Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Side 1
Akureyri
Fær 18 mán.
fyrir árás
með hnffi
Sautján ára piltur frá Egils-
stöðum hefur í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra
verið dæmdur í 18 mánaða
fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir
að stinga 22 ára gamlan pilt úr
Kópavogi í brjósthol laugardag-
inn 3. ágúst 1996 á útihátíðinni
„Halló Akureyri". Pilturinn var
einnig dæmdur til að greiða all-
an sakarkostnað, þ.m.t. sak-
sóknaralaun í ríkissjóð, 75 þús-
und krónur, og 150 þúsund
króna málsvarnarlaun skipaðs
verjanda. Hann hefur tekið sér
frest til þess að ákveða hvort
dómnum verður áfrýjað til
Hæstaréttar.
Til átaka kom að morgni
laugardagsins milli þess dæmda
og þess sem varð fyrir hníf-
stungunni eftir að sá síðar-
nefndi reyndi ásamt félaga sín-
um að skilja að slagsmál milli
þess dæmda og annars pilts.
Þeir voru síðan skildir að, m.a.
af eldri bróður þess dæmda. En
þegar pilturinn frá Kópavogi
hvarf af vettvangi hljóp sá
dæmdi á eftir honum og stakk
hann með vasahnífi. Hann
kvaðst ekki hafa ætlað að
myrða piltinn og lýsti verulegri
eftirsjá vegna verknaðarins.
Hinn dæmdi dvaldi um þriggja
mánaða skeið á Geðdeild FSA
eftir verknaðinn, auk þess sem
hann hefur dvalið á meðferðar-
heimilinu Tindum vegna áfeng-
isofneyslu. GG
Verslunarráð
Skylduaðild
skotið til
Strassborgar
Vérslunarráð hefur ákveð-
ið að styðja málarekstur
vegna skylduaðildar að
lífeyrissjóðum fyrir Mannrétt-
indadómstólnum í Strassborg.
Kolbeinn Kristinsson, formaður
Verslunarráðsins, skýrði frá
þessu á Viðskiptaþingi samtak-
anna í gær. Hæstiréttur stað-
festi nýlega dóm héraðsdóms
um skylduaðild að einstökum
lífeyrissjóðum og rennur áfrýj-
unarfrestur út fljótlega. Versl-
unarráð hefur lengi barist gegn
skylduaðild og telur efni til þess
að skjóta málinu til Mannrétt-
indadómstólsins.
Á sleða í Ólafsnrðl
Þeir sjást ekki orðið víða skíðasleðarnir sem hvert mannsbarn
renndi sér á fyrir nokkum árum eða áratugum. Þær Margrét Anna
Guðmundsdóttir 9 ára og Sædís Sæmundsdóttir 10 ára undu sér
vel á sleðanum og sendu Ijósmyndaranum fallegt bros þegar hann
hitti þær á förnum vegi í Ólafsfirði. Mynd: as
Kröfugerð ASÍ
Vilja fá fimm þús-
und kall á mann
Snær Karlsson
VMSÍ
Þetta er sigur fyrir
Verkamannasam-
bandið, sem vildi
krónutöluhœkkanir.
Sjötíu þúsund króna lág-
markslaun og 5000
króna hækkun á laun
þar fyrir ofan, eru meðal
krafna sem Landssambönd
ASÍ kynna atvinnurekendum í
dag. Rætt um samning til
mars 1999.
Landssambönd Alþýðusam-
bandsins hafa náð samkomu-
lagi um launastefnu og kröfur,
sem þau kynna atvinnurekend-
um og ríkinu í dag. Hún gengur
út á 70 þúsund króna lág-
markslaun, að taxtar verði
færðir að greiddu kaupi og laun
fyrir ofan 70 þúsund kr. hækki
um 5000 krónur. Þá vilja lands-
samböndin að skattkerfinu
verði breytt, svo að obbinn af
þessum launahækkunum verði
ekki hirtur jafnóðum í formi
skatta. Jafnframt er gert ráð
fyrir bótum eða
opnun samninga,
ef aðrir sem á eftir
koma, semja um
meiri hækkanir.
Þess er krafist
að lægstu taxta-
laun hækki strax
við undirskrift
samninga um 15
þúsund krónur,
eða úr 50 þúsund
krónum í 65 þúsund krónur.
Það er um 30% hækkun. Við lok
samningstímabilsins, eða í
mars 1999, vilja ASÍ menn að
lægstu taxtar hækki um 5 þús-
und krónur til viðbótar, eða í 70
þúsund krónur. Innifalið í þessu
eru breytingar á starfsaldurs-
hækkunum og gert ráð fyrir að
hluti bónusgreiðslna fari inn í
kauptaxta. Allt miðar þetta að
því að færa taxtakaupið að
greiddu kaupi.
Ekki prósentuhækk-
anir
Snær Karlsson hjá VMSÍ segir
að þessi leið sé sigur fyrir
Verkamannasambandið, sem
liafi viljað króntöluhækkanir en
ekki prósentu. Þetta hafi náðst
án átaka við önnur landssam-
bönd. Þrátt fyrir þessa sameig-
inlegu launastefnu landssam-
banda Alþýðusambandsins,
ætla þau að semja hvert fyrir
sig eins og verið hefur.
Þá gera landssamböndin,
Verkamannasambandið, Lands-
samband iðnverkafólks, Sam-
iðn, Rafiðnaðarsambandið og
Landssamband verslunarfólks
þá kröfu til ríkisins að það verði
tekið upp ijölþrepa skattkerfi,
þar sem láglaunahópar verða
með Iægstu skattprósentuna.
Þar fyrir utan er krafist
tollalækkana á innfluttum mat-
vælum, breytinga á tekjuteng-
ingu bótagreiðslna og jöfnun líf-
eyrisréttinda. Síðast en ekki síst
verður farið fram á lækkun á
ýmsum kostnaðarliðum í vel-
ferðarkerfinu og þá einkum í
heilbrigðiskerfinu. -gi'li/vj
Llfiö í i landinu
J Lffi
í blaðinu í dag
Bis. e
Kjörin á
eyrínni og
i bönkunum
MUNIÐ TILBOÐ Á
SMÁAUGLÝSINGUM
FYRSTA BIRTING 800 KB.
ENDURBIRTING 400 KR.
Ofangreind verö miöast viö staögreiöslu eöa VISA / EURO M