Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Page 6
VI - Laugardagur 12. apríl 1997
MINNINGARGREINAR
Jbtgur-'SItmmn
Guðmundur Stefánsson
Guðmundur Stefánsson
fæddist að Hólkoti í
Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu 1. aprfl 1957. Hann
andaðist á Grensásdeild l.apr-
fl síðast liðinn, fertugur að
aldri. Foreldrar hans eru Stef-
án Þórisson vörubflstjóri og
Gunnhildur Sigríður Guð-
mundsdóttir húsmóðir. Systk-
ini hans eru Aðalheiður f. 27.
maí 1955 gift Sigurði V.
Jónassyni og eiga þau tvö börn
og eru búsett á Akureyri. Þórir
f. 15.aprfl 1956 giftur Svan-
hvíti Jóhannesdóttur og eiga
þau íjögur börn og eru búsett
á Húsavík. Stefán f.24.nóvem-
ber 1960 giftur Lovísu Leifs-
dóttur og eiga þau fjögur börn
og eru þau búsett í Mývatns-
sveit. Olga Ásrún f.14. mars
1963 gift Sigurjóni B. Kristins-
syni og eiga þau fjögur börn
og eru búsett í Reykjavík.
Gunnhildur f.22. aprfl 1964 í
sambúð með Leiíi Hallgríms-
syni og eiga þau tvo syni og
eru búsett í Mývatnssveit.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Hólmfríður Fann-
dal Svavarsdóttir f.20 nóvem-
ber 1961. Faðir hennar er
Svavar Fanndai rafvélavirki
giftur Sólbjörtu Gestsdóttur
Móðir hennar var Kristbjörg
Stefánsdóttir en hún lést
8.nóvember 1992. Eftirlifandi
eiginmaður Kristbjargar er
Ólafur Runólfsson. Börn Guð-
mundar og Hólmfríðar eru:
Kristbjörg Hildur í‘.13.septem-
ber 1983. Guðmundur Smári
f.3.október 1990. Ólafur Freyr
f.l. aprfl 1994.
Guðmundur starfaði sem
veghefllsstjóri hjá Vegagerð
Rfldsins fyrstu starfsárin. í 14
ár starfaði hann hjá Isaga í
Reykjavík sem bifreiðastjóri.
Árið 1994 fluttust þau Guð-
mundur og Hómfríður ásamt
börnum búferlum til Freder-
icia í Danmörku. Þar starfaði
Guðmundur hjá Aga a/s
Taulov fyrirtækinu. Þau fluttu
síðan heim í janúar síðastliðn-
um sökum hcilsubrests Guð-
mundar.
Útför Guðmundar fór fram
frá Laugarneskirkju mánu-
daginn 7.aprfl kl.l0:30
Elsku Gummi minn.
Það er svo erfítt að hugsa
fram í tímann og sjá bara fyrir
sér tómarúm. Við sern ætluðum
að eiga góð ár í Danmörku þar
sem þú ætlaðir að fá tíma til að
njóta fjölskyldulífsins með okk-
ur. En allt fer öðruvísi en ætlað
er. Ég verð að trúa því að Guð
hafi ætlað þér eitthvað enn
mikilvægara en að vera hjá mér
og litlu börnunum þínum sem
sakna þín sárt. En við eigum
fullt af yndislegum minningum
um þig sem við geymum í hjört-
um okkar og enginn fær tekið
frá okkur. Ástin mín, ég vil að
lokum þakka þér fyrir allt það
gdða sem þú hefur kennt mér
og skilið eftir í huga mér.
Guð geymi þig.
Pín Hólmfríður.
