Dagur - Tíminn Akureyri - 05.07.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.07.1997, Page 6
 Laugardagur 5. júlí 1997 - VI MINNINGARGREINAR IDagur-'ðSmttm Þórir Þorgeirsson Þórir Þorgeirsson fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 14. júlí 1917. Hann andaðist að kvöldi 25. júní 1997 á heimili sínu að Reykjum, Laugarvatni. Foreldrar hans voru Þorgeir Þorsteinsson bóndi og smiður, Hlemmiskeiði (f. 16.3.1885, d. 20.8. 1943), og Vilborg Jónsdóttir kennari, Hlemmiskeiði (f. 9.5.1887, d. 2.4.1970). Systkini í aldursröð: Unnur Þorgeirsdóttir (f. 15.5.1915) kennari í Reykjavík, maki Sigurð- ur Eyjólfsson fv. skólastjóri á Sel- fossi; Hörður Þorgeirsson smiður í Reykjavík (f. 15.7.1917), maki Unnur Guðmundsdóttir frá Túni; Inga Þorgcirsdóttir (f. 2.2.1920), kennari í Reykjavík, fv. maki Ingólfur Guðbrandsson; Jón Þor- geirsson (f. 29.5.1922), rafvirki í Reykjavík, fv. maki Kristín Klara Ólafsdóttir; Rósa Þorgeirsdóttir (f. 6.2.1924, d. 21.1.1952), þv. maki Karl Guðmundsson verk- fræðingur; Þorgerður Þorgeirs- dóttir (f. 19.1.1926), kennari í Reykjavík, maki Gísli Magnússon píanóleikari; Viiborg Þorgeirs- dóttir (21.7.1929), kennari í Reykjavík, maki Einar Sverrisson viðskiptafræðingur. Þórir var íþróttakennari að mennt, nam í íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni 1940- 1941. Framhaldsnám stundaði hann árin 1949 og 1950 í Dan- marks Höjskole for Legemsövelse í Kaupmannahöfn, og Statens Gymnastikkskole í Osló. Þórir var kennari við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1941- 1973, Hússtjórnarskóla Suður- lands 1943-1949, Barnaskóla Laugardals 1941-1948, Mennta- skólann að Laugarvatni 1953- 1969, íþróttaskóla Björns Jak- obssonar 1941-1943 og síðar íþróttakennaraskóla íslands Laugarvatni 1943-1983. Kennslu hætti hann alfarið 1983 og helg- aði sig þá sveitarstjórnarmálum, sem hann hafði þá sinnt samhliða kennslu í 13 ár. Hann var kosinn í hreppsnefnd Laugardalshrepps 1970 og sat í henni sem oddviti alla tíð síðan eða alls tæp 27 ár. Einnig var hann hreppstjóri Laugardalshrepps frá 1972 til ársin 1987. Hann starfaði mikið að félasg- málum og æskulýðsmálum. Sam- hUða kennlu vann hann tU margra ára við þjálfun íþrótta- fólks Héraðssambandsins Skarp- héðins og stýrði sigursælu liði Skarphéðinsmanna á mörgum íþróttamótum. Auk þess stjórnaði hann til margra ára sumarbúðum HSK á Laugarvatni ásamt íleir- um, íþróttamótum, og var fuUtrúi HSK á þingum ÍSÍ, Laugarvatni frá stofnun hennar, og sat í skólanefndum Hússtjórnarskóla Suðurlands Laugarvatni 1974- 1986 og Héraðsskólans að Laug- arvatni 1978-1991. Hann var um- boðsmaður Happdrættis Háskóla fslands, SÍBS og DAS, og fulltrúi í Kaupfélagi Árnesinga um árabil. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Laugardals, tvisvar formaður hans og tilnefndum Melvin Jones félagi 1992. Síðustu árin sat hann í stjórn Heilsugæsl- unnar í Laugarási og í sóknar- nefnd Miðdalssóknar. Hann sat í Sýslunefnd Árnessýslu og síðan í Héraðsnefnd Árnessýslu fram á síðasta dag. Hann var heiðursfélagi Ilér- aðssambandsins Skarphéðins og Körfuknattleikssambandsins, og hafði meðal annars verið sæmdur gullmerki íþróttasambands ís- lands og Ungmennafélags ís- lands. Eftirlifandi eiginkona hans er Esther Matthildur Kristinsdóttir, (f. 22.2. 1932) íþróttakennari og húsmóðir, og hafa þau búið allan sinn búskap að Laugarvatni. Börn þeirra eru: Rósa Þóris- dóttir íþróttakennari, maki Kjart- an Þorkelsson sýslumaður. Börn þeirra eru Matthildur og Inga Hrund og eru þau búsett á Blönduósi. 2) Hrönn Þórisdóttir kennari, maki Hrafn Arnarson kennari. Dóttir þeirra er Þórhild- ur. Þau eru búsett í Vestmanna- eyjum. 