Dagur - Tíminn Akureyri - 27.03.1997, Qupperneq 8
VIII - Fimmtudagur 27. mars 1997
MINNINGARGREINAR
ANDLÁT
Aðalsteinn Þór
Guðbjörnsson
tæknifræðingur, Spóahólum 14,
Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 20. mars.
Arngrímur Gíslason
Höfn, Hornaflrði, lést 18. mars.
Ásta Ásbjörnsdóttir
Hrafnistu, Hafnarfirði, lést að
kvöldi sunnudagsins 23. mars.
Benedikt Jónsson
Skúlagötu 3, Stykkishólmi, lést
á St. Fransiskus-sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi sunnudaginn 16.
mars. Útfórin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Benedikt Málmfreð
Stefánsson
fyrrverandi bifreiðarstjóri,
Norðurbraut 17, Hvammstanga,
andaðist mánudaginn 17. mars.
Bertha Helga Kristínsdóttir
Grensásvegi 47, andaðist á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur að
morgni 23.mars.
Birna S. Björnsdóttir
sem búið hefur í Danmörku,
andaðist 22. mars sl.
Eb'n Brynjólfsdóttir
Mánagötu 12, Reykjavík, lést á
Landspítalanum 14. mars sl. Að
ósk hinnar látnu hefur jarðar-
förin farið fram í kyrrþey.
Gísli Kristjánsson
frá Feigsdal, Arnarfirði, lést á
Landspítalanum 15. mars.
Jarðarförin hefur farið fram.
Guðrún Erla Ásgrímsdóttir
Frostafold 14, Reykjavík, and-
aðist á heimili sínu þriðjudag-
inn 18. mars.
Guðrún Guðmundsdóttir
áður til heimilis í Brekkumörk
5, Hveragerði, lést á Hrafnistu í
Reykjavík laugardaginn 22.
mars.
Guðrún Þorgilsdóttir Eccleston
lést á heimili sínu á Long Island
21. mars.
Ingimar Jóel Ingimarsson
lést á Vífilsstaðaspítala þann
14. mars sl. Jarðarförin hofur
farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Jóhannes Jónsson
frá Kjalvegi, Ennisbraut 18,
Ólafsvík, lést á sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 22. mars.
Jón Ólafur Árnason
lést 16. mars í New Jersey.
Jón Þorgeir Jónsson
vélstjóri frá Brimhöfða, Hrafn-
istu, Reykjavík, lést á Landspít-
alanum þriðjudaginn 18. mars.
Kristján Pétursson
byggingameistari, Hlyngerði 2,
lést á gjörgæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur 18. mars.
Margrét (Snúlla) Hazen
lést í Los Angeles, Kaliforníu,
16. mars. Útíorin hefur farið
fram f kyrrþey.
Margrét Andrésdóttir
Hellukoti, Stokkseyri, lést á
heimili sínu 20. mars.
Ólafur Árnason
Hólsgötu 9, Vestmannaeyjum,
andaðist miðvikudaginn 26.
febrúar. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
ÓU Már Guðmundsson
Hrísrima 8, Reykjavík, iést á
heimili sínu að morgni 21.
mars.
Sigfríður Einarsdóttir
frá Riftúni í Ölfusi er látin.
Sigvaldi Þorleifsson
útgerðarmaður, Ilornbrekku-
vegi 9, Ólafsfirði, lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
20. mars.
Steinunn Sigríður Beck
Ásbyrgi, Reyðarfirði, lést á
hjúkrunarheimilinu Skjóli þann
19. mars.
Unnur Sturlaugsdóttir
Faxabraut 18, Keflavík, lést á
heimili sfnu 13. mars sl.
Þorlákur Kolbeinsson
bóndi, Þurá í Ölfusi, er látinn.
Ui*«*4 • » m «««.'* ««-«*'« a at « A
Arni Þorstemsson
*
Arni Þorsteinsson í Fljóts-
tungu var fæddur 26. inaí
1927 í Hægindi í Reyk-
holtsdal en andaðist á heimili
sínu í Fljótstungu í Hvítársíðu 2.
mars 1997. Foreldrar hans voru
Þorsteinn Einarsson bóndi frá
Skáney (1892-1984) og Jónína
Agatha Árnadóttir frá Flóðatanga
(1891-1934). Systkini Árna sem
liföu frá frumbernsku voru: Gísli
f. 30. nóv. 1918, Sigríður Sigur-
björg f. 24. mars 1923, Jón Þor-
geir f. 30. okt. 1929, og Dýrunn f.
