Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstodarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mAnuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-i6i5 Amundi Amundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6iei
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 CREYKJAVÍK)
Sala Valhallar
í fyrsta lagi
Eftir að aðaleigandi og hótelrekandi í ValhöII á Þingvöllum
hefur árangurslaust þrefað við ríkið um verð á hótelbygging-
unni dúkkar nú skyndilega upp útlendur auðkýfingur sem vill
borga meira en fjórfalt það sem ríkið hafði áður boðið. Sé
þetta á annað borð raunverulegt tilboð hlýtur það að teljast
óvæntur happafengur fyrir hótelhaldara, sem að eigin sögn var
búinn að missa áhugann á rekstri á þessum stað vegna
strangra skipulagskvaða Þingvallanefndar sem hefur ekki
viljað heimila breytingar á húsinu.
í öðru lagi
Það er hins vegar mál sem varðar alla íslensku þjóðina ef er-
lendur auðkýfingur kaupir húseignina Valhöll og hyggt breyta
henni í sumarbústað fyrir sjálfan sig. Þingvellir eru þjóðgarð-
ur og um hann gilda mjög ákveðnar og strangar reglur. Nýtt
einkasumarhús, lokað almenningi, hvort heldur sem er í eigu
innlends eða erlends aðila á vitaskuld ekkert erindi á slíkan
stað. Ef einhver staður er sameign þjóðarinnar þá er það þessi.
Og það er líka illþolandi ef einkaaðilar - innlendir eða erlend-
ir - geta haldið ákveðnum hlutum Þingvalla í gíslingu í krafti
eignaréttar á tilteknum byggingum og krefji almannavaldið um
lausnargjald í formi ofurverðs fyrir þær.
í þriðja lagi
Þingvallanefnd hefur víðtæk völd til að tryggja almannahags-
muni á þessum stað og þau völd á hún vitaskuld að nota og tryg-
gja að engar grundvallarbreytingar verði á stöðu Valhallar og ná-
grenni hennar gagnvart íslensku þjóðinni þó hún skipti um eig-
endur. Það eitt að erlendur auðmaður eignast hluta húss í stað
innlends auðmanns er ekki aðalatriði þessa máls. Auðmagnið á
engin landamæri. Aðalatrið er að sá uppboðsmarkaður sem hér
er að fara af stað sýnir hve gallað og siðlaust fyrirkomulag það er
að ákveðnar fasteignir innan þjóðgarðsins séu í einkaeign þannig
að verð þeirra spennist upp eingöngu vegna þess að menn eru
sammála um að þær ættu að vera í þjóðareign.
Birgir Guðmundsson
gjört
skítapleis!
Akureyri er einhver fegursti
staður norðan Alpafjalla og þó
víðar væri leitað. Þetta vita
auðvitað þeir best sem í bæn-
um búa, cn einnig þeir gestir
sem þangað koma tiltölulega
allsgáðir. Sem þýðir auðvitað
að þúsundir unglinga sem
sótt hafa bæinn heim á Halló-
hátíðum, eru hugsanlega enn
grunlausir um að Akureyri sé
fegurstur bæja á landi hér.
Akureyri hefur
af mörgu að
státa. Þar er auð-
vitað Lystigarður-
inn, kirkjan og
Sjallinn. Enn-
fremur ÚA, KEA,
KA og Þór. Og
hver kannast ekki
við Kjarnaskóg,
Hlíðarfjall, Dav-
íðshús, Sigurhæðir, Samherja
og alla súludansstaðina. Öll
eru þessi fyrirbæri fögur og til
fyrirmyndar í hvívetna.
En aðall Akureyrar er auð-
vitað Akureyringar sjálfir, íbú-
arnir sem eru fremstir meðal
jafningja á Iandi hér, eins og
þeir þreytast aldrei á að upp-
lýsa aðra um, sem eru svo
óheppnir að húa annars stað-
ar en á Akureyri.
