Dagur - 15.01.2000, Side 6

Dagur - 15.01.2000, Side 6
VI-LAUGARDAGUR 1S. JANÚAR 2 000 rD^ftr MINNINGA R GREINAR Hermtmdur Þorsteinsson Hermundur Þorsteinsson frá Egilsstaðakoti í Villingaholts- hreppi var fæddur í Berjanesi í Landeyjum í Rangárvallasýslu 8. október 1913. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þor- steinn Einarsson og Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Hermundur kvæntist 10. júlí 1943 eftirlif- andi eiginkonu sinni I.aufeyju Guðmundsdóttur húsmóður, fæddri 20. mars 1920, frá Eg- ilsstöðum í sömu sveit. Her- mundur og Laufey eignuðust fjögur böm; 1) Helga Elín f. 22.10.1944, maki Halldór G. Sigurþósson og eiga þau tvo syni. 2) Sigurbjörg f. 6.6.1947, maki Árni Guð- mundsson og eiga þau tvö böm. 3) Guðsteinn Frosti f. 25.8.1953, maki Kristín Tóm- asdóttir og eiga þau fjögur böm. 4) Einar f. 23.11.1955, maki Bjarnveig Elín Sveins- dóttir og eiga þau fimm börn. Hermundur og Laufey bjuggu allan sinn búskap í Egilsstaða- koti. Mig Iangar til að minnast vinar míns og húsbónda Hermundar Þorsteinssonar frá Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi. Eg átti því láni að fagna að vera fjögur sum- ur f sveit hjá Munda eins og hann var ávallt kallaður og hans elskulegu konu Laufeyju. Þetta voru afar góð sumur sem ég átti hjá þeim hjónum sem skilja eftir sig ljúfar minningar, ánægjuleg kynni og mikilvæga reynslu sem allt of fá börn eiga nú kost á. Gott og náið samband varð til og hefur haldist alla tíð síðan. Mundi var hógvær maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum en var sanngjarn og virti viðhorf annarra. Hann var heiðarlegur, trúr og vinur vina sinna. Hann elskaði fjölskyldu sína mikið og tók ekkert fram yfir hana. Og þessarar elsku fengum við Hlöðver líka að njóta og vor- um við oftast höfð með þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni. Góður var hann heim að sækja, oft var þá glatt á hjalla, dregið í spil á kvöldin og hlegið mikið. Söngmaður var hann áægætur og geislaði af gleði og kæti þegar svo bar við. Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænargjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. (Bjarni Asgeirsson) Mikinn áhuga hafði hann á landinu sínu og hafði unun af því að skoða það. Margar góðar minningar eigum við úr ferðum með þeim hjónum. Hann var svo duglegur að ferðast, alltaf svo kátur og aldrei kvartað. Ef hann var spurður; „Ertu ekki þreyttur Mundi minn“ var svarið; „Eg þreyttur, ekki aldeilis". Og það var haldið áfram að ferðast, far- inn hringvegurinn eitt sumarið og á hveiju sumri eitthvað síðast- liðin 20 ár. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hafa og ekki skemmdi það fyrir að fá fallega vísu að loknum góðum degi - þær vísur lifa í minningunni. Með Munda er genginn maður af þeirri kynslóð sem man tímana tvenna í búskaparháttum og þjóðlífi. Mundi var gæfumaður. Hann hélt andlegri reisn til hin- stu stundar. Gott er að eiga í huganum mynd af honum á heimili sínu við síðustu samfundi í Egilsstaðakoti í haust. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lifsins degi, hin Ijúfu góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum erfengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Eg þakka Munda samfylgdina þau 50 ár sem við höfum þekkst og þá rausn og velvild sem hann ávallt sýndi okkur Hlöðver og fjölskyldu okkar. Elsku Laufey, Helga, Sigurbjörg, Guðsteinn og Einar. Ég þakka ykkur fyrir hvað þið vor- uð alla tíð yndisleg við Munda og hvað þið hugsuðuð vel um hann. Guð blessi ykkur öll. Erla og Hlöðver. *** Mig Iangar að minnast góðs vin- ar, sem ég hef þekkt allt