Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 8
VUI-LAUGAHDAGVR 29. JANÚAR 2000
Ðagur
SOGUR OG SAGNIR
Allir skulu
einusinni
helveg troða
Kirkjustarf
Sunnudagur 30. janúar
ÁSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta
kl. 14:00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA
Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl-
iusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi
barnanna. Foreldrar hvattir til að koma með
börnum sínum. Guðsþjónusta kl. 14:00.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Guð-
ný Hallgrímsdóttir.
DÓMKIRKJAN
Messa kl. 11:00. Prestur sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir, miðbæjarprestur. Dómkórinn
syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Æðruleysismessa kl. 21:00. Sr. Anna S.
Pálsdóttir prédikar. Anna S. Helgadóttir og
Bræðrabandið sjá um söng.
ELLIHEIMILIÐ GRUND
Guðsþjónusta kl. 10:15. Oganisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson.
GRENSÁSKIRKJA
Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl.
11:00. Barnakór Grensáskirkju syngur undir
stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA
Messa og barnastarf kl. 11:00. Organisti
Hörður Áskelsson. Hópur úr Mótettukór
syngur. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar
og þjónar ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Ferm-
ingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega
boðin velkomin. Orgeltónleikar kl. 17:00.
Marteinn H. Friðriksson leikur.
LANDSPÍTALINN
Messa kl. 10:00. Sr. Guðlaug Helga Ás-
geirsdóttir.
HÁTEIGSKIRKJA
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00.
Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Messa kl.
14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr.
Helga Soffia Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA
Kirkja Guðbrands biskups.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Börn og
fullorðnir eiga saman stund í kirkjunni.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti
Jón Stefánsson. Krúttakórinn syngur. Lena
Rós Matthíasdóttir segir sögu. Kaffisopi eftir
messu. Fræðslukvöld kl. 20:00 um sorg og
úrvinnslu sorgar. Sr. Sigfinnur Þorleifsson,
sjúkrahúsprestur flytur erindi. Allir velkomn-
ir.
LAUGARNESKIRKJA
Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Börn
frá leikskólanum Laugaborg koma fram.
Sunnudagaskólinn er í höndum Hrundar
Þórarinsdóttur og hennar fólks. Kór Laugar-
neskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunn-
arsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson.
NESKIRKJA
Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til niu ára
starf á sama tíma. 11. aldar messa kl.
14:00. Messa í samvinnu við prófastsdæm-
in í Reykjavík með andblæ ársins 1000 og
11. aldar. Engin rafljós, ekkert orgel, en
kertaljós og reykelsi. Sungnir verða fornir
sálmar og nýir. Sýndir verða fornir gripir i
forkirkjunni. Sr. Örn Bárður Jónsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Jóni D.
Hróbjartssyni, prófasti, sr. Frank M. Hall-
dórssyni, sóknarpresti og sr. Kristjáni Val
Ingólfssyni, sem flytur ávarp á undan mess-
unni. Leikmenn lesa ritningarlestra.
SELTJARNARNESKIRKJA
Messa kl. 11:00. Organisti Sigrún Stein-
grímsdóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar
Helgason. Barnastarf á sama tíma.
ÁRBÆJARKIRKJA
Guðsþjónusta kl.11. árdegis. Organleikari:
Pavel Smid. Barnaguösþjónusta kl.13.
Bænir-fræðsla-söngvar- sögur og leikir. For-
eldrar, afar og ömmur boðin velkomin með
börnunum. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl.11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Organisti: Daníel Jónasson.
Létt máltíð í safnaðarheimilinu að messu
lokinni. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við
félag guðfræðinema og kristilegu skóla-
hreyfinguna, fyrirbænir, máltíð Drottins og
fjölbreytt tónlist. Kaffisopi í safnaðarheimil-
inu að messu lokinni. Gísli Jónasson.
GRAFARVOGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogs-
kirkju. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Umsjón: Hjörtur og Rúna. Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11:00 í Engjaskóla.
Prestur sr. Sigurður Arnarson. Umsjón:
Signý, Guðrún og Guðlaugur. Messa í Graf-
arvogskirkju kl. 14:00. Sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Fermingarbörn I
Hamra- Húsa- og Engjaskóla ásamt foreldr-
um eru sérstaklega boðin. Fundur að lok-
inni messu, þar sem fjallað verður um ferm-
ingardaginn og atriði er lúta að honum. Org-
anisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Prestarnir.
DIGRANESKIRKJA
Messa kl.11. Gídeonsmenn koma í
heimsókn. Sunnudagaskóli á sama
tíma. Léttur málsverður eftir messu í
safnaðarsal. Prestur sr. Gunnar Sigur-
jónsson. Organisti: Kjartan Sigurjóns-
son.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Heinn
Hjartarson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur.
