Dagur - 17.03.2000, Side 9
ÞJÓÐMÁL
FÖSTUDAGUH 17. MARS 2000 - 9
Atviimumál í Ólafsfirði
Frá borgarafundinum um atvinnumál sem haldinn var í Ólafsfirði á dögunum.
Ég get ekki orða bundist eftir
opinn fund um atvinnumál sem
haldinn var hér í Olafsfirði að
frumkvæði atvinnumálanefndar
bæjarins eftir að fiskverkun
Sæunnar Axels varð gjaldþrota
og fjöldi manns missti atvinn-
una. Til fundarins mættu allir
þingmenn Norðurlandskjör-
dæmis eystra, en í þeirra röðum
er forseti Alþlingis og iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, auk frum-
mælenda frá Byggðastofnun,
ráðgjafafyrirtækinu Nýsi og
verkalýðsfélaginu Einingu -
Iðju.
Vonir bresta
Ég eins og fleiri Olafsfirðingar
hafði bundið talsverðar vonir
við þennan fund, jafnvel að
þingmenn kjördæmisins kæmu
með hugmyndir um hvernig við
gætum brugðist við því alvar-
lega atvinnuástandi sem hér er,
og lýstu sig fúsa til að vinna
með okkur heimamönnum að
endurreisn atvinnulífsins á
staðnum. En Iítið kom út úr
þessum fundi. Ég hafði bundið
vonir við að nýr iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, hefði meiri skiln-
ing á vanda okkar hér, en hún
sagði t.d. að ekki væri hægt að
flytja verkefni frá ríkinu út á
land, án þess að þau yrðu boð-
in út áður, en Halldór Blöndal
taldi svo ekki vera. Hún taldi
einnig að fiskveiðiheimildir
væru betur komnar í umsjón
útgerðarmanna en sveitarfélag-
anna sjálfra. Valtýr Sigurbjarn-
arson fyrrerandi bæjarstjóri í
Olafsfirði taldi að byggðastefn-
an hefði algerlega brugðist, og
hann sá vel afturförina sem hér
hefur orðið síðan hann var hér
hæjarstjóri. Ég skil vel það fólk
sem er atvinnulaust í Olafsfirði
í dag, og er að velta því fyrir sér
hvort það geti búið og starfað
hér áfram, að það hafi viljað fá
skýr svör um það hvort það sé
einhver von um að úr rætist í
atvinnumálum þess, eða hvort
það neyðist til að flytja búferl-
um suður og skilja eignir sínar
verðlitlar eftir.
Vinnan mannréttindi
Björn Snæbjörnsson formaður
Einingar - Iðju komst réttilega
að orði þegar han sagði það
mannréttindi að hafa atvinnu.
Það væri skylda stjórnvalda að
skapa atvinnu í hinum dreifðu
byggðum landsins. En er það
svo í huga þeirrar ríkisstjórnar
sem nú situr? Þeir tala ekki um
byggðamál nema fyrir kosningr
ar. En þá tala þeir fallega til
fólksins sem býr úti á landi, en
eftir kosningar eru öll fögru
orðin gleymd. Af hverju flyst
svona margt fólk á höfuðborg-
arsvæðið? Ég held að fólk sé
búið að sjá það að engin alvara
er í því að snúa þessari þróun
við landsbyggðinni í hag. Ekki
getum við búist við velvilja frá
forsætisráðherra þjóðarinnar í
okkar garð, honum þótti það al-
ger sóun á sínum tíma, sem
borgarstjóri í Reykjavík, að vera
að henda pening í að gera jarð-
göng í gegnum Múlann, hag-
kvæmara væri að flytja alla
Olafsfirðinga í eina blokk í
Breiðholti. Hann lýsti þessari
skoðun sinni yfir í fréttatíma
sjónvarpsins þá.
Kannski er þetta skoðun hans
enn í dag? Hann er alla vega
ekki tekin alvarlega af Olafs-
firðingum í dag. Hann lofaði
einnig að Islensk Miðlun í
Olafsfirði myndi fá verkefni frá
Hagstofunni, en það bólar ekk-
ert á efndum á því.
Fiskveiðistjómunin
Við sem búum hér í Olafsfirði
vitum hver vandi okkar er í dag
og hver er orsök hans, hann er
fyrst og fremst það fiskveiði-
stjórnunarkerfi sem við búum
við.
Það er búið að afhenda út-
gerðarmönnum sameign þjóð-
arinnar til umráða og eignar,
þ.e. lífsbjörg sjávarbyggðanna í
þessu landi og þeir geta gert
það sem þeim sýnist með hana,
án þess að við getum nokkuð að
gert. Sjómenn og fiskvinnslu-
fólk og aðrir íbúar á þessum
stöðum eiga engan rétt detti út-
gerðarmönnum í hug að selja
eða sameina fyrirtæki sín öðr-
um og flytja starfsemina brott.
Þetta er óþolandi óvissa um
framtíðina sem verður að brey-
ta. Þetta er það sem er undir-
staða atvinnulífsins hér í Ólafs-
firði, það eru fiskveiðar og
vinnsla á afla í landi. Ef við
höfum ekki undirstöðu at-
vinnulífsins á þessum stöðum
gegur ekkert upp. Fjarvinnsla
og önnur uppbygging, t.d. í
skóla- og ferðamálum sem
myndi styrkjast með jarðgöng-
um til Siglufjarðar og yrði þá
góð búbót fyrir okkur, en hún
getur aldrei komið í staðinn fyr-
ir undirstöðu atvinnulífsins
hér. Ef við byggjum við meira
frjálsræði í fiskveiðimálum gæt-
um við vel komið atvinnulífinu
hér í gang að nýju.
Fullkomm vinnsluhús
Hér eru fullkomin og stór fisk-
vinnsluhús sem standa nú auð,
eitt alfullkomnasta saltfisk-
þurrkunarhús landsins og fullt
af sérhæfðu starfsfólki. Hér
væri gott fyrir öflugt fisk-
vinnslufyrirtæki að setja upp
starfsemi. Allir stjórnmála-
llokkarnir Iýstu því yfir fyrir
kosningar að það þyrfti að nást
meiri sátt um fiskveiðistjórn-
ina, en síðan hafa þeir verið að
draga í land með það, samanber
orð forsætisráðherra um að ef
Hæstiréttur dæmir ekki í Vatn-
eyrarmálinu eftir vilja sínum þá
verði landauðn á Islandi og við
getum öll farið til Kanarí. Það
er öruggt að aldrei næst sátt um
þetta óréttláta kerfi, nema
miklar breytingar verði gerðar á
því.
Kristinn H. Gunnarsson hef-
ur lagt fram athyglisverðar hug-
myndir í byggðamálum sem
mér finnst að ætti að skoða
gaumgæfilega. Það er að út-
hluta 2/5 eða 1/3 hluta kvóta
hvers árs til sjávarbyggða á
landsbyggðinni. Þetta gæti orð-
ið sjávarplássunum til bjargar.
Náttúruhamfarir
Staðreyndin er sú að við hér í
Ólafsfirði höfum orðið fyrir
náttúruhamförum af manna-
völdum. Það er búið að taka
Iífsbjörgina frá okkur, frelsi ein-
staklingsins til að bjarga sér er
heft. Við hér í Ólafsfirði höfum
ekkert að gera með fleiri sæ-
greifa, sem vita ekki aura sinna
tal, og hafa ekkert annað að
gera en að fylgjast með gengi
verðbréfa sinna og telja pen-
inga. Það var mikið til í því sem
Steingrímur J. Sigfússon sagði
á þessum fundi, þó að menn
brostu, að það væri mikilvægt
að styðja við bakið á heima-
mönnum en ekki segja þeim
fyrir verkum, og það væri
kannski lausn að bjóða Geir H.
Haarde fjármálaráðherra með
tékkheftið til Ólafsfjarðar til að
styðja við bakið á þeim fyrir-
tækum sem fyrir væru, og ekki
væri verra að með honum kæmi
Árni Mathiesen með svolítinn
kvóta.
Gengur ekki lengur
Þcgar þetta er skrifað eru 64 at-
vinnulausir í Ólafsfirði, að vísu
15 tímabundið. Það sjá allir
sem vilja sjá að við þetta verð-
ur ekki lengur unað, það verður
að finna lausn á þessu ástandi
sem fyrst.
Ég vona svo að lokum að
stjórnvöld í þessu landi fari af
heilum hug að framkvæma
raunhæfa byggðastefnu, svo að
byggð geti haldist í byggðalög-
um landsins. Það er það sem er
hagkvæmast fyrir Iandið í heild.
Þá gæti aftur orðið hér blómleg
byggð í Ólafsfirði.
Gegn uppgangi öfgaflokka
Fimmtán pingmenn
norrænna jafnaðar-
manna á aldrinum
25 til 35 ára álykt-
uðu gegn uppgangi
öfgaflokka í Evrópu á
fundi í Kaupmanna-
höfn fyrr í þessum
mánuði. Hér birtist
útdráttur úr ályktun-
inni.
Stöðvum merkisbera kynþátta-
haturs strax!
Nýnasistar myrtu Björn
Söderberg, verkalýðsleiðtoga, í
bænum Satra í Svíþjóð í októ-
ber 1999. Hann tók virkan þátt
í baráttunni gegn fasisma og
andlýðræðislegum öflum þar í
landi.
Það er skylda okkar allra að
sjá til þess að öfgaflokkar sem
hafa útlendingaandúð og kyn-
þáttahatur að leiðarljósi nái
ekki fótfestu í Evrópu, hvorki á
Norðurlöndunum né annars
staðar í álfunni. Stjórnmála-
flokkar verða að taka höndum
saman í baráttunni gegn öfga
hægri öflum, á Iandsvísu og í
fjölþjóðlegu samstarfi. Undir-
rituð Iýsa áhyggjum sínum
vegna þeirrar linkindar og
áhugaleysis sem ýmsir hægri
flokkar á Norðurlöndunum
hafa sýnt uppgangi öfgaflokk-
anna og endurspeglast m.a. í
viðbrögðum ýmissa ráðamanna
við stjórnarþátttöku Frelsis-
flokksins í Austurríki.
Norðurlandabúar mega hvorki
sofna á verðinum né vanmeta
hin myrku öfl, drifkraft öfga-
flokkanna, sem nærast á út-
lendingaandúð og fáfræði. Við
megum ekki láta blekkjast af
fagurgala sem felur f sér ólýð-
ræðislegar hugmyndir. Við
verðum að draga réttan lærdóm
af sögunni og gera allt sem í
okkar valdi stendur til að koma
í veg fyrir að hún geti endurtek-
ið sig.
Aðskilnaður kynþátta og at-
vinnuleysi er frjór jarðvegur
fyrir ólýðræðislegar hugmyndir.
Þess vegna er baráttan fyrir öfl-
ugu velferðarkerfi og jöfnum
tækifærum öllum til handa einnig
barátta fyrir lýðræði. Stjórn-
málaflokkar eiga að vera sam-
einingarafl en ekki afl sundr-
ungar og niðurrifs. Félags-
hyggjufólk vill að margbreyti-
leikinn í samtímanum fái að
dafna og umburðarlyndi gagn-
vart ólíkri menningu og upp-
runa fólks aukist.
Baráttan gegn öfgaöflunum
verður að færast út í þjóðfélag-
ið. I skólum og á vinnustöðum
þarf að blása til gagnsóknar.
Einnig er brýnt að ríkisstjórnir
Norðurlandanna skipi sér í for-
ystusveit lýðræðisaflanna á fyr-
irhugaðri heimsráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna árið 2001.
Efni hennar verður baráttan
gegn kynþáttahatri, -aðskilnaði
og útlendingaandúð.
Jeppe Kofod og Pernille
Blach Hansen, Danmörku,
Susanna Huovinen, Sade
Tahvanainen og Heli Paasio,
Einnlandi, Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, Islandi, Jon Olaf AI-
stad, Trond Giske, Gun Kari
Gjul, Synnöve Konglevall,
Sverre Myrelie og Tomas Nor-
voll, Noregi, Martin Nilsson,
Anders Ygeman og Marie
Granlund, Svíþjóð.