Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Side 2
II - Fimmtudagur 27. mars 1997 ^Dagur-'QJmrám SÖGUR O G SAGNIR í ævisögu Hermanns (útg. 1990, I. bindi, bls. 41/42) er þess getið að hann er einn keppenda Skjald- arglímu Ármanns 1920, og mun vera haft eftir viðtali höfundar (Keppnismenn, Frímann 1971, bls. 16):“... Þá hafði hann ekki keppt í glímu síðan á þingstaðnum í Hegranesi. Fann fljótlega illa til þess, að æflngar síðan 1917 höfðu verið litlar eða engar. Þegar glím- an var um það bil hálfnuð voru kraftarnir gjörsamlega þrotnir." Tekið fram í tengslum við frásögn um þrotna krafta í Skjaldarglímu: „Hermanni þótti illt að skilja þannig við íþróttina og notaði tækifærið haustið 1920 til að heija æfingar." Veturinn 1920-21 iðkaði Hermann glímu og líkamsæfingar sér til styrks og þreks. Þetta atvik sýnir hið heilbrigða viðhorf Her- manns til íþrótta og íþróttafærni sjálfs sín. Hann eignaðist góða glímufélaga og blandaði geði við þá, svo að hann aflaði sér sem fyrr greinir trausts þeirra til þess að sitja í stjórn Ármanns og vann þar félaginu vel. Hann var keppandi um íslandsmetið 1920, en þá voru viðureignir manna metnar til ein- kunna í fyrsta sinn í keppni um sérstök verðlaun. Þau verðlaun hlaut Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum í Kjós (Umf. Dreng- ur). Hermann Jónasson náði 4 vinningum af 12 mögulegum. Fimmtán hófu keppni en 2 gengu úr keppni vegna meiðsla. Sami háttur á verðlaunum var hafður á Skjaldarglímu Ármanns 1921. Tvenn aðalverðlaun - önnur Ár- mannsskjöldurinn fyrir flesta byltusigra (vinninga). Hin bikar fyrir fagrar eða bestu glímur. Glímuna hófu 12, en tveir gengu úr vegna liðhlaups. Hermann náði næst flestum byltusigrum (8) og var dæmdur bikarinn (fegurðar- verðlaunin). Meðal slæmra um- sagna um glímurnar var þessi einna hörðust: „Ef íslenska glíman á að verða bolaleikur ... þá er sjálfsagt að leggja hana niður þeg- ar í stað, áður en hún verður al- þjóð til skammar." Skjaldarghman sem hér um ræðir var háð 1. febr- úar 1921. Tveimur dögum síðar var í umsögn Alþýðublaðsins um glímumótið skýrt frá óánægju áhorfenda um ljóta glímu Tryggva gegn Hermanni, að þeir hefðu vilj- að dæma ógilda byltu þá sem Tryggvi gerði Hermanni. Framundan voru tvennar glímur fyrir glímumenn að búa sig undir. Íslandsglíma 20. júní og Konungs- glíma 28. júní á Þingvöllum. Kon- ungskoma Kristjáns X. var ráð- gerð 1920, síðsumars, en sökum þess að konungur meiddist á fæti var íslandsfor hans frestað um ár. Stöldrum aðeins við og íhugum viðhorf forystumanna stjórnar íþrótta um þessar mundir (1919- 1921) taka íslendinga í ipíuleikum 1920 í Aij&werpen ferst fyrir Jáðgert var að Ólympíuleikar ; fram í Antwerpen í Belgíu í ágúst. Keppni í skautaí- jim fór fram um vorið. jíið unnu Fálkarnir frá |peg. Settu 29 mörk en fengu Allir keppendur af íslensk- fcireldrum nema ..ánnar vara- „Opið bréf' sÖAdi stjórn ÍSÍ indsfélögum sínum 25. nóv- gr 1919, tii þ<\ss.-íí0 greina frá atriðum í viöhorfe hennar til nnar í sambandi við Olymp- ^na, t.d. „varðat mestu um valið.