Organisti: Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón-
usta á sama tima. Umsjón: Margrét Ólöf
Magnúsdóttir. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA
Guðsþjónusta kl.11. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson, dómprófastur, setur nýjan sókn-
arprest, sr. írisi Kristjánsdóttur i embætti.
Kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðar-
söng. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson.
Kaffisamsæti í safnaðarsal að guðsþjónustu
lokinni. Barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl.13
og í Lindaskóla kl.11. Við minnum á bæna-
og kyrrðarstund á þriðjudag kl.18. Prestarn-
ir.
KÓPAVOGSKIRKJA
Messa kl.11. Hinn gamli sjómannadagur að
vetri. Altarisganga. Prestur sr. Guðni Þór
Ólafsson. Organisti: Hrönn Helgadóttir.
Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum í
umsjá Dóru, Vilborgar og Bóasar. Minnt er
á að kyrrðar- og fyrirbænastundir eru nú í
Kópavogskirkju í hádeginu á þriðjudögum
kl. 12.30. Leikið er á orgel og fyrirbæna-
efna minnst.
SELJAKIRKJA
Krakkaguðsþjónusta kl.11. Fræðsla og mik-
II söngur. Guðsþjónusta kl.14.00. Altaris-
ganga. Valgeir Astráðsson prédikar. Org-
anisti er Gróa Hreinsdóttir. Skógarbær:
Guðsþjónusta kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson
prédikar. Sóknarprestur.
LANDIÐ
HVERAGERÐISKIRKJA
Sunnudagskóli kl.11:00. Jón Ragnarsson.
AKUREYRARKIRKJA
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl.
11.00. Öll börn velkomin. Guðsþjónusta kl.
14.00. Sr. Guðmundur Guðmundsson, hér-
aðsprestur messar.
Mánudagur 31. janúar. Biblíulestur í Safnað-
arheimilinu kl. 20.00.
GLERÁRKIRKJA
Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11.30.
Sameiginlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir til
að mæta með börnum sínum.
Ath: fundur æskulýðsfélagsins er kl. 18.00.
HVÍTASUNNUKIRKJAN - AKUREYRI
Bænastund í dag kl. 20.00. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar á sunnudag kl. 11.30. Al-
menn vakningasamkoma kl. 16.30. Valves
Gunnarsson predikar.
SJÓNARHÆÐ - AKUREYRI
Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30.
Barnafundur á mánudag kl. 18 að Sjónar-
hæð. Öll börn velkomin.
HJÁLPRÆÐISHERINN - AKUREYRI
Sunnudagaskóli kl. 11.00. Bænastund kl.
16.30. Almenn samkoma kl. 17.00. Ung-
lingasamkoma kl. 20.00. Heimilasamband á
mánudag kl. 15.00.
MÖÐRUVALLARKIRKJA
Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Kór kirkjunnar
singur. Organisti Birgir Helgason. Sóknar-
prestur.
SVALBARÐSKIRKJA
Kirkjuskóli í dag kl. 11.00. Kyrrðarstund á
sunnudag kl. 21.00.
GRENIVÍKURKIRKJA
Kirkjuskóli í dag kl. 13.30. Sóknarprestur.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11.00. Fróði mætir
hress og kátur. Messa kl. 14.00. Kaffisopi í
safnaðarheimili eftir messu. Öll miðviku-
dagskvöld er Kyrrðarstund kl. 21.00.
ÞORLÁKSKIRKJA
Fjölskyldumessa kl. 11.00. Sunnudaga-
skólastarfið byrjar, nýjar myndir og nýjar
sögur. Róbert, Sissa og Baldur.
MOSFELLSKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 14.00. Kirkjukór Lágafells-
sóknar. Organisti Jónas Þórir. Barnastarf í
safnaðarheimilinu kl. 11.15. Jón Þorsteins-
son.
GAULVERJABÆJARKIRKJA
Messa kl. 14.00. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.00. Heim-
sókn Selfosssafnaðar til Hrunakirkju í tilefni
af kristnitökuafmæli. Sætaferð frá Selfoss-
kirkju kl. 13.00. Hádegisbænir í Selfoss-
kirkju kl. 12.10 frá þriöjudegi til föstudags.
Samvera 10 til 12 ára barna kl. 16.30 alla
miðvikudaga.
Eitt þcirra byggðalaga sem lagst
hafa í eyði en Langavantsdalur,
sem er á hálendinu milli Dala-
sýslu og Mýrasýslu. Eins og
nafnið gefur til kynna er vatn í
dalnum og rennur Langá úr því,
þar sem Ingvi Hrafn fyrrverandi
fréttastjóri með meiru stundar
laxveiðibúskap. Osar árinnar eru
vestan við Borgarnes, í landnámi
Gríms Úlfssonar. Rústir og sagn-
ir benda til að að áður fyrr hafi
verið búið í dalnum.
