Dagur - Tíminn Akureyri - 05.07.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.07.1997, Síða 5
r jOagitr(Etmtrat MINNINGARGREINAR i Laugardagur 5. júlí 1997 - V Jóhannes Jóhannsson 90 ára minning Jóhannes Jóhannesson var fæddur 19.5. 1907 að Odd- stöðum á Melrakkasléttu, d. 24.11. 1995 á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Hefði því orðið 90 ára 19. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Kristín Illugadóttir og Jó- hannes Jóhannesson. Þeim varð þriggja barna auðið og var Jói elstur, þá Anna og yngst var Þorbjörg er lést á fyrsta ári. Ólöf átti eina dóttur fyrir sem hét Guðný Þórðardóttir. Ilún var fædd að Leirhöfn og alin þar upp. Þau hjón hófu búskap að Auðbjargarstöðum. En Jói var aðeins ijögurra ára þegar faðir hans veiktist og dó. Varð þá móðir hans að bregða búi og fara í vinnumennsku. Jói var þá tekinn í fóstur að Oddstöðum af Borgliildi Pálsdóttur og Sigur- geir Jakobssyni. Ólst hann þar upp ásamt Sigurði Árnasyni og Þorsteini Stefánssyni, er einnig voru fóstursynir þeirra. Oft talaði Jói um veru sína á Öddstöðum og Borghildi kallaði hann alltaf fóstru sína og minnt- ist hennar með miklum hlýhug og þakklæti. Þá var honum minnisstætt hvað silungurinn sem þeir Oddstaðamenn veiddu var góður, ef silungur var á borðum þar sem Jói var í mat sagði hann: “Þessi er nú ekki eins góður og silungurinn fyrir austan.” Eins var með smákök- ur sem fóstra hans bakaði fyrir jólin, engar kökur jöfnuðust á við þær og voru þó gerðar marg- ar tilraunir, t.d. að nota smjör í stað smjörlíkis. Ólöf móðir Jóa fór til Daníels bróður síns er bjó á Blikalóni eftir lát manns síns og var hún með Önnu dóttur sína með sér. Hefur það verið þungbær reynsla að missa fyrst dóttur sína unga og síðan mann sinn tveimur árum seinna og þurfa að láta eina soninn frá sér í fóst- ur. Ólöf var vinnukona á ýmsum bæjum á sléttunni og mun hún ætíð hafa átt athvarf á Blikalóni. Jói ólst upp á Oddstöðum og lærði öll algeng sveitastörf auk þess að róa til fiskjar því að bæði var veitt í vötnum í net og einnig í sjó til matar (hafði hann alltaf verið sjóveikur). Vorið 1929 flytur Jói til Akureyrar ásamt Þorsteini sem þá var kvæntur. Þorsteinn liafði keypt íbúð í Gránufélagsgötu 41a og bjó Jói þar hjá þeim hjónum. Fyrsta daginn sem Jói var á Ak- ureyri keypti hann sér reiðhjól og harmonikku. Þorsteinn hafði lært húsasmíði og fóru þeir að vinna saman, m.a. unnu þeir við byggingu Nýja-Bíós og margra annarra húsa. Sumarið 1930 flutti Ólöf móð- ir Jóa til Akureyrar og ætluðu þau mæðgin að fara að búa saman eftir langan aðskilnað en ekki urðu það nema nokkrir mánuðir því Ólöf var orðin veik af krabbameini og lést úr því á aðfangadag 1930 á heimili þeirra. Meðan hún lá banaleg- una var fengin stúlka til að vaka yfir henni og var hún hjá henni þegar hún lést. Þessi sama stúlka varð svo síðar tengda- móðir mín. Á árunum 1930-1940 vann Jói víða og vann þá jafnt við múrverk og smíðar. Var hann orðlagður fyrir vönduð vinnu- brögð. M.a. vann hann í Hrísey við að laga hús sem höfðu skemmst í jarðskjálftanum sem gekk hér yfir 1934. Á þessum árum var líf og fjör í Hrísey og fólksflöldi mikill í sambandi við sfldarsöltun. Var þá algengt að böll voru haldi 4-5 kvöld í viku og spilaði þá Jói fyrir dansi. Þess tíma minntist hann oft og brá þá fyrir glettnisglampa í augunum þegar hann sagði: “Já, þá var nú ekki alltaf sofið mikið enda þurfti maður þess ekki á þeim árum.” Síðar lá leið hans til Sigluíjaröar og spilaði hann fyrir dansi ásamt því að vinna fullan vinnudag á sfldarplani. 1939 ræður Jói sig til hús- byggingar hjá Randver Bjarna- syni í Hlíðarhaga í Eyjaíjarðar- sveit. Þar kynntist hann fóstur- dóttur þeirra Randvers og Guð- rúnar Bjarnadóttur, Valgerði Sigurvinsdóttur, og leiddu þau kynni til sambúðar og hjóna- bands. Eignuðust þau þrjú börn saman, Guðrúnu Borghildi, f. 24.1. 