“ StjórniraSfeit bikarinn ölympíuleikunupu 1912 far- kar sem kepip werði um á píuleikurn og því tekur hún _.n í bréfinu: „Verðum við nú að Vettvangur konungsglímunnar 1921 (myndataka: Magnús Ólafsson eða Ólafur Magnússon). verja gripinn, ..." og. við mun- um leggja alla stund á að velja þá menn eina til fararinnar sem mik- ið kveður að í öllum greinum, eru þéttir á velli og þéttir í lund, séleg- ir menn og vel vaxnir, vasklegir og prúðmannlegir í allri framgöngu ... sí og æ að hafa það hugfast að glíman er íþrótt en ekki áflog ...“ Þrátt fyrir þessa hvössu hvatn- ingu og stofnun nefndar til þess að fylgjast með glímuæfingum, jafnvel standa fyrir æfingum og að glímt var víðar á landinu en áður var, þá var hætt að senda glímumenn til leikanna. Olympíunefnd Beiga hafði þó boðið stjórn ÍSÍ að glím- an, „... myndi njóta sömu kjara og á Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912.“ Á þessum leikum gæfist ís- lenskum íþróttamönnum í fyrsta sinn tækifæri til þess að ganga inn á leikvang Olympíuleika undir nafnspjaldi og þjóðfána sjálfstæðr- ar þjóðar, þá var heykst á þátttök- unni, þó glímumenn væru í öllum landsfjórðungum og mættu á t.d. Íslandsglímum fjölmennir. Meðal þeirra voru afburða glímumenn, svo sem Hermann Jónasson, Þor- gils Guðmundsson frá Kjós, Guðni A. Guðnason frá Súgandafirði, Bjarni Bjarnason frá Auðsholti í Ölfusi, Ásgeir Eiríksson frá Stokks- eyri, Georg Gíslason frá Vest- mannaeyjum og gæti ég marga talið til viðbótar. Enn voru virtir glímumenn úr glæsiflokknum frá 1912, á góðum aldri, þeir Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Magnús Tómasson Kjaran og jafn- vel Sigurjón Pétursson (32 ára). Auk snjallra glímumanna til að skipa 6-10 manna glímuflokk þá áttum við hlauparann Jón Jónsson Kaldal sem beið eftir tilnefningu að heiman í Kaupmannahöfn en keppti svo fyrir Dani. í Noregi var Sigurður Guðjónsson frá Brunn- húsum í Reykjavík í fremstu röð grísk-rómverksra fangbragða- manna þar í landi. Að þessari ákvörðun mun hafa staðið þröng- sýni menguð af teprulegu viðhorfi til þeirrar íþróttamennsku sem þjóðin bjó yfir. Þeim yfirsást einnig með hina fáguðu og getumiklu fimleikafiokka kvenna og karla innan ÍR í Reykjavík, sem Björn Jakobsson stjórnaði. Síðar kom í Ijós að um 1920 voru þeir hæfir til þátttöku í flokkakepppni eða sýn- ingum á alþjóðlegum mótum (farir þessara flokka til Noregs 1927 og heimsmóts fimleika í Calais 1928 vöktu athygli). Við að mæta ekki 1920 á Olympíuleikum í Antwerpen var til þess að ísland var ekki með í París 1924, Amster- dam 1928, Los Angeles 1932. Konungsglíma undirbúin Slíkur var hugur íþróttaforyst- unnar er Hermann var kominn á íþróttavettvanginn. Olympíuleikar án íslands voru frá 1920 og framundan Konungsghma mið- sumars 1921. Átta dögum eftir ís- iandsglímu, sem fór fram 20. júní. Hermann Jónasson vann Grettis- beltið á því móti og þar með varð hann glímukappi íslands. Ilann fékk byltu fyrir Guðna A. Guðna- syni „kóngabana“. Engin verðlaun voru veitt fyrir „fagra glímu“. Slík verðlaun urðu eigi stöðug fyrr en 1924, er Stefnuhornið kom til sögu. Dómur þess sem skrifaði um ís- landsglímuna 1921 í blaðið Þrótt (9.-10. tbl. 4. árg.) var: . að þessi Íslandsglíma var einhver sú ljótasta og leiðinlegasta sem hér hefur háð verið. Fjórir menn gengu úr glímunni, tveir vegna þess hve illa var glímt, en tveir vegna meiðsla.“ Af starfsskýrslu ÍSÍ fyrir tíma- bilið frá í apríl 1920 til í apríl 1921 má lesa (18 atriði) að stjórn ÍSÍ hefur verið falin framkvæmd á glímu fyrir Kristján konung X. á Þingvöllum, er hann yrði væntan- lega staddur þar 28. júní. eins og fyrr sagði hafði konungskoman verið fyrirhuguð sumarið 1920 en því hafði stjórn ÍSÍ 1919 skipað nefnd til þess að undirbúa fram- kvæmd Konungsglímu. Stóð hún fyrir æfingum, sem jafnvel utan- bæjar glímumenn sóttu. Má greina af fundargerðum stjórnar ÍSÍ að fljótlega hefur þessi konunglega glíma verið ráðgerð sem sýning en þó svo að viðureignum skyldi hætt, ef til byltu kæmi. Þátttaka ekki frjáls, þ.e. glíman ekki opið mót, heldur ráði nefndin hverjir glímdu (buðu til þátttöku) frammi fyrir konungi og svo langt var gengið, að fengnir voru „eldri“ glímumenn til æfinga og væntanlegrar þátt- töku þó úrval góðra glímumanna væru í öllum (jórðungum. Fyrr í þessari grein hefur þess verið getið að á öðrum tug aldar- innar var glíma æfð víða og til fleiri glímumóta utan þéttbýla stofnað heldur en fyrr eða síðar og kom þessi virkni fram í fjölmenni utanbæjar keppenda á glímumót- um í Reykjavík. Hér að framan voru nafngreindir nokkrir af þess- um ágætu utanbæjar glímumönn- um, sem hefði mátt hvetja til að sýna íþrótt sína konungi, meira að segja mynda frambærilegan flokk til að sýna á Olympíuleikum. Glímumenn þessara tíma hefðu mátt móðgast af að vera snið- gengnir eða vantreyst eins og þeir hlutu að skynja, en þeim yfirsást þetta. í skráðri frásögn eins þátt- takenda má sjá hve þeir litu þetta mikið hlutskipti að vera valdir til að glíma á Þingvöllum á konung- legri hátíð. Á æfingum hafði verið brýnt fyrir þeim að beita hreinum brögðum án þungasókna, því að á hinum hátíðlega vettvangi riði á að sýnd yrði glíman sem hún gæti verið fegurst. Verðlaun yrðu ein (sést ekki í heimild hvort þau yrðu fyrir fagra glímu eða flesta vinn- inga; minnst var á flesta vinninga, en sá yrði að hafa átt lýtalausar glímur), veitt síðar en ekki á staðnum (til þess að spyrna gegn ofurkappi) og svo fengi hver glímumaður afhentan minnispen- ing. Óvænt bikargjöf konungs Inn á fánum og veifum skreytt- an afgirtan og jafnfelldan trépall gengu glímumennirnir í einfaldri röð eftir fánabera og glímustjóra. Þeir voru kynntir. Forseti ÍSÍ þá- verandi, Axel V. Tuliníus, ávarpaði konung og hátíðargesti, skýrði frá að hans hátign hefði gerst vernd- ari ÍSÍ og jafnframt hefði hann gef- ið bikar til heiðurs besta glímu- manninum." Þessi bikargjöf kom stjórn ÍSÍ að óvörum og þá dóm- nefndinni, sem hafði rætt við glímumennina að halda öllum veg- tyllum burtu frá sýningaglímunni til þess að valda ekki ofurkappi og óæskilegum metnaði, sem myndi hafa skemmandi áhrif á framferði glímumannanna. Á hinum helga stað Þingvöllum skyldi haldin óvenjuleg sýningarglíma. Viður- eign skyldi hætt á byltu en ekki eins og á venjulegum sýning- argh'mum að hætt væri að vild glímustjóra. Samkvæmt þessu fengust fram vinningar en þetta fyrirkomulag mun hafa orsakað að: „... sumar glímurnar urðu langar og þreytandi.“ Þó mun glíma þeirra Hermanns og Þorgils Guðmundssonar hafa staðið yfir nokkra stund. Annar sigurvegari fegurðarverðlauna frá síðustu Skjaldarglímu en hinn frá Íslandsglímu 1920. Heimild greinir svo frá þessari viðureign: „Þessa glímu sótti Hermann mjög fast en þó með meiri bragðfimi en menn almennt eiga að venjast. Sá fannst þó galli á þessari sókn, að tvisvar var full fast fylgt eftir.“ Sama heimild tekur fram: „... að enginn fékk áminningu." Undravert er að þegar leið á glímuna var fánaber- inn látinn ganga til Ieiks og gli'ma. Þetta sýnir hve reglur þessarara sýningarkeppnisglímu voru óvenjulegar. Glímulok urðu þau að Hermann Jónasson náði flestum vinningum. Bylti öllum. Tveir voru í 2. - 3. sæti með 2 tapaðar glímur og tveir jafnir í 4.-5. sæti. Skýrt var frá því hvernig vinningar féllu og var Hermann, sem flesta vinn- inga hlaut, kallaður fram og hyllt- ur. Tilkynnt var að konungsbikar- inn hefði verið dæmdur Guðmundi Kr. Guðmundssyni og hann þar með hlotið þann dóm að hafa verið „besti glímumaðurinn." Konungur afhenti Guðmundi bikarinn. Þess- ari hátíðarglímu lauk með því að glímumennirnir voru kynntir fyrir konungi, sem þakkaði hverjum og einum með handabandi. Þá var þessari glímu lokið, sem stjórn hinna ungu íþróttasamtaka (ÍSÍ stofnað 1912) hafði frá 1919 undirbúið og kviðið fyrir. Má segja að hún hafi að einhverju leyti dregið úr þátttöku í sjöundu Ólympíuleikunum en það tókst að sýna konungi góða glímu, sem hafði verið hið mikilvæga takmark. „Gli'man var einhver sú besta sem hér hefur sést“ (Vísir 29/6 1921). „... að fáir veittu henni meiri at- hygli en konungurinn sjálfur. Var svo að sjá að honum þætti mikið til hennar koma.“ .......... Fegurð glímunnar hélt velli“ en ekki „máttur hennar" (Morgunblaðið 29/6 ‘21). Einnig sama blað 30/6 Skrá yfir keppendur og starfsmenn Konungsglímunnar 1921 á Þingvöllum. Setning: Axel V. Tuliníus, forseti ÍSÍ. Glímustjóri: Hallgrímur Benediktsson. Dómnefnd: Hallgrímur Benediktsson, Halldór Hansen, Sigurjón Pétursson. Fánaberi: Ágúst Jóhannesson. Keppendur (fyrsta tala eftir nafn greinir íjölda vinninga; önnur og þriðja tala sýna vinningssæti); Bjarni Bjarnason 5v. 2.-3. sæti Eggert Kristjánsson 4v. 4.-5. sæti Guðmundur Kr. Guðmundsson 5v. 2.-3. sæti Helgi Hjörvar Ov. 7. sæti Hjalti Björnsson 2v. 6. sæti Hermann Jónasson 7v. 1. sæti Þorgils Guðmundsson 4v. 4.-5. sæti Ritari: Benedikt G. Waage Gefin var út leikskrá. Var glímunni þar lýst í orði og myndum. Frásögn er birt í skránni um Konungsgh'muna á Þingvöllum 1874 fyrir Kristján IX. skráð af öðrum glímumanninum, sr. Sig- urði Gunnarssyni. Sjötíu og þriggja ára var hann viðstaddur Konungsgh'muna 1921 og fyllti út töfluna í leikskránni, sem er í eign greinarhöfundar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.