Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Page 7
Jkgur-Sbmm Fimmtudagur 27. mars 1997 - VII MINNINGARGREINAR Ólafur Ólafsson Olafur Ólafsson fæddist á Svarfhóli í Stafholtstung- um 8. júní 1944. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 16. mars síðastliðinn. Hann var son- ur hjónanna Ágústu R. Andrés- dóttur verslunarmanns, f. 15.11. 1915, og Ólafs Elíassonar, verkamanns, f. 31.7. 1912, d. 27.9. 1995 á Akranesi. Ágústa lifir son sinn og býr nú á Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi. Ágústa og Ólafur eignuðust þrjú börn auk Ólafs, Halldóru, f. 6.5. 1943, d. 15.5. 1943, Andrés, f. 6.9. 1951, giftur Guðlaugu R. Pétursdóttur, f. 20.8. 1955, og Júlíus Magnús, f. 23.3. 1953, giftur Sigrúnu Björnsdóttur, f. 10.7. 1954. Ágústa eignaðist í fyrra hjónabandi tvö börn, dreng sem var f. 26. 10. 1936, d. 27. 10. 1936, og Jennýju Sól- borgu, f. 16.7.1938. Ólafur kvæntist 4. október 1969 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Rannveigu Kristjáns- dóttur, f. 27.2. 1950, aðstoðar- stúlku á leikskóla. Ólafur og Ásta eignuðust tvo drengi, Elías Halldór, f. 16.7. 1969, viðskiptafræðing, íjár- málastjóra hjá Eðalfiski, og Kristján, f. 3.8. 1970, sjómann á Akranesi. Ólafur og Ásta bjuggu öll sín hjúskaparár á Vesturgötu 117, Akranesi. Ólafur ólst upp í foreldrahús- um. Árið 1947 flutti hann með foreldrum sínum að Lambhaga í Skilmannahreppi, árið 1954 á Heiðarbraut 42 (Klöpp), Akra- nesi, og síðan árið 1966 á Vest- urgötu 117, þar sem hann byggði hæð ofan á foreldrahúsið og bjó þar síðan með fjölskvldu sinni. Olafur stundaði nám við Iðnskólann á Akranesi og lauk þaðan sveinsprófí í húsasmíði árið 1964. Hann starfaði sem húsasmíðameistari og lang- ferðabflstjóri, þar til hann hóf störf sem kennari í verknáms- deildum Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi árið 1978, en því starfi gegndi hann til dauða- dags. Ólafur hefur starfað sem ökukennari frá árinu 1970. Ólafur var í stjórn Stangaveiði- félags Akraness um sjö ára skeið, félagi í Lionsklúbbi Akra- ness og í stjóm hans og félagi í hestamannafélaginu Dreyra og í stjórn þess. Ólafur sat í umferð- arnefnd Akraneskaupstaðar og var þar m.a. formaður. Ég vil í þessum fátæklegu orð- um minnast Ólafs Ólafssonar kennara sem lést þann 16.3. sl. Ólafur hóf störf hér við Fjöl- brautaskólann á Akranesi, síðar Fjölbrautaskóli Vesturlands, á haustönn 1979. Hann var því með hvað lengstan starfsaldur starfsmanna skólans. Ólafur kenndi við tréiðnaðardeildina og var mjög farsæll í starfi og vin- sæll af nemendum sínum. Hann var menntaður húsasmíðameist- ari og eftir að hann hóf störf sem kennari lauk hann námi í uppeld- is- og kennslufræðum við KHÍ. Ólafur var góður iðnaðarmaður og það var fengur fyrir skólann að hafa hann í kennslu. Reynsla hans og kunnátta skilaði sér vel til nemenda. Ólafur átti mörg áhugamál fyrir utan starfið. Hann var mikill áhuga- og kunnáttumaður um bíla og hafði lengi það aukastarf að kenna á slík tæki. Hann var góður hestamaður, einnig hafði hann gaman af að ræða um póli- tík og stóð þar fastur á sínu. Sem sannur Skagamaður hafði hann líka mjög mikinn áhuga á knatt- spyrnu og var alltaf tilbúinn að leggja sitt til málanna og gefa góð ráð þegar svo bar undir. Ólafur hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum, en hann var alltaf já- kvæður þó ekki væri hann alltaf sammála þeim sem hann ræddi við. Ólafur hafði kímnigáfuna í góðu lagi og greip óspart til hennar þegar málin voru rædd. Fyrir mu árum varð Ólafur fyrst var við það mein