Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.1999, Blaðsíða 4
4 — FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 19 9 9 SUÐURLAND Þær opnudu þvottahús og fá gott start. Guðrún Olafsdóttir, til vinstri, og Alda Joensen. mynd: hs 1?— j*. j o Vipso l,rí3í ii \ J- Þvottahús í Þorlákshöfn Tvær konur í Þorláks- höíii hættu í fiski og opnuðu þvottahús. Á dögunum var Þvottahús Olfuss opnað hér í Þorlákshöfn. Þær sem standa að stofnun þvotta- hússins eru þær Alda Joensen og Guðrún Ólafsdóttir, en þær hafa unnið hörðum höndum við að setja upp tæki og lagfæra aðstöð- una sem þær hafa tekið á leigu að Selvogsbraut 4 í húsi Rásar ehf. Blaðamanni var boðið að koma og skoða aðstöðuna kvöldið fyrir opnunina en þær stöllur héldu boð fyrir ýmsa þá er komu að uppsetningu tækja og slíks. Að- spurðar sögðust þær stöllurnar hafa séð að ekki var möguleiki fyrir þær að fá vinnu öllu lengur í fiski og þær því ákveðið að koma af stað eigin rekstri. I þvottahúsinu er boðið upp á almennan þvott, heimilisþvott jafnt sem þvotta fyrir stórfyrir- tæki. Mikið er um að sloppa- þvottur sé á vegum hvers fisk- vinnsluhúss og bentu þær á að fyrirtækin gætu náð aukinni hag- kvæmni með því að senda slopp- ana til þeirra. Þá er einnig boðið upp á viðgerðir og breytingar á fatnaði. Þvottahús Olfuss leigir einnig út mottur til fyrirtækja og ein- staklinga, og sér um að þvo mott- urnar og skipta þeim út fyrir hreinar mottur með jöfnu milli- bili. Tækin eru ekki af smærri gerðinni, þvottavélin, sem er framleidd í Belgíu tekur 23,5 kíló af þurrum þvotti og þurrkarinn, sem kemur frá Bandaríkjunum, annar því að þurrka frá vélinni. Hann er engin smásmíði heldur og samanlagt taka vélarnar um 60 kílóvött þegar þær eru báðar í gangi. -HS Kveikt á Sel- fosstrénu Kveikt verður á jólatré Selfossbúa næstkomandi laugardag, kl. 16:00. Jólasveinarnir koma í bæ- inn úr lngólfsfjalli og við sporð Ölfusárbrúar, þar sem tréð verð- ur, munu þeir heilsa uppá gesti og gangandi. Tréð góða er alls 11,5 metrar á hæð, en starfs- menn umhverfisdeildar Árborgar sóttu tréð á dögunum í Haukdals- skóg í Biskupstungum. Tréð er eitt hið stærsta sem nokkru sinni hefur verið sett upp á Selfossi, að sögn Snorra Sigurfinnssonar, um- hverfisstjóra Árborgar. -SBS. Almaimavamanefndir sameinast Á fundi bæjarráðs Árborgar í síðustu viku lagði bæjarstjóri fram er- indi frá framkvæmdastjóra almannavarnanefndar Árborgar og ná- grennis, sem dagsett er þann 1. desember, með undirritaðri yfirlýs- ingu viðkomandi forsvarsmanna um sameiningu almannavarna- nefndar Biskupstungna- og Laugardalshrepps og almannavarna- nefndar Árborgar og nágrennis frá og með næstu áramótum, undir nafni Árborgar. Tillaga þessi var samþykkt á fundinum. -sbs. Vín í Heijðlf Tekið var fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í sl. viku bréf frá út- gerð Herjólfs, þar sem óskað er eftir vínveitingaleyfi fyrir skipið. Bæjarráð tók ekki ákvörðun í málinu á þessum tímapunkti, en ákvað að óska eftir umsögn Siglingamálastofnunar og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum um erindið áður en lengra væri haldið. Myndavél til F. Su. Fjömrautaskóli Suðurlands fékk f síðustu viku að gjöf frá íslands- banka á Selfossi stafræna myndavél. Myndavélin er afar fullkomin og kemur í góðar þarfir í skólanum. Þá gaf KÁ nemendafélagi skólans í fyrra sambærilega myndavél í viðurkenningarskyni fyrir það hvernig það stóð að dansleikjahaldi. „Það er skólanum ákaf- lega mikilvægt að eiga gott samstarf við atvinnuh'fið í héraðinu og ánægjulegt að finna að það lætur sig skólahaldið varða,“ segir Sig- urður Sigursveinsson skólameistari í netfréttum F.Su. Laudsbankiim styrkir tónlistarskólaun Tónlistarskóli Árnesinga fékk á dögunum úthlutað 150 þúsund króna fjárhæð úr menningarsjóði Landsbanka Islands, en á full- veldisdaginn var úthlutað átta styrkjum úr sjóðnum. Sunnlenska hefur eftir Friðgeiri M. Baldurssyni, svæðisstjóra Landsbankans á Suðurlandi, að það sé vilji bankans að styðja við bakið á tónlistar- lífi f héraðinu, en það er ætlun skólans að nota þessa fjárhæð til kaupa á flygli. SUÐUR LANDS VIÐ TALIÐ Ámi Magnússon9 bæjarfuUtrúi Framsóknar- flokksins í Hveragerði. Bæjarstjóm Ilverageróis selurrafveitu bæjarins til RARIK, enáðurhöfóu borist tilboðfrá öðrum orkufyrirtækjum - en ekki formlegt tilboðfrá RARIK. Bæjarfulltrúi Framsóknar ósáttur. - Þú telur að illa hafi verið staðið að sölu Rafveitu Hvera- gerðis til RARIK á dögunum. Hvað áttu hér nákvæmlega við? „Rafmagnsveitu ríksins, Orku- veitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suð- urnesja og Selfossveitum, sem öll höfðu sýnt áhuga á kaupum á Rafveitu Hveragerðis, var gefinn kostur á að gera tilboð í Rafveitu Hveragerðis, fyrir tilskilinn tíma. Tilboðin skyldu innihalda hug- myndir um kaupverð og orkuverð til neytenda. Þrjú sfðarnefndu fyrirtækin gerðu það en RARIK eklú. Meirihlutinn í bæjarstjórn ákvað hins vegar að ganga til við- ræðna við RARIK, en hefði að mínu mati átt að ræða við þau fyrirtæki sem buðu í innan tilskil- ins tíma. Það gerði hann ekki. I þessu máli er því fyrst og fremst við meirihlutann í Hveragerði að sakast, sem verður uppvís að lé- legum vinnubrögðum og slöku viðskiptasiðferði. 1 öðru lagi virð- ist mér að af hálfu meirihlutans hafi alltaf staðið til að semja við Slakt vlðskiptasiðferði RARIK. Ég tel að til dæmis hefði seinna tilboð Orkuveitu Reykja- víkur, þar sem boðnar eru 212 milljónir kr. fyrir veituna og óbreytt orkuverð, átt að koma sterklega tii álita hjá meirihlutan- um en hann ákvað að hundsa það og ganga til samninga við RARIK, sem bauð 215 millj. kr. fyrir veit- una og hækkun orkuverðs. Að auki eru ýmis vinnubrögð sem ég geri athugasemdir við, til dæmis hvers vegna þurfti að loka fundi bæjarstjórnar þar sem gert var út um þetta mál. Mér finnst einnig óásættanlegt að dreifa flóknum útreikningum um málið til okkar bæjarfulltrúa, tæpum sólarhringi áður en taka átti um það ákvörð- un. Mér þykja vinnubrögðin vafasöm í meira Iagi og til þess fallin að ala á tortryggni." - Hvemig hefðir þú viljað að staðið hefði verið að málum og er ástæða til þess að málið verði tekið upp? „Ég hefði viljað að gengið hefði verið til samninga við þann aðila sem best bauð í upphafi. Ekki þann eina sem ekkert bauð innan tilskilins tíma en bauð svo síðar, einn aðilanna, hækkað orkuverð og þar með auðvitað hæsta kaup- verð! Ég tel að full ástæða væri til að taka málið upp. Meirihlutinn í Hveragerði myndi vaxa í áliti við það, því ég veit að það er mikil óánægja með þessar lyktir máls- ins meðal bæjarbúa. - Eru einhveijar líkur á því að málið verði tekið upp að nýju? „Ég vildi óska að svo væri, en nei, ég held því miður að líkurnar á því séu hverfandi.“ - Hvert telur þú að hafi í raun verið besta og hagstæðasta tilboðið, að teknu tillliti til þeirra frávikstilboða í rafveit- una sem einnig bárust? „Ég tel að tilboð Orkuveitu Reykjavíkur uppá um 212 millj- ónir kr. kaupverð, óbreytt orku- verð, ljósleiðara inn á hvert heim- ili í bænum og traustan banda- mann um lýsingu Hellisheiðar- innar, hafi verið hagstæðasta til- boðið og ég trúði reyndar ekki mínum eigin eyrum þegar meiri- hlutinn skellti skollaeyrum við því.“ - Nú boðar RARIK hækkun raforkuverðs í Hveragerði með kaupum sínum á veitunni. Hef- ur verið reiknað út hve mikil hún er fyrir vísitöluljölskylduna í bænum? „Ég hef heyrt forseta bæjar- stjórnar halda því fram að hækk- un RARIK jafngildi um 200 kr. hækkun á meðalheimili á mán- uði, ég tel reyndar að það verði meira. Mér sýnist að verið sé að tala um 6% hækkun á heimilin en eitthvað á annan tug prósenta gagnvart fyrirtækjum. Aðalatriðið er hins vegar það að meirihluti bæjarstjórnar keppist með þessari gjörð við að hækka orkuverðið og gera okkur þannig verr í stakk búin til að standast samkeppni við nágrannasveitarfélögin hvað varðar orkuverð til fólks og fyrir- tækja. Ég skil ekki slíka pólitík."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.