1941, Jón Bjarna, f. 17.9. 1942 og Sigurvin Guðlaug Þór, f. 21.9. 1946. Var heimili þeirra að Hlíðarhaga þar sem Valgerð- ur átti skepnur og var í sambýli með Randver fósturföður sínum en Jói hélt áfram að vinna við srníðar og múrverk og var hann á mörgum bæjum í Eyjafirði við byggingar og lagfæringar. í Hlíðarhaga kynntumst við Jói þegar ég kem þangað 9 ára gömul með föður mínum sem réðst til Randvers og Guðrúnar sem vinnumaður, en foreldrar mínir voru þá nýskilin. Varð Jói mér strax eins og besti faðir og á kynni okkar sem spanna yfir 46 ár bar aldrei skugga. Val- gerður og Jói slitu samvistum en áfram átti Jói þó heimili sitt í Hlíðarhaga. Var þar heima tíma á hverjum vetri, oftast í nóvem- ber eða desember. Ævinlega færði Jói krökkunum eitthvert gotterí þegar hann kom heim og fór ég ekki varhluta af því. Var mér alltaf gefið eins og þeim. Eins er mér minnisstætt þegar Jói fór í kaupstað í desember og kom heim með fullan kassa af eplum og ilmurinn fyllti kjallar- ann þar sem þeir sváfu, pabbi og Jói. Aldrei hef ég smakkað annað eins góðgæti eða fundið annan eins ilm og af þessum eplum. Ævinlega keypti Jói líka gosdrykki fyrir jólin og var það lflca nýtt fyrir mér. Þegar ég var 11 eða 12 ára kenndi Jói mér að dansa, hann blístraði lögin og svo dönsuðum við. Þannig lærði ég alla gömlu dansana nema skottís, sem ég hef aldrei lært, á ómáluðu stein- gólfi og ég á ullarsokkum og var það mér til mikillar ánægju þvi að við krakkarnir fórum á þess- um árum á samkomur með full- orðnum og þá þekktist ekki kyn- slóðabil, allir skemmtu sér sam- an. Þetta voru samkomur þar sem spiluð var félagsvist og svo dansað á eftir. Einnig voru stórafmæh þar sem öllum var boðið og alltaf dansað fram und- ir morgun. Þannig líða árin við leik og störf. Ég fer frá Hlíðarhaga þeg- ar ég var 18 ára og stofna heim- ili á Akureyri. Við Ásgeir kaup- um íbúð sem ekki er alveg tilbú- in. Þá kemur Jói til og dúklegg- ur og hjálpar okkur við það sem eftir er að gera. Og verður nú sú breyting á högum Jóa að þann hluta úr árinu sem hann er ekki að vinna býr hann hjá okkur. Ásgeir var til sjós á þessum árum og þotti mér þá gott að hafa Jóa mér til halds og trausts. Var oft glatt á hjalla því gestkvæmt var hjá okkur og Jói | tók þátt í þeim gleðskap af h'fi og sál. Ilann tók einnig þátt í þeirri þungu sorg þegar við misstum drenginn okkar, tæplega 5 ára, sem hann haíði verið eins og góður afi. Þannig tók Jói þátt í lífi mínu, bæði sorg og gleði. Ilann var alltaf til staðar þegar ég þurfti á honum að halda. Árið 1971 flytjum við Ásgeir til Hríseyjar þá búin að eignast þrjú börn. Jói er þá farinn að leigja sér herbergi í Skipagötu 14 og hættur að vinna vegna heilsubrests. Um þetta leyti hafði hann kynnst Þórhildi Berg- þórsdóttur ættaðri úr Fnjóska- dal og fóru þau að búa saman. Var það gæfa þeirra beggja, , sambúð þeirra einkenndist af < hlýju og umhyggju hvort fyrir 1 öðru. Síðustu íjögur árin var Jói [ rúmfastur og var aðdáunarvert að sjá hvað Þórhildur hugsaði vel umhann, þó hún gengi ekki , heil til skógar sjálf. Jói tapaði i mikið sjón á seinni árum og síð- asta árið sem hann lifði dvaldi hann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Varð hann þá alveg blindur. Þórhildur fór flesta daga til hans og hjálpaði honum að borða og sat hjá honum. Naut hún aðstoðar dótturdóttur Jóa, Gunnu Völu, sem keyrði hana og einnig sat hún oft hjá afa sínum. Var allt gert sem hægt var til að láta honum h'ða sem best. Jói andaðist þann 24. nóvember 1995 og var jarðsett- ur í Akureyrarkirkjugarði. Hver minning dýrmœt perla að lífsins liðnum degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kœrleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gœfa var það öllum er fengu , að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Rósa 