Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 22. febrúar 1997 Jkgur-'ðKmom Raldar kimuir Kuldaboli getur verið miskunnar- laus. Hver kannast ekki köflótt- ar og kaldar kinnar, strekkta húð og sviða í andliti þegar komið er inn úr kuldanum frá skíðaiðkun eða annarri útivist. Við dúðum okkur frá hvirfli til ilja með hlýjum fótum en gleymum því að andlitið er óvarið og nakið hvernig sem viðrar. En hvað á að gera? „Nauðsynlegt er að bera vel á kinn- arnar, og reyndar allt andlitið, gott kuldakrem. Kremið þarf að vera feitt og einangrandi og ekki innihalda mikið vatn,“ segir Inga Þyrí Kjartansdóttir, snyrtifræðingur. Inga bendir á að barnakinn sé jafnvel enn hættara við skemmdum af völdum kidda vegna þess hve þunn og viðkvæm barnshúðin sé. Tryggjum ekki eftir á Fólk sem stundar útivist, svo sem skíði og skíðagöngu, skokk og göngur ætti að muna að bera vel á sig gott kulda- krem áður en farið er út. „Fyrst og fremst þarf að verja og einangra kuld- ann frá húðinni," segir Inga Þyrí og leggur áherslu á að of seint sé að tryggja eftir á. Háræðaslit sem mynd- ist við kuldaáhrifin neiti að hverfa. Við útivist til fjalla, þar sem sólar gætir, ætti líka að bera góða sólvörn yfir kuldakremið, þó reyndar sé alltaf einhver sólvörn í flestum kuldakrem- um. Flest snyrtivörumerki bjóða upp á góð krem til varnar húðinni gegn skemmdum af völdum kulda og sóiar. Inga Þyrí bendir m.a. á INTEX krem frá Ella Baché, sem hentar jafnt fyrir karla, konur og börn, og HYDROCLI- MAT frá Orlane. Ótalmargar aðrar tegundir eru þó einnig á boðstólnum og fást í snyrtivöruverslunum og apó- tekum. Ialh“!*ar lléftur Hs að litlar stelpur og Lína lang- sokkur hefðu einkarétt- inn á flétt- um? Þá höfðuð þið rangt fyrir ykkur. Þessar myndir, sú efri af Mad- onnu í hlutverki Evitu og sú neðri af Iman, sýna og sanna að fléttur geta líka verið fal- legar á glæsileg- um, kven- legum kon- um. Ekki bara þeim litlu og krúttlegu. útleið. Nýjasta útfærslan eru sandalar, opnir í tá og hæl. Ekki beint hentugir í snjó og slabbi en tískufrömuðir suður í Frakklandi og París hugsa nú lítið um það þegar þeir hanna sína fínu skó. Svarti liturinn er enn vinsæll en eins og sést á myndinni er einnig farið að bera á litskrúðugri skóm. „Minnir svo- lítið á diskótímabilið,“ segir í tísku- blaðinu marie claire sem spáir því að þessi skólína verði aðaltíska sumars- 1997, Nú eru orðin nokkuð mörg ár síðan breiðu hælarnir fóru að verða áberandi og engin merki um að þeir séu á Hinir hefðbundnu svörtu spari- skór með pinnahælum sjást alltaf sjaldnar og sjaldnar í hill- um skóbúðanna. Sérstaklega eru þeir sjaldséðir í búðum þar sem kvenfólk í yngra kantinum verslar. Þar hafa stóru, klossuðu hælarnar tekið öll völd. SiiYilÍYÖrur í uppáhaldi Eigið þið ykkur uppáhaldsvaralit? Eða einhverja uppáhaldstegund af kremi? Eitthvað snyrtidót sem þið hreint og beint getið ekki án verið? Skoðum hvaða snyrti- vörrn- nokkrar fínar og frægar nefna þegar þær eru beðnar að nefna það sem þær sxst vildu vera án. Zsa Zsa Gabor Hjá hinni síungu Zsa Zsa Gabor (sem enginn veit með vissu hve gömul er) er Chanel N 5 ilmvatnið efst á list- anum yfir ómissandi hluti. Hún spreyjar því á sig daglega og segir að ekkert fái hana til að líða meira eins og fínni frú og anganin af þessu hátískuilmvatni. Kate Moss Fáar fyrirsætur komast oftar á Iista yfir best klæddu konurnar og hin mjóslegna Kate Moss, sem þykir með eindæmum smekkleg. Hennar uppáhald er sjampó sem heitir „Av- eda Clove“. Að sögn fyr- irsætuimar er þetta sjampó þeim eiginleik- um búið að það heldur hárinu gljáandi og mjúku. ■Mm íiMl ? \ Madonna Söngkonan Madonna er fræg fyrir að skipta reglulega um ham, rétt eins og rjúpan. Um þessar mundir heldur hún einna helst upp á blóðrauðan varalit sem kenndur er við Sebasti- an Trucco. Drew Barrymore Stundum ljóshærð og stundum dökkhærð, en alltaf með naglalakk. Leikkonan Drew Barry- more setur naglalakk frá Urban Decay’s í efsta sæti yfir uppá- haldssnyrtivörur. Og ekki finnst henni verra að lakkið sé í óhefð- bundnum lit eins og t.d. fjólubláum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.