Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Blaðsíða 6
VI - Fimmtudagur 27. mars 1997 H U S I N B Æ N U M Jlitgur-Símtmt Freyja Jónsdóttir skrifar Húsið Skjaldarkot á Vatns- leysuströnd lét Gunnar Gíslason byggja árið 1907. Talið er að viðirnir í hús- inu séu úr farmi norsks timbur- flutningaskips sem strandaði í Vogunum 1904. En húsið var allt byggt af timbri, með báru- járni á hliðum og þaki. Það stóð á hlöðnum steinkjallara sem notaður var til geymslu. Gunnar Gíslason var fæddur 28. september 1865. Hann var sonur Gísla ívarssonar og konu hans Guðrúnar Kortsdóttur. Kona Gunnars var Ingibjörg, ættuð frá Stokkseyri. Hún veikt- ist af holdsveiki og var til margra ára sjúklingur á Laug- arnesspítala. Gunnar og Ingi- björg eignuðust Qögur mann- vænleg börn: Ingvar, kennara, Kristínu, húsfrú í Kálfagerði, Gísla Ágúst, skipsstjóra og Ágústu sem lést ung. Gunnar var aðeins tvítugur að aldri þegar hann hóf búskap í Skjaldarkoti. Honum búnaðist vel og var talið að heimili væri vel efnað. Ásamt búskapnum var þar um árabil rekin mynd- arleg útgerð. Á landi Skjaldar- kots voru tvö tómthúsbýli, Tjörn og Gerði. Guðmundur Gíslason lést 1. ágúst 1936. Eft- ir það var eignin seld. Þá kaup- ir hana utansveitarmaður, en selur eftir tvö ár. Næsti eigandi var Guðmundur Þórarinsson og kona hans, Konráðina Péturs- dóttir. í Skjaldarkoti stundaði Guðmundur bæði landbúskap og útgerð. Þau hjón hættu bú- skap um 1950. Jörðina keyptu „Efri-Brunnastaðabræður“. En húsið var selt til flutnings. Það var á mildri ágústnótt 1951, sem lagt var af stað með Skjaldarkotshúsið áleiðis til Reykjavíkur. Áður var því kom- ið fyrir á aftanívagni sem tíu hjóla trukkur dró löturhægt eft- ir Keflavíkurveginum. Það var farið um Strandgötuna í Hafn- arfirði og þaðan upp Reykjavík- urveg og síðan sem leið lá í átt- ina til Reykjavíkur. Það var komið undir morgun og bærinn að vakna, þegar hús- ið komst á leiðarenda, austast í Austurbæinn inn við sundin blá. Þar var það híft með krana af vagninum og sett á tunnur vestast í lóðinni við Skipasund 79. Húsið hafði skipt um eig- anda og var nú eign Bjarneyjar Halldóru Bjarnadóttur. Á þessum árum var Lang- holtið að byggjast upp. Við Skipasund sem er austan í holt- inu var víða erfitt með gerð grunna, jarðvegur var bæði grýttur og blautur og djúpt nið- ur á fast. í júlí 1951 fær Halldóra Bjarnadóttir, þá til heimilis að Sæbóli í Fossvogi, leyfi til að byggja einlyft íbúðarhús úr timbri á lóð sem hún hafði fengið úthlutað við Skipasund. Á þessa lóð var húsið Skjaldar- kot sett. Þegar var farið að grafa fyrir grunni hússins reyndist lóðin vera með þeim erfiðustu á þessum slóðum, stórgrýtt og hluti hennar forarfen. I upphafi hafði Halldóra ætlað að reisa sér einlyft hús með risi en fékk Ieyfi til að steypa kjallara undir Skipasund 79 (Skjaldarkot) Bjarnason frá Arnarnesi í Dýra- firði sonur hjónanna, Bjarna Bjarnasonar og Halldóru Þór- arinsdóttur. Foreldrar Halldóru bjuggu fyrst á Arnarnesi í Dýrafirði en fluttu