Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Qupperneq 2
II - Laugardagur 17. maí 1997 jHagur-ÍEímmn H U S I N B Æ N U M marn mmmmm Freyja Jónsdóttir skrifar Arið 1908 fékk Franska spítalafélagið í Dunkirk keypta lóð, 12000 ferálnir úr Félagstúni sem var úr landi Rauðarár til að byggja á hús handa Franska konsúlnum. Landið áttu þeir Jón Jensson og Hjalti Jónsson sem höiðu áður til- kynnt bæjarstjórninni að þeir hyggðust selja úr erfðafestulandi sínu í Félagstúni. Upp úr aldamótunum höfðu Frakkar sent til landsins konsúl að nafni Brillouin. Á þessum tíma var mikið um frönsk fiskiskip á miðunum umhverfis fsland. Frakkar höfðu reist spítala við Lindargötu í Reykjavík og á tveimur öðrum stöðum á landinu. Eins og gefur að skilja voru þess- ir spítalar einkum ætlaðir þeirra mönnum en íslendingar nutu einnig góðs af. Brillouin konsúll, fékk húsið tilhöggvið frá Noregi og lét setja það niður á kjallara hlöðnum úr grásteini. Húsið er byggt í jugendstíl eins og fieiri hús hér á landi frá þessum tíma. Fað er traustlega byggt og grind þess gerð af reisverki. Bindingsverk hússins er fyllt að 1/3 með plönk- um, klætt báðum megin á bind- inginn, að utan með láréttri vatnsklæðningu en að innan með panel og pappa í milli. Glugga- og hurðaumbúnaður einfaldur og stflhreinn. Efri hlutar glugga eru settir smárúðum. f lýsingu Leifs Blumenstein segir: „Stigahús ber allt annan svip en aðrir hlutar hússins, það ber svip hins þjóð- lega norska drekastfls og minnir veggklæðning á stokkhús." Grunnflötur hússins er 209 fermetrar og var hliðin sem vísar að sjónum framhlið. Hurðir voru út úr veggsvölum að norðanverðu og tröppur niður, þar yfir voru lokaðar veggsvalir. Talið er næsta öruggt að húsið sé frá Strömmens Trævarefabrik í Austur-Noregi. Fyrsta brunavirðingin á hús- inu var gerð 8. september 1909 og fer hér á eftir lýsing virðingar- manna: „fbúðarús einlyft með brotnu þaki og tveimur grunn- kvistum á suðurhlið og veggsvöl- um (lokuðum uppi og niðri að norðanverðu). Húsið byggt af plönkum, klætt utan með pægð- um 5/4“ borðum með pappa í milli, það er með helluþaki á plægðri 5/4 borða súð. Niðri í húsinu eru sex íbúðarherbergi, eldhús, búr og fjórir gangar, allt þiljað og herbergin með striga og pappa á veggjum og loftum, allt málað. Par eru sex ofnar og ein eldavél. Uppi eru sex íbúðarher- bergi, baðherbergi, sex fastir skápar og þrír gangar. í baðher- berginu er eitt baðker og einn baðofn. Allt er þiljað og málað uppi og sumt af herberjunum með striga og pappír á veggjum og loftum. Þar eru sex ofnar auk \ baðofnsins. Undir öllu húsinu er kjallari, lljórar álnir á hæð, með stein- -.steypugólíi; hann er hólfaður með rsteinskilrúrnum í fimm geymslu- l.herbergi, þvottahús, straustofu og leinn gang. í þvottahúsinu er tvatnspottur og strauofn í fctraustofunni. Um allt húsið eru fvatnsleiðslur. í húsinu eru tvö Jvatnsklósett. Rishæð hússins er látta álnir. | Fyrir vestan húsið á sömu lóð Höfði við Borgartún er hesthús úr bindingi, klætt utan með borðum, pappa og járni; í því er loft og plankagólf'. Talsvert Ijaðrafok varð hjá byggingarnefnd vegna byggingar hesthússins og mun Brillouin konsúll, hafa byggt það án leyfis. Eins og gefur að skilja líkaði nefndinni það stórilla. Af þessu tilefni var haldinn fundur 2. okto- ber 1909 hjá byggingarnefnd og þar einróma samþykkt að kreljast þess að hesthúsið yrði rifið tafar- laust, og Brillouin látinn sæta sektum fyrir byggingu þess. Einnig minnti bygginganefndin á að borgarstjóri hefði í bréfi til stjórnarráðsins kært konsúlinn fyrir að hafa þrátt fyrir aðvaranir byggingarnefndar og byggingar- fulltrúa fullgjört hús sitt án þess að fá undanþágur þær, sem nauð- synlegar voru. Einnig hefði hann kært Brillouin fyrir önnur brot gegn byggingarsamþykktinni. Nefndin óskaði eftir því að fá þau kærumál frágengin áður en vænt- anleg umsögn frá konsúl J. Brill- ouin yrði tekin til meðferðar. Undanþágur þær sem Brilloin hafði ekki hirt um að sækja um voru: „1) Að bitar megi vera nokkrir í húsinu, 3x9“ í stað 3x6 sem byggingarsamþykktin maslir fyrir. 2) Að ekki þurfi að hafa milli- gólf í húsinu neins staðar. 3) Að ekki þurfi að hafa bita kembda niður í aurstokkana fleiri en eru, eins og nú er frá húsinu gengið." Einnig kom fram á fundinum að banna ætti konsúlnum að búa í íbúðarhúsinu þar til hann hefði séð fyrir því að gengið væri frá framantöldum atriðum. í bréfi frá Stjórnarráðinu þann 12. desember 1909 segir að ákjósanlegt sé sökum vináttu- tengsla við Frakkland að við hús- inu þurfi ekki að hrófia frá því sem er. Húsið standi afskekkt og sé að öllu leyti mjög vandað. Und- ir bréfið skrifar Björn Jónsson i. ,j

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.