frá árinu 1956. En þá var ég svo heppinn að ráða mig í sveit í Egilsstaða- kot, sem kaupamaður í 2 sumur og hélst vinátta okkar óslitin alla tíð síðan. Mundi var ákaflega hlýr og góður maður sem gott var að tala við, hann var „drengur góður“,en það er æðsta hrósyrði sem til er, segir í gömlum fræð- um. Það er erfitt að fjalla um æviferil Munda án þess að minn- ast á hans góðu konu Laufeyju Guðmundsdóttir, en svo voru ævivegir þeirra samofnir. Þeirra mesta gifta á lífsleiðinni eru börn þeirra fjögur, Helga, Sigurbjörg, Guðsteinn og Einar, ásamt barna, barnabarnabörnum og tengdabörnum. Alltaf þegar mað- ur kom í Kotið voru fagnaðar- fundir og alltaf var tekið jafnvel á móti mér og sfðar konu minni, börnum og barna börnum. Osjaldan voru gestir í Kotinu enda kunnu þau hjón svo sannar- lega að taka á móti gestum og veita þeim góðar veitingar. Ég veit ekki til þess að nokkur manneskja hafi yfirgefið Kotið án þess að fá hlýjar kveðjur, en flest- ir fengu faðmlag, kossa og óskir um að koma sem fyrst aftur í Kotið. Það hefur verið ákaflega gam- an að fylgjast með þróun land- búnaðarins með því að koma af og til í Kotið, en þar hefur ávalt verið fylgst með nýjungum. Fyrst Guðmundur Hannesson en hann lést 10/8Y82 og Guðbjörg Þor- steinsdóttir, móðir Hermundar, sem lést 31/8¥80. Síðan Her- mundur og Laufey en þau hófu búskap 1943 með Guðmundi og Guðbjörgu en tóku að fullu við jörðinni 1968. Síðan tók Einar sonur þeirra við ásamt Elínu Bjarnveigu Sveinsdóttir 1979. Þegar ég kom fyrst í Kotið, var eina vélknúna tækið Farmall traktor með sláttuvél, en gamall og góður vagnhestur, sem Gull- toppur hét sá um að draga snún- ingsvél og rakstrarvél, en Farm- allinn sá um að slá og draga hey- vagninn að hlöðunni og WiIIisinn hans Steina dró síðan heyið af honum og inn í hlöðu með köðl- um og kraftblökk og var þetta sú mesta tækni, sem þá þekktist. Eftir að Hermundur og Laufey tóku við 1968 byggðu þau af miklum myndarskap ný gripahús og hlöðu, ásamt ýmsum jarðar- bótum. Það þarf vart að taka það fram að ég á ákaflega góðar minningar frá veru minni í Kot- inu og áttum við Mundi margar góðar stundir saman. Ég man t.d. hvað ég var glaður þegar Mundi treysti mér til að keyra Farmall- inn en það var stuttu eftir að ég kom fyrst í Kotið. Ég og fjölskylda mfn sendum Laufeyju, börnum og öllum öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Ég er þess fullviss að almættið tekur vel á móti Her- mundi Þorsteinssyni. Sigurðtir V. Magnússon. Einar Thorlacius Einar Thorlacius var fæddur 25. desember 1913 í Öxnafelli í Eyjafirði. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Þuríður Jónsdóttir og Jón Þorsteinsson Thorlacius, sem bjuggu þar fjölda ára og ólu upp börnin sfn tíu að tölu. Voru þau auk Einars: Þorsteinn f. 1898, Rósa f. 1900, Álfheiður f. 1902, Ester f. 1903, Hallgrfm- ur f. 1905, Margrét f. 1908, Jón f. 1910, Þórunn f. 1917 og Þóraf. 1920. Einar var alnafni Iangafa síns sr. Einars Thor- lacius í Saurbæ, sem var ætt- faðir fjölda góðra Islendinga. Einar ólst upp í Öxnafelli við hin hefðhundnu sveitastörf og stund- aði nám í Hólaskóla árin 1937- 1939. Árið 1942 kvæntist hann heimasætunni á Ytri-Tjörnum, Hrund Kristjánsdóttur f. 20. febr- úar 1919. Þau byggðu sér hústað í landi fjölskyldu hennar og nefndu Tjarnaland. Þar settust þau að og eignuðust tvö börn Þur- íði Jónu f. 29. júní 1943 og Einar Tryggva f. 25. október 1955. Þuríður er gift Reyni H. Schiöth í Hólshúsum f. 25. októ- ber 1941. Þau eiga tvo syni, Ein- arAxel f. 29. október 1962. Kona hans er Ásdís Bragadóttir f. 1960 og eina þau einn son Einar Krist- ján f. 1993 en