Hver minning dýrmœt perla að
liðnum lífsins degi
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér
Þinn kœrleikur í verki var gjöf
sem gleymist eigi
og gcefa var það öllum er fengu
að kynnastþér
(Ingibjörg Sig)
Þá er þinni lífsgöngu lokið
elsku Gummi minn og þú laus
við allar þjáningar. Við minn-
umst þín frá því er þú varst lítill
drengur og fram til þess dags
er þú kvaddir þetta líf. Við
fengum að hafa þig í 40 ár og
við minnumst allra okkar sam-
verustunda og söknuður okkar
er mikill. Þú varst alltaf boðinn
og búinn að hjálpa okkur og
gjöra alla tilveruna svo bjarta
og fagra. Samband okkar var
alltaf svo gott, hvar sem þú
varst, á íslandi eða í Dan-
mörku. Við minnumst ánægju-
stunda við Hólkotstjörn í sól og
bhðu og spriklandi sifung í neti
sem síðan var borðaður með
mikilli ánægju í eldhúsinu
heima á Hólkoti. Þú gjörðir alla
hluti svo vel og samviskusam-
lega. Við þökkum það að við
fengum að vera hjá þér er þú
kvaddir þetta líf og fórst yfir á
annað tilverustig og við vitum
að þar hafa margir tekið vel á
móti þér. Við biðjum góðan Guð
að styrkja konuna þína og
börnin ykkar og senda þeim
sólargeisla á sorgarstund.
Mamma og pabbi
Aðeins Guð einn veit, hvenœr
œvifórinni lýkur
hvenœr þurfum við að kveðja
þennan heim
því að augu hans sáu mig og þig
áður en við vorum ómyndað efni
voru œvidagar okkar ákveðnir
og allir skrifaðir í lífsins bók
áður en nokkur þeirra orðinn var
til
nú kveð ég þig minn yndislegi
vinur
bara um stund því seinna
hittumst við á ný
Ég hlakka til að hitta þig á
himnum
þar sem bœði þú og ég
getum gengið sama veg
Ég hlakka til að hitta þig á
himnum
þar sem saman getum við
lyft upp höndum hlið við hlið
þar við lofa munum Guð um alla
eilifð
(Olga Ásrún)
Elsku Gummi, yndislegi bróðir
minn og mágur.
Nú er þín þrautarganga á
enda og þú hefur kvatt þetta
jarðneska líf. Það er yndislegt
til þess að hugsa að nú hefur þú
fengið nýjan dýrðalíkama á
himnum og fengið að mæta
frelsaranum þínum Jesú. Þegar
við hugsum til baka þá eru
minningarnar um þig fallegar
og svo margar svo að vandi er
að vinsa úr. Stóri systkinahóp-
urinn heima á fallega æsku-
heimilinu okkar brallaði margt
sem ekki vissu mamma og
pabbi og varst þú þar oft
fremstur í flokki. Að stríða litlu
systrum þínum fannst þér nú
ekki leiðinlegt eða að láta þær
þjóna þór á ýmsa vegu. Seinna
meir þegar við uxum úr grasi
urðum við svo jafningjar. Við
minnumst þess þegar við flutt-
um á ísafjörð langt í burtu frá
öllum, hver var það þá sem
fyrstur var mættur í heimsókn,
nema þú, alltaf svo tryggur.
Hver var það sem kom óbeðinn
og hljálpaði okkur að standsetja
íbúðina okkar í Mávahlíð 30,
nema þú. Það var svo gaman að
fá að fylgjast með því líka þegar
fallega konan þín Hólmfríður
kom inn í líf þitt og þið fóruð að
búa og börnin fæddust eitt af
öðru. Alltaf fylgdist þú líka með
frændsystkynum þínum og
alltaf þurfti Gummi frændi að fá
koss þegar hann kom í heim-
sókn frá litlum skvísum. Við
minnumst þess hvað það var
erfitt að sjá á eftir ykkur út til
Danmerkur því það var svo
tómlegt hér þegar þið voruð
farin og langt á milli okkar þó
svo við gleddumst innilega með
ykkur að þora að taka þetta
skref. Það er svo gott nú á þess-
ari stundu að eiga allar þessar
dýrmætu minningar um þig því
þær lifa þótt þú sért farinn.
Minningarnar um þig eru eins
og fallegar perlur og við tökum
eina í dag og aðra á morgun og
skoðum. Ein dýrmætasta perlan
er sú að við skyldum öll síðast
liðið sumar geta komið saman
og glaðst með mömmu og
pabba á sextugsafmæli
mömmu. Þá varst þú búninn að
fara í þína fyrstu aðgerð og allt
virtist á góðum batavegi. En
sumt fer á annan veg en við
ætlum sumir fá mörg ár en aðr-
ir ekki, þú fékkst 40, og við
þökkum Guði fyrir þau. Vertu
sæll elsku bróðir og mágur, Guð
blessi minningu þína.