I Mýrasýslu kunnu menn að
segja nokkuð frá búskaparsög-
unni, enda var dalurinn talinn
hinn byggilegasti með blómlega
hlíðar og grænar grundir. Talið er
að hann hafi verið byggður þegar
á Iandsnámstíð og var albyggður
á 13. og 14. öld. Var hann þá
hreppur og sókn út af fyrir sig,
eftir því sem gamlir Mýramenn
sögðu. Kirkjustaðurinn hét Borg,
en önnur bæjarnöfn í dalnum
eru ekki kunn.
Sagt er að Langavantsdalur
hafi lagst f eyði í Svatra Dauða
1402. Lætur það nærri ntiðað við
hveð rúsir og tóftir eru fornlegar.
I Svarta Dauða dó hvert manns-
harn í dalnum, nema karl og
kerling, sem kunnu eitthvað lý'rir
sér og vörðu sig gegn veikinni
með kunnáttu sinni. I stað þess
að biðja guð að hjálpa sér þegar
þau hnerruðu, því veikin byrjaði
með hnerrum eins og alkunna er,
og því er enn beðið um guð hjálp
þegar hnerrað er, gólu þau galdra
sína yfir sýkinni, sem Ieið eins og
svört gufa yfir landið. Eða þannig
var henni lýst á sínum tíma.
Eiii ráð í (1 a 1 n n ín
Þannig lifðu þau kerling og karl
alla samsveitunga sína og voru
nú einráð í sveitinni. Höfðu þau
nóg að gera að hagnýta sér allt
það sem hinur látnu létu eftir sig
og koma líkum sem ójörðuð voru
fyrir. Sér til hægri verka ruddu
þau þeim öllum í vatnið og
mæltu fyrir um að hræin yrðu að
nykrum. Þau ummæli þóttu hafa
ræst, því ekki þykir öruggt að
vera á ferð um Langavatnsdal er
hausta tekur og myrkrið leggst
yfir.
„Allir skulu einu sinni helveg
troða," sögðu Mýramenn og
þurftu gömlu hjónin ekki lengi
að bíða. Næsta vetur bar svo við,
að þau þraut eldivið. Lagði karl
til byggða og fékk eldsneyti og fór
síðan aftur á fjallið undir kvöld.
Veður var ískyggilegt og laust á
norðahríð og varð karl úti á fjall-
inu.
Þegar kerlingu fór að lengja
eftir karli sínum fór hún að leita
og fór suður á leið til byggða, en
kom aldrei fram og ekki fór í
Langavatnsdal aftur og hefur
aldrei spurst til þeirra síðan. En
hjátrúarfullir halda því fram, að
þau hafi orðið að steindröngum,
er standa framan í klettasnös í
innanverðum Grímsstaðamúla
og heita Karl og Kerling.
Óvíst mn byggð á síðari
öldum
Tvennum sögum fer af því hvort
byggt hafi verið í Langavatnsdal
síðan. Sögn er til um að fjöl-
skylda hafi flutt í dalinn og byggt
að Borg árið 1811. Nokkur lík-
indi eru með sögninni um enda-
lok þess búskapar og þegar karl
og kerling hrökkluðust úr daln-
um fjórum öldum áður. Tveim
árum eftir að fjölskyldan flutti í
Langavatnsdal, segir sagan,
slökknaði eldurinn í bænum í
svartasta skammdeginu. Varð
ekki annað til ráða en að bóndi
freistaði að komast á aðra bæi að
sækja eld. Hann varð úti en kona
hans og tvö börn hokruðu áfram,
að áliðnum næsta vetri lá við að
þau syltu í hel. Annað barnanna
komst á aðra bæi að leita bjarg-
ræðis. A leiðinni stal krakkinn
hesti og fvrir þá sök voru móður-
in og börnin tvö látin sæta hörð-
um refsingum.
Nú eru að aðeins státnir jeppa-
eigendur sem Ieggja leið sína um
Langavatnsdal, en þcim er var-
legast að fara þar ekki um eftir
að skyggja tekur á haustin.
GAMLAMYNDIN
f) Æ
M3-1826
Hver kannast við fólkið?
Ef lesendur Dags þekkja einhveija á þeim
myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlega
beðnir að snúa sér til Minjasafnsins á Akureyri,
annað hvort með því að senda bréf í pósthólf
341, 602 Akureyri eða hringja í síma 462-4162
eða 461-2562 (símsvari.)