Dagur - 09.12.1999, Page 1

Dagur - 09.12.1999, Page 1
FlMMTUDAGUR 9. desember 1999 2. árgangur- 47. Tólublað 1 1 1 1 .j 1 Þó kýrnar í Bjótu í Djúpárhreppi séu nú attar að koma til líður þó einhver tími þar til afurðir frá búinu fara á markað. Og enn er ekki vitað hvað olli salmonellusýkingunni þar á bæ. Kýmax í Bjólu í Djúpárhreppi eru nú allar að braggast. Dýralæknar leita að skýringum á salmon- ellunni þar á bæ. Kýrnar í Bjólu í Djúpárhreppi hafa allar verið að braggast síð- ustu daga, en einsog frá hefur verið greint í fréttum kom þar á bæ upp salmonellusýking á dög- unum sem kýrnar veiktust af og hafa sextán þeirra drepist, auk nokkurra ungkálfa. „Kýrnar hafa sýnt mikil batamerki síðustu daga,“ sagði Sigurður Sigurðar- son, dýralæknir á Keldum, í sam- tali við Dag. „Kýrnar eru farnar að éta aftur eðlilega og sýna ekki lengur nein sjúkdómseinkenni, en þessi salmonellusýking hefur lagst mjög misþungt á gripina,“ sagði Sigurður og bætti því við að nú stæði yfir rannsókn á orsökum þessarar sýkingar. Þar beina menn sjónum sínum meðal ann- ars að vatni og fóðri og til dæmis því hvort dauður vargfugl, sem hafi borið í sér salmonellusmit, hafi lent inn í hcyrúllu en heyið þar inni í Ioftþéttum umbúðum verður sjálfstætt lífríld. Þar inni hafi salmonella svo náð að grass- era með þessum afleiðingum. Þetta er þó aðeins tilgáta á þessu stigi og aðeins ein hugsanleg skýring af mörgum, sem til greina koma segir Sigurður Sig- urðarson. Einhverjir dagar munu enn líða þar til kjöt og mjólk frá Bjólu fer aftur á markað. Sýni þurfa að sanna að veiran sé dauð úr öllum æðum og einnig þarf að sótt- hreinsa fjósið í Bjólu, sem er eitt hið tæknilega fullkomnasta á landinu. Þá segir í frétt frá yfir- dýralækni um þctta mál að í ljós hafi komið að tvö hross hafi drepist af sömu sýkingu í næsta hreppi, sem og ein kind sem var í sama húsi. Er þó áréttað að engin tengsl séu á milli þessara tveggja mála. Segir ennfremur í þessari tilkynningu að þær var- úðarráðstafanir sem gerðar hafi verið hafi orðið til að fyrirbyggja að smit bærist út frá búinu. -SBS. Kvelktá jólatrénu Kveikt var á jólatré við grunn- skóla Þorlákshafnar: síðastliðinn föstudag. Séra Baldur Kristjáns- son sóknarprestur sá um að kynna atriðin, Lúðrasveit Þor- lákshafnar lék jólalög við upphaf athafnarinnar og skólakórar bæj- arins sungu. Sunginn var m.a. jólasálmurinn góðkunni Heims um ból og tóku allir viðstaddir undir og loks var kveikt á ljósum trésins. Þá fengu börnin heimsókn bræðranna Giljagaurs og Skúfs. Þeir gaukuðu lítilræði að börnun- um, sem stilltu sér prúð og stillt upp í langa biðröð fyrir framan þá. Þessi athöfn er orðinn árlegur viðburður í Þorlákshöfn og mæta yfirleitt margir, spjalla lítillega við næsta mann, sötra heitt kakó og borða piparkökur. Góð byrjun á jólastemmningunni - og þá fyrst að búið er að kveikja á jólatrénu við grunnskólann er hægt að segja að jólaundirbúningurinn sé farinn í gang hér. -HS Skólalúðrasveitin I Þorlákshöfn lék þegar kveikt var á jólatrénu þar I bæ á dögunum. í Þorlákshöfn einsog hvar- vetna annarsstaðar er fólk nú farið að hlakka til jólanna og telur niður dagana. -hs Árni Johnsen alþingismaður. Hann er einn helsti forvígismaður þess að grafin verði jarðgöng milli lands og Eyja. Jarðganga- skyrsla fýrir jól Eins og kunnugt er var ákveðið að fara út í forathugun á tækni- legum möguleikum og kostnaði við gerð jarðganga milli lands og Eyja í framhaldi af hugmyndum Arna Johnsen um göng undir þann spotta sem aðskilur Eyjar og fastalandið. Hreinn Haralds- son helsti jarðgangasérfræðing- ur Vegagerðarinnar sem sá um framkvæmd athugunarinnar, sagði að skýrsla um niðurstöð- urnar yrði líklega ekki tilbúin fyrr en undir jól. „Við erum að vonast til þess að skýrslan verði tilbúin og komin út fyrir jólin. Skýrslan er langt komin, en tímasetning er ekki endanleg eins og staðan er nú.“ Hreinn sagði að skýrslan byggði aðallega á gagnasöfnun og lauslegri kostnaðaráætlun. „Við höfum dregið saman gögn um sam- bærilegar framkvæmdar annars staðar. Þannig að skýrslan bygg- ist á efnislegum upplýsingum sem nauðsynlegar eru, en um niðurstöður get ég ekki tjáð mig fyrr en skýrslan er tilbúin. Það er síðan stjórnmálamanna að taka ákvörðun um framhaldið," sagði Hreinn. -SRS. Lægstirí stærðfræðinni Sunnlenskir nemendur fjórða og sjöunda bekkjar, sem þreyttu samræmd könnunarpróf í haust, fá lægstu meðaleinkunn yfir Iandið í stærðfræði en standa sig betur í íslenskunni. Meðaleinkunn sunnlenskra nemenda fjórða bekkjar er 6,3 í stærðfræði og 6,4 £ íslensku, þar sem Sunnlendingar eru í sjötta sæti yfir landið ásamt Vestur- landi og Vestfjiirðum. Meðaleink unn sunnlenskra nemenda í stærðfræði í sjöunda bekk er 6,7 en í íslensku er meðaleinkunnin 6,5 og þar eru sunnlenskir nem- endur í fimmta sæti ásamt nem- endum af Vesturlandi og Norð- urlandi vestra. Alls tóku 357 nemendur á Suðurlandi próf í stærðfræði í fjórða bekk en 354 í íslensku. I sjöunda bekk tóku 344 próf f stærðfræði en 345 í íslensku. - Hl

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.