Elsku Hólmfríður, Kristbjörg
Hildur, Guðmundur Smári, Óli
Freyr , mamma og pabbi og
aðrir aðstandendur. Megi friður
Guðs sem er æðri öllum skiln-
ingi varðveita hjörtu ykkar og
hugsanir í Kristi Jesú.
Olga Ásrún og Sigurjón Bergur
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt.
V. Briem.
Elsku hjartans bróðir minn.
Nú þegar tekur að vora með
hækkandi sól sem glæðir allt
nýju lífi, þá kólnar og dimmir í
kringum okkur ástvini þína. Þitt
líf hefur slokknað. Tíminn
stendur kyrr. Allt er svo tómt og
dapurlegt. Af hverju þú? Ég
bara spyr en fæ ekkert svar. Þú
sem varst svo góður og við náð-
um alltaf svo vel saman. Það
var svo gott að tala við þig, og
þú hafðir alltaf brennandi
áhuga á því hvernig gengi hjá
mér. En ég verð að trúa því að
þér hafi verið ætlað annað og
meira hlutverk, og að nú líði
þér vel. Ósjálfrátt lít ég til baka
og riija upp allar yndislegu
stundirnar sem við áttum sam-
an. Skýrastar eru æskuminn-
ingar úr sveitinni okkar. Við ól-
umst upp í stórum systkynahópi
hjá yndislegum foreldrum. Við
þrjú þessi elstu vorum fædd sitt
á hvoru árinu og nánast eins og
þríburar. Margt höfðum við
brallað saman. Við vorum dug-
leg að hjálpa til við bústörfin,
og þegar við höfðum mjólkað
allar kýrnar og rogast út með
mjólkurbrúsana kepptumst við
um það hvert okkar fengi að
keyra mjólkina á dráttarvélar-
pallinum til kælingar í læknum.
í heyskapnum var það spurning
hver fengi að snúa heyinu
þennan eða hinn daginn. En
allt var þetta gert í mesta bróð-
erni og passað vel upp á það að
ekki yrði á neinn hallað. Eða
þegar við hlupum með berjaföt-
urnar okkar og hvert og eitt
kepptist við að finna gjöfulustu
krækiberjaþúfuna og „PANTA"
hana. Þá mátti enginn tína ber-
in á henni nema sá sem átti
hana pantaða. Ég man hka eftir
fínu sleðunum okkar sem pabbi
smíðaði. Mikið vorum við stolt
af þeim, og þær voru ófáar
ferðirnar sem farnar voru niður
Ilólkotsbrekkurnar. Eða þegar
við fundum gömlu ólaskautana
sem amma og afi áttu. Það gekk
nú ekki alltaf vel að festa þá á
frekar smá stígvélaða fætur, því
skautarnir voru svo langir.
Seinna fengum við svo þessa
fínu glænýju skauta með skóm
og tönnum og þá gátum við nú
gert alls konar listir (að eigin
dómi). Og ekki vantaði svellið.
Allt Vestmannsvatn eins og það
lagði sig. Svona gæti ég haldið
áfram lengi, en þá yrði ég seint
búin.
Draumurinn um það að
prufa að flytja á erlenda grund
rættist hjá ykkur á árinu 1994.
Danmörk varð fyrir valinu. Mik-
ið voruð þið bjartsýn og glöð á
þessum tímamótum. Þarna virt-
ist allt ætla að ganga upp, og
fyrsta árið lék allt í lyndi. En
það átti ekki fyrir ykkur að
liggja að fá að njóta þess of
lengi. Veikindastríð og sjúkra-
húslegur settu mark sitt á síð-
ara árið ykkar þarna úti, en
alltaf varst þú jafn bjartsýnn og
sýndir ekki merki þess að þú
ætlaðir að gefast upp strax. Síð-
astliðið sumar vorum við Hilda
mín svo heppnar, að geta heim-
sótt ykkur til Danmerkur og
dvalið hjá ykkur í tvær vikur.
Það var yndislegur tími, og nut-
um við hans. Mikið var að gera
hjá þór í vinnunni, þannig að
þú gast ekki verið eins mikið
með okkur og þú vildir, en tal-
aðir um það að næst þegar ég
kæmi skyldum við reyna að
stilla okkur saman, þannig að
þú yrðir í fríi. Nú er ljóst að það
verður að bíða betri tíma. Ekki
datt mér í hug þá, að tveimur
mánuðum síðar yrði ég komin
til ykkar aftur. En þá grúfði
skuggi veikindanna yfir á ný.
Samt sem áður þakka ég fyrir
að hafa getað verið svo nálægt
ykkur. Það var alltaf jafn gott
að koma til ykkar, og ófáar voru
grillveislurnar hjá þér, aðallega
heima á íslandi áður en þið
fluttuð út. Þá var nú borðað vel,
og eitt var það sem alls ekki
mátti vanta. Það voru kartöfl-
urnar. Það vita allir sem til
þekkja, að okkar fólk er frægt
fyrir kartöfluát.
Gummi minn. Nú eru þetta
allt góðar minningar sem ég
geymi í huga mínum sem dýr-
ustu perlur. Þær verða mér ljós
í myrkrinu um ókomna tíð. Ég
er viss um að ömmurnar og af-
arnir okkar hafa tekið vel á
móti þér og nú líður þér vel. Ég
bil algóðan Guð að blessa og
styrkja okkur öll, og þá sérstak-
lega hana Hólmfríði þína og
börnin ykkar þrjú.
Elsku bróðir, hvíl þú í friði og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín systir Alla.
Liðin er œvi. Lokið er degi.
Ég leitaði að orði, og fann það
eigi.
Leitaði að von, og leitaði að
sögn.
Leitaði að bœn, ogfann aðeins
þögn.
Elsku hjartans Gummi bróð-
ir. Það er erfiðara en orð fá lýst
að þurfa að trúa því að þú sért
farinn frá okkur. Mér er það
minnisstætt þegar við öll fjöl-
skyldan hittumst s.l. vor í sex-
tugsafmæli mömmu. Engan
grunaði þá að aðeins tæpu ári
seinna þá yrðir þú farinn frá
okkur. Við sem eftir erum
stöndum ráðþrota og spyrjum
hvers vegna þú? Þú sem varst
sameiningartákn íjölskyldunnar
og alltaf sá sem varst fyrstur til
að hafa samband. Það var ekki
ósjaldan sem ég reyndi að vera
á undan að hringja í þig, en það
tókst ekki alltaf. En við verðum
að trúa því að þér hafi verið
ætlað meira og stærra hlutverk
hjá Guði. Minningar liðinna ára
hrannast upp en dýrmætastar
eru þær mér frá þeim Qórum
árum sem ég dvaldi hér í skóla.
Alltaf varst þú boðinn og búinn
til þess að hjálpa litlu systur
þegar mig vantaði aðstoð, hvort
sem var að flytja fyrir mig bú-
slóðina eða keyra mig út og
suður, og svo síðast en ekki síst,
þú varst bara alltaf til staðar.
Það er mér lfka minnisstætt
þegar ég kom í heimsókn til þín
og þú fórst að spila á harmon-
ikkuna þína. Þá fannst mér ég
alltaf vera komin í huganum
heim á æskustöðvarnar okkar
og það væri pabbi sem væri að
spila fyrir mig. Þau voru líka
ekki ófá skiptin sem ég var boð-
in til ykkar í mat og sérstaklega
minnisstæð þegar svið voru í
matinn. Þá borðuðum við vel og
lengi og höfðum miklar kartöfl-
ur með. Ég gæti endalaust hald-
ið áfram að telja upp yndislegar
samverustundir sem við áttum
saman, en ég mun geyma þær í
huga mínum og ylja mér við
minningarnar í framtíðinni.
Ég bið góðan Guð að styrkja
okkur öll og gæta en þó sér-
staklega hana Hólmfríði þína og
elskulegu börnin ykkar þrjú og
mömmu og pabba.
Ég er þess fullviss að Krist-
björg tengdamóðir þín og afar
og ömmur taka á móti þór og
umvefja þig örmum sínum. Mig
langar að enda þessi minning-
arorð á ljóði sem amma Ása
hafði svo mikið dálæti á.
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð þinn náðarkraftur,
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Elsku Gummi ninn. Hafðu
þökk fyrir allt og allt. Guð blessi
minninguna um yndislegan
bróður.
Þín systir Gunna.