Dagur - 20.07.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 20.07.2000, Blaðsíða 15
FIMMTVDAGVR 20. JÚLÍ 2 0 0 0 - 1S Goðsagnimar gæddar lífi fimmtán kmkkará aldrínum 9-12 áraeru að æfa leikþætti úrgrískugoðafræðinni undir stjóm leikaranna ÖlduAmar- dóttur, Hrefnu Hallgrímsdótt- urog Péturs Eggerz. Leiksýn- inginerlokapunkturá þríggja vikna leikhúsnámskeiði Möguleikhússins og á morgun munu krakkamirsýna af- rakskturínn aðstandendum og bömum á leikjanámskeiðum. Dagurkíkti við á æfingu. Guömundur, Agnes, Birta, Helga Margrét og Stefán Arnar segjast hlakka mikiö til sýn- ingarinnar á morgun. Þau eru staöráöin íþví aö veröa leikarar í framtíðinni. Þegar blaðamann ber að garði eru krakkarnir í óða önn að æfa leikþættina sína og mála leik- myndir. Birta Björnsdóttir, Stefán Arnar Ein- arsson, Guðmundur Felixson, Helga Margrét Freysdóttir og Agnes Guðmundsdóttir eru að æfa leikþáttinn Þijár þrautir Heraklesar und- ir stjórn Péturs Eggerz leikara. Þau skemmta sér greinilega vel og sýna mikla leiktilburði. Að sögn krakkanna segir leikþátturinn frá því þegar Herakles fer til undirheima til að ná í þríhöfða hundinn Kerberos frá Hadesi. Krakkarnir láta mjög vel af námskeiðinu og segja mikið hafa verið um að vera.“I fyrstu vikunni fórum við í alls konar leiki til að kynnast, síðan fórum við að undirbúa leikritið og í þessari viku höfum við verið að æfa. Fyrst spunnum við alveg sjálf en síðan komu kennararnir og sögðu okkur hvað við gætum bætt betur við,“ segir Birta og Agn- es bætir við: „I undirbúningnum byijuðum við á því að lesa sögur úr grísku goðafræð- inni og síðan máttum við velja úr þær sög- ur sem okkur Iangaði til að gera Ieikrit úr.“ orði að allt sé ekki jafn skemmtilegt og það Ieið- inlegasta sem hann hafi þurft að gera hafi verið að leika stól. Hinir taka undir, hnipra sig saman á grúfu og sýna blaðamanni hvernig stóll verður Krakkarnir á leikhúsnámskeidi Möguieikhússins á um. Skemmtilegt að leika útvarp Þau eru flest sammála um að skemmtilegast á námskeiðinu hafi verið að fara út í Viðey en þar héldu þau Olympíuleika og mættu til leíks dul- búin sem einhver persóna úr grísku goðafræð- inni. Enginn tapaði og allir fengu verðlauna- pening. Að sögn Guðmundar missti hann af fyrstu vikunni og segir hann að sér hafi fundist skemmtilegast í spunaleikjum. Hann hefur á til. Þegar þau reisa sig við minnir Birta Guðmund á að honum hafi nú fundist skemmtilegt að leika útvarp. „Já, mér datt einu sinni í hug að leika útvarp og nú vilja allir að ég leiki útvarp," segir Guðmundur og Birta bætir við: „Þú varst líka svo fyndinn." Krakkarnir veltast um af hlátri og aðspurð hvort þau ætli að leggja leiklistina fyrir sig í framtíð- inni svara þau að bragði og segjast öll ætla að Alvöru leikhús Að sögn Péturs Eggerz er þetta sjötta sumarið sem Möguleikhúsið stendur fyrir leihús- námskeiði fyrir börn. Hann segir krakkana fá að njóta sín og þau taki yfir- leitt virkan þátt í ferlinu þegar fram í sækir. „Við köllum þetta leikhúsnám- skeið af því að til- gangurinn er að vinna eins og við séum að gera leik- sýningu frá upphafi til enda. Við reynum að Iáta krakkana fá tilfinningu fyrir því að þeir séu í Ieik- húsi. Við vinnum með þeim í fullri al- vöru og gerum heilmiklar kröfur til þeirra, til dæmis varðandi samvinnu og stundvísi," segir Pétur. Hann segir að reynt sé að fá sem flestar hug- myndir frá krökkunum sjálf- um og því séu leikþættimir þeirra útfærsla af grísku goð- sögunum. „Við reynum að láta þau leysa alla hluti á sem ein- faldastan hátt þvf það er erfitt að vera með stóra leikmynd eða leikmuni. Þau leika til dæmis sjálf ferju Heraklesar í undirheimum, stóla og annað. Mörg þeirra eru kannski vön að sjá stærri sýningar í Ieikhúsun- um þar sem er leikmynd og fullt af leikmunum en við viljum líka kenna þeim að einnig sé vel hægt að nota ímyndunaraflið og gera hlutina með því nota leikar- ana sjálfa," segir Pétur. Hann segir flest krakkanna þekkja eitthvað til goðsagnanna og vonar að leikþættirnir muni hvetja þau til að kynna sér grísku goðafræðina enn frekar. „Þetta eru skemmtileg- ar sögur með mörgum persónum sem eru enda- laus brunnur til að ausa af. Það gaman að taka svona gamlan menningararf og gera hann lif- andi fýrir krökkunum," segir Pétur að lokum. - ELJ asamt leiðbeinendum sín