Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 10
34 — LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 ÞJÓÐMÁL Þegar allir leggj ast á eitt JAKOB m j FRIMAJVN j MAGNUSSON ÉlK- Æt SKRIFAR Davíð Oddssyni mælist að jafn- aði vel í árlegu áramótaávarpi sínu í Ríkissjónvarpinu. A ný- liðnu gamlárskveldi ræddi hann um fréttnæma stóratburði , en- fjallaði jafnframt um nokkur merkismál liðinnar aldar sem ekki er hægt að kalla atburði og því síður fréttir. A gamlárskvöld 1997 voru vangaveltur ráðherr- ans á sambærilegum nótum. Þá tók hann dæmi um hve niis- jafnlega við upplifum hlutina: 40 manns fylgjast með sama atburði sem síðan er lýst á 40 mismun- andi vegu. Hið árlega áramótaskaup Rík- issjónvarpsins er gott dæmi um atburð sem að jafnaði hlýtur að vera lýst á marga mismunandi vegu af þeim sem fylgjast með því hverju sinni. Eftir því sem ís- Iensku fjölmiðlunuin fjölgar og aðgangur okkar að hinum er- lendu eykst, þá hljóta tilvísanir að verða erfiðari og samnefnarar vandfundari. Þannig er t.a.m. orðið margfalt erfiðara og flókn- ara en áður var, að framleiða tónlistar „smell'1, lag sem allir heyra og læra. Aður dugði að fá spilun í gömlu „gufunni" en nú dreifist hlustun á a.m.k. 10 mis- munandi útvarpsstöðvar, sem hver hefur sinn afmarkaða stíl og hlustendahóp. Sá sem þetta ritar hefur und- antekningarlaust fylgst með ára- mótaskaupinu og meðtekið það sem skemmtilega þjóðlegt og gamaldags, jafnvel púkalegt fyr- irbrigði, sem byggir á gamalli ís- lenskri revíu- og gamanleikja- hefð. Oft hefur manni fundist þetta fremur þunnur þrettándi, misvel leikinn og uppfærður, brandararnir misbeittir og svo f’ram eftir götunum. Aldrei hefur manni þó dottið annað í hug en að áramótaskaupið ætti að vera áfram á sínum stað og að maður komi áfram til með að vilja horfa á það. Þá hefur maður smám saman orðið betur meðvitaður urn að það er þrátt fyrir allt manns eig- in lfðan ekki sfður en stemning- in í kringum mann, sem mótar að verulegu leyti það hvernig maður meðtekur skaupið hverju sinni. Um þetta sannfærðist ég enn betur sl. gamlárskvöld. Mér var alveg bærilega skemmt svona yfirhöfuð og sumt fannst mér al- veg prýðilegt. Grunna Iaugin, Megas og Friðrik Þór svo dæmi séu nefnd. I mínum hópi var fólk almennt sammála um að hér hefði fremur vel tekist til miðað við skaup síðustu ára,og almennt hefur maður jú álitið sig og sína með skopskyn svona rétt í eða yfir meðallagi. En síðan heyrir maður ofan í áhrifamikla álitsgjafa og húmorista eins og Hallgrím Helgason og fleiri sem hafa bcr- sýnilega upplifað þetta einhvern veginn allt öðru vísi. Og svo vindur þetta upp á sig. lVIeð aðstoð Eirfks Jónssonar og fleiri fjölmiðlamanna er eins og reynt hafi verið að ná sam- stöðu um að hér hafi verið á ferðinni eitt versta skaup allra tíma. Og þegar búið er að gefa út veiðileyfi á einhvern eða eitt- hvað, þá afhjúpast sá þáttur þjóðareðlisins sem manni þykir livað ógeðfelldastur: sú fróun sem virðist felast í að leggjast á eitt við að skjóta niður og sparka í það sem virðist Iiggja sæmilega við höggi. Fram stígur hverálits- gjafinn af öðrum og eys úr skál- um illkvittni sinnar, depurðar sinnar og vansældar: Skaupið var sumsé gjörsamlega ómögu- Iegt. Síðasta sort. Jafnvel hneyk- sli. Mín skoðun er sú að svo hafi alls ekki verið. Þeir