1 Egill Ólafur Guðmundsson Hvammstanga Nú eru liðin hartnær tíu ár frá því við hittum Egil Ólaf fyrst; á björtum vor- degi í maí. Það gjólaði úr norðri og bárurnar á firðinum fissuðu, hvítar í faldinn. Enn voru grá- hvítir skaflar í ijallinu, gróður lítt framgenginn á túnum og út- hagi daufur. Hann var að dunda vestan við skúrinn, hagræða útsæði í flötum kössum og fyrir neðan lá garðurinn, nýpældur með áleitnum ilmi og feitum ána- möðkum sem krían tíndi upp til að bera í hreiðrin í varpinu nið- ur við höfnina. Það marraði í hurðinni er hann skaut loku frá og bauð okkur í bæinn. Egill Ólafur var rótfastur í kjarnmiklum menningararfi lið- inna kynslóða og liafði áhuga á því að skila honum áfram í orð- um og verki; hann var fróður um mannlíf og atvinnusögu og útbjó líkön af húsum sem voru honum kær og höfðu haft eitt- hvert gildi fyrir staðinn og framtíð hans. Besta verkið af þessu tagi er Riis-verslun, elsta höndlun staðarins, þar sem kaupmaðurinn stendur fyrir dyrum en verkamenn bera vör- ur úr uppskipunarbátnum heim í pakkhús. Þessi verk hafa verið til sýnis í Verslunarminjasafn- inu á Hvammstanga, ásamt merku safni úr sjósókn og land- búnaði sem hann viðaði að sér á langri ævi og áður var veggja- prýði á vinnustofu hans. Það var tómstundagaman Egiis Ólafs að saga út og tálga ýmsa smáhluti, svo sem báta, veiðimenn á fugl og ref og reið- ingshesta. Þessa hugljúfu gripi seldi hann við vægu verði eða lagði í lófa barns til að sjá ham- ingjubros þess kvikna. Á tæpum áratug höfum við keypt af listamanninum fjiirutíu verk sem gefa góða og sanna mynd af alúð og verklagi, frá- bæru formskyni og kímni sem er svo fi'nleg að hún greinist varla, stundum er skerpt á henni eins og í myndröð manna er bera vörur á bakinu og inni- haldið er merkt skýrum stöfum: hrísgrjón, kaffi, rúgmjöl, baun- ir, brjóstsykur, hafrainjöl, rúsín- ur og hveiti. Það var ævintýri líkast að ganga inn í vinnustofu Egils Ólafs þennan fyrsta dag og ávallt síðar, þar sem gamla dót- ið hékk uppi til vitnis horfinni sögu og ilmur af spón, lakki, ol- íum og jarðargróðri blandaðist saman í seiðmagnað andrúms- loft. Ilógvært fas húsráðanda, eðlislægt í látleysi, sem var inn- borið og göfgað í sorg og gleði, lyfti þessum litla skúr á hærra plan, breytti honum í höll. Egill Ólafur lánaði verk á sýninguna í hjartans einlægni sem var fyrst haldin í Nýlista- safninu í upphafi árs 1991 en fór síðan um sumarið í safna- húsið á Selfossi og vöktu þau mikla athygli á báðum stöðun- um, heilluðu sýningargesti í lát- lausri útfærslu, barnslegri ein- lægni og trúnaði gagnvart því liðna. Þegar við stofnuðum Safna- safnið í febrúar 1995 varð hann strax mjög áhugasamur um vöxt þess og viðgang og jafn- framt glaður yfir því að við skyldum deila með honum hug- myndum um starfsemi, söfnun og sýningar. Verk Egils Ólafs skipa nú heiðurs sess á heimili okkar og Safnasafnsins í Reykjavík. Yfir listaverkum Egils Ólafs hvflir léttleikandi fegurð; kraft- birting formsins og línunnar er kórrétt út frá auganu þótt hún svari ekki kalli um nákvæma mæhngu, því að það var ekki ætlun listamannsins að skapa upp á sentimetra, hvað þá millimetra. Litirnir eru sannir og tilgerðarlausir. Hann var í reynd að samþætta lund sína hversdagslegri reynslu og þekk- ingu, taka brot af ljúfum draumi í hönd sér og móta í takt við kjarnann sem bjó í per- sónuleik hans; fullkomna líf sitt utan við strit og amstur; upp- heija list sína til gleðinnar. Það segir margt um Egil Ólaf Guðmundsson að í hárri elli helgaði hann sér reit í útjaðri kauptúnsins og hóf þar viða- mikla trjáræktun. Nú teygja ung trén viðkvæma sprota sína í sumarsólinni og kalla á svalandi skúrir til að vökva þetta draumaland, - sem lifir skapara sinn og lofar nafn hans um ókomna framtíð. Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.