Saurflædi
En það er ekkert fullkomið í
heimi hér, eld<i einu sinni Ak-
ureyri. Enginn, ekki einu
sinni Akureyringar, eru óhul-
tir fyrir dutlungum náttúr-
unnar. Það fengu þeir að
reyna í vikunni, þegar þessi
perla norðursins, Akureyri,
breyttist á skömmum tíma í
algjört skítapleis í orðsins fyll-
stu merkingu.
Þá rætist sem sé spádómur-
V
inn sem Dylan kvað um Akur-
eyri fyrir margt löngu og söng:
„A hard rain is gonna fall“. Og
það gekk eftir í vikunni. Það
rigndi harkalega á Akureyr-
inga með eftirfarandi afleið-
ingum sem Dagur greindi frá
samviskusamlega: „Saurflæði
á Akureyri alvarlegt mál. Kúk-
ur og skítur flæddu út um
allt, bæði inn í hús og um all-
ar götur eftir að skýfall olli
flóðum á Odd-
eyrinni".
í djúpum..
Landsmenn
allir, einkum
óbreyttir íbúar
krummaskuða
og músarindils-
skauta á áhrifa-
svæði Akureyr-
ar, eru auðvitað slegnir yfir
því að vinir þeirra og frændur
á Akureyri skuli hafa verið í
svo djúpum skít eftir skýfallið.
En um leið eru sumir þeirrar
skoðunar að þetta hafi hugs-
anlega verið þörf áminning
fólki sem svo lengi hefur talið
sig vera með allt sitt á hreinu
í besta og fallegasta bæjarfé-
lagi heimsins.
Ekkert sæluríki á jörðu er
eilíft, ekki einu sinni á Akur-
eyri. Enginn staður í heimin-
um er með öllu fullkominn,
ekki einu sinni Akureyri. Eng-
inn staður getur flúið örlög
sín eða úrhelli sem fleytir
lortum á ótroðnar slóðir, ekki
einu sinni Akureyri.
Það leynist alls staðar, með
einum eða öðrum hætti, kúk-
ur í lauginni.
GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Nú mun svo gott sem húið að
selja Hótel Valhöll á Þingvöllum.
Þetta eru auðvitað eins og hver
önnur viðskipti, íslenskur eigandi
hallarinnar vill selja og erlendur
auðkýfingur vill kaupa hjallinn og
samkomulag hefur náðst um verð.
Ekki er vitað á þessari stundu til
hvers Krösusinn frá Mónakó ætl-
ar að brúka Valhöll, hvort hann
ætlar að reka þar áfram hótel,
ellegar nota húsið lyrir sumarhús,
eða hvort eithvað allt annað
stendur til. Valhöll gæti þess
vegna orðið spilavíti eða nektar-
búlla eða safn af einhverju tagi.
Um það er auðvitað ekki spurt því
eins og segir í laginu: „When the
money comes rolling in, you dont
ask why“.
Salan á Valhöll er sem sé bara
venjulegur bisnesdíll og ætti ekki
að þurfa að hafa mörg orð um.
Þjóðvíflal
En það er nú samt gert. Össur
Hæstbjóðendum aUt!
Skarphéðinsson
segir að sér lítist
skelfilega á að Val-
höll komist í
hcndur erlendra
auðkýfinga og
hann kveðst álíta
að ríkið eigi með
einhverjum hætti
að eignast Valhöll.
Og Sigurður A.
Magnússon er
ómyrkur í máli að venju og hróp-
ar: „Hneyksli, helgispjöll og
þjóðvilla!" Og SAM spyr líka
hvort eigi að fara að selja helg-
asta stað Iandsins, stað sem sé
þjóðardjásn íslendinga.
Örugglega eiga fleiri forpok-
aðir andstæðingar viðskipta-
frelsis eftir að tjá sig um þetta
mál og geipa gegn sölunni á
Valhöll. Við þvf er auðvitað ekk-
ert að gera. Það verða alltaf á
meðal okkar forhertir þjóðern-
isþorskar sem munu tuða um
söguna, bók-
menntaarfinn,
tilfinningar og
önnur slík löngu
úrelt þing, til
þess að koma í
veg fyrir að eðli-
leg viðskipti
frjálsborinna
heimsmanna
geti farið fram.
íslandi aflt???