13. júlí 1931. Árni ólst upp með
foreldrum sínum þar til móðir
hans lést, en síðar með föður sín-
um og systkinum.
Þ. 3. maí 1958 gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína Ingi-
björgu Bergþórsdóttur í Fljóts-
tungu, en foreldrar hennar voru
Kristín Pálsdóttir frá Bjarnastöð-
um f. 13. júlí 1885, d. 15. ágúst
1965, og Bergþór Jónsson í
Fljótstungu l'. 8. okt 1887. Ingi-
björg átti áður Hjört Rósinkar Jó-
hannsson, f. 21. sept. 1926, en
Bergþór og Hjörtur fórust í Úlfs-
vatni á Arnarvatnsheiði 9. júlí
1955. Sonur Hjartar og Ingibjarg-
ar er Iljörtur Bergþór f. 14. maí
1955, tónlistarmaður á Selfossi,
kvæntur Helgu Brynjólfsdóttur.
Þau eiga tvö börn, Únu Björgu f.
22. maí 1975 og Árna Víði f. 4.
nóv. 1979.
Börn Árna og Ingibjargar eru
tvö: 1) Jónína Marta f. 27. jan.
1959, en maður hennar er Guð-
björn Sigvaldason. Þau eiga tvö
börn, Silju Hlín f. 22. júlí 1987 og
Gísla Frey f. 6. apríl 1991. 2) Þor-
steinn dýralæknir í Frederiks-
havn í Danmörku f. 16. mars
1966. Kona hans er Pia Schoppe
Hesselvig verkfræðingur og við-
skiptalögfræðingur. Þau eiga þrjú
börn, Jónas f. 3. sept. 1992,
Nönnu f. 28. júní 1994 og Sif f.
28. júní 1994.
Með Árna í Fljótstungu er genginn
einn af mætustu bændum í Borg-
arfirði, margfróður atorkumaður
sem verður öllum sem þekktu
hann minnisstæður fyrir glaðværð
og drengskap. Það er ekki auðvelt
hlutverk að búa í Fljótstungu, við
rætur Arnarvatnsheiðar. Eins og
Krislleifur á Stóra-Kroppi orðaði
það stendur bærinn í snarbröttu
túni framan í lágum múla. Þar er
Hallmundarhraun á aðra hönd,
grátt og gróðurlítið en setur þó
voldugan og hrífandi svip á allt
umhveriið þar sem blómlegar
sveitir og fjallaauðnir fallast í
faðma. Ofan af heiðinni geta norð-
lensku vetrarhörkurnar teygt
krumlur sínar af óbeislaðri
grimmd og stofnað í hættu lífi fólks
og lénaðar. En kostaríkt sumar-
land bætir þó að nokkru upp vetr-
arharðindin. Árni náði undrafljótt
tökum á því að nýta sér þessa jörð
og það var engu líkara en hann
þekkti þar strax frá upphafi lautir
og holt, harðbala og mýrarkeldur,
hraunbungur og birkirunna. Þar
kom til næmi hans og minni,
ásamt dugnaði og alúð að hverju
sem hann gekk. Þegar Flateyrar-
veðrið mikla gekk yfir i' október
1995 kvaðst hann hafa lent í erfið-
ustu þrekraun ævi sinnar við að
bjarga fannbörðum (járhópi og
koma honum í hús í blindösku-
bylnum. En á liðnu hausti gat
hann litið yfir moiri heyfeng en
nokkru sinni eftir hagstætt árferði.
Þannig er Fljótstunga. Árni var
Ijármaður og Ijárræktarmaður
ágætur, og á gamla holótta túninu
efndi hann til skógræktar. Betri
arftaka föður míns en Árna mág
minn hefðum við systkinin ekki
getað hugsað okkur.
Á bernskuskeiði Árna herjaði
kreppan mikla á landið og foreldr-
ar hans bjuggu við lítil efni. Móðir
hans dó þegar hann var sjö ára og
eftir það þurfti faðir hans að fiytja
búferlum hvað eftir annað með
börn sín en var um tíma búlaus.
Þegar kom fram á fimmta áratug-
inn rættist úr með efnahaginn og
1944 keypti Þorsteinn Giljahlíð í
Flókadal og þar bjó þessi öðlings-
maður til æviloka, síðast í skjóli
Jóns sonar síns. Árin 1944-46 var
Árni í Reykholtsskóla en lauk prófi
úr bændadeild Hvanneyrarskóla
árið 1949. Ekki er að efa að hon-
um hafi orðið mikið gagn að þessu
námi. En miklu skipti líka sífellt
sjálfsnám hans og fróðleiksfýsn.