sem þannig mæla eru að líkindum fyrst og fremst að lýsa eigin líðan þetta tiltekna kvöld. Eg fullyrði að sjaldan eða aldrei hafi Ieikur og leikstjórn áramótaskaups verið í jafngóðu lagi, að mörg ágæt at- riði hafi prýtt skaupið að þessu sinni og að tónlist og tónlistar- stjórn hafi verið til mikillar fyrir- myndar. Eg hlýt sem óbreyttur áhorfandi að hafna því að þeir sem þarna komu við sögu hafial- farið skilað vondu verki. Eg uni því sömuleiðis illa að hinum ágæta og merka Iistamanni, leik- stjóranum Þórhildi Þorleifsdótl- ur skuli úthúðað með þeim hætti sem gert hefur verið í sumum fjölmiðlum. Það er rætinn upp- spuni að leikarar hafi þurft áfallahjálp og sömuleiðis í hæsta máta ósennilegt að höfundar kannist ekki við neitt sem í skaupinu var. Því kunna vissulega að fyigja átök að setja santan á skömmum tíma nýtt efni sem ætlað er að höfða til allrar þjóðarinnar. En slíkt er ekki tilefni til blaðaskrifa eða ófrægingar viðurkenndra listamanna. Þeim ber að þakka það sem vel tókst. Yndislega áin mín KÁJUÞOR GRIMSSON / GARÐI, MÝVATNSSVEIT SKRIFAR Við lifum í breytilegum heimi. Það sem þótti gott og sjálfsagt í gær, getur á morgun verið talið rangt, jafnvel bannað. Þegar ég var krakki þótti t.a.m. sjálfsagt að menn reyktu hvar sem var (nema í hlöðunum). Menn grófu skurði, jöfnuðu hóla, byggðu og rifu hús sín án teljandi afskipta annarra. Hinar meiri fram- kvæmdir voru með sama sniði. Vegagerðin birtist einn daginn, jarðýtan kom fyrst og ýtti öllu lauslegu jarðefni úr báðum átt- um upp í bálk. Svo kom vélskófl- an sem mokaði úr þeim hólnum sem nálægastur var upp á vöru- bíla sem síðan sturtuðu af sér ofan á bálkinn, kölluðu það held ég burðarlag, svo var kannski farið hinum megin í hólinn ef efnið var eitthvað fínna þeim megin og það sett ofan á allt hitt. Ef vegurinn a tarna reyndist að öllu búinn safna á sig snjó, komu ýtur, skóflur og vörubílar aftur og færðu veginn eða bara ýttu nýjum upp við hliðina. Nátt- úruspjöll? Hvað var nú það? Þurftu menn ekki að komast leiðar sinnar? Vegurinn fram hjá mínum bæ er núna í sínu fjórða stæði, hin þrjú eru við hliðina. Þetta vbru frjálslegir tímar,' frjálsir til athafna. Til fram- kvaemda. Til yfirgangs gagnvart öllu og öllum sem reyndu að standa blessuðum framförunum lýrir þrifum. Vcgurinn, síminn og rafmagnið voru þeir erkiengl- ar framfaraguðanna sem öllum var hollast að láta óárcitta við iðju sína. Afdalakarlar ei spurðir Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu er ein hin fegursta bergvatnsá þessa lands. Ein fárra fellur hún um algróið land, allt frá upptök- um sínum við Mý’vatn til sjávar, eyjar hennar og hólmar blóm- skrýddir hálft fjórða hundrað. Að ógleymdum gljúfrunum einu mesta náttúruundri héraðsins. I góðu samræmi við tíðarandann fóru Akureyringar auðvitað þangað í gljúfrin, til að gera sér rafmagn sem þeir svo fluttu með vírum yfir tvö stór vatnsföll óvirkjuð. Og Iétu ógert að spvrja eirihverja afdalakarla þar um slóðir hvort þeir væru veíkomnir. 