ÞaðerlífogfiöríMöguleik- húsinu þessa dagana þarsem verða leikarar, þetta sé svo ofsalega skemmtilegt. ■menningar LÍFIÐ Á Gömlu Borg í Grímsnesi er rekið kaffihús og krá yfir sumartímann, ann- að árið í röð, frá kl. 15.00 - 23.30 og til 02.00 um helgar. Á laugardagskvöldu m er lifandi tónlist í húsinu og þá fyrst má segja að húsið gangi í endurnýjun lífdaga því auk þess að vera skólahús um tíma var Gamla Borg samkomuhús sveit- arinnar þar sem dansinn dunaði á árum áður. Húsið var gert upp af fimm fjölskyldum í sveitinni og þar er ágætt pláss fyrir 45 - 60 manna veislur. Engin homkerling Söguveisla með leikþættinum „Eng- in hornkerling vil ek vera“ og söng- dagskránni „Fögur er hlíðin", ásamt þríréttaðri máltíð hefur vakið verð- skuldaða athygli í Sögusetrinu á Hvolsvelli í sumar. Næsta sýning er á föstudagskvöldið 21. júlí, kl. 19.30. Flytjendur dagskrár eru allir í miðaldabúningum og sama gildir um griðkonurnar sem bera fram matinn. Skemmtisiglingar um Skagafjiirö Nú er komin farþegafeija á Skagafjörðinn sem siglir með fólk út í Drangey og Málmey og framhjá Þórðarhöfða. Skipið heitir Straumey og tekur 62 far- þega. Auk þess sem ætlunin er að bjóða upp á fastar ferðir á kvöldin frá Sauðárkróki geta hópar tekið sig saman og pantað skipið. Lágmark í slíkar ferðir er 8 manns. Hlutafélagið Eyjaskip rekur farkostinn Skriðjöklar á skrið Hin gamalkunna hljómsveit Skriðjöklar er nú vöknuð af dvala. Hún lék á Austljörðum um síðustu helgi við fögnuð bæði ballgesta og hljómsveitar- manna sjálfra, eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá þeim. Nú stefnir hún för sinni vestur um land og ætlar að leika í Sjallan- um Isafirði á föstudags- og laug- ardagskvöld og verða það fyrstu dansleikir sveitarinnar þar um langt árabil. s^ Ein grið- kvenna i Sögusetrinu Gunnþóra Gunnarsdóttir FuHkoimiir glæpir Þær eru margar íslensku örlaga- sögurnar sem gefið hafa góðum rithöfundum tilefni til að semja eftirminnilega þjóðlífsþætti. Að öllum öðrum ólöstuðum er sér- stök ástæða til að nefna Tómas Guðmundsson, skáld, og Jón Helgason, ritstjóra, sem höfunda áhrifamikilla frásagna af þessu tagi. Og Hannes Pétursson, skáld, en kiljuldúbbur Máls og menningar hefur nú endurútgef- ið söguþátt hans Rauðamyrkur sem var fyrst prentaður árið 1973. I eftirmála nýju útgáfunnar segir Hannes meðal annars frá því hvernig hann heyrði fyrst þá sögu, sem þar er sögð, og leitaðist við að finna sannleik- ann í málinu. Rauðamyrkur fjallar um atburði sem gerðust í Skagafirði á seinni hluta nítj- ándu aldarinnar. Segja má að þar sé sagt frá því sem nútímamenn kalla fullkom- inn glæp - og það reyndar tveimur slík- um; ráni og morði. MENNINGAR VAKTIN Elías Snæland Jónsson skrifar Fórnarlamb ránsins, sem framið var árið 1871, var Hafliði Jónsson sem þá var vinnumaður á Reykjum í Hjaltadal, skammt frá hinum sögufrægu Hólum. Hann- es dregur upp skarpa mynd af Hafliða þessum, sem virðist ekki hafa verið sérlega geðslegur ná- ungi en hins vegar duglegur að safna fé og geymdi það í hirslum í útiskemmu. Þaðan var eigum hans stolið. Sýslumaður hóf rannsókn málsins nokkru sfðar, en þrátt fyrir ítrekaðar yfirheyrsl- ur tókst honum aldrei að sanna hver var þar að verki og því enginn dæmdur fyrir. Maðuriim sem hvarf Hins vegar grunaði sýslumaður tvo menn um glæpinn, Otta Sveinsson og Svein Sigurðsson. Þeir voru í haldi um hríð, en játuðu ekkert. Sveini var að lok- um sleppt, en Otti slapp úr haldi og tókst sýslumanni ekki að hafa hendur í hári hans. Og það eru einmitt örlög Otta Hólar I Hjaltadal. Þar fékk Otti Sveinsson skjól hjá Þóru Gunnarsdóttur. sem eru þungamiðjan í frásögn Hannes- ar. Ekki skal hér uppljóstrað um endalok hans, eða þá lausn málsins sem sögu- maður færir rök fyrir að sé hin rétta. Má þó nefna að við þá atburðarás kemur sú kona sem þjóðsagan hefur löngum tengt ástarböndum við Jónas Hallgrímsson skáld - Þóra Gunnarsdóttir, en hún bjó í Hjaltadal síðustu æviárin. Hannes segir hér afar fróðlega og dramatíska sögu og kemur um leið til skila áhrifamikilli lýsingu á mannlífi í Hjaltadal á síðustu áratuguin nítjándu aldarinnar og þeirri ömurlegu niðurlæg- ingu sem einkenndi hið forna biskups- setur á þeim tímum. Mannlýsingar hans eru meitlaðar og frásögnin öll eftir- minnileg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.