Ættfræði, þjóðfræði og þekking á
landinu var sórgrein hans, og
minnið var ótrúlega gott og traust.
Hann þekkti heilar bæjaraðir í
sveitum þar sem hann halði aldrei
komið fyrr og kunni þar skil á fólki
og atburðum svo að undrum sætti.
Ekki fór hjá því að svo strang-
heiðarlegur og glöggur maður sem
Árni var yrði valinn til ýmiss kon-
ar trúnaðarstarfa því að fljótlega
ávann hann sér traust og vináttu
sveitunganna. Ilann var lengi í
hreppsnefnd og formaður sóknar-
nefndar í íjölda ára. Reynsla af
í Fljótstungu
misjöfnu árferði hefur kennt
bændum að á hverju hausti þurfi
að kanna rækilega fóðurbirgðir í
hverri sveit og þann starfa hafði
Árni um langt skeið sem forða-
gæslumaður. Allan sinn búskap
var hann réttarstjóri í Fljótstungu-
rétt þar sem drifhvítt safnið af
Arnarvatnsheiði er dregið í dilka.
Þangað íjöhnenna fyrrum sveit-
ungar hans úr Reykholtsdal og
Hálsasveit og hauststemmningin
er heillandi.
Þau Árni og Ingibjörg urðu með
fyrstu íslenskum bændum til að
stunda ferðamannaþjónustu. Þeg-
ar sumargrös voru farin að gróa
og vorloftið tók að óma fóru aðrir
erlendir og innlendir farfuglar að
koma til að stunda hestamennsku,
gönguferðir, veiðar og skoðunar-
ferðir í hraunhellinn mikla og
fagra, Víðgelmi. Sumir fylgdust
með búskapnum, en á næðisstund-
um var skipst á ýmis konar menn-
ingarfróðleik og vináttubönd voru
bundin. Af þessu höfðu þau bjónin
mikla gleði og fólagsskap, og það
hefði ekki gerst nema af því að
ferðamennirnir voru líka ánægðir.
Þau gáfu líka ýmsum löndum sín-
um kost á að reisa sór sumarbú-
staði í fallegum skógarrjóðrum og
hraunbollum landareignarinnar.
Þar eiguðust þau góða granna sem
voru boðnir og búnir að sýna þeim
vinsemd og hjálpsemi, svo sem í
smalamennskum. Á komandi voru
höfðu þau ráðgert að heimsækja
vini í Þýskalandi, en þeim fyrirætl-
unum hafa örlögin nú breytt. Árna
verður ekki aðeins saknað af sveit-
ungum sínum þegar hann er nú
horfinn þeim sjónum um aldur
fram. Ilér og þar út um lönd mun
hinn glaðværi, ærlegi og góðviljaði
íslenski bóndi líka verða
harmdauði. Fyrst og fremst var
Árni þó umhyggjusamur heimilis-
faðir og mest er sorg fjölskyldu
hans og kærra systkina. En eftir
lifir mannorð hans og góð minn-
ing.
Páll Bergþórsson
Ingvar Ragnar Ingvarsson
frá Hvítárbakka í Biskupstungum
Elsku Ingi.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur félaga þína í Skál-
holtskórnum til að þakka þér fyrir
það að vera með okkur öll þessi
ár, í gegnum þykkt og þunnt. Þú
söngst með kórnum í yfir 30 ár og
allan þann tíma varst þú trausti
hlekkurinn. Ávallt jákvæður og
góður félagi. Þó aðrir heltust úr
lestinni, stóðst þú sem klettur úr
hafinu. Þú elskaðir söng og áttir
því láni að fagna að halda þinni
góðu söngrödd til hinsta dags.
Sönggleði þín hafði smitandi áhrif
á okkur hin og fyrir það þökkum
við þér. En alverg sérstaklega
þökkum við fyrir vináttu þína, sem
aldrei brást.
Nú er skarð fyrir skildi í bass-
anum í Skálholtskór.
Megi Guð blessa þig.
Félagar þínir í Skálholtskórnum
GAMLA MYNDIN
Hver kannast
við fólkið?
Ef lescndur Dags-Tímans þekkja einhverja
á þeim myndum sem hér birtast eru þeir
vinsamlega beðnir að snúa sór til
Minjasafnsins á Akureyri, annað hvort með
því að senda bréf í pósthólf 34 i. 602
Akuroyri aða hringja í si'ma 462 4162 eða
461 2562 (símsvari).