Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Blaðsíða 8
8 - Föstudagur 14. febrúar 1997 |Dagur-®tmirat PJÓÐMÁL JOagur-®mmm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöiuverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Kvalir með hvölum fyrsta lagi Ilvalamálið mun reyna verulega á skynsemi þjóð- arinnar. Innan tíðar skilar starfshópur áliti um hvort hefja beri hvalveiðar á ný, í dag stendur ráðstefna á Akureyri um líf í sátt við náttúruna á norðurslóð og eftir tvær vikur verður alþjóðieg ráðstefna um hvalamálið í Reykjavík. Sem sagt: við verðum óvenju vel í stakk búin til að taka skynsamlega á málum með öll rök á hreinu. En þar með er ekki öll sagan sögð. Niðurstaðan er ekki gefín um það hvort við ættum að hefja hvalveiðar, en við vitum nokkurn veginn innan hvaða ramma við ættum að komast að skyn- samlegri ákvörðun. Hér er lagt til að umræðan taki mið af því að hvalveiðar við ísland eru ekki einkamál okkar íslendinga. Rétt eins og tígrisdýr í Nepal eru ekki einkaeign heimamanna, regnskóg- arnir ekki brasilískt innanríkismál og laxveiðar í sjó ekki einkamál Grænlendinga og Færeyinga. Hvað sem við gerum hefur það hnattræna skír- skotun og fullveldisréttur þjóðarinnar ER tak- markaður hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við erum ekki ein um þetta mál. í þriðja lagi Þá ættum við að láta efnahagsleg rök vega þungt. Borgar sig að veiða hval? Ef við getum ekki selt af- urðirnar eða torgað kjötinu sjálf, þurfa að vera al- veg sérlega góðar ástæður fyrir því að hefja veiðar á ný. Við leyfum okkur ýmis konar munað af því að við viljum halda lífi í hefðum, byggðum og at- vinnugreinum sem hugsanlega væri arðbærara að gera öðruvísi. Ef niðurstaðan verður sú að skyn- samlegt sé að veiða hval, verður það að vera skyn- samlegt út frá efnahagslegum sjónarmiðum. Við höfum ekki efni á fleiri taprekstursgreinum. Þó það sé fúlt. Stefán Jón Hafstein. v_____________________________________________________/ Uló Er nauðsynlegt að innleiða samkeppni í orkumálum, eins og iðnaðarráðherra áformar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Það kemur til álita og getur verið iysilegt fyrir sveitarfélög. Menn verða þó að hafa í huga að búið er að fjárfesta mikið í virkjunum til að anna markaðsþörf og stór liluti af skuldum þjóðarinn- ar er vegna þessa. Hugsan- legt er að koma strax við samkeppni hjá dreifiveit- um, en nýjar virkjanir, í samkeppni við Landsvirkj- un, hljóta að miðast við aukna orkuþörf. Svavar Gestsson alþingismaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun Svar mitt við þessu rúmast ekki í því plássi sem mér er skammtað í Degi-Tíman- um. Ég hef það mikið um málið að segja. ♦ ♦ Svavar Ottesen formaður veitustjórnar Akuregrarbœjar A uðvitað þarf að inn- /\ leiða samkeppni í Z Aþessari grein á næstu árum eins og á öðr- um sviðum. Þróunin hefur verið sú á hinum Norður- löndunum á síðustu árum. Með tilkomu Landsnetsins gætum við til dæmis keypt orku af Suðurnesjum eða frá Nesjavöllum og það gæti hugsanlega lækkað rafmagnsreikninga bæjar- búa. Þorvarður Hjaltason formaður stjórnar Selfossveitna bs S Eg hef ákveðna fyrir- vara. Tel að ekki séu til staðar forsendur sem þurfa svo hægt sé að innleiða samkeppni í þess- um geira. Við erum ekki í tengslum við erlendan markað - og þar af leið- andi eru ekki forsendur fyrir raunhæfri samkeppni. Hér yrði því ekkert annað en fákeppni, sem ekki Ieið- ir til þeirrar lækkunar á orkuverði sem sumir vænta. Sagtuwu* Danir að hefna... eða hrœddir við punga og sviðahausa? „Þetta ástand lyktar af því að um sé að ræða hefndaraðgerðir Dana vegna þess að þeir fá ekki að flytja inn svínakjöt til íslands. Það er mjög einkennilegt að við skulum ekki fá að njóta þorramatarins svo sem ver- ið hefur frá því sögur hófust,“ - segir Pétur Kjartansson í DV í gær, í viðtali um nýtt og algjört innflutnings- bann á þorramat til Danmerkur. Misskildu Rússarnir Coke-lýð- rœðið? „Ranghugmyndir um eðli lýðræðis og stöðu almennings í því þjóð- skipulagi komu skýrt fram í Aust- ur-Evrópu, þegar ríkin þar losnuðu undan oki kommúnismans... Fólk hafði fengið þær ranghugmyndir úr vestrænu sjónvarpi, að vestrænt lýðræði fælist í gosdrykkjum og hamborgurum handa öllum, popp- korni og síbyljupoppi. Svo þegar ímyndin úr sjónvarpinu brást, fór fólk í fýlu og kaus aftur yfir sig gamla kommúnismann.