Dagur - 17.03.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 17.03.2000, Blaðsíða 8
8 - FðSTUDAGUR 17. MARS 2000 ÞJÓÐMÁL Frá borgarafundi á Akureyri um byggðamái þar sem Stefán Jón Hafstein flutti framsögu. Pétur segir í grein sinni að þar hafi kom- ið fram gagnleg umræða um hvað hugtakið „iandsbyggð" væri víð- femt. ^ÍSÍIÉ im mw#ri m y íi’ • P • ■ ■ 1* - TL, 9 ' Mh * Akureyri á nýrri ðld -1. PÉTUR JOSEPSSON FASTEIGNASALI SKRIFAR Það er óhætt að segja að sjón- varpsþættir Stefáns Jóns Haf- stein, Sögur af landi, hafi orðið til þess að vekja ýmsa til umhugs- unar. A fundi sem haldinn var á vegum Háskólans á Akureyri, Ak- sjón og Atvinnuþróunarfélags Ak- ureyrar flutti Stefán Jón erindi þar sem hann fyrst og fremst end- urtók það sem áður hafði komið fram í þáttum hans en hnykkti þó á ýmsu eins og t.d. hvaða skil- greiningu honum fyndist réttara að hafa á hugtakinu landsbyggð og hvað landsbyggð væri í raun mörg hugtök. Síðan stóðu upp nokkrir bæjar- fulltrúar og sögðu nokkra sjálf- sagða hluti til þess að minna á sig, svo og Tryggvi Gíslason, Benedikt Sigurðarson og nokkrir fleiri en stuttur hádegisverðar- fundur er bara stuttur og ekki varð maður var við margar nýjar hugsanir. Kannski ekki nema von. En framtak fundarboðenda er gott. Og í fundarsal var fullt af fólki. Það var líka gott. Landsbyggð Sá þáttur í máli Stefáns Jóns sem áhugaverðastur var lýtur að hug- takinu landsbyggð. Landsbyggð og landsbyggð er ekki það sama. Það er ekki sama hvort talað er um Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið eða fámenn sjávarþorp lands- byggðarinnar eins og Breiðdalsvík eða Flateyri. Þetta 15 þúsund manna bæjarfélag okkar með öll- um þeim stoðum þjónustu-, menningar- og afþreyingargreina (infrastrúkúr) Sem hér er til á sér auðvitað framtíð sem er með allt öðrum hætti en smáþorp við sjáv- arsíðuna. Hér á Akureyri er það afl til sem getur fengist við stór, vandasöm verkefni. En til þess að svo megi verða þá þýðir ekki að bíða sífellt eftir því að aðrir geri hlutina fyrir okk- ur, - bíða sífellt eftir peningum að sunnan. Bjargráð að sunnan er maður búinn að heyra ótal sinn- um í kosningabaráttu fyrir bæjar- stjórnarkosningar. Allir lands- málaflokkarnir sem boðið hafa fram til bæjarstjórnar hafa ætíð lagt áherslu á að nú ætluðu menn sko að landa peningum að sunn- an. Og það hefur gengið í kosn- ingabaráttunni en ekki lengra. Eftir kosningar hvílast menn lengi í stólum sínum á bæjar- stjórnarfundum, stundum jafnvel alveg fram að næstu kosningum. Og vart má minnast ógrátandi á farsann í kringum SH eða IS. Frumkvæðið Ennfremur verða Akureyringar að hafa frumkvæði sjálfir með hugs- unum sem þeir láta í Ijós, hug- myndum sem þeir koma á fram- færi, - að hafa kjark til þess að láta í sér heyra, þora að tala og skrifa. Akureyri þarf fólk sem læt- ur sér annt um framtíðina og ekki er háð landsmálaflokkunum, þótt það kunni að vera þar meðlimir, og er tilbúið taka áhættuna af því að láta skoðanir sínar í Ijós. Hér að framan sagði ég 15 þús- und manna bæjarfélag. Hvað erum við búin að vera 15 þúsund manna bæjarfélag Iengi? Nokkur ár. Liðsoddar bæjarfélagsins eru því dauðfegnir að ekki fækki í bænum en þar er aðeins hálfsögð sagan. Fólksfjölgun á Islandi er um 1,2% á ári að meðaltali, að ég held. Það þýðir að Akureyringum ætti að fjölga um 180 manns á ári. Fyrir 5 árum vorum við um 15 þúsund. Okkur hefði átt að fjölga um 180 manns á ári síðast- liðin 5 ár eða um meir en 900 manns og vera orðin tæplega 16 þúsund. En við erum það ekki. Við erum ennþá um 1 5 þúsund. Möguleikamir? Akureyri vex ekki - af hverju ekki? Nýsköpun er lítil, undanhald hef- ur verið í sumum atvínnugrein- um, forystusauðir hugmynda- snauðir og þreyttir í stólum sínum í bæjarstjórninni og vita ekki