sem hann hefur nú lotið í lægra haldi fyrir. Samstarfsfólk hans varð ekki mikið vart við þá baráttu sem Ólafur átti í vegna sjúkdóms síns. Hann háði baráttuna á sínum vígstöðvum á kraftmikinn hátt og var aldrei tilbúinn til að játa sig sigraðan. Hans jákvæða viðmót og kímni var til staðar fram á síð- ustu stundu. Fyrir hönd starfsfólks og nem- enda Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi vil ég þakka Ólafi fyr- ir góð störf í þágu skólans. Ég þakka einnig fyrir að hafa kynnst jákvæðni hans, kímni og baráttu- anda sem hann sýndi og við get- um öll lært af. Við sendum Ástu, Elíasi, Kristjáni og öðrum ætt- ingjum Óla okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu stundum. Megi minningin um góðan dreng lifa. Hörður Ó. Helgason, skólameistari FVA Sigríður Elísdóttir Sigríður Elísdóttir, kennari frá Laxárdal í Hrútafirði, fæddist 28. apríl 1922. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Eir 15. mars sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Benónýsdóttir og Elís Þorsteins- son, bóndi í Laxárdal. Sigríður var elst sjö systkina, Benóný sem var næstelstur lést 3. febr. sl. Hún stundaði nám í Héraðs- skólanum á Reykjum í Hrúta- firði 1939-1940 og 1943-1944. í tvö ár, 1941-1943, var hún far- kennari. Fyrra árið í Hvamm- sveit í Dalasýslu og hið síðara einnig í Haukadalsskólahverfi. í kennaraskólanum var hún frá 1944-1947. Að loknu kennara- námi var hún kennari við Barnaskóla Akraness til 1959. Þá flytur hún til Reykjavíkur og er kennari við Vogaskóla frá 1959-1979. Með Sigríði er gengin sér- staklega vönduð og samvisku- söm kona, sem aldrei mátti vamm sitt vita. Mörg undanfar- in ár átti hún við vanheilsu að stríða. Sjóndepra, sem háði henni alla tíð, ágerðist og var hún næstum blind síðustu árin. En þó að líkamskraftarnir væru farnir að þverra, þá hélt hún góðri andlegri heilsu til hinstu stundar. Ég vil í þessu sam- bandi láta í ljós aðdáun á þeirri miklu og góðu umönnun og fórnfýsi, sem Gunnlaugur bróð- ir hennar sýndi henni. Ég veit að fyrir þessa umhyggju var Sigríður afar þakklát. Gott og náið samband var á milli æskuheimila okkar, Laxár- dals og Hlaðhamars. Boð og heimsóknir milli bæjanna voru tíð. Bræðurnir Eh's í Laxárdal og Ólafur á Hlaðhamri, feður okkar, voru mjög samhentir og höfðu lengi töluverða samvinnu og samstarf á ýmsum sviðum. Sérstaklega á þetta við um fisk- veiðar í firðinum okkar kæra. Við frændsystkinin lékum okkur saman og vorum saman í barnaskóla. Við Hlaðhamra- systkinin eigxnn ljúfar minning- ar um hin góðu tengsl við Lax- árdalsheimilið. Þaðan kom oft hjálparhönd sem við minnumst með þakklátum huga. Snemma kom í ljós að Sigga frænka, eins og ég var vanur að kalla hana, væri bráðger til náms. En hin lélega sjón var henni fjötur um fót og held ég að hún hafi verið um sex ára er hún fékk gleraugu. Þá sá hún heiminn í nýju ljósi og er mér það minnisstætt, að skömmu síðar kom hún að Hlaðhamri og spurði hvaða bæir þetta væru fyrir handan íjörðinn, sem henni var starsýnt á. Hún hafði þá ekki séð þá áður. Sigríður var að eðlisfari mik- ill dugnaðarforkur, kappsfull og ósérhlífin. Kjarkur hennar og áræði birtist m.a. í því að að- eins 19 ára unglingur gerist hún farkennari á ókunnum stöðum. Haustið 1944 settumst við bæði í 22. bekk Kennara- skólans og vorum þar saman í 3 vetur. í síðasta símtali mínu við Siggu frænku, þá fárveika, barst í tal að við bekkjarsystk- inin, sem tókum kennarapróf vorið 1947, ættum í vor 50 ára afmæli. „Við verðum endilega að hittast og drekka kaffi sam- an,“ sagði