Dagur - 10.12.1999, Side 8

Dagur - 10.12.1999, Side 8
8 - FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 FRÉTTASKÝRING Góðærið íramli Forstöðiunaðiu Hag- fræðistofnunar HÍ seg- ir nú öU nauðsynleg skUyrði fyrir hendi til að koma af stað fjár- málakreppu á íslandi verði ekki haldið rátt á spilunum í næstu kjarasamningum - samið um hófleg 2%. Óáhyrgum opinherum stjómvöldum og hönk- um er kennt um vand- ann. „Treinum góðærið" var jTirskrift morgunverðarfundar Samtaka at- vinnulífsins, þar sem hagfræðing- ar samtaka atvinnulífsins og Hag- fræðistofnunar HI ræddu m.a. um hvort takast muni að verja góðærið. Hvort opinber umsvif þrengi að samkeppnishæfni at- vinnulífsins. Og „norsku Ieiðina“ um nýlegan „núll-samning“. Hér þykir 2% raunlaunahækkun há- mark. Samkævmt könnun telja stjórnendur fyrirtækja í fram- leiðsluiðnaði að launahækkanir árin 1998 og 1999 hafi vegið verulega að samkeppnisstöðu gagnvart erlendum keppinautum og að þenslan sé farin að reka framleiðslustarfsemina úr landi. Skýrt og skorinort - eða evru „Eg held að áður en kjarasamn- ingar hefjast sé það mjög mikil- vægt að stjórnvöld og Seðlabank- inn komi fram og segi skýrt og af- dráttarlaust að ekki verði um það að ræða að breytt verði um stefnu í verðlagsmálum í náinni framtíð í stað þess að varpa ábyrgðinni yfir á aðila vinnumarkaðarins og segja þeim að semja á ábyrgan hátt,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar Háskólans. Treysti stjórnvöld sér hins vegar ekki til að gefa út slíka yfirlýsingu - og standa við hana - væri e.t.v. viturlegt að gefa krónuna upp á bátinn og fá evruna í staðinn. Að- ilum vinnumarkaðarins yrði þá ljóst að ekki þýddi að treysta á þriðja aðila til bjargar eftir mistök í kjarasamningum. „Því óraun- hæfir kjarasamningar við gengis- festu kalla á samdrátt í atvinnulíf- inu vegna of mikils kostnaðar og atvinnuleysis í kjölfarið." Nýr veruleikt? Tryggvi Þór segir peningamála- stefnu Seðlabankans og yfirlýs- ingar stjórnvalda raunar benda til þess að stöðugleiki í verðlagsmál- um sé markmið bankans í dag, og gefa til kynna að bankinn muni ekki grípa inn í til að bjarga óraunhæfum kjarasamningum fyrir horn cins og áður fyrr, þegar aðilar vinnumarkaðarins hafi not- að Seðlabankann sem eins konar „tryggingafélag“ sem leiðrétti raunlaun með gengisbreytingum. Einungis ef þetta er trúverðugt þá búum við við nýjan veruleika. Og grípi stjórnvöld ekki inn í þá fari nýjar reglur um fjármagnsflutn- inga frá Islandi að skipta máli. íslenski fjármálamarkaðurinn hefur sýnt flest merki óstöðug- leika núna undanfarna mánuði, segir Tryggvi Þór. Utlánaaukning- in hafi verið gífurleg allt frá því bönkunum var breytt í hlutafélög á síðasta ári. Bankarnir hafi þan- ið út efnahagsreikning sinn og „lánuðu næstum hverjum sem hafa vildi“. Þetta hafi virkað nán- ast „eins og gamla góða seðla- prentunin". Stjórnvöld hafi gert mistök í því að skilja nýja hlutaféð eftir í bönkunum, sem leitt hafi til mikillar skuldasöfnunar bæði heimila og fyrirtækja. Skuldakreppa Þrátt íyrir fjórðungs kaupmáttar- aukningu hafi skuldir heimilanna vaxið úr 130% ráðstöfunartekna í 144% síðan 1996 og skuldir fyrir- tækjanna úr 73% af landsfram- leiðslu í 90%. Tryggvi Þór segir skuldasöfnun fyrirtækja ekki þurfa að vera vandamál í sjálfu sér sé féð notað til uppbyggingar sem gefi af sér arð í framtíðinni. Og eignir heimilanna hafi líka vaxið á móti skuldunum með 25% hækkun íbúðaverðs og 45% hækkun úrvalsvísitölu á 2 árum. En þar sem heimilin haldi sig bet- ur stæð en áður hafi þetta leitt til meiri neyslu en ella. „Þær að- stæður sem hér er lýst jgætu leitt til fjármálakreppu á íslandi ef ekki er rétt haldið á spilunum," sagði Tryggvi Þór. Yrði snögg niðursveifla á efna- hagslífinu, með samsvarandi Iækkun eignaverðs, væri óvíst að heimilin og fyrirtækin gætu staðið í skilum með lánin. Utlánin væru fjármögnuð með erlendum skammtfmalánum og ekki þyrfti mikið út af að bregða til að illa gæti farið. Sérstaklega sé alvarlegt að gjaldeyrisforðinn dygði ekki fyrir skammtímalánunum, sem leitt gæti til alvarlegrar fjár- málakreppu ef allt færi á versta veg, líkt og gerðist á Norðurlönd- um og síðan í Asíu og Suður-Am- eríku í íyrra. SMlningsleysi eða markaðs- kröfur? Tryggvi Þór minnir á að viðvaran- ir Seðlabankans hafi verið virtar að vettugi og seðlabankastjóri hafi jafnvel sagt „að mikið hafi skort á hjá forsvarsmönnum lána- stofnana að þeir skildu hættuna sem fylgdi því að Ijármagna útlán innanlands með erlendum skammtímalánum í þeim mæli sem gert er í dag“. En af hverju? „Var það vegna þess að banka- menn tóku ekki mark á Seðla- bankanum? Vegna skilningsleys- is? Eða e.t.v. vegna þess að eftir að bankarnir voru markaðsvæddir voru kröfurnar um skamm- tímaarðsemi frá hlutabréfamark- aðnum mikilvægari en stöðugleiki íslenska fjármálakerfisins?" Kj arasanmingakreppa? Hvernig gætu óraunhæfir kjara- samningar stuðlað að fjár- málakreppu á íslandi? Tryggvi Þór segir öll nauðsynleg skilyrði til að koma af stað fjármálakreppu hér fyrir hendi. Ef samið yrði um launahækkanir sem ekki tækju til- Á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins í gær var kynnt það sjónarmið að allt umfram 2 lit til þess að afkastagetan er full- nýtt og Seðlabankinn og stjórn- völd gripu ekki inn í með gengis- fellingum, myndu of há laun leiða til aukinnar spennu á vinnumark- aðnum með tilheyrandi óvissu, gjaldþrotum og atvinnuleysi. Til- trú erlendra lánardrottna myndi þá minnka og erfitt yrði að endur- fjármagna skammtímalánin. Þrýstingur ykist á gengið og virði íslensku krónunnar myndi minn- ka og þar með auka greiðslubyrði lánastofnana. Lækkandi eiginfjár- hlutfall bankanna síðasta árið geri þá enn berskjaldaðri fyrir áföllum en ella. Fjárflótti úr landi nýr veruleiM „Við þessi skilyrði myndu íjárfest- ar, innlendir sem erlendir, missa tiltrú á íslenskt atvinnulíf sem gæti leitt til fjárflótta úr landi, sem myndi enn minnka virði krónunnar og auka vanda banka- kerfisins. Þessi fjárflótti er nýr veruleiki á Islandi," sagði Tryggvi Þór. Annan möguleika á fjár- málakreppu segir hann: Að efna- hagslífið yrði fyrir utanaðkomandi árifum, t.d. aflabresti, lækkandi heimsmarkaðsverði á fiski eða áli, eða einfaldlega að hin mikla hækkun hlutabréfa á Bandaríkja- markaði sé bóla sem spryngi með tilheyrandi erfiðleikum fyrir lán- ardrottna íslenska baknakerfisins. Tvöföld OECD-kauphæMam Ingólfur Bender sagði frá niður- stöðum símakönnunar sem Sam- tök iðnaðarins gengust nýlega fyr- ir meðal stjórnenda fyrirtækja í framleiðsluiðnaði öðrum en fisk- iðnaði og stóriðju. „Vandamálið sem við blasir verður vart Ijósara en þegar þeir sem standa í rekstr- inum segja: „Við erum að missa markaðsstöðu oklíar, afkoman er að versna, við erum búnir að flyt- ja stóran hluta af starfseminni úr landi eða allri frekari uppbygg- ingu hér á Iandi hefur verið slegið á frest.““ Samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum segir Ingólfur laun í framleiðsluiðnaði hafa hækkað um 15% að meðal- tali í iðnríkjum síðustu fimm árin en 34% hér á landi. Enda töldu 97% svarenda í könnuninni að innlendar launahækkanir síðustu tveggja ára hafi vegið að sam- keppnisstöðu fyrirtækjanna gagn- vart erlendum keppinautum. Um 60% töldu markaðshlutdeild síns fyrirtækis hafa minnkað af þess- um sökum. Helmingurinn að inn- lendar vaxtabreytingar hafi vegið að samkeppnisstöðu fyrirtækja þeirra gagnvart erlendum keppi- nautum og nær 60% að gengis- breytingar á þessu ári og því síð- asta hafi haft þau áhrif. Einn framleiðandi sagðist ný- lega hafa flutt 30 manna verk- smiðju úr landi og annar að hann hafi slegið fyrirætlunum um markaðsetningu nýrra afurða og aukna framleiðslu á frest. Opinbera kerfid tvöfaldalst Versnandi samkeppnisstöðu um þessar mundir segir Ingólfur ekki léttvægt skammtímavandamál, heldur muni hún draga úr ný- sköpun í framtíðinni. Aukin út- gjöld ríkis og sveitarfélaga grafi undan grundvelli varanlegs hag- vaxtar hér á landi og ógni nú rúmlega áratugar uppbyggingar- starfi innlends einkarekstrar. „Fjölgun opinberra starfsmanna og hækkun launa þeirra dregur úr sköpun verðmætra starfa í einka- rekstri." Umfang opinbers rekstr- ar hafi tvöfaldast hér á tveim ára- tugum, bæði mælt sem hlutfall af Iandsframleiðslu og heildarfjölda starfa í Iandinu. Fimmtungur hagkerfisins og allra starfa f land- inu séu í opinberum rekstri og séu íslendingar nú að nálgast toppsætið í þessum efnum innan OECD. An hóflegra kjarasamninga er ávinningi síðustu ára fórnað að hluta eða öllu Ieyti segir Ingólfur. „Kæruleysi hins opinþera í launa- málum og aðhaldi að undanförnu er vftavert en réttlætir alls ekki viðlíka kæruleysi í komandi kjara- samningum. Þó að opinberir aðil- ar fari óvarlega með eld leysum IIEIÐUK HELGA- DÓTTIR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.