Dagur - Tíminn Akureyri - 05.07.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.07.1997, Qupperneq 1
rmfrtnKÍ-TT rrmflv TOOt \\%r\ ^ iDagur-CEtiitrtttt Laugardagur S.júlí 1997 - 80. og 81. árgangur -124. tölublað Ásgarðsvegur 2 (Hótel Húsavík, Fensalir, Sýslumannshús, Árból) Húsið var byggt árið 1903. Byggjendur þess voru Júlíana Guðmundsdóttir og Sigurjón Þorgrímsson, bakari, sem áttu vesturendann, og Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristján Árnason, söðlasmið- ur, sem áttu austurendann. í mati frá 1905 er húsið talið vera 21 x 14 álnir að grunnfleti, tvflyft, vegghæð 9 álnir, ris 4 álnir. Þak er báru- járnsklætt á plægðum 1” borðum. Kjallari er undir öllu húsinu úr hlöðnu steinlímdu grjóti, 3 1/2 alin úr jörð. Húsið er byggt af timbri þó ekki sé þess getið í fyrstu virðingu sem gerð var. Á neðra gólfi eru sex íbúð- arherbergi og þrjár forstofur. Þar er hæð undir loft 4 1/2 álnir. Á öðru lofti eru sjö stof- ur og gangur eftir hæðinni endilangri, þar er hæð undir loft 4 álnir. Efsta loft er óinn- réttað. í kjallara er eitt skil- rúm. í húsinu eru tvö eldhús, fimm ofnar og einn bakarofn, hann er úr járni og innmúrað- ur. Tveir reykháfar úr stein- steypu eru á húsinu. Húsið er ómálað að utan. Herbergi öll eru þiljuð og flest máluð eða pappaklædd. Húsið er með tvöfaldri klæðningu og asvalt- pappa í milli. Gólf eru úr 5/4” borðum. Tuttugu og sex glugg- ar eru á húsinu og fimm gluggar á kjallara og fimm út- gangar, þar af tveir á kjallara. í gegnum tíðina hefur húsið gengið undir nokkrum nöfn- um: Hótel Húsavík, Fensalir, Sýslumannshúsið og núna Ár- ból. Sigurjón rak um tíma brauðgerð í sínum hluta húss- ins, einnig greiðasölu og gisti- hús. Ennfremur leigði hann húsnæði til fundarhalda. Nokkru fyrir 1920 hætti Sigur- jón hótelrekstri og einnig lagð- ist bakaríið af. Eftir það vann hann við ullar- og sfldarmatið á Húsavík. Kristján var söðlasmiður, hafði verkstæði í húsinu og nema. Hann leigði einnig út húsnæði til íbúðar. Eftir nokk- ur ár seldi Kristján Sigurjóni sinn hluta eignarinnar og byggði sér hús skammt frá kirkjunni. Húsið nefndi hann Hvarf. Hvarf brann tveimur árum síðar. Eftir það byggðu Kristján og Kristín húsið Ás- garð sem nú er Ásgarðsvegur 27. Samkvæmt manntali frá ár- Þórunn og Júlíus Havsteen. Sögulegt sýslumannshús - fjós og landageymsla í kjallaranmn inu 1910 búa í húsinu sem þá er skráð Hótel Húsavík: Sigur- jón Þorgrímsson, fæddur 2. maí 1864 í Nessókn S-Þingeyj- arsýslu, Júlíana Guðmunds- dóttir, kona hans, fædd 27. júlí 1856 í Grenivíkusókn, Þóra Jóhannesdóttir, fædd 26. mars 1879 í Grímsey, Jóhanna Frið- riksdóttir, fædd 12. september 1891 í Nessókn S-Þingeyjar- sýslu, Nanna Gísladóttir, fædd 13. desember 1891 einnig fædd í Nessókn, Benedikt Sig- urjónsson, fæddur 9. aprfl 1875 í Reykjahlíðarsókn, Bárður Sigurðsson, fæddur 28. maí 1872 í Lundarbrekku- sókn, Stefán Jón Benedikts- son, fæddur 27. janúar 1891 í Reykjahlíðarsókn, Kristján Jónsson, fæddur 16. mars 1886 í Skútustaðasókn, Axel Jakobsson, fæddur 14. ágúst

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.