Dagur - 17.03.2000, Side 12

Dagur - 17.03.2000, Side 12
12 - FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 ro^ir Klofningur á Skaga Meirihluti bæjar- stjómar á Akranesi klofnaði þegar kom til atkvæðagreiðslu milli hugmyuda um skipu- lag nýs hverfis í hæn- um. Þ.rír fulltrúar Akraneslistans grei- ddu atkvæði með Sjálfstæðis- mönnum sem eru í minnihluta, en fulltrúar Framsóknarflokksins ásamt einum fulltrúa Akra- neslistans lentu undir í atkvæða- greiðslunni. Akraneslisti og Framsóknarflokkur skipa meiri- hluta í bæjarstjórn Akraness. Sveinn Kristinsson formaður bæjarráðs vlll meina að ekki sé um eiginlegt meirihlutamál að ræða. „Mcnn greiddu atkvæði hver eftir sínu nefi,“ segir hann. Valið stóð á milli tvenns konar hugmynda að aðalskipulagi. Til- Iaga sjálfstæðismanna sem var samþykkt var að íyrir valinu yrði hugmynd Teiknistofanna AVT og AT4. Uún byggir á svokölluðu klasaskipulagi, að hverfið byggist upp á Iokuðum botnlöngum með safngötum sem safni umferðinni úr hverfinu og sveigðri aðalgötu. Sveinn segir þessa tillögu hafa verið unna á síðasta kjörtímabili og tók undir að það hefði að hluta til verið gamli meirihlutinn sem hefði tekið sig saman. Tillaga meirihluta Skipulags- nefndar sem var felld byggði á hugmynd Kanon arkitekta sem byggir á könntuðu reitaskipulagi þannig að umferðin sé í kring um reitina. Sveinn segir þá tillögu hafa verið unna á síðasta ári. Það er kraftmikill hópur ungs fólks sem keyrir áfram skemmtilega sýningu í Féiagsmiðstöðinni Úðal í Borgarnesi. KraftmiMir krakkarí Borgamesi Unglingarnir í Grunnskólanum i Borgarnesi hafa þessa viku sýnt leikritið Skilaboðaskjóð- una. Sýningin er kraftmikil og á margan hátt aðdáunarverð. Leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson, en þetta er í ann- að sinn sem hann leikstýrir í Borgarnesi. I fyrra leikstýrði hann Konungi ljónanna sem sýnt var við mikla aðsókn. I leikskrá segir Stefán nokkur orð, m.a. þetta: „Aðbúnaður og virðing fyrir krökkunum og starfi þeirra hér í Borgarnesi er til sóma að mínu áliti. Þau eru afslöppuð, einbeitt og gefa mik- ið af sér. Orugg vegna þess að það er hugsað um þau sem manneskjur með þarfir. Það er frábært að koma f samfélag sem ber þessa virðingu fyrir þeim sem ciga að taka við.“- Það fór vel á með forsetanum og Jóni Hreggviðssyni baksviðs eftir sýningu, en í hlutverki hans var Sigurður Halldórsson bóndi á Gullberastöðum. - myndir: ohr íslandsMukkan 1 Brautartungu Síðasta laugardag frumsýndi leikdeild Ungmennafélagsins Dagrenningar leikritið Islands- klukkuna eftir I Ialldór Laxness í félagsheimilinu Brautartungu . í Lu ndarreykj adal. Meðal gesta á frumsýningunni var forseti Islands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, en Lunddælingar telja sig eiga svolítið í honum þar sem afi hans, Kristgeir Jónsson, bjó á þremur jörðum í Lundar- reykjadal: Gullberastaðaseli, Englandi og Gilstreymi. Auk forsetans voru meðal gesta ráðherrarnir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og aðrir þingmenn Vesturlandskjördæmis. Leikstjóri er Halla Margrét Jó- hannesdóttir en aðalhlutverk eru í höndum Sigurðar Halldórsson- ar bónda á Gullberastöðum sem leikur Jón Hreggviðsson og Hild- ar Jósteinsdóttur húsfreyju á Ekki var annað að sjá en forsetinn skemmti sér hið besta. Skálpastöðum sem leikur Snæ- fríði Islandssól. Nftján leikarar taka þátt í sýningunni og að henni koma um Ijörutíu manns sem er tæpur helmingur íbúa Lu ndarreykjadals. Uppfærsla leikdeildar UMFD á íslandsklukkunni er án efa eitt viðamesta verkefni sem leikfélag af þessari stærðargráðu hefur ráðist í. Allt kapp hefur verið lagt á að gera sýninguna sem best úr garði og hefur undirbúningur staðið í heilt ár. Ófærð og illviðri hafa sett strik í reikninginn við æfingar og hafa leikarar og aðrir sem að sýning- unni koma lagt á sig mikið erfiði og endurspeglar það þann gífur- Iega áhuga sem verið hefur fyrir verkinu. Þá má geta þess að í til- efni uppfærslunnar var samið sérstakt titillag. Höfundur lags og texta er Bjarni Guðmundsson kennari á Hvanneyri. Það vakti athygli árið 1996 þegar leikdeild UMFD setti upp nýja leikgerð á sögu Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Sú sýn- ing hlaut góða dóma og fékk af- bragðs góða aðsókn. Það er von þeirra sem að sýningunni nú standa að áhorfendur í Brautar- tungu kunni ekki síður að meta Jón Hreggviðsson en Bjart í Sumarhúsum. Opin kennslustund í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Gísli Birgir Guð- steinsson í kennslustund hjá Gunnari Ringsted. Opin kennsla í tónlist Tónlistarskóli Borgarfjarðar hélt upp á „Dag tónlistarskólanna 2000“ lyrir nokkru og var með opnar kennslustundir í húsnæði tónlistarskólans að Gunnlaugs- götu 17 í Borgarnesi 29. febrúar síðastliðinn. Þar bauðst gestum og gangandi að fylgjast nteð nokkrum kennurum og nem- endum að störfum. Dagurinn tókst vel og var þó nokkuð um að fólk liti við og fylgdist með kennslu. Nemendur, kennarar, gestir og forráðamenn skólans voru ánægðir með daginn. íþróttahús á áætlim í Snæfellsbæ Á opnum borgarafundi í Snæ- fellsbæ var almenn kynning á fjárhagsáætlun bæjarfélagsins lyrir árið 2000. Þar var m.a. rætt um íþrótta- húsið sem verið er að reisa í Snæfellsbæ og kom þar fram að bæði kostnaður og verkfram- kvæmdir eru á áætlun og er stefnt að því að verktakar af- hendi húsið þann 14. ágúst n.k. Fundarmenn sýndu einnig áhuga á sameiginlegri skóla- og félagsþjónustu á Snæfellsnesi sem verið er að stofna og verður staðsett í Snæfellsbæ. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Snæfellsbæ og er búið að skipuleggja nýtt ibúðarhúsa- hverfi við Selhól á Hellissandi og einnig nokkrar nýjar lóðir við Háarif á Rifi. Þá er verið að deiliskipuleggja nýtt hverfi á holtunum í Olafsvík og ætti því að vera lokið með vorinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.