hvað þeir eiga að gera. Hvers vegna í ósköpunum voru þeir eiginlega að bjóða sig fram? Margsagt hefur verið áður: - Hvar værum við staddir ef ekki hefðu komið til á síðasta áratug Samherji hf. og Háskólinn á Akureyri? En ekki má gleyma því að Akoplast stækk- ar verulega á þessu ári og enn- fremur eru nú allmiklar bygginga- framkvæmdir í bænum og meiri framkvæmdir framundan þegar bygging verzlanamiðstöðvar á Gleráreyrum hefst. En samt er engin fjölgun íbúa í bænum. En hvar liggja möguleikar okk- ar til vaxtar? Eg hef engin abso- lut svör við þvf en það má reyna. - I fyrsta lagi vil ég nefna það sem ég hef oft minnst á áður. Við eig- um í bænum fullt af hæfu starfs- fólki á heilbrigðissviði. Gott læknalið á Fjórðungssjúkra- sjúkrahúsinu, gott hjúkrunarfólk og aðlaðandi spítala en hann hef- ur einn megin ókost. Hann er alltof Iftill. Lítill spítali þrífst ekki vel. Nútíminn krefst tækni og sér- fræðinga. Unga, vel menntaða sérfræðinga sem starfað hafa á stórum sjúkrahúsum erlendis er erfitt að fá til Akureyrar. Mikill hluti þeirra hefur lítinn áhuga á að starfa á sjúkrahúsi þar sem eru aðeins 3-4 læknar á deild. Þeir þurfa að vera fleiri - miklu fleiri - t.d. 8 til 12 á deildum eins og lyfjadeild, bæklunardeild, skurð- deild svo einhverjar spítaladeildir séu nefndar. Af þessum orsökum er nú þegar erfiðleikum háð að fá nýja sérfræðinga til Fjórðungs- sjúkrahússins. Starfsumhverfi sjúkrahúslækna verður að vera hvetjandi - þeir þurfa spennandi starfsumhverfi og viðfangsefni til þess að þrífast almennilega. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri þarf að vera a.m.k. helmingi stærra. Hver seg- ir að hátæknisjúkrahús á Islandi þurfi einungis að vera á suðvest- urhorni landsins? Það er aðeins spurning um pólitík. I öðru lagi, rannsóknastofnun á heilbrigðis- sviði í tengslum og í samvinnu við Háskólann á Akureyri er einnig e.t.v. hugsanlegur kostur. Getum við gert Akureyri aðlaðandi íýrir rannsóknir á einhverjum þáttum í líffræði, erfðafræði, lífefnafræði o.s.frv.? Hér er verkefni fyrir bæj- arfélagið að taka upp og kanna. Hér er hlutverk fyrir bæjaryfir- völd sem auðvitað skilja að þau hafa annað og meira hlutverk en að láta kjósa sig á fjögurra ára fresti. Fyrir bæjarstjóra sem þarf skilja að hans er ekki þörf í dag- legum rekstri Akureyrarbæjar heldur er hlutverk hans að leita að verkefnum framtíðarinnar fyr- ir bæjarfélagið, hafa forystu um nýsköpun, hvetja frumkvöðla til dáða, styðja við hugmyndir o.s.frv. Forustan Það hlýtur að mega finna ein- hverja sem eru tilbúnir að sitja í stjórnum FBA, Samheija hf og Landsvirkjunar. Slíkt hlýtur að vera tímaþjófur fyrir önnum kaf- inn bæjarstjóra nema hann sé á svo vondu kaupi að hann neyðist til hafa aukasporslur. Við þurfum bæjarstjóra sem er í vinnunni sinni við sköpun framtíðarinnar, - bæjarstjóra sem þorir að mynda starfshópa fólks, sem er mildu hæfara en hann, um hin ýmsu verkefni en undir hans stjórn. Og bæjarstjórn sem kann, vill og get- ur stutt og haft frumkvæði í al- vöru baráttu fyrir vexti bæjarins, fjölbreyttara og öflugra atvinnu- lífi, en til þess þarf bæjarstjórn sem er gædd lífi og hugsar lengra en í knattspyrnuhúsum. Og atvinnumálanefnd sem veit af hverju hún er til. Nóg í dag en síðan aftur að möguleikum á heil- brigðissviði. Smásagnasamkeppni Dags og Menor Skilafrestur í smásagnasamkeppni Dags og Menor er til 1. maí næstkonandi. Þátttaka er öllum heimil í keppninni en skila þarf smásögunni undir dulnefini en nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Glæsileg bókaverðlaun. Sögurnar sendist til Dags, Strandgötu 31 600 Akureyri merktar. Sjá nánar á Menningarvef Akureyrar http//www.akureyri.to „Smásagnasamkeppni Dags og Menor((

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.