Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 17.05.1997, Page 8
VIII - Laugardagur 17. maí 1997 MINNINGARGREINAR |Dagur-'®mrám ANDLÁT Arndís Stefánsdóttir Laugateigi 4, Reykjavík, lést á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sunnudaginn 11. maí. Björn Gestsson frá Björgum, lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt 6. maí. Rlías Sigfússon frá Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á sjúkradeild Hrafnistu miðvikudaginn 7. maí. Elías Sigfússon frá Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á sjúkradeild Hrafnistu miðvikudaginn 7. maí. Elín Edda Guðmundsdóttir læknafulltrúi, Akraseli 4, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 10. maí. Elín Sigríður Kristjánsdóttir fyrrum húsfreyja á Kistufolli, Lundar- reykjadai, lést á Sjúkrahúsi Akraness fóstudaginn 9. maí. Guðbjartur Einnbjörnsson loftskeytamaður, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, áður til heimilis á Hrannar- götu 1, ísafirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 10. maí. Guðlaug Vilhjálmsdóttir (tJnna) Brekkum III, Mýrdal, lést á dvalar- heimilinu Hjallatúni sunnudaginn 11. maí. Gyða Runólfsdóttir lést miðvikudaginn 30. april sl. Útíorin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldóra Gröndal iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 11. maí. Haukur Jacobsen Efstaleiti 12, Reykjavik, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 8. maí. Ilelga Tómasdóttir Gýgjarhóli 1, Biskupstungum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 11. maí. Hrefna Guðnadóttir síðast til heimilis í Lækjarkinn 26, Hafnarfirði, áður húsfreyja á Þóru- stöðum, Vatnsleysuströnd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi að morgni fimmtudagsins 8. maí. Ingvar Sigurbjörnsson Lækjargötu 34-D, Hafnarftrði, er lát- inn. Ingvar Sigurbjörnsson Lækjargötu 34d, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 8. maí. Jóhann Magnús Gunnarsson glerslípari og speglagerðarmaður, Stífluseli 8, lést á Landspítalanum föstudaginn 9. maí. Jóhannes Jóhannsson kaupmaður, lést á Droplaugarstöðum dimmtudaginn 8. maí. Jóhannes Jóhannsson kaupmaður, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík fimmtudaginn 8. maí. Jón Geir Lúthersson bóndi, Sólvangi, Fnjóskadal, andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 7. maí. Jónas Eggert Tómasson bóndi, Sólheimatungu, er látinn. Kristrún Skæringsdóttir Suðurhólum 26, er látin. Jarðsett hef- ur verið í kyrrþey. Málfríður Benediktsdóttir Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi, and- aðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 12. maí. Páll Þórðarson Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, andaðist að rnorgni 8. maí í Landspítalanum. Pétur Björnsson Álftamýri 58, lést á heimili sínu mánu- daginn 5. maí. Ragnheiður Ásgrímsdóttir Öldugötu 27, Reykjavík, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur fóstudaginn 9. maí. Rósa Guðnadóttir Kirkjuvegi 11, Keflavík, er látin. Sigríður Ingimundardóttir Bústaðavegi 89, andaðist á heimili sínu 7. maí. Sigríður Þórðardóttir fyrrv. húsfreyja á Refsstað, Vopnafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. maí. Sigurður Frcyr Pálsson Áhaven 13, Kong, Danmörku, lést af siysfórum 20. apríl sl. Jarðarförin hef- ur farið fram. Sólveig Ólafsdóttir frá Strandseljum lést á Landspítalan- um sunnudaginn 11. maí. Svava