En í hvaða heimi Iifa þessir
menn, með leyfi að spyrja?
Halda þeir að gamla góða slag-
orðið „Islandi allt!“ sé enn í fullu
gildi eða marktækt að einhverju
marki? Vita þeir ekki að gamla
framsóknarbændasamvinnusam-
félagið er löngu horfið í aldanna
skaut? Og hefur það farið fram
hjá þeim að æðsta boðorðið á Is-
landi í dag, hin gullna regla sem
öllum bera að fyigja með góðu
eða illu er „Hæstbjóðanda allt!?“
Þeir fiska ekki endilega lengur
sem róa. Þeir fiska sem eiga
kvóta. Þeir fá sem borga best.
Svo einfalt er það nú. lslenska
ríkið mun á sínum tíma hafa
boðið skitnar 100 milljónir í Val-
höll og er hægt að ætlast til þess
að nokkur maður selji fyrir 100
milljónir þegar 460 milljónir eru
í boði? Það er einfaldlega ekki
lengur spurt um það hver kaupir
heldur hvað getur hann borgað
mikið.
Og Valhöll er hara upphafið.
Við eigum eftir að sjá erlenda
auðkýfinga kaupa annes og eyjar,
fjöll og dali, fiskimiðin og fleira
sem falt er. Því allt er falt.
Þannig er lögmálið. Og dýrðin er
dollarans. Og hver verður að
ávaxta sitt pund eins og honum
framast er unnt. Að selja er allt
sem þarf.
Tilfinningar? Þjóðararfurinn?
Sagan? Seljum það allt hæst-
bjóðanda.
Da^ur
svarad
Hvaðeru tnargir
farsímará heimili
þínu?
Ellert Schrain,
forseti ÍSÍ
„Þeir eru tveir.
Einn sem ég á og
einn handa frún-
ni. Eg gaf henni
þann síma til að
auðveldara yrði
fyrir mig að ná í
hana. Börnin eru ekki nema 8
og 10 ára svo ég tel ekki að þau
hafi neitt með síma að gera. Eg
hef hins vegar búið mig undir
j)að að í kring um fermingu
verði sími kominn ofarlega á
óskalistann. Eg nota farímann
minn mikið og trúlega allt of
mikið því þó svo ég sé með
heimilissfmann við hendina j)á
gríp í farsímann. Það er með
hann eins og alla leiðinlega
ávana þeir verða mannir tamir.“
Ómar Ragnarsson,
fréttáhaiikuT.
„Eins og er eru
þeir ekki nema
fjórir því þegar
dóttir mín flutti
að heiman fækk-
aði þeim um
einn. Sjálfur
fékk ég mér farsíma fyrir 16
árum og skil ekki hvernig ég fór
að áður en þeir komu til sög-
unnar. Eg á einn NMT síma,
fyrsta símann sem Tal gaf núm-
er á og siðan er ég með einn
Frelsissíma. Þá er konan mín
með einn síma. Við erum því
vel farsímavædd.“
Þórólfur Amason,
forstjóri Tals
„Við erum fjögur
í heimili og nú er
svo komið að við
erum öll með
síma. Nema
hundurinn, ætli
við sleppum hon-
um ekki við símaeignina. Símar
fjölskyldunnar hafa reynst vel í
sumar þegar allir eru að gera
eitthvað í sínu horni. Þá notum
við SMS skilaboðið eða talhólfið
til að koma á milli skilaboðum
um hvern eigi að sækja hvert,
hvenær. Símann sjálfan reyni ég
að nota f hófi.“
Jónas Sigfússon,
framkvæmdastjóri Svars á Akureyri.
„A mínu heimili
eru tveir farsímar
auk þess sem ég
hef NMT síma í
bílnum vinnunn-
ar vegna. Börnin
hafa enn sem
komið er ekki fengið síma. Eg
nota farsímann mjög mikið og
trúlega tala ég meira í hann en
heimilissímann. Það er mikil
aukning á farsímaeign lands-
manna og þar held ég að segi
mikið tilkoma Tals á markaðinn.
Þeir fóru að vera með tilboð á
símum og Landsíminn fylgdi á
eftir."