Sigga. Því miður get- ur hún ekki verið með í því samkvæmi. Hún er önnur sem er burtkölluð úr okkar hópi. Kjartan Hjálmarsson er látinn fyrir nokkrum árum. Sigríður hafði yndi af að kenna og var kennari af lífi og sál, sérlega nákvæm og skyldu- rækin. Það var því mikið áfall fyrir hana að verða að hætta kennslu vegna sjónleysis innan við sextugt. Tveimur árum síð- ar fékk hún heilablóðfall og lamaðist, en hún náði sér nokk- uð vel furðufljótt. En eftir sjö- tugt fer að halla undan fæti, því að sjónin fór þverrandi. Þrátt fyrir þetta andstreymi hélt hún jafnan fullri reisn og sjálfsvor- kunn var henni Qarlæg. Eftir að hún hætti að geta lesið, en hún var áður fyrr mik- ill lestrarhestur, þá var útvarpið (rás 1) henni alveg ómetanlegur alþreyingar- og gleðigjafi. Sigríður hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um og lét ekki aðra hafa nein áhrif á sig. Hún hafði undir það síðasta brennandi áhuga á mál- efnum líðandi stundar. Það vildi oft teygjast úr símtölum okkar er rætt var af ákafa um það sem efst var á baugi í þjóðlíf- inu. Ég kveð frænku mína með virðingu og þökk fyrir vináttu hennar og tryggð. Blessuð sé minning Sigríðar Elísdóttur. Systkinum og öðru vensla- fólki sendi ég samúðarkveðjur. Porsteinn Ólafsson •t Jón Dal Þórarinsson Hægur en glettinn var þessi maður, jafnlyndur og þrautseig- ur, kom samferðamönnum sín- um á óvart með skörpum álykt- unum sínum, vökull, iðkandi andann og elskandi andans sköpun, tónlistina. Hann var upprunninn úr fögrum sveitum Fljótsdalshér- aðs þar sem Dyrijöll og Bein- geitarfjall standa vörðinn, leit- aði ævintýra, náms og atvinnu á Hvanneyri og fleiri stórbýlvun syðra, en réðst síðar norður að Stóru-Seylu í Skagafirði og þar kynntist hann Sillu sem varð konan hans. í Skagafirði bjuggu þau langa hríð og þar átti Silla ætt og óðul. Þar eru æskustöðv- ar barna þeirra. Hann bjó þar í næstu sveit við greinarhöfund, en ekki nægði það til að kynni tækjust. Til þess þurfti sjálfa Reykjavík og samgöngukerfi hennar, leið 3 Nes-Háaleiti. Þá voru Jón og Silla löngu flutt suður og hann hafði atvinnu við næturvörslu í Háskólabíói, en ég var nætur- vörður í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu eitt sumar. Venju- lega tók ég fyrsta strætó dags- ins upp á Háaleiti, sem Jón ók sömuleiðis með og báðir fórum við út á sömu biðstöð, en það var þó ekki fyrr en síðasta morgun minn í þessari sumar- vinnu að tal tókst með okkur, fyrst um tónlist og orgelspil, sx'ðan um hlutskipti næturvarða og fegurð morgunsins og síðast um Skagafjörð og þá kom upp að mér var kunnur hver bær og bóndi í hans gömlu sveit, Tungusveit, og ekki var við ann- að komandi að ég liti þá um kvöldið til þeirra. Og síðan var oft hist, þau heimsóttu mig á sínar fornu slóðir í Skagafjörð og síðar í Árnesþing en ég þau í Reykavík. Til þeirra var Ijarska hlýlegt að koma, enda kom þar marg- ur. Skagfirðingar, Héraðsbúar, kunningjar af Skaganum og ört vaxandi afkomendahópur þeirra sótti þangað hlýju og yndi. Jón eignaðist stofuorgel þeg- ar hann var kominn á miðjan aldur. Hann hafði lært að spila eftir nótum uppkominn maður og iðkaði orgelspil heima í stofu sinni þegar tómstundir gáfust frá brauðstritinu. Tónlistin var auðlegð hans á kyrrlátu heimih þeirra hjónanna. Það var eftirlæti að fá að kynnast Jóni og eiga vináttu hans. Eldur er bestur með ýta sonum og sólarsýn, _K heillyndi stt,-' ef maður hafa náir, án við löst að lifa. Ör Hávamálum Guð blessi hann. Ingi Heiðmar Jónsson i

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.