Dagur - 10.12.1999, Síða 5

Dagur - 10.12.1999, Síða 5
r FÖSTUDAGVR 10 . DESEMBER 19 9 9 - S FRÉTTIR Bankasalan ke í gegnfyrir jó Reglumar í bankasöl- itnni hafa verið ákveðnar en henni á að ljuka eftir aðeins viku. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra hefur samþykkt tillögur einkavæðingarnefndar um fyrir- komulag á sölu á 15% hlut ríkis- ins í Landsbanka og Búnaðar- banka, með fyrirvara um með- ferð málsins fyrir Alþingi en önn- ur umræða hófst í þingsölum í gærmorgun. Utboðsgengi var ákveðið u.þ.b. 7% lægra en með- algengi hlutabréfa í bönkunum síðustu sjö daga og 9% lægra en meðalgengi bréfanna síðustu þrjátíu daga. Sama fyrirkomulag verður við- haft við sölu hlutabréfa í báðum bönkunum. Almenningi verður boðið að kaupa allt að 10% hlutafjár ríkisins með áskrift. Þá verður óskað eftir tilboðum í 5% hlutafjár ríkisins. Tíminn til stefnu er skammur en almennt útboð og tilboðssala hefst sam- tímis, eða miðvikudaginn 15. desember nk. Askrift Iýkur kl. 16 föstudaginn 17. desember og frestur til að skila inn tilboðum rennur út á sama tíma. Fjárfest- ar þurfa því að hafa snör hand- tök. I Landsbankanum getur hver áskrifandi skráð sig fyrir hlutafé að hámarki 270 þúsund krónur að nafnvirði á genginu 3,8. Fíá- markið með Búnaðarbankabréf- in er 250 þúsund krónur að nafnvirði á genginu 4,1 Verði um umframáskrift í almennri sölu að ræða skerðist hlutur þeirra sem skrá sig íyrir hæstu fjárhæðun- um fyrst og síðan þeirra sem næst koma þar til jafnvægi hefur náðst milli framboðs og eftir- spurnar. Skerðingin verður því mest á hæstu áskriftarfjárhæð- Finnur Ingólfsson hefur samþykkt leikreglurnar í sölunni á 15% I Landsbanka og Búnaðarbanka. unum og minnst eða engin á þeim Iægstu. I tilboðssölu verður gengi við almennt útboð notað sem lágmarksviðmiðun. I Lands- banka er lágmarksfjárhæð í til- boðssölu 270 þúsund krónur að nafnverði og hámark til hvers kaupanda 55 milljónir að nafn- verði. I Búnaðarbankanum verð- ur lágmarksfjárhæð í tilboðssölu 250 þúsund kr. að nafnverði og hámark til hvers kaupanda 35 milljónir. Gengið verður fyrst að hæsta tilboði og síðan koll af kolli. Nýtist til skattaafsláttar þessa árs Greiðsluseðlar verða sendir út innan viku frá lokum áskriftar- tímabils og er síðasti greiðslu- dagur þriðjudaginn 11. janúar 2000. Fengist hefur staðfesting Ríkisskattstjóra á því að kaup á hlutabréfum í bönkunum sam- kvæmt þessu fyrirkomulagi veita almenningi rétt til skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa á árinu 1999. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu í umboði við- skiptaráðherra hefur umsjón með sölunni f.h. ríkissjóðs. Um- sjónaraðilar útboðsins eru Landsbanki Islands, Viðskipta- stofa og Landsbréf og Búnaðar- bankinn Verðbréf. Tryggvi Haraðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Memhluti kærður Bæjarfulltrúar Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði hafa kært meiri- hluta bæjarstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarílokks til félagsmálaráðuneytisins. Þeir sendu kæruna í gær og kynntu hana um Ieið í bæjarráði. Þeir krefjast þess að félagsmálaráðu- neytið ógildi fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 2000, sem sam- þykkt hefur verið. Astæðan er sú að Samfylking- in telur að meirihlutinn sé að falsa reikninga bæjarins með því að ráðast í framkvæmdir undir merkjum einkavæðingar án þess að það