Dagur - 28.10.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGU R 28. OKTÓBER 1999
Friðrik og Þórir við líkan af Vesturbúðinni sem var rifin 1950 en þá félaga dreymir um að byggja upp aftur.
Endurreisnarfélag
Eyrarbakka er í burð-
arliðnum. Það hyggst
viima að hagsmunum
þorpsins í smáu og
stóru og gera fortíð-
iuni sérlega hátt uud-
irhöfði.
Forsprakkar að stofnun félagsins
eru tveir ungir menn, Erlingssyn-
ir báðir en óskyldir þó. Nema
náttúrlega andlega. Þeir eru Þór-
ir Erlingsson veitingamaður á
Kaffi Lefolf og Friðrik Erlingsson
rithöfundur. Þórir svaraði
nokkrum spurningum blaða-
manns:
- Nafnið dfélaginu hljómar eins
og staðurinn sé að lognast út af og
þurfi að reisa hann við. Er sií
reyndin?
„Nei, alls ekki. Við þurfum
bara meiri Israft til að gera enn
betur og ætlum að búa til nýtt
afl.“
- I hvað sækið þið kraftinn og
fyrir hverju d að herjast?
„Við teljum framtíðina byggjast
að miklu leyti á fortíðinni og
segjum sem svo: Við eigum alla
þessa sögu, allar þessar gömlu
byggingar og hefðir. Það er þetta
sem við viljum upphefja og einn-
ig halda í það sem við höfum.
Það eru bara örfáir dagar síðan
Landsbankinn ætlaði að loka úti-
búinu hérna. Þeir eru hættir við
það af því að ein eldri kona hér í
þorpinu fékk heimafólk sitt með
sér í að labba í hús hér og safna
undirskriftum, til að stöðva þá
aðgerð.'1
- Var þuð kveikjan að þessari fé-
lagsstofnun?
„Nei, hún er búin að vera lengi
í undirbúningi. Landsbankamál-
ið hafði þar ekki bein áhrif.“
Miða við síðustu aldamót
- Hefur staða Eyrarbakka versnað
eftir sameiningu sveitarfélag-
anna?
„Málið snýst ekki um það.
Staðan hefur versnað síðan um
síðustu aldamót. Þetta er svona
eins og hverfasamtök eru í borg-
inni. Við viljum öflugt samstarf
við sveitarstjórnina. Ég get tekið
sem dæmi að þegar Landsbanka-
málið kom upp vissu fjölmiðlar
ekki hvert þeir ættu að leita til að
frétta af málinu. Þeir vissu ekki
hver væri í forsvari fyrir plássið.
Fólk er að gera þetta út um allt
land að stofna svona íbúasamtök.
Við ætlum kannski að gera að-
eins meira en vera venjuleg íbúa-
samtök."
- Er húið að móta stefnu félags-
ins?
„Að nokkru leyti. Innan þess
verða starfandi fimm ráð: íbúa-
ráð, umhverfisráð, húsfriðunar-
og minjaráð, handverks- og lista-
ráð og ferðaþjónusturáð. Allir fé-
lagsmenn verða starfandi í ein-
hverju af þessum ráðum og velja
sér ráð eftir áhugasviði. Einn úr
hverju ráði situr síðan í stjórn-
inni sem tekur endanlegar
ákvarðanir og er tengiliður við
sveitarstjórnina á Selfossi."
- Eitthvert sérstakt mdl sem sett
verður d oddinn?
„Hér sárvantar tjaldstæði og
gistingu og það verða þau mál
sem sett verða á oddinn. Menn
hlógu þegar ég opnaði Kaffi
Lefólí á Eyrarbakka fýrir fimm
árum. En það hefur sýnt sig að
hér er bullandi traffík þannig að
það verður að halda áfram.
Svo er það sagan. Eyrarbakki
var stór staður um síðustu alda-
mót með yfir eitt þúsund fbúa,
lang stærsti staðurinn á Suður-
landi. Hvorki Hveragerði, Selfoss
né Þorlákshöfn voru til sem bæj-
arfélög. Við vitum að fólk leitar
mikið í fortíðina og að ógrynni af
fólki á ættir að rekja hingað.
Að færa gamla miðbæjarkjarn-
ann í þann stíl sem var um síð-
ustu aldamót er eitt af baráttu-
málunum. Okkur finnst þetta
spennandi verkefni og möguleik-
arnir sem fylgja því óhemju mikl-
ir. Þarna er Húsið og sjóminja-
safnið. Svo er þar stórt hús sem
við viljum fá sem náttúrugripa-
safn og byggðasafn því Byggða-
safn Árnesinga á svo mikið af
góðum munum sem gaman væri
að sýna. Síðan eigum við mjög
merkilega Idrkju með altaristöflu
sem máluð er af Danadrottn-
ingu.“
Sem mest í uppnmalegt horf
- Er húið að loka Guðlaugsbúð?
„Hún er eitt þeirra húsa sem er
verið að endurreisa f þvf formi
sem hún var þegar Guðlaugur
byrjaði að versla þar. Búið að rífa
allar viðbyggingar sem hann var
búinn að bæta við gegn um tíð-
ina og færa hana í upprunalegt
horf. Nú er verið að teikna inn-
réttingarnar eins og þær voru.
Þau Magnús Karel Hannesson,
fyrrverandi oddviti, og Inga Lára
Baldvinsdóttir, fyrrverandi
hreppstjóri, standa í þessari end-
urbyggingu. Hér er hópur fólks,
sem hefur mjög mikinn áhuga á
friðun gamalla húsa.“
- Þið ætlið semsagt að róa d mið
ferðamanna.
„Já, við teljum að þeir séu fisk-
ur framtíðarinnar. Eyrarbakki er
eitt örfárra bæjarfélaga á landinu
sem hafa gamla kjarna. Hin eru
Stykkishólmur, Flatey, Isafjörður
og SeyðisQörður. Það sem við
höfum fram yfir hina staðina er
nálægðin við höfuðborgina og
millilandaflugvöllinn. Við höfum
mikla afþreyingarmöguleika t.d.
fyrir ráðstefnugesti sem vilja
skreppa hingað. Og við vitum að
ferðamönnum kemur til með að
fjölga hvort sem okkur Ifkar bet-
ur eða ver. Þess vegna verðum
við að stýra því hver þróunin
verður."
- Eru dform uppi um að endur-
reisa hryggjuna?
„Nei, ekki sem stendur en fólk
sem hingað kemur hefur mikinn
áhuga á hafinu, briminu og
skerjagarðinum hér fyrir framan.
Þennan áhuga má virkja betur.
Eyrarbakkahöfn var ein aðal höfn
Iandsins í aldir og ótal sögur eru
skráðar um atvik sem gerðust hér
utan við. Þessu þarf að koma á
framfæri. Einnig er óhætt að
benda á að bein sjónlína er héð-
an á Suður-Pólinn og ekkert land
á milli.“
GUN.