S. Sveinsdóttir Dunhaga 15, Reykjavík, lést á Landa- kotsspítala 8. maí. Svava Svcinsdóttir Dunhaga 15, Reykjavík, lést í Landa- kotsspítala, uppstigningardag 8. maí. Ursula Busk iést á sjúkrahúsi í Bremen fimmtudag- inn 8. maí. Þórður Einarsson fyrrverandi sendiherra, Skildinganesi 31, lést á heimili sínu að kvöldi 12. maí. Þórunn Svcinsdóttir Garðvangi, Garði, lést að morgni mið- vikudagsins 7. maí. Sigríður Þórðardóttir Sigríður Þórðardóttir fædd- ist á Ljósalandi í Vopna- flrði, þann 19.apríl 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 8. maí sl. eftir stutta sjúkralegu. For- eldrar Sigríðar voru Þórður Jónasson, bóndi á Ljósalandi, f. 1867 að Fossi í Vesturhópi, d. 1938 og konu hans Albínu Jónsdóttur, f. 1874 á Hóli í Kelduhverfi, d. 1966. Systkini hennar: Jóhanna, saumakona í R.vík f. 1900 d. 1969 Jónas, skrifstofumaður á Akureyri, f. 1901, d. 1994. María f. 1902, d. 1934 í Kanada. Ingibjörg, saumakona í R.vík f. 1904, d. 1982. Fríða, saumakona í R.vík, f. 1907. Guðrún, versl- unarmaður í R.vík, f. 1909. Sigvaldi, arkitekt í R.vík f. 1911, d. 1964. Helgi, bóndi á Ljósalandi, f. 1915. Guðbjörg, kennari, búsett í Svíþjóð, f. 1918, og Steingrímur, banka- starfsmaður, f. 1922. Sigríður giftist 26.júní 1940 Páli Metús- alemssyni, bónda á Refsstað í Vopnafirði, f. 24.ágúst 1899, d. ll.júní 1975, þau eignust ljög- ur börn: 1) Svava, f. 1940, leik- skólastarfsmaður Vopnafirði, gift Konráð Ólafssyni sjó- manni, þau eiga þrjár dætur. 2) Þórður, f. 1943, bóndi og framkv.stjóri á Refsstað, kvæntur Ágústu Þorkelsdóttur og eiga þau þrjá syni. 3) Ás- gerður, f. 1946, bóndi á Geita- skarði í Langadal, gift Ágústi Sigurðssyni bónda. Þau eiga íjögur börn. 4) Gunnar, f. 1948, bóndi á Refsstað, kvænt- ur Marie Therese Robin, þau eiga tvö börn. Þegar Sigríður kom í Refs- stað hafði Páll búið í nokkur ár, ekkjumaður með ijögur ung börn. Stjúpbörn hennar eru: 1) Víglundur f. 1930, bankastjóri Vopnafirði, kvænt- ur Jóhönnu Einarsdóttur, þau skildu. Þeirra börn eru fjögur. Sambýliskona Víglundar er Elín Friðbjörnsdóttir og eiga þau tvö börn. 2) Rjörn, f. 1931, járnsmiður í R.vík, var kvænt- ur Katrínu Valsdóttur, þau skildu, synir þeirra eru þrír. Sambýliskona Rjörns er Svava Guðjónsdóttir. 3) Guðlaug, f. 1932, húsmóðir í R.vík, gift Steinar Péturssyni, dætur þeirra eru fimm. 4) Erlingur f. 1933, verkamaður Vopnafirði, kvæntur Önnu Geirsdóttur og eiga þau þrjú börn. Börn og stjúpbörn Sigríðar eiga nú 35 barnabörn og eitt barnabarna- barn, með öllu þessu unga fólki fylgdist Sigríður af alliug. Sigríður nam við hús- mæðraskólann á Staðarfelli 1929-30, var vinnukona í R.vík og á Akureyri í nokkur ár og vann einnig að búi foreldra sinna á Ljósalandi þar til hún giftist. Ilún var húsmóðir á Refsstað í 40 ár, en síðustu 15 árin bjó hún í leiguíbúð íyrir aldraða í þorpinu á Vopnafirði. Útförin fer fram frá Vopna- ijarðarkirkju laugardaginn 17.maí og hefst athöfnin kl 14, en jarðsett verður að Ilofi, að athöfn í kirkju lokinni. Það þykja líklega ekki stórtíð- indi þegar tæplega níræð kona kveður þennan heim. Samt er það svo að samferðamenn Sig- ríðar á Refstað verða glögglega varir við það skarð sem hún skilur eftir sig, enda lífsferillinn á margan hátt óvenjulegur. Hún ólst upp í 11 systkina hópi, sú sjötta í röðinni. Hópur- inn var söngelskur og sam- rýmdur í uppvextinum, og alltaf síðan. Ekki var auður í búi á Ljósalandi á þeim