3) Gerður Þórisdóttir, kennari, maki Lars Hansen dýra- læknir. Börn þeirra eru Sara og Aron. Þau eru búsett á Hvolsvelli. 4) Þórir Þórisson byggingarverk- fræðingur á Selfossi. 5) Hörður Þórisson starfsmaður Laugar- dalshrepps. Útför Þóris fór fram í gær, föstudaginn 4. júlí. Á haustdögum fyrir tæpri hálfri öld kom óg í fyrsta sinn að Laug- arvatni ásamt þeim Jóni Jónssyni frá Norðurhjáleigu í Álftaveri og Jónu Bárðardóttur frá Vík í Mýr- dal. Við höfðum lært í Unglinga- skóla sr. Jóns Þorvarðssonar í Vík og vorum nú tilbúin að hefja nám við Héraðsskólann á Laugarvatni, eftir að sóknarpresturinn í Vík hafði skrifað Bjarna Bjarnasyni skólastjóra og óskað eftir skólavist fyrir okkur. Er við komum í hlaðið á Laugarvatni kom til okkar glað- beittur, sköllóttur maður og bauð okkur velkominn til Laugarvatns. Héldum við að hér væri skólastjór- inn kominn, svo reyndist ekki heldur var hér Þórir Þorgeirsson mættur til að vísa okkur til heima- vistar, okkur Jóni í Björk til að deila þar herbergi með íjórum strákum af Suðurnesjum, og Jónu í ijögurra manna herbergi í Hlíð. Á þeim 49 árum sem siðan eru liðin hafa kynni okkar Þóris verið næstum óslitin. Næstu sex árin að- einu undanskildu naut ég kennslu hans einmitt á þeim árum sem Menntaskólinn að Laugarvatni varð til. Áhrif hans á okkur ófram- færna sveitadrengi voru ótrúleg. Léttleiki hans og lipurð í kennslu og allri umgengni voru með þeim hætti að leitun hlýtur á hliðstæðu. Að námi loknu á Laugarvatni skildu leiðir um sinn. En átta árum síðar, er Benedikt Sigvalda- son þáverandi skólastjóri Héraðs- skólans hafði samband við mig og sagði sig vanta kennara, lágu leið- ir aftur saman. Síðan hefur sam- band okkar ekki rofnað. Það er mikil gæfa að hafa fengið að starfa með Þóri Þorgeirssyni. Um langt árabil vorum við samkennarar við Iléraðsskólann á Laugarvatni. í því samstarfi bar aldrei skugga á. Létt lund, mannþekking, lipurð, umburðarlyndi eru þeir eiginleik- ar sem í hugann koma er ég minn- ist míns ágæta lærimeistara. En best kynntist ég fyrrnefnd- um mannkostum Þóris er við átt- um samstarf í sveitarstjórn Laug- ardalshrepps á árunum 1986- 1994. Á þeim árum varð mér ljóst hve miklum vinsæidum Þórir naut meðal sveitarstjórnarmanna um allt Suðurland. Ég tel það tvímæla- laust þessum miklu vinsældum hans og samningalipurð að þakka, hve hann náði góðum samningum við Héraðsnefnd Árnessýslu á sl. ári fyrir hönd Laugardalshrepps. Með þeim samningum hefur hann tryggt Laugardalshreppi varanleg- an grundvöll til framtíðar. Þá hlýt ég að nefna hér hans stóra hlut í varðveislu og uppbyggingu gamla húsmæðraskólans Lindar á Laug- arvatni og skrúðgarðsins fallega er Ragnar Ásgeirsson hannaði á ár- unum 1932-1941 er hann bjó á Laugarvatni. Fjölmargir aðilar bæði í Laugardalshreppi og utan hans töldu hús og garð heyra lið- inni tíð. Með óbilandi atorku og aðstoð góðra manna og kvenna tókst Þóri að koma í veg fyrir að hús og garður yrðu að engu gjörð. Og nú hefur þessu svæði verið sá sómi sýndu sem sögulegt gildi þeirra verðskuldar. Þau Þórir og Esther eignuðust 5 börn. Öll stunduðu þau nám í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni. Sam- viskusemi þeirra allra og háttvísi var einstök. Það eru einmitt slíkir nemendur sem gera starf kennar- ans svo ánægjulegt og eftirsóknar- vert. Ég sendi þessu góða fólki hlýjar samúðarkveðjur. ÓskarH. Ólafsson Öllu er afmörkuð stund. Pendúll lífsklukku okkar tifar áfram í amstri dagsins, í gleði eða sorg, á sumri eða vetri, í draumi eða veruleika. Hlutverk mannanna eru mörg og mismunandi á jörðinni, lífsklukkurnar slá í mislangan tíma og af mismunandi öryggi enda er