annarrar ráð- stöfunar á meðan (eins konar lán úr eigin sjóði). Af 190 milljarða gjaldfærðum útgjöldum í fjárlaga- frumvarpi er þannig aðeins ætlað að 177 milljarðar verði greiddir á árinu. Mismunurinn felst í nærri 6 milljarða áföllnum en ógreidd- um lífeyrisskuldbindingum, 3,5 milljarða innheimtra og áfallinna vaxta og 4 milljarða afskrifuðum skattkröfum. Mikil skuldalækkun Gangi áform eftir eiga skuldir rík- issjóðs að lækka í rúmlega 30% af landsframleiðslu (VLF) árið 2000, eða álíka hlutfall og þær voru árið 1990. En hæst komst þetta hlutfall í rúmlega 50% af VFL árið 1995. Aætlaðar lántök- ur eru aðeins 5 milljarðar á þessu ári en afborganir lána um 27 milljarðar. Vaxtagjöld ríkissjóðs eru áætluð 14 milljarðar á næsta ári sem er 2 milljarða lækkun frá 1998. I frumvarpinu er gert ráð fyrir 4 milljarða hagnaði af sölu eigna á næsta ári, þó ekki sé ennþá vitað hvaða eigna - en fjármálaráðherra Iofar upp á æru og trú að þær verði eingöngu notaðar til að greiða niður skuldir. Lækkun eignaskatta næsta skref „Mikilvægt er að samhæfa stefn- una í skattamálum almennri efnahagsstefnu. Jafnframt hlýtur stefnan í skattamálum í vaxandi mæli að taka mið af þeim breyt- ingum sem orðið hafa á alþjóða- vettvangi þar sem frelsi í viðskipt- um á öllum sviðum hefur leyst af hólmi höft, boð og bönn,“ segir f frumvarpinu. Rrýnt sé að halda áfram að draga úr neikvæðum jaðaráhrifum í skattkerfinu. Skattlagning Ijármagnstekna hafi verið mikilvægt skref og næstu skref lúti að lækkun og samræm- ingu eignaskatta. Loks þurfi að taka til skoðunar samspil bóta- kerfis almannatrygginga, greiðslna úr lífeyrissjóðum og skattkerfis og sparnaðar í efna- hagslífinu. Brýnt sé að Ieita leiða til þess að koma í veg fyrir að fjölgun aldraðra á næstu árum leiði til aukinnar skattbyrði. Bruðlið burt á nýrri öld Af stórminnkuðum hagvexti og öðrum breytingum sem búist er við samkvæmt frumvarpinu má ráða að þjóðinni er ætlað að draga rækilega úr „góðæris- bruðlinu“ í upphafi nýrrar aldar. Reiknað er með 3,5% verðlags- hækkunum en 4,8% hækkun ráð- stöfunartekna. Það þýðir aðeins 1,3% kaupmáttaraukningu, sem sýnist þunnur þrettándi eftir 5% kaupmáttaraukningu ráðstöfun- artekna á ári að undanförnu. Enda er aðeins gert ráð fyrir 2,5% aukinni einkaneyslu, borið saman við 6% áætlaða aukningu í ár og 11% á því síðasta. Aukning einkaneyslu umfram kauphækkanir hefur í stórum stíl verið fjármögnuð með lántökum. Fyrstu átta mánuði ársins jukust Iántökur heimilanna um 15% frá sama tímabili árið áður og þykir mál til komið að hægja á þeirri aukningu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.