Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 3
LAUGARDAfíVH 9 . DESEMBF. R 2000 - JU ÍSLENDINGAÞÆTTIR Framhald afforsíðu Aðstaðan á hælinu var ekki miðuð við gesti. Stólarnir í sjúkrastofunni voru aðcins tveir svo maður varð bara að tylla sér á rúmstokkinn hjá þeim sem heim- sóttur var. Þetta varð því eins og heimsókn til þessara fjögurra pilta, sem allirvoru rúmliggjandi. Þeir höfðu að vísu það sem kall- að var klósettleyfi, gátu brugðið sér í slopp og skroppið út úr stof- unni þegar svo har undir. Reikna mátti með að lítil sjúkrastofa með fjórum smitandi sjúklingum, hóstandi öðru hver- ju, væri full af bakteríum. Um það hugsuðum við ekki, enda vissum við ekki betur en ég væri þegar búin að taka berklabakterí- una og sigrast á henni. Þegar Ieið að brottfarartíma Vífilsstaðavagnsins, brá Guð- mundur sér í slopp og fylgdi mér fram á gang. Við héldumst í hendur og horfðumst í augu. Hann hafði svo falleg augu. Þetta var heilög stund og erfitt að skil- ja. Það urðum við samt að gera. Þetta var í fyrsta og eina skipt- ið sem ég heimsótti Guðmund á hælið. Nokkrum vikunt seinna fékk Guðmundur tækifæri til þess að skjótast í bæinn til að kjósa. Ról- færir sjúklingar á Vífilsstöðum voru bæði sóttir og sendir á kjör- stað í leigubíl og þá stalst Guð- mundur til að láta bílinn koma við í Réttarholti og hlaupa inn til þess að Iíta dóttur sína'augum í fyrsta sinn. Þegar hann kom var barnið í litla herberginu uppi á lofti. Eg hljóp á undan honum upp stig- ann, tók barnið upp úr vöggunni sinni og lyfti því upp svo að hann gæti séð það, en hann kom ekki inn fyrir dyrnar. „Er þetta litla stelpan mín. Stelpan mín," hvíslaði hann blíð- Iega, en hann fékk ekki að koma nær henni og ekki að snerta hana. Stelpan hans var honum samt ekki nteð öllu ókunnug, því ég gaf honum skýrslu um hana á hverjum degi í gegnum símann. Það var mikil lofgerðarrolla, haldin af ungri móður sem var svo hrifin af litla barninu sínu, að hún var sannfærð um að aldrei hefði fæðst annað eins. Heimsókn Guðmundar var ekki lengri en þetta því bíllinn beið. Honum og samferðar- mönnum hans var ekið aftur beint upp að Vífilsstöðum. Tíminn leið. Allar systurnar í Réttarholti voru rúmliggjandi, nema Jóns- messubarnið frá sumrinu áður og Olöf Svandís, sú þrettánda í röð- inni, sem var á sjöunda ári. Hún svaraði berldaprófuninni alveg eins og hinar stelpurnar, en varð ekkert veik. Þá rifjaðist það upp, að ári áður hafði hún, ein af öll- um systrunum, átt lengi í veik- indum sem enginn kunni skýr- ingu á hver væru. Þótti nú líklegt að þá hefði hún tekið berklabakt- eríuna, þótt ekki væri vitað um smitberann. Þegar Olöf Svandís veiktist ári fyrr, hafði Guðntundur eins og alltaf farið í reglubundið eftirlit, fengið góða skoðun og leyfi til að stunda skólann og ljúka náminu, rétt eins og þegar hann fékk leyf- ið til að hefja kennslu. Að okkur læddist nú sá grunur að sú góða skoðun hefði ef til vill ekki og heldur ekki Jóna Krist- jana, sem hefur sennilega tekiö bakteríuna þegar hún var tíu ára því það riljaðist upp fyrir mömmu að það sumar helði hún dvalist hjá vandalausum í Hafn- arfirði við að passa börn, en alltaf verið með hitavellu, slöpp, syljuð og þreytt, þótt enginn vissi hvað að henni var. Nú var hún hraust, en svaraði samt prófuninni. Þetta er staðfesting á að berkl- arnir voru landlæg, lúmsk plága, ósköpum með æðruleysi. Mann renndi ekki grun í hversu þján- ingar þeirra, angist og ótti hefur verið mikill. Sérstaklega hefur pahbi örugg- lega átt erfitt. Hann var alltaf hræddur um stelpurnar sínar og bjó stöðugt við þann ótta. Upp- eldi