gangverkið misgott. Við sem erum vegfarendur á óræðri braut lífsins. - Skyndilega hefur lífsklukka gamla kennarans míns og vinar, Þóris Þorgeirssonar á Laugarvatni, stöðvast. Klukkan sem slegið hefur af þrótti, áræði og velvilja í hartnær áttatíu ár. Lífsklukka sem svo margir hafa haft mikla trú á í gegnum árin og viljað líkja eftir slættinum. Þetta sanna verk hans sem íjölskyldu- föðurs, uppalanda, kennara, íþróttaþjálfara, félagsmálamanns og oddvita og sveitarstjórnar- manns í Laugardaglshreppi í lang- an tíma, reyndar allt til dauða- dags. Ég hitti Þóri síðast glaðan og reifan á þjóðhátíðardaginn þar sem hann samfagnaði með okkur Rangæingum því að þann dag var vígt nýtt glæsilegt íþróttahús á Hvolsvelli. I endurminningunni verður þessi stund mér dýrmæt því margt var skrafað og skegg- rætt að vanda og Þórir taldi bygg- ingu íþróttahússins hina bestu íjárfestingu sem ætti eftir að skila ómældum arði. Heilræði voru gefin hvað þjóðmálin varðaði enda Þórir áhugasamur um velferð þjóðar- innar. Gengur þetta bara ekki vel hjá ykkur, spurði Þórir, en var ein- lægur og traustur lramsóknar- maður. Stundin var í raun táknræn fyrir áhuga Þóris fyrir líðandi stund og fyrir æskulýðs- og íþróttastarfi. Þórir var einn af frumkvöðlum í uppbyggingu íþrótta- og æskulíðsstarfs á Suður- landi og í raun á landinu öllu. Hann hafði mikil áhrif á ungt fólk sem stundaði nám á Laugarvatni en þangað komu nemendur víðs vegar af landinu. í langan tíma kenndi Þórir við íþróttakennara- skóla íslands og aðra skóla á Laugarvatni. Sem ungur maður ferðaðist hann um landið og kenndi m.a. sund. Einnig þjálfaði hann ungt fólk á vegum Héraðs- sambandsins Skarphéðins. Hann ferðaðist þá um sveitir Suðurlands á sumrin og hvatti æskuna til dáða um heilbrigt og reglusamlegt líf- erni og hvatti unga fólkið til íþrótta- og félagsmálastarfs. Á þessum tíma var öll aðstaða til íþrótta með öðrum hætti en nú tíðkast. Á Landsmótum UMFÍ var Þórir í fylkingarbrjósti fyrir sitt fé- lag HSK og kom færandi hendi með sigurliðið og tilheyrandi verð- launagripi, sinn eftir sinn. Ávallt var Þórir til mikillar fyrirmyndar hvort heldur innan vallar eða utan. Það var einmitt á íþróttaæf- ingu við Gunnarshólma í Landeyj- um sem ég kynntist þessum áhugasama öðlingi í fyrsta sinn. Kynnin áttu eftir að eflast, því þeg- ar ég settist á skólabekk á Laugar- vatni kynntist ég þessum kvika og síunga manni enn betur og með okkur tókst ágætur vinskapur. Alltaf var Þórir jafn hvetjandi og glettinn. Hann hóf gjarnan kennslustundina á því að depla augum, rétta fram hendur, kreisti fingur að lófum og rétta út fing- urna og segja: “Er ekki allt í sóm- anum, eru ekki allir hressir og kátir.” Ferskleikinn og áhuginn var alltaf á sínum stað. Hans göf- ugi ásetningur sem kennara var að gera námið skemmtilegt, mark- miðið var einfaldlega gamla heil- ræðið “það er leikur að læra”. Ekki alls fyrir löngu heyrði ég vangaveltur virts prófessors sem fjallaði um það hvernig skólinn á 21. öldinni ætti að vera og þetta markmið var einn af grunnþáttun- um í fyrirlestri hans. Þegar fjallað er um starf Þóris sem kennara má vitna í ummæli um annan góðan uppalanda en um hann var sagt: “Öllum kom hann til nokkurs þroska.” Þóri var mjög annt um velferð nemenda sinna og fylgdist gjarnan vel með því hvað þeir voru að fást við hverju sinni. Mér þótti afar vænt um það þegar ég var ráðinn sem sveitarstjóri á Hvolsvelh að einn af fyrstu mönn- um sem hringdi í mig var Þórir oddviti á Laugarvatni. Ilann óskaði mér velfarnaðar í starfi, var hvetjandi og gaf mér eitt heil- ræði: “Hættu aldrei að vinna fyrr en þú hefur lokið við ætlunarverk þitt þann daginn. Gakktu frá