Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Blaðsíða 4
FV - Laugardagur 17. maí 1997 |Oagur-®mttra SOGUR 0 G SAGNIR Lausaleiksbarn sem gekkst við barni fyrir prestinn sinn Jón Borgfirðingur var einn þeirra mörgu íslendinga sem stunduðu fræðastörf af áhuga og eljusemi þrátt fyr- ir að allar ytri aðstæður væru þeim andsnúnar. Jón fæddist á Hvanneyri 1826 og var lausa- leiksbarn og segir sjálfur að vafasamt hafi verið um fað- erni sitt. Móðir hans var Guð- ríður Jónsdóttir, vinnukona. Jón ólst upp á fátækrasjóði og kallaði séra Jónas Tómas- son fóstra sinn, en hann kom til Hvanneyrarþinga þegar pilturinn var á sjötta ald- ursári. Sá var skáld gott og gáfumaður, að sögn Jóns, en hneigður til öls. Um menntun sína skrifar Jón Borgfirðingur: Á fimmta ári fór ég að þekkja stafina, en varð allæs á sjöunda ári, því ég var snemma fyrir bækur, en fátæktin og afskiptaleysið hamlaði mér frá meiri mennt- un. Ég bar fyrst við að krota með koli, svo með krít, án nokkurrar tilsagnar, þar tii séra Jóhann gaf mér upphafs- stafi og tilfæringar, og fór ég þá fljótt að mynda stafi. Ég lærði að þekkja skrifstafi á þann hátt, að ég hafði daufar og máðar Finnbogarímur með settletri á upphafslínum, sem ég bar saman við prent. Ekki gat ég byrjað á lærdómnum fyrr en á níunda ári, því ég lá um tíma. Það ár (1835) var harður vetur og sumar hryðju- samt. Jón hleypur fljótt yfir sögu í æviágripi sínu en getur þess þó, að þegar hann var á sautj- ánda ári hafi fóstra hans kvatt þennan heim, en séra Jóhann tekið sér bústýru, Ingibjörgu Halldórsdóttur. „Hún eignaðist barn sem mér var kennt. Það hlaut heiti fóstra míns, en lifði eigi nema þrjú ár.“ Hér fer vart á milli mála að Jón borgaði fósturlaunin með því að gangast við barni hús- bóndans, og segir hann frá því sem sjálfsögðum hlut. Farandbóksali var Jón um langt skeið og bjó lengi á Ak- ureyri en andaðist í Reykjavík 1912, en þar bjó hann hjá syni sínum síðasta áratuginn sem hann lifði. En Jón gerði meira en að selja bækur hann skrifaði nið- ur margan fróðleik og var handgenginn Jóni þjóðsagna- ritara og var Jóni forseta inn- an handar að safna bókum og blöðum sem fengur var að. Sumarið 1861 var Jón Borgfirðingur á ferð í Reykjavík og 1. ágúst gekk hann upp á Alþing- issal til að hlusta á þingmenn og sjá þingsalinn. Næstu vik- urnar sinnti hann margvísleg- um störfum og hitti menn að máli og hafði ýmislegt þarflegt fyrir stafni. Oft fór hann í Al- þingishúsið til að hlusta á ræð- ur. Jón lét ekki hjá líða að skrifa palladóma um þingmenn og lýsir þeim eins og þeir komu honum fyrir sjónir, hvort sem sú lýsing er sanngjörn eða ekki. Margir þeirra manna sem sátu á þingi 1861 eru vel þekktir úr sögunni enda voru þá umbrotatímar á flestum sviðum þjóðlífsins. Hér á eftir er Jóni Borgfirðingi gefið orðið: Áður en ég fer frá Reykjavík ætla ég að lýsa dálítið þing- mönnunum, og byrja þá á kon- ungsfulltrúa, etatsráði Jónas- sen. Hann er hár og grannur, viðræðugóður og þykir undir- förull, bláleitur í framan, stórt nef, hrokkinhærður og svart- hærður. Forseti, Jón Guðmundsson, grannur og pervisalegur, hvít- leitur, með lið á nefinu, brúna- mikill og harðlegur, hraðmælt- ur, einarður og kviklegur. Dr. Pétur, stór og herða- breiður, dökkur í andliti og á hár, dimmmæltur, djúphygginn og klókur, hægur í framgöngu og góðmenni. Jón Pétursson, assessor, lítill á vöxt, undirleitur, svartur á hár og dimmleitur, rómurinn Þórður Jónasson, konungsfulltrúi. Þótti undirföruli. Jón Guðmundsson. Með lið á nefinu. Pétur Pétursson. Djúphygginn og klók- ur. Arnljótur Ólafsson. Hæðinn og klókur. Sveinn Skúlason. Frómlundaður og lat- ur. Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Vissi af sjálfum sér við öl. Jón Pétursson. Nískur og smáskrítinn. Magnús Andrésson. Stefán Jónsson. Mein' Frómlundaður yrt valmenni. drykkjumaður. Benedikt Sveinsson. Illur í skapi og harður. Halldór Kr. Friðriks- son. Hroðalegur og rustalegur. Ásgeir Einarsson. Meinyrtur og spaug- samur. Árni Einarsson. Hægur og vel hygginn. Guðmundur Brands- son. Yfir höfuð búra- legur. Björn Pétursson. Með meiri mönnum að eig- in áliti.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.