komi fram í fjárhagsáætl- un bæjarins. Félagsmálaráðu- neytið hafði áður svarað spurn- ingum Samfylkingarinnar um þetta mál allt á þann veg að gjörð meirihlutans sé ólögleg. „I mínum huga lýtur þetta dæmi að grundvallaratriðum í fjármálastjórn sveitarfélaga, þar sem menn eru að fara í gríðar- legar fjárfestingar og hvergi gert grein fyrir því með skýrum hætti út í hvað verið er að fara. Þetta lýtur að því að fara ekki út í fjár- festingu umfram 25% af skatt- tekjum. Þeir töldu sig geta breytt forminu og farið út í einkafram- kvæmd og komast þannig undan þessu ákvæði. Félagsmálaráðu- neytið hafnar því alfarið," segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Samlý'lkingarinnar. - S.Dýn Tímamót mörkuð í áburðarsölu Hræringar á áburðar- markaði. Samkeppni skilax lægra verði til bænda. Kaupfélögin missa spón úr aski. I gær var landað um 800 tonnum af áburði á Akureyri og markar löndunin ákveðin tímamót í áburðarsölu í landinu. Aburðar- verksmiðjan selur nú áburð beint til þeirra bænda sem það vilja. Það var flutningaskipið Hvítanes sem í gær landaði á Akureyri og hélt síðan til Dalvíkur og Húsa- víkur með um 200 tonn á hvorn stað. I stað þess að flytja áburð- inn í geymslur á þessum stöðum fer hann nú beint til bænda. Dýrir milliliðrr Haraldur Haraldsson, forstjóri Aburðarverksmiðjunnar, segir þessa breytingu í áburðarsölunni skila lægra verði til bænda og menn hafi tekið þessari nýjung mjög vel. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um hag bænda með þessu,“ segir Haraldur, „og reyna að gera verðlagningu á áburði eins gagnsæja og hægt er þannig að það sé alveg klárt að þeir séu ekki að borga meira en þarf.“ Spurður um það hvort bændur njóti sömu lýrirgreiðslu og sömu kjara í beinum viðskiptum við verksmiðjuna og þeir hafa gert í gegnum tíðina með viðskiptum við kaupfélögin segir Haraldur svo vera. „Aburðarverksmiðjan hefur alltaf átt áburðinn hjá kaupfélögunum þannig að það er útbreiddur misskilningur að Kaupfélögin hafi verið stoð og stytta bænda í þessu.“ Haraldur segir Kaupfélögin hafa verið millilið sem hafi verið of dýru verði keyptur. m i4R! Það var handagangur I öskjunni við löndun úr Hvítanesinu í gær, þegar um 800 tonn af áburði voru sett í land á Akureyri. Skipið heldur síðan áfram til Dalvíkur og Húsavíkur með um 200 tonn á hvorn stað. mynd: brink l'IÍFWS dk'jli' Mildlvæg þjónusta „Kaupfélag Eyfirðinga ætlar að stunda áburðarsölu hér eftir sem hingað til,“ segir Gylfi Pálsson, deildarstjóri fóðurvörudeildar KEA. Hann segir fjölmarga bændur vilja vera áfram í við- skiptum við KEA með áburðinn. „AUur þorri bænda gerir sér grein fyrir mikilvægi þessarar þjónustu, það er að hafa aðgang að áburði þegar þeir þurfa á að halda," seg- ir Gylfi. Um samskiptin við Aburðar- verksmiðjuna segir Gylfi: „Við höfurn lagt okkur mjög fram um að ná samkomulagi við þá og lít- um svo á að þeim viðrasðum sé ekki lokið.