hreinu skrifborði.” Þetta var gott heilræði og lýsir Þóri vel. Þannig hygg ég að öll störf hans hafi verið enda er mjög óvenjulegt að tæp- lega áttræður maður sé í forsvari fyrir sveitarfélag nú á tímum. Þó að lífsklukka Þóris Þorgeirs- sonar hafi nú stöðvast eftir langt og farsælt starf heldur lífið áfram. Ilér í götunni minni á Hvolsvelli eru lítil barnabörn Þóris, sem Sara og Aron heita og eru börn Gerðar og Lars. Ég horfi á eftir Margréti dóttur minni tipla yfir götuna til að passa þessi fallegu börn. Þannig heldur lífið áfram. Á fjórða ára- tugnum var faðir minn skólabróðir Þóris heitins í Laugarvatnsskóla. Þannig spinna lífsþræðirnir þenn- an óræða lífsvef. í dag drjúpum við höfði og þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast öðlingnum og mannvininum Þóri á Laugar- vatni. Eiginkonu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum sendir fjölskylda mín dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin lifir um gegn- heilan heiðursmann. ísólfur Gylfi Pálmason í dag er til moldar borinn Þórir Þorgeirsson oddviti á Laugarvatni. Fyrstu kynni mín af Þóri voru í kringum 1960 þegar ég var ung- lingspiltur þátttakandi í leikfimi- hóp sem sýndi á landsmóti ung- mennafélags íslands. Mér er Þórir mjög minnisstæður frá þeim árum, okkur strákunum fannst hann vel fullorðinn og karlalegur en það kom ekki að sök þegar hann var að segja okkur til við æfingarnar, þá var hann léttur og stæltur og miklu fimari en við sem þóttumst vera að æfa. Ekki lét Þórir stirð- leika okkar strákanna á sig fá heldur tvíefldist við að mynda heil- stæðan hóp úr þeim efnivið sem hann fékk víðsvegar að úr hérað- inu. Það var síðan hluti af hverju landsmóti að sjá Þóri kvikan og hnarreistan stjórna sýningarhóp- um ungmenna. Árin liðu og næst lá leið okkar Þóris saman þegar báðir voru oddvitar fyrir sín sveit- arfélög, þar hefur samstarf okkar varað í 15 ár og aldrei borið skugga á. Þórir var mjög farsæll sveitar- stjórnarmaður og einstaklega góð- ur samstarfsmaður í eiginlegum verkefnum sveitarfélaga. Sex sveitarfélögin í uppsveitum Árnes- sýslu hafa náið samstarf í heil- brigðismálum með sameiginlegri heilsubæslustöð í Laugarási. Jörð- in Laugarás var á sínum tíma keypt fyrir aðsetur læknis og er starfandi nefnd oddvita viðkom- andi sveitarfélaga til að hafa um- sjón með þeirri eign. Einnig er sameiginlegur byggingarfulltrúi fyrir 8 hreppa í uppsveitum Árnes- sýslu. Þegar fundað var um þessi sameiginlegu verkefni var Þórir tillögugóður og fundvís á leiðir til að styrkja verkefnin sem unnið var að. Þórir sat í stjórn heilsugæsl- unnar í Laugarási og lét sér mjög annt um þá starfsemi. Naut hann þess að sjá nýja byggingu rísa sem vígð var 21. júní síðastliðinn. Heilsugæsluselið á Laugarvatni var Þóri mikið hjartansmál að væri sem best búið og var hans þáttur í uppbyggingu þess ómældur. Þórir sat í héraðsnefnd Árnes- inga frá stofnun hennar og reynd- ist góður liðsmaður sem annars staðar. í Héraðsnefnd var eitt stærsta mál sem Þórir beitti sér fyrir að ganga frá skiptum Laugar- dalshrepps, Árnessýslu og ríkisins á eignum á Laugarvatni og skerpa mörkin um stjórnsýslu á staðnum var honum mikill léttir þegar þau mál voru í höfn. Ég hef aðeins minnst á örfá at- riði um samstarf við Þóri sem uppí hugann koma nú þegar hann er kvaddur en fyrst og fremst var Þórir heilsteyptur persónuleiki sem lagði metnað sinn í að vinna að framgangi síns sveitarfélags og héraðsins í hoild. Við samstarfsmenn í oddvita- nefnd Laugráslæknishéraðs þökk- um samstarfið og vottum aðstand- endum dýpstu samúð okkar. Loftur Þorsteinsson oddviti

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.