Dagur - 30.11.1999, Qupperneq 4

Dagur - 30.11.1999, Qupperneq 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 AKUREYRI NORÐURLAND KA-b vann blak- Blak á undir högg að sækja nú. Myndin er úr blakleik fyrir nokkrum misserum. góðri baráttu í lágvörn var sig- urinn þeirra 18-25. Það sama var upp á teningunum í síðustu hrinunni en KA leiddi alla hrin- una og sigurinn var öruggur í lokinn, 15-11. KA-b er skipað reyndum „ref- um“ sem spiluðu með KA á gullaldarárum KA 1989 til 1992 þegar félagið vann flesta titla sem í boði voru. Hitt KA-liðið sem spilaði á mótinu var skipað yngri leikmönnum félagsins, sem margir fengu þarna sýna fyrstu eldskírn á Islandsmóti. Leikur Iiðsins var stígandi og mótíð „Gömlu refirnir“ í liði KA-b sýndu að lengi býr í gömlum glæðum þegar þeir unnu Þrótt Neskaup- stað í úrslitaleik mótsins Fyrsta fjölliðamót í Norðaustur- riðli Islandsmótsins í blaki fór fram á laugardaginn. KA-b og Þróttur Neskaupstað höfðu nokkra yfirburði á mótinu og mættust í síðasta leik mótsins ósigruð. Þar hafði KA-b betur og sigraði nokkuð örugglega 2-1 og lauk því mótinu með fullu húsi stiga og tapaði aðeins einni hrinu á móti Þrótti Neskaup- stað. Þróttarar byrjuðu Ieikinn bet- ur og KA-menn virtust orðnir nokkuð þreyttir eftir fyrri leiki mótsins. Sóknarleikur liðsins var bitlaus og vörnin ekki nógu vakandi. Þróttarar, sem voru með ungt og frískt lið, sóttu af krafti og uppskáru sigur 25-19. í annarri hrinu komu KA menn hins vegar vel stemmdir til leiks og með sterkum uppgjöfum og á Akureyri það endaði á að leggja hið bar- áttuglaða lið UMSE að velli 2 - I. Lið UMSE, sem skipað var í bland af eldri og yngri leik- mönnum, náði sér ekki á strik á mótinu en það er skipað leik- mönnum frá Rimum á Dalvík. Þeir unnu þó hrinu af Þrótti Neskaupstað og KA. Önnur umferð í NA-riðli verður á Nes- kaupstað 22. janúar árið 2000. í Suðvesturriðli varð lið ÍS efst með 6 stig, Þróttur-A fékk 4 stig, Stjarnan með 2 stig en Hrunamenn ekkert stig. Úrslitin: Þróttúr Neskaupstað : UMSE 23-25, 25-16, 15-10 2 - 1 KA : KA-b 14-25, 21-25 0 - 2 KA : Þróttur Neskaupstað 19-25,20-25 0 -2 KA-b:UMSE 25-18, 25-17 2-0 UMSE : KA 25-22, 17-25, 8-15 1 - 2 Þróttur Neskaupstað : KA-b 25 - 19, 18 - 25, 11-15 1 - 2 1. KA-b 6 stig 2. Þróttur Neskaupstað 5 stig 3. KA 2 stig 4. UMSE 2 stig Þórsliðið samansten- dur af gömlum refum, ungum leikmönnum og erlendum leik- mönnum. Á myndinni er einn gömlu refan- na, Andrés Magnússon bakari. Þór vann IR-b Reynir Þór gaitómun Reynir Þór Reynisson átti góðan dag í marki KA, varði 20 skot, þar af tvö víti, og var besti maður leiksins. KA er nú í 2. sæti deild- arinnar, þremur stigum á eftir Is- landsmeisturum Aftureldingar. KA vann FH með 8 marka mun í leik liðanna í I. deild karla í handknattleik sl. föstudag. Loka- tölur urðu 25-17, en FH-ingar klóruðu í bakkann í lokin og skor- uðu þrjú síðustu mörkin, en um tíma hafði KA tíu marka forskot, 22-12. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, en það var ekki að sjá í leiknum sjálfum, KA-liðið var einfaldlega mun betra. I hálf- leik var staðan 15-9. KA liðið Iék framan af leiknum 5-1 vörn eins og í nokkrum síð- ustu Ieikjunum og þá virtust FH- ingar finna svar við þeim varnar- leik en þegar skipt var yfir í 6-0 vöm áttu þeir ekkert svar við þeim varnarmúr, enda ekki árennilegur veggurinn, þeir Magnús A. Magnússon, Bo Stage, Guðjón Valur Sigurðsson og Lars Walther. Markahæstur KA-manna var Lars Walther með 8 mörk, þar af 3 úr vítum, en síð- an komu Guðjón Valur Sigurðs- son með 5, Halldór Sigfússon 5/1, Bo Stage 4 og Magnús A. Magnússon 3. Markahæstur FH- inga var Guðmundur Pedersen með 5, öll úr vítum. Reynir Þór Reynisson átti góðan dag í mark- inu, varði 20 skot, þar af tvö víti, og var besti maður leiksins. KA er nú í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir íslandsmeisturum Aftureldingar, sem töpuðu fyrir Stjörnunni 27-24, og stigi á und- an Frömurum sem