tíma, en þó var lögð á það rík áhersla að koma börnunum til mennta eft- ir því sem efni og ástæður leyfðu. Öll fóru þau systkini að vinna við búið þegar getan leyfði, og víst er um að það kom sér betur fyrir Sigríði síðar á lífsleiðinni að iðjuleysi var henni fjarri. Þegar hún hafði slitið barnsskónum var hún í „vistum" bæði á Akureyri og í Reykjavík. Frá þeim árum minntist hún með sérstakri hlýju ýmissa þeirra fjölskyldna sem hún starfaði hjá. Veturinn 1929-30 var hún í Kvennaskólanum að Staðarfelli ásamt Guðrúnu systur sinni Næstu 5 árin vann hún þá vinnu sem til féll, en árin 1935 til 1940 stóð hún fyrir búi að Ljósalandi ásamt Ilelga bróður sínum og Albínu, móður þeirra. Á Refstað, undir Fjöllum, bjó um þessar mundir Páll Methús- alemsson, sem hafði misst konu sína, Svövu Víglundsdóttur, frá fjórum börnum, sínu á hverju árinu, það elsta fætt 1930, hið yngsta 1933. Svava lést 1935. Páll og Sigríður giftu sig 26. júní 1940, og um leið tók Sig- ríður við búsforráðum á Ref- stað. Stjúpbörnin voru nú á aldrinum 7-11 ára, og höfðu haft meira frjálsræði en þá gekk og gerðist frá þvf móðir þeirra dó. Á meðan Páll var ekkjumaður stóðu þær mæðgur, tengdamóðir hans og mágkona, fyrir búi á Refstað. Amman og móðursystirin sáu ekki sólina fyrir börnunum, sem urðu snemma mjög sjálfstæðir ein- staklingar. Ungu húsfreyjunni var því nokkur vandi á hönd- um. Hún var að taka við sem húsmóðir á mannmörgu heimili og axla ábyrgð á uppeldi fjög- urra hálfstálpaðra stjúpbarna. Milli Sigríðar og stjúpbarnanna þróaðist einlæg vinátta, sem entist allt til æviloka hennar, Það segir heilmikla sögu að þó aö þau systkin kölluðu Sigríði aldrei mömmu, þá tala börnin þeirra öll um ömmu Sigríði. Sigríður og Páli eignuðust fjögur börn á átta árum, og jókst nú enn önn hennar. Við þetta bættist að á Pál hlóðust margvísleg félagsmálastörf sem kölluðu á mikla ljarveru hans frá lieimili. Sigríður mátti því, auk húsmóðurstarfanna, hafa nokkra umsjón með búrekstrin- um. Leiðir okkar Sigríðar lágu fyrst saman snemmsumars árið 1966. Ég hafði þá ákveðið að gera hana að tengdamóður minni, hvað gekk eftir. Með auknum kynnum okkar birtust mér nýjar hliðar á þessari merkilegu konu. Þrátt fyrir botnlaust annríki áratugum saman vanrækti hún ekki margvísleg hugðarefni sín. Eitt af hennar áhugamálum var garðrækt, og garðurinn við hús- ið á Refstað vitnar um það. Venjulega eru trjágarðar á ís- landi sunnan við húsin, en í Vopnafirði eru einungis tvær áttir; norður og austur, og þær standast á. Garðurinn er á máli heimamanna sagður ofan við húsið, en það mun vera milliátt austur þar. Annað áhugamál, mér öllu torskildara, var ættfræði. Við lestur á slíkum fræðum gat hún unað þegar hún taldi sig hafa tóm til. Engan einstakling hef ég þekkt jafn elskan að ljóðum, - og lögum, - og tengdamóður mína. Sammála vorum við um það að væri ekki „stuðlanna þrískipta grein“ í hávegum höfð, þá ætti ekki að kalla svo- leiðis samsuðu ljóð. Hún kunni ókjörin öll af ljóðum eftir höf- uðskáldin okkar, og henni urðu ljóðin að nokkuð sérstæðum notum. Henni þótti ákaflega gaman að ferðast, en lengi fram eftir öldinni var Vopnaijörður einangrað byggðarlag, og lang- ti'mum saman varð ekki komist þangað, - né þaðan, - nema með fiugi. Sigríður var flug- hrædd, - en flaug samt. En henni féll illa að vita ekki hvar hún var stödd í veröldinni þrátt fyrir flughræðsluna. Hún lét sig því hafa það í