1950! Flvorki þá né síðar. Hins vegar brugðu stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Laxárvirkj- unar sér í sunnudagsbíltúr aust- ur í Laxárdal einhvern vetrar- morgun seint á sjöunda ára- tugnum og húsvitjuðu hjá kiirlunum. Voru svo vinsamlegir að benda þeim á að nú skyidu þeir hætta að by'ggja og rækta, þessu yrði sko sökkt bráðum, kannski væri sniðugt að bregða sér af bæ á meðan. Mannasiðir? Hvað er nú það? Þurfum við ekki rafmagn? Nei nú átti sko aldeilis að virkja sprænuna. Þegar búið Og svo sirngu helvítin „Yndislega áin mín“ og eru enn í dag montnir af uppátæk- inu. Líklega er það rétt að með hvellin- um við Miðkvísl hafi uppfundist þetta skramhans fyrirbæri, umhverfisvemd eða hvað menn nú kalla það. Að standa upp í hárinu í valdsstjóm- inni og framförum. væri að bæta út í hana Suðurá, Svartá og dulitlu af jökulgormi Skjálfandafljóts. Já þá yrði nú al- deilis sjón að sjá hana Laxá með fönguleg bændabýlin á botnin- um! Verum málefnalejj En það er til Iítils að vera að rifja öll þau áform upp nú til dags þegar allt er bannað. Þetta bara svona flaug um hugann þegar ég las greinarkorn í Degi þann 5. jan. nú á þessari nýbyrjuðu ólánsöld. Það heitir „Yndislega áin mín“. Menn á greindarstigi okkar Geirs A. Guðsteinssonar, sem skrifar greinina, ættu sann- arlega að gcta verið dável sam- mála því sem þar er sagt. Hjördís Finnbogadóttir og Ævar Kjart- ansson áttu sko hreint ekkert með að gera útvarpsþátt um grátleg afdrif stíflunnar í Mið- kvísl sem ofstækisfullir Mývetn- ingar grönduðu í annarlegu ástandi eftir líkræðu séra Arnar fyrr um daginn þann 25. ágúst 1970. Sérstaldega ekki af því að Hjördís fæddist í Mývatnssveit en hans áar aftur á móti bjuggu á Hólsfjöllum. (Reynum að vera málefnaleg!) Þess vegna höfðu þau ekki nef til að þefa uppi einn einasta mann sem var til þess reiðubúinn og fuilfær að réttlæta djarfleg áform Laxárvirkjunar í því endalausa stríði gegn ómögu- lcgu náttúrufari landsins. Aðeins Knút Ottestedt, sem meyr í ell- inni „játar vissar efasemdir" og iðrast þess að hafa sjálfur hafnað lillögu sáttasemjara um aðeins 18 m. háa stíflu í mynni Laxár- dals. Hefði vissulega verið skárri en engin. Þá hefði þó tekist að sökkva einhverjum þeirra van- þakklátu hokurbænda sem laun- uðu Laxárvirkjun kurteisisheim- sóknina hér í den, með því að slást í för með mývetnskum jarð- arfarardelinkventum að sprengja stífluna góðu með stolnu dýnamíti, auðvitað frá Laxár- virkjun! Og svo sungu helvítin „Yndislega áin mín" og eru enn í dag montnir af uppátækinu. Lík- lega er það rétt að með hvellin- um við Miðkvísl hafi uppfundist þetta skrambans fy'rirbæri, um- hverfisvernd eða hvað menn nú kalla það. Að standa upp í hárinu í valdsstjórninni og framförum. Trúað gæti ég að í Islandssögu ókominna kynslóða verði þeirra getið, þessara manna, sem hitt- ust eitt síðsumarskvöld til að greiða götu árinnar. An umhverf- ismats. An flókinna hugleiðinga um hvaða aðferðir væru réttastar til að meta „verndargildi" ár- sprænu á móti hagkvæmni virkj- ana. Og líklega verða fá afrek norðlenskra önnur tíunduð í kaflanum um 20. öldina - eða hver gætu þau verið? I öllu falli var hæfilegt af Geir A. Guð- steinssyni að nota þetta tækifæri sem önnur til skítkasts að Mý- vetningum, - sumt breytist þó aldrei. En örvæntum þó ekki. Enn er nokkur von að verksí- gjörnum mönnum lánist að svíkjast að móður náttúru þar scm hún er berust - og að þcir bíti þá ófétið svo dugi. Mývatn. Slíkra manna verður minnst. Því orðstír deyr aldreigi. (Millifyrirsagnir eru blaðsins)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.