“ Hann segir Aburðar- verksmiðjuna hafa komið aftan að kaupfélaginu með einhliða ákvörðun um umrædda breytingu á áburðarsölu og -dreifingu. í því sambandi segir hann að þegar allt er reiknað með, svo sem greiðslu- kjör og önnur þjónusta, þá séu menn ef til vill ekki að hagnast mikið með því að kaupa beint af Abúrðárverksmíðjunni., gijfpi (ií;ó.w,i;).ji/tgqi|i vnlfrff[rfflí ísafold í uppsveiflu Áburðarsalan Isafold keppir nú við Áburðarverksmiðjuna um markaðinn og segir Stefán Már Símonarson framkvæmdastjóri að fyrirtækið keppi á Iandsvísu. Ljóst er að Kaupfélag Borgfirð- inga mun kaupa áburð hjá Isa- fold en Stefán Már segir lítið fast í hendi varðandi framhaldið. Þró- un mála hefur reyndar verið sú að bændur panta nú áburð fyrr en verið hefur að sögn Stefáns Más, meðal annars vegna breyt- inga á áburðarmarkaðnum. Kaupfélag Árnesinga hefur yf- irtekið Áburðarsöluna Isafold og er það svar KA við þeim breyting- um sem Áburðarverksmiðjan hef- ur gert í sölu- og dreifingarmál- um. Stefán Már segir þó of snemmt að gefa út tölur um það hve mikið Isafold selur af áburði en ljóst sé að samkeppnin í áburðarsölunni sé að skila sér í lægra verði til bænda. - H1 'rifi,nififl,r)u^'i ( fr|ip;)/þý/ HÆSTIRETTUR Löginaður tuktaður Hæstiréttur hefur dæmt lög- manninn Kristján Stefánsson til að greiða Friðmeyju Helgu Sveinsdóttur 34 þúsund krónur og 100 þúsund króna málskostn- að. Friðmey varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi á árinu 1988 og fól Kristjáni að innheimta bætur. Samdi Kristján um bætur við vá- tryggingafélagið og tók við bót- unum með fyrirvara um frekari málsókn. Tók Friðmey við upp- gjöri Kristjáns daginn eftir. Hann höfðaði mál til heimtu fjár sem dregið var af bótunum vegna skattfrelsis örorkubóta. 1993 voru henni dæmdar frekari bætur, sem hann tók við. Hún kvaðst ómeðvituð um málsókn- ina þar til árið 1998 og hafi hún krafið hann um greiðslu bótanna strax og dómur hafi orðið henni ljós. I kjölfarið greiddi hann henni dæmdar bætur auk vaxta. Stefndi hún honum og krafðist dráttarvaxta af bótafénu. Siða- nefnd lögmanna hafði áminnt Iögmanninn, en Hæstiréttur taldi að hún bæri nokkra ábyrgð, hefði vitað af málssókninni og hafnaði dráttarvöxtum. - FÞG Köttur í sekknuin Rikið hefur verið sýknað af skaðabótakröfu tveggja manna sem voru hæstbjóðendur á upp- boði þar sem jörðin Melar í Melasveit var slegin. Þeir fóru í mál þegar þeir uppgötvuðu að ekkert greiðslumark fylgdi jörð- inni. Mennirnir vildu fá einnar milljónar króna bætur og að við- urkennt yrði að Melum fylgi greiðslumark uppá 213 ærgildi. Það sem mennirnir vissu ekki við uppboðið árið 1996 var að árið áður keypti ríkið greiðslu- mark jarðarinnar og var samið um förgunarbætur fyrir bústofn vegna sölu greiðslumarks. Sýslu- maður lýsti því hins vegar yfir, að þær upplýsingar hefðu legið fyrir á öllum stigum málsins, að jörð- in væri „kvótalaus". Hæstiréttur taldi ekkcrt liggja fyrir um, að mennirnir hafi kannað hvernig greiðsluntarki jarðarinnar var háttað áður en uppboðið fór fram. - FÞG Garöar án bóta Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu Garðars Björgvinssonar, en í undirrétti var ríkið dæmt til að greiða hon- um 40 þúsund króna bætur vegna handtöku lögreglunnar í Árnessýslu á honum í Kömbun- um við Hellisheiði að morgni 2. desember 1996. Garðar var færður á lögreglu- stöð á Selfossi, en látinn laus tæplega þremur tímum síðar. Krafðist Garðar bóta þar sem handtaka hans hefði verið ólög- mæt. En nægilega þótti komið fram, að Garðar hefði haft í frammi ýmis konar hótanir í tengslum við fyrirhugaða brott- för fyrrum eiginkonu sinnar og dóttur af landinu, til að hindra för þeirra. Hæstiréttur taldi að fram hefði komið réttmæt ástæða til að óttast að Garðar hefði í huga að fylgja eftir hótun- um um refsivert athæfi og sýkn- aði ríkið.- ......- FÞG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.