einni af sínum fyrstu flugferðum að horfa ann- að slagið út á leiðinni frá Vopnafirði til Akureyrar, - en hún fór með ljóð alla leiðina, sér til hugarhægðar. Allar sínar ferðir frá Vopnafírði til Akur- eyrar eftir það fór hún með sömu ljóðin, og taldi sig alltaf vita upp á hár hvar hún væri stödd, enda sagði hún að það stytti sér flugferðir að raula kvæðiskorn eða fara með vel kveðna vísu. Engu breytti þó flugtækni og ilughraða fleygði fram, vísurnar og ljóðin voru þau sömu. Marg- ar af þessum flugferðum frá Vopnafirði til Akureyrar voru áfangi á leið hennar að Geita- skarði. Þessara heimsókna nutu börn okkar hjóna ekki síður en við; biðu reyndar oft í ofvæni eftir að amma kæmi. Amma nennti nefnilega að segja þeim ævintýri og sögur, syngja fyrir þau og breiða yfir þau enda- lausan kærleik sinn. Eins og fyrr segir var annríki hennar mikið á meðan hún var húsfreyja á Refstað. Þeir sem til þekktu á Refstað á þessum árum segja að oftast hafi hún verið syngjandi við störf sín, og brosið var aldrei langt undan. Ilún var bókelsk og las mikið, enda var hún óvenju fróð um land og sögu, og áreiðanlega hefur tíminn til lestrar oft verið klipinn af naumum svefntíma. Sigri'ður var óvenju félags- lynd og lagði yfirleitt eitthvað jákvætt til hvers máls, og ég hygg að lífsviðhorf hennar hafi byggst á því að mæta því sem að höndum bæri með bros á vör og hugsa um það sem áunnist hefði, en leiða hugann síður að hinu. Eftir að Sigríður var orðin ekkja, og dró úr daglegri önn hennar, fór hún að sinna því áhugamáli si'nu sem hvað mest hafði setið á hakanum; en það var að ferðast. Ýmsa staði inn- anlands, henni hugleikna og áður ókunna, heimsótti hún. Sjötug gerði hún sína ferð til Noregs, og nú í haust, á 89. ald- ursári fór hún til Þýskalands í góðra vina hópi. Þess er ég full- viss að á flugi í þessum utan- ferðum hefur verið farið með ljóð og laglega gerðar vísur; þó ekki væri til annars en mæla vegalengdina sem flogin var. Henni tengdamóður minni þótti alltaf betra að orð færu ekki á skjön við athafnir. Fyrir fáeinum árum varð hún að gangast undir þrjár aðgerðir með stuttu millibili sem kröfð- ust svæfingar. Svæfingarnar fóru illa með hana, hún taldi að andlega hefði sér hrakað langt fyrir aldur fram vegna þeirra. Ilún trúði mér fyrir því fyrir nokkrum árum að heldur vildi hún deyja en verða að þola eina svæfingu enn. í liðinni viku var hún flutt mikið veik til Akureyr- ar, og þar beið hennar væntan- lega stór aðgerð og svæfing. Áður en til þess kom fékk hún hægt andlát. Fyrir hönd aðstandenda er mér ljúft að flytja öllu starfsliði Handlæknisdeildar FSA þakkir fyrir elskulegheit þessa dag- parta sem Sigríður lá þar til að kveðja. Sjálfur þarf ég að þakka fyrir kynni mín af Sigríði og Ref- staðaheimilinu í ríf þrjátíu ár, þakka fyrir elskusemi við börn- in mín. Það var mannbætandi að kynnast henni, og þeir sem hafa verið svo lánsamir að þekkja slíka einstaklinga eru ríkari eftir en áður. Blessuð sé minning Sigríðar á Refstað. Ágúst Sigurðsson Minningargreinar Minningargreinar birtast aðeins í laugardagsbiöðum Dags-Tímans. Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritaðar. Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með greinunum. Sendist merkt Dagur-Tíminn Strandgötu 31, 600 Akureyri Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Brautarholti 1, 105 Reykjavík

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.