“ - Jónas Kristjánsson í DV. Þvílíkt endemis bull... „Menntun var eitur í beinum þess- ara góðu forystumanna (verkalýðs- hreyfingarinnar), því menntamenn voru samkvæmt skilgreiningu þeirra þessir voðalegu hálauna- menn. Aflakóngar, múrarameistar- ar og fáránlega launað verk- smiðjufólk var einfaldlega „hinir lægst iaunuðu" í einum pakka, en barnakennarar og skrifstofufólk hálaunamenn. Þvílíkt endemis bull...“ - Guðrún Helgadóttir í Vikublaðinu. Sorphaugur lýðveldisins Nú kvað vera útséð um það að ekkert pláss er lengur fyrir Reykvíkinga í Reykjavík. Ættu nú þeir sem hafa áhyggjur af útþenslu „borgríkisins" að varpa öndinni léttara því höfuðborgin er orðin full og tekur ekki lengur við fólki né fyrirtækjum. Að vísu tekur hún ennþá við sorpi og gerir vonandi um ókomna tíð. í frétt í blaðinu okkar, sem telja má áreiðan- lega heimild, sagði í gær, að samið haíi verið við verkataka um að aka sorpi frá Hólmavflc á Ströndum í sorphauga Reykvíkinga. Svona standa því málin. Á Strönd- um er ekkert rúm fyrir sorp og í Reykjavflc er allt land uppurið fyrir íbúðabyggingar og fyrirtæki. Landþrengslin eru staðfest í endur- skoðuðu aðalskipulagi sem nú er verið að ræða í borgarstjórninni, og kemur þar margt gáfulegt fram. Ekkert er eft- ir af landi Reykjavíkur nema Geldinga- nesið, útkjálki norðan Viðeyjar, sem er á við Miðborgarflugvöllinn að flatar- máli. Atkvæðalaus atkvæði Rifist er um hvað eigi að byggja á ber- angrinum sem er slíkur rokrass, að þar hefur aldrei þrifíst byggð. En það er í rauninni aukaatriði. Hitt er athygl- isverðara að borgarstjórnin er sam- mála um að Reykjavík sé orðin stútfull og að ekkert landrými sé þar til nokk- urra hluta. Því til sönnunar er bent á að fyrirtækið Marel hafi ekki fengið hús- næði og lóð við hæfí og því neyðst til að flytja til Garðabæjar. En af því að Reyk- víkingar eru sam- mála öðrum löndum sínum, að höfuð- borgarskömmin sé ekkert annað en ótótlegt krabbamein á annars undur- fögrum og heilbrigðum þjóðarlíkama, mjamtar ekki nokkurt atkvæði kjafti þótt hvert fyrirtækið af öðru taki sig upp og flýi í faðm veiferðarbyggðanna. Mesta láglauna- og atvinnuleysissvæð- ið á landinu á sér hvorki þingmenn né sveitarstjórnarmenn og er nú orðið landlaust í þokkabót. Landnýtingin á Reykjavíkurtorfunni er skipulögð af sveitamönnum fyrir þorpsbúa. Menn þurfa að hafa sitt eig- ið bæjarhlað og það er bara kostur að langt sé í beitarhúsin og heyskapur á útengjum er ekkert tiltökumál. Þéttbýl- ismyndun hefur alltaf verið eitur í beinum íslendinga. Rifrildisfólk í Ráðhúsi Af þeim sökum er byggðin í Reykjavík teygð og toguð út í alla skika hreppsins þar til þroskavænleg hálaunafyrirtæki fá ekki lengur inni innan sveitarmarkanna. Ekki er vitað um að tekið hafi verið saman hve margir tug- eða hundruð þúsunda rúmmetra eru til af ónotuðu atvinnuhúsnæði eða hve mikið land- rými er undir skúrum og laslegum byggingum, sem vart eiga sinn líka í umhverfissiðuðum löndum, þar sem íbúarnir búa við bærilegan efnahag. Skipulagsstjórn er ekkert að fást um slíkt og hreppsnefndarfólkið í Ráðhús- inu telur hentugra að skipa sér í ineiri- og minnihluta og rífast um skipulag Geldinganessins, en að vinna með sómasamlegum hætti að þróun byggð- ar og atvinnuháttum í því sveitarfélagi sem það hefur tekið að sér að stjórna. En af því að ekkert landrými er til lengur á íslandi fyrir Reykjavíkur- hrepp er útþenslu hans þar með lokið og ætti þá að fara að komast á „jafn- vægi í byggð landsins“, sem 63 dreif- býlisþingmenn vinna svo ötullega að því að viðhalda. Strandamenn og aðrir geta svo ekið sorpi sínu til höfuðborgarinnar þar sem við því er tekið af skilningi og vel- vilja. Vonandi þrengist ekki svo um í Seltjarnarneshreppi hinum forna þeg- ar fram í sækir, að hann geti ekki tekið við því skarni sem aðrir þurfa að Iosa sig við. OÓ Oddur

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.