norður á Strandir, nálægt þeim slóðum sem Sigríður, móðir Halldóru var fædd. Þar bjuggu þau í nokkur ár. Nokkrum árum síð- ar fór fjölskyldan aftur til Dýra- Qarðar og bjó á bænum Hól, sem er skammt frá Núpi. Þegar Ágústa og Halldóra voru ný- fermdar ílutti íjölskyldan til Súgandafjarðar. Haustið 1913, gerðist hörmulegur atburður, þegar skip sem Bjarni Hákon Halldóra Bjarnadóttir á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Bjarnason var skipverji á, fórst. Ekkjan stóð þá ein uppi með öll börnin. Halldóra fór snemma að vinna og leggja heimilinu lið. Hún þótti mað afbrigðum rösk til vinnu og kjarkmikil. Á með- an fjölskyldan var í Súganda- firði vann Halldóra í fiski og einnig önnur störf sem til féllu. Um haustið 1914 fór hún til Reykjavíkur og vann við fisk- vinnu á Melshúsum á Seltjarn- arnesi. Halldóra var nokkur sumur í kaupavinnu í Skagafirði og einn vetur mun hún hafa dvalist þar. Skjaldarkot eins og það var á Vatnsleysuströnd. húsið þegar útséð var hvað grafa þurfti djúpt. Það var því mun dýrara að koma upp hús- inu en í upphafi var ætlað. í október 1951 sækir Hafi- dóra um leyfi til þess að stækka fyrirhugaða byggingu um 7,2 fermetra og setja kvisti á þak- hæð. Leyfið var veitt. Á meðan á þessum framkvæmdum stóð var húsið á tunnum við götuna. Halldóra smíðaði sjálf tröppur upp að útidyrum og bjó í hús- inu um veturinn ásamt fóstur- dóttur sinni, Ernu Grétu Ing- ólfsdóttur sem þá var á barns- aldri. Fyrsta brunamatið var gert í desember 1952, en þá er húsið ekki full frágengið. Þar segir að húsið sé ein hæð og ris með kvisti byggt úr timbri á stein- steyptum kjallara, múrhúðað að utan, klætt innan með texi, stoppað með spónum og klætt með tjörupappa. Þak er úr timbri, með pappa í mifii og klætt með bárujárni. Á hæðinni eru fjögur íbúðarherbergi, eld- hús, steypibað með klósetti, anddyri með stigagangi, innri forstofu og fatahengi, en ófrá- gengið að öðru leyti. Á þakhæð eru tvö íbúðarherbergi, eldhús, steypibað með klósetti, stiga- forstofa og geymsla, allt ófrá- gengið. í kjallara er íbúðarher- bergi, eldhús, steypibaðklefi með klósetti, anddyri með stigagangi og innri forstofu, ófrágengið. Ennfremur þvottahús með kolamiðstöð. Húsið er aftur tekið til brunavirðingar í júlí 1953; þar segir að það só óbreytt að stærð frá síðasta mati, en hafi verið fullgert. Á hæðinni er allt múrhúð- að innan í hólf og gólf, málað og dúklagt. Þak- hæðin er þiljuð innan texi og masonit, allt veggfóðrað, málað og dúklagt. Kjallari er allur málaður og dúklagður. Þá var búið að múrhúða húsið að utan. Fljótlega eftir að húsið var komið upp, byggði Halldóra geymsluskúr í norðaustur horni lóðarinnar. Bjarney Halldóra Bjarna- dóttir (notað sjaldnast nafnið Bjarney) var fædd 19 júlí 1895 á Arnarnesi Mýrarhreppi í Dýrafirði. Hún var næst elst fimm systkina. Ágústa var elst, síðan Halldóra, Kjartan, Ingi- björg og Guðrún. Móðir Hall- dóru var Sigríður Kjartansdótt- ir frá Atlastöðum í Aðalvík. Hún var dóttir hjónanna