töpuðu í Eyj- um 26-25. KA leikur næst gegn Val í Valsheimilinu í Reykjavík næsta miðvikudag og gegn Vík- ingi í KA-heimiIinu á föstudegin- um. GG Völsimgiir tapaði fýrir ÍR-b á Húsavík 17-22. Þórsarar unnu lið ÍR-b um helg- ina 28-24 í 2. deild karla, og þar með sinn annan leik í mótinu. Þeir verða þó að gera betur ef þeir ætla að vera með í barátt- Lið Tindastóls f 1. deild kvenna í körfuknattleik lék tvo leiki við Keflvíkinga um helgina og tapaði báðum leikjunum stórt. I fyrri leiknum völtuðu Suðurnesjaval- kyrjurnar hreinlega yfir skag- firsku stelpurnar, 90-35, en í hálfleik var staðan 46-15. unni um tvö efstu sæti deildar- innar og sæti í úrvalsdeild að ári. Til þess var mótstaðan nú ekki nægjanleg til þess að vera mark- tæk. Grótta/KR er sem fyrr f efsta sætinu með 14 stig, hefur ekki tapað leik, en Þórsarar eru með 5 stig eftir fimm leiki og markatöluna 122-125, 2 stigum seinni leiknum, 108-55 fyrir Keflavík eftir að staðan í hálfleik var 49-33. Tindastóll er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir 8 leiki, jafn mörg stig og Grinda- vík, sem hefur leikið 10 leiki, en stigamunur Grindvíkinga er mun á eftir Fram-b, sem er með 7 stig eftir sex leiki og eiga því mögu- leika á 2. sætinu ef aðrir leikir spilast að þeirra skapi. Völsungar á Húsavík léku ein- nig við ÍR-b, en töpuðu 17-22. Þeir eru stiglausir eftir átta Ieiki í mótinu með markatöluna 178- 246. GG hagstæðari. Tindastólsstelpurnar eiga eftir einn leik fyrir jólaleyfi, gegn Isfirðingum 1 1. desember á heimavelli í Krókódflasýkinu á Sauðárkróki. A góðum degi ætti að vinnast sigur, og ekki væri verra að fá stuðning áhorfenda. GG Tindastóll tapaði tvlvegis Heldur var útkoman betri Húsavík vanní S.flokki Stigamót í knattspyrnu 5. flokks karla fór fram á sunnudag í KA- heimilinu með þátttöku 25 liða frá 8 félögum, þ.e. Þór, KA, KS, Leiftri, Völsung, Tindastól, Dal- vík, og Kormáki. AIIs voru leikn- ir 60 leikir í riðla- og úrslita- keppninni. Sigurvegarar í riðla- keppninni urðu lið Þórs-1, Tindastóls-1, Þórs-3, Völsungs- 1 og KA-1. Leiktími var 8 mín- útur á leik. Lið Völsungs-1 varð sigurveg- ari í úrslitakeppninni, vann alla leikina og hlaut 8 stig með markatölunni 8-5. Húsvíking- arnir unnu Iið Þórs-1 með 1-0, lið Tindastóls-1 með 2-0, lið Þórs-3 með 3-0 og Iið KA-1 með 2-0, en það var eini tapleikur KA-strákanna sem lentu í 2.sæti. Lið Þórs-3 varð í 3. sæti, lið Tindastóls-l í 4. sæti og lið Þórs-1 í 5. sæti. Stigamót 4. flokks fer fram sunnudaginn 5. desember nk. í KA-heimilinu. GG Inga Dls átti stórleik Lið KA/Þórs í 1. deildinni í handknattleik kvenna tapaði fyr- ir Vestmannaeyingum á laugar- dag 26-20 í leik þar sem IBV leiddi allan leikinn en kannski var sigurinn of stór en liðið sofnaði um tíma í síðari hálfeik á verðinum sem skapaði forskot- ið. Leikurinn var með þeim betri sem KA/Þór hefur verið að leika í vetur en ÍBV er með mun sterkara lið á pappírunum, m.a. fjóra atvinnumenn, en á góðum degi ætti að vera hægt að ná stigi af þeim. 1 hálfleik var stað- an 12-10 fyrir ÍBV. KA/Þór var að spila langar sóknir og héldu Vestmannaeyjaliðinu þannig niðri, sem hefur verið að skora að jafnaði um 33 mörk í leik. Inga Dís Sigurðardóttir átti stórleik með KA/Þór, skoraði 10 mörk og var síógnandi í sókninni og að spila vel lyrir liðsheildina. 1 markinu varði Þóra Hlín 20 skot. Næsti leikur er við Aftur- eldingu í KA-heimilinu nk. föstudag. Afturelding vann KA/Þór í bikarkeppninni og því eiga stelpurnar í KA/Þór harma að hefna. Það ætti að vera hægt á venjulegum degi en lið Aftur- eldingar er í neðsta sæti deildar- innar. Með sigri opnast mögu- leikar á að ná 8. sæti deildarinn- ar og komast í úrslitakeppnina. A sunnudag lék KA/Þór svo við Vestmannaeyinga í 2. Ilokki kvenna, og vann sigur, 18-15. Bestar í fremur slökum leik voru þær Inga Dís Sigurðardóttir með 6 mörk og Heiða Valgeirs- dóttir með 5 mörk. GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.