okkar bar þess alla tíð merki hvað hann var hræddur um okk- ur. Við lærðum snemma að fara með gát til þess að pabbi hrykki ekki í kút. Eg var upptekin af umönnun barnsins, en geröi lítið annað, þótt auðvitað væru ærin verkefni á stóru heimili, segir Rannveig á einum stað. ekki verið svo góð sem skyldi. Magga Alda var að heiman og sömuleiðis Unnur Kristjana. Unnur var farin að búa og átti von á fýrsta barni sínu, en Magga leigði niðri í bæ og vann á At- vinnudeild Háskólans hjá Árna Friðrikssyni, fiskifræðingi, en mamma og hann voru systra- börn. Magga og Unnur smituðust sem ekki var auðvelt að vara sig á. Berklahælin tvö, Vífilsstaðir og Kristneshæli, urðu yfirfull. Sjúk- dómurinn breiddist örar út en nokkru sinni eftir að samgöngur og samneyti fólks varð meira en á fyrri öldum. Þrátt fyrir öll þessi veikindi og vonbrigði mín var heimilislífið í Réttarholti í ótrúlegu jafnvægi. Pabbi og mamma tóku þessum Daglegt líf var í föstum skorð- um og alltaf hlýtt og notalegt í Réttarholti. Umhyggja og ósér- hlífni mömmu stuðlaði að vellíð- an heimilisfólksins, frændfólkið heimsótti okkur, öllum var veitt vel og við nutum þess hvað mamma var mikil húsmóðir. Veit- ingarnar í Réttarholti voru ekki keyptar í búð. Eg naut þess að vera heima og hugsa um litla barnið mitt í skjóli pabba og mömmu. ÖIl ljölskyldan var hug- fangin af dóttur minni, enda fyrs- ta barnabarnið, og ég hreif alla sem komu í Réttarholt með áhuga mínúm og aödáun, þótt það væri auðvitað ekkert nýtt á þeim bæ að barn fæddist. Eg var upptekin af umönnun barnsins, en gerði lítið annað, þótt auðvitað væru ærin verkefni á stóru heimili. Mamma sá þess vegna næstum ein um heimilið. Það gerði hún af sönnum hetjuskap, kvartaði aldrei. Eg hafði engan skilning á því mikla starfi sem á henni hvíl- di. Enn var ekki bitið úr nálinni. Skyndilega var ég orðin fárveik með háan hita og sáran verk vin- stra megin í brjóstholinu, svo ég gat varla andað. Eg var með barnið á brjósti og þrátt fyrir vanlfðan mína sveik ég það ekki um næringuna. Auðvit- að var hringt í lækni til þess að athuga hvað að mér væri. Þegar hann kom, hlustaði hann mig, fékk að vita hvað ég væri með háan hita og ég sagði honum frá stingnum sára. Hann sagði þá að ég væri með brjósthimnubólgu með vatni. Nauðsynlegt væri að tappa vatn- inu af mér og létta öndunina. Hann myndi því panta fyrir mig sjúkrarúm hjá Maríu Maack á Farsóttasjúkrahúsinu. „Eg kem aftur,“ sagði hann, „þegar ég verð búinn að ganga frá sjúkrahúsvistinni." Hann sneri sér að mömmu. „Hún má taka verkjapillur, en mest sex á dag". Svo setti hann á mig berklaplást- ur áður en hann fór. Nokkru seinna, ég man að það var 19. mars, kom læknirinn einu sinni enn, en nú var hann ekki einn, þeir voru tveir, þeir sömu og höfðu áður vitjað systra minna. Þeir skoðuðu mig og hlustuðu, en ég var ennþá jafn- veik. Mamma var hjá okkur þegar ég var skoðuð. Mig skipti engu hvað við mig var gert eða eða unt mig sagt, ég vildi bara fá að vera í friði. Óljóst heyrði ég þó hvað læknarnir töl- uðu við mömmu: „Þetta er berklasmit og það verðum við að taka alvarlega. Við sendum hana beint á Vífilsstaði. Hvað sagðirðu að langt væri síð- an hún heimsótti manninn sinn á VífiIsstaði?““Það var 1. febrú- ar,“ svaraði mamma. „Nú, já,“ heyrði ég að sagt var. „Réttar sex vikur. Þá hefur það gerst. Hún hefur þá ekki verið búin að taka bakteríuna áður. Hún er svo veik, að nú hringjum við á sjúkrabíl og sendum bana strax á Vífilsstaði." Seinna frétti ég að þeir hefðu óttast að ég væri með bráða- berlda. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.