þar, Ingi- björgu Zakaríusardóttur og Kjartans Ólafssonar. Faðir hennar var Bjarni Hákon Um tíma vann hún á Akureyr- arspítala, en fór síðan í hjúkr- unarnám við sama spítala. Þá var yfirlæknir á Akureyrarspít- ala Steingrímur Matthíasson. Einnig var Halldóra við heima- hjúkrun hjá Hjúkrunarfélaginu Hlíf á Akureyri. Árið 1922 sigldi hún til Kaupmannahafnar og hélt þar áfram hjúkrunarnámi. Um tíma var hún á heimili Sveins Björnssonar, síðar forseta ís- lands, og frú Georgíu Björnsson í Kaupmannahöfn, og kom heim til íslands með þeim. Halldór hjúkraði víða í heimahúsum og einnig á sjúkrahúsum bæði í Reykjavík og úti á landi. En hún vann einnig mörg önnur störf. Um tfma rak hún litla álnavörubúð inni á Sogabletti í Reykjavík og til að drýgja tekjurnar stundaði hún garðrækt, var einnig með kýr og hænsni. Hér hefur að- eins verið tæpt á því helsta í lífi þessarar kjarkmiklu og duglegu almúgakonu sem ekki taldi það eftir að taka á heimili sitt ætt- ingja og vini sem af einhverjum ástæðum áttu um sárt að binda vegna veikinda eða annars mótlætis í lífinu. Hún hlúði að móður sinni, Sigríði, síðustu æviár hennar, tók hana á heimilið og hjúkraði henni þar til yfir lauk. En sorgin gleymir engum. Halldóra eignaðist einn son og missti hann ungan. Nokkrum árum síðar lést fóstursonur hennar af slysförum. Á þeim árum sem Halldóra var að koma húsinu upp var erfitt að byggja. Margir töldu að einstæð kona gæti ekki ráðið við slíkt verkefni. En Halldóra var hörð af sér, hyggin og dug- mikil og henni tókst það sem margir töldu ómögulegt. Samkvæmt manntali frá ár- inu 1953 voru til húsa í Skipa- sundi 79: Halldór Bjarnadóttir og Erna Gréta Ingólfsdóttir, fósturdóttir hennar, Guðmund- ur Bjarnason, verkamaður, fæddur 12. desember að Steinnesi Sveinstaðahreppi 1896, Jóhanna Magnúsdóttir, kona hans, fædd 9. júh' 1907 að Grund í Gerðahreppi. Einnig bjuggu í húsinu þrjú af börnum þeirra: Jón, Helga, Hálfdán og Einar. Eftir að húsbyggingunni var lokið, má segja að gæfan færi að brosa við henni. Engin stór áföll komu í líf hennar eftir það. Hún og fósturdóttir henn- ar fóru að rækta lóðina í kring- um húsið og þar er nú ljómandi fallegur skrúðgarður. Þrjú gróskumikil grenitré eru áber- andi í miðju garðsins sem sett voru niður um 1970. Blómabeð með skrautjurtum prýða garð- inn. Við götuvegg hússins er myndarleg bóndarós sem stendur í blóma sumrin út í gegn. Þar eru einnig venusvagn, silfurhnappur og valmúi svo fátt eitt sé talið. Baka til við húsið er lítill mat- jurtagarður og vermireitur. Bjarney Halldóra Bjarna- dóttir var rúmföst síðustu árin sem hún lifði. Hún sagði þá stundum í gamansömum tón, að nú hefði hún loksins tíma til þess að lesa þær bækur sem sig langaði til. Og hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera heima í húsinu sínu þar til hún lést, 14. ágúst 1987. Fóstur- dóttir hennar, Erna Gréta Ing- ólfsdóttir, hjúkraði henni af mikill alúð og nærgætni þar til yfir lauk.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.