fyrir á hún dóttur, írisi Huld Heiðarsdóttur f. 1979. Yngri sonur Þuríðar og Reynis er Helgi Hinrik f. 16. maf 1964. Kona hans er Auður Guðný Yngvadóttir f. 1959 og eiga þau þrjá syni Brynjar Gauta f. 1987, Hafstein Inga f. 1989 og Þorvald Yngva f. 1993. Einar Tryggvi er húsvörður við Hrafnagilsskóla, kvæntur Ragn- heiði Gunnbjörnsdóttur kennara f. 6. maí 1961. Börn þeirra eru: Þuríður Margrét f. 6. október 1979, Einar Björn f. 14. febrúar 1986, Hrund f. 1. september 1990 og Þorsteinn Jón f. 3. júní 1999. Árið 1965 Ruttu þau hjón til Akureyrar og gerðist hann starfs- maður Mjólkursamlags K.E.A. og vann þar meðan starfsævin entist. Einar var einstakt valmenni. ÖII hans framkoma var mörkuð þeirri hlýju og meðfæddri hæversku, sem best gerist með vorri þjóð. Hann var af traustu og hæfileika- ríku fólki kominn, afsprengi Thorlacius-ætturirmar, sem hefur gefið þjóðinni svo marga vandaða og framúrskarandi einstaklinga. Hann var stálminnugur og sagði okkur oft kímilegar sögur um sitt- hvað skemmtilegt, sem hafði gerst í Eyjafjarðardölum, en allt var það græskulaust og til gamans gert. Lítt flíkaði hann dulrænum hæfileikum, sem hann hafði í ríku mæli, Iíkt og systkini hans fleiri, en systir hans var Margrét hug- læknir, sem þekltt er um allt land vegna góðverka þeirra, sem hún framkvæmdi í krafti sinna and- legu hæfileika, og menn og konur á Islandi urðu aðnjótandi. Einar var alla tíð mjög vinsæll meðal sveitunga sinna og samstarfs- manna og aldrei bar þar skugga á - góður og kærleiksríkur heimilis- faðir. AJdrei heyrðist illt umtal um náungann af hans munni, og aldrei heyrðist nokkur einstak- lingur beina illum orðum að hon- um né hans gjörðum. Fyrir u.þ.b. 3 árum kenndi hann sér fyrst þess meins, sem nú hefur lagt hann af velli. Reyndar náði hann sér vel á strik um tíma með Guðs og góðra manna hjálp, en á haustdögum versnaði honum á ný. Á jóladae sat hann afmælis- veislu sína með allri fjölskyldunni á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, eins og svo mörg undanfar- in ár. Þá sáu allir að þrekið var á förum og skammt mundi að bíða umskipta í lífi þessa hugljúfa manns. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 6. janúar s.I. Hafi hann hjartans þökk fyrir samfylgdina - minning um góðan dreng lifir. Sigríður G. Schiöth. ** * Kæri Einar. Nú ertu kominn á annan stað og örugglega er þér farið að líða bet- ur. Mig langar til að skrifa fáein orð til að koma á framfæri þaldí- læti mínu fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast þér og eignast þig fyrir tengdaföður og börnin mín hefðu ekki getað fengið betri afa. Alltaf varst þú tilbúinn að koma og aðstoða eftir þörfum og aldrei man ég til þess að þú segð- ir styggðaryrði um nokkurn mann. Börnin hændust að þér og það voru ófáar stundirnar sem þú varst húinn að eyða með þeim. Það var alltaf jafn gaman að fara í Bjarmastíginn til afa og ömmu og vera hjá þeim. Sonurinn sagði oft þegar ég spurði hvað hann hefði verið að gera „við sátum nú bara“ eða „við vorum að leggja okkur“ það var svo gott að vera hjá afa, að það var nóg bara að hafa hann ná- lægt sér, nærvera afa var svo góð. Elsku Einar, hafðu þökk fyrir allt og allt og Guð blessi þig og þína. Þetta skrifar þín tengdadóttir, Ragnlieiður Gunnbiömsdóttir. Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabíi. Útfararstofa Islands sér um: